Morgunblaðið - 15.04.1993, Side 25

Morgunblaðið - 15.04.1993, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993 25 á Grundarfirði n sjávarútvegsstefnu. idðtil- ndar afl til þess að sækja þann afla í sjó eins og leyfilegt er,“ sagði Skúli. Hann sagði það sama eiga við síld- ina þar sem undanfarin tvö ár hefðu verið skilin eftir um 10% af því sem heimilt var að veiða, og um 15% hefðu verið skilin eftir af úthafs- rækju á síðasta ári. „Er þetta sú hagkvæmni og sú þróun sem við eigum að stefna að, þannig að sókninni verði stillt upp á þann veg að við getum ekki nýtt þá fiskistofna sem við megum veiða, og þá ekki síst á þeim tíma sem við verðum að skerða sóknina í þorskstofninn? Ég tel þetta ekki vera hagkvæmni; þetta er hrein öfugþróun,“ sagði hann. Aðeins öfugþróun blasir við Helgi Kristjánsson vék að þeirri tillögu nefndarinnar að Þróunar- sjóður fengi að kaupa fiskvinnslu- hús og greiða fyrir þau 75% af fast- eignamati. Hann benti á mikinn mun sem væri á fasteignamati milli byggðarlaga í landinu, og þannig væri til dæmis hús á Snæfellsnesi hugsanlega metið á helmingi lægra verði en hús í Hafnarfirði. „Ég rek lítið fiskvinnsluhús sem hefur veitt sex mönnum atvinnu undanfarin ár og hefur ársveltan verið um 35 milljónir króna. Bruna- bótamat hússins er um 13 milljónir, en fasteignamatið er 2,6 milljónir. Þetta þýðir að ef ég gengi út úr húsinu og afhenti það, fengi égtvær milljónir fyrir að fara heim og hætta. Þetta er háðungarboð, og mér er spurn hvaða spekingar fundu þetta upp. Ef bóndi þyrfti að úrelda vísitölubú sem er 400 ærgildi, yrðu honum boðnar 13 þúsund krónur fyrir ærgildið, sem þýddi 5,2 millj- ónir fyrir búið. Hann heldur hins vegar jörð sinni og þetta þykir eng- um mikið fyrir eina fjölskyldu, en í mínu dæmi og minna verkamanna er um að ræða tvær milljónir. Með þessu verður engin þróun í fisk- vinnslunni, heldur blasir aðeins við öfugþróun eins og er í dag. Hér verður skynsemin að koma til og talsmenn verða að taka meira tilliti til fólksins í byggðarlögunum. Það má ekki lengur hunsa fískvinnslu- fólkið sem hefur byggt upp kvótann með sjómönnum og útgerðarmönn- um og eiga því ótvíræðan rétt I þessu. Við erum öll á einum báti og hljótum að vera það þegar allt kemur til alls.“ Kvótinn sameign þjóðarinnar Guðmundur Kristjánsson gerði skipan nefndarinnar að umtalsefni og benti á að enginn landsbyggð- armaður ætti sæti í henni. „Ég hef ■ haft nauman tíma til að skoða þessa skýrslu en mér finnst vera svo til algert rugl í þessu. Þessir menn eru ekkert í raunveruleikanum, og eng- inn af þeim er að beijast í því að reka fyrirtæki. Hvernig eiga þessir menn að geta samið almennilega stefnu fyrir framtíðina?" sagði hann. Guðmundur vék að þeirri tillögu nefndarinnar að óheimilt verði að afskrifa aflaheimildir sem eigenda- skipti yrðu að og kvótinn yrði þann- ig varanleg eign. Hann sagði i því sambandi að engum sjómanni eða útgerðarmanni dytti í hug að segja að þeir ættu fískinn í hafinu. „Það eru hins vegar margir kerfískallar sem myndu vilja segjast eiga fískinn í sjónum, en það er algert bull. Þú átt ekki fiskinn fyrr en hann er kominn inn fyrir borðstokkinn. Það skulum við muna öll hér á lands- byggðinni að kvótinn er sameign þjóðarinnar, og á meðan ekki er hægt að selja hann fer hann ekki frá okkur.“ Fiskurinn án málsvara Haraldur Guðmundsson sagði að ef farið hefði verið eftir því afla- markskerfi sem sett var í upphafi 1984 og sóknarmark hefði ekki verið heimilað væri ekki verið að tala um 200 þúsund tonna þorksk- vóta í dag heldur kannski 450 þús- und tonn eins og að hafi verið stefnt þegar aflamarkskerfið var tekið upp. „Nú stæðum við með glans á þessum þrengingartímum, og þjóðin hefði úr miklu meiru að spila. Þetta er vandinn og þetta er okkar eigið vandamál, ekki síst þeirra manna sem hafa sýslað um þessa hluti.“ Jónas Jakobsson benti á að í þeirri umræðu sem ætti sér stað hefði fiskurinn í sjónum aldrei átt sér neinn málsvara. Auðlindin í sjónum væri að ganga til þurrðar vegna pólitískrar stýringar á skipt- ingu aflans en ekki vegna þess að veiðarnar hefðu verið auknar. Kvótakerfið væri að ganga að mönnum dauðum, og búið væri að eyðileggja veiðislóðirnar. „Hefði ekki verið vitlegra að koma með þekkingu um það við hvaða aðstæður fiskistofnarnir lifa og eftir hvaða skilyrðum þeir leita og síðan stjórna veiðunum?,“ spurði hann. Afnám línutvöföldunar hættulegt landverkafólki Sævar Friðþjófsson fjallaði í máli sínu um þá hagræðingu i sjávarút- vegi sem þeir Vilhjálmur og Þröstur hefðu gert að umtalsefni, og sagði það sína skoðun að hagræðing væri ekki til í kvótakerfínu. Hann vék að þeirri tillögu um að tvöföldun kvóta vegna línuveiða í mánuðunum nóvember til febrúar yrði lögð af og aflamarki yrði úthlutað til þeirra skipa sem þær veiðar hafa stundað á grundvelli aflareynslu. „Gagnvart því að reka mína útgerð yrði ég feginn ef línutvöföldunin yrði tekin af, en ég er hræddur um að ansi margir missi atvinnuna við það. Ég fullyrði að þetta er ekkert nema spurning um atvinnu fyrir þá litlu ■ staði sem hafa að miklu leyti lifað á línuveiðum, og það eru þeir stað- ir sem best liggja við miðin. Þeir staðir verða gjörsamlega búnir ef þetta gengur eftir.“ Þórður Magnússon tók í sama streng og Sævar og sagði afnám tvöföldunar á línu það hættulegasta sem fram kæmi í skýrslu nefndar- innar þar sem þetta kæmi illa niður á landverkafólki. Vertíðarbátar orðið illa úti Sigurður Kristjánsson sagðist taka undir þá fordæmingu á kvóta- kerfinu sem yfirleitt hefði komið fram í máli ræðumanna á fundinum. Hann rakti hvernig þetta kerfi hefði farið með vertíðarbátana sem fyrir nokkrum árum hefðu verið uppi- staðan í vinnu í byggðarlögunum. „Ég keypti lítinn bát árið 1987 og þá fylgdu honum 80 tonn af óslægð- um þorski, en í dag er þessi bátur með 30 tonn. Það er því sem næst búið að drepa alla þessa báta nið- ur, en menn héldu að þeir fengju að vera með þessi 80 tonn sem er grundvöllur fyrir tvo menn að lifa af. Það hefur aldrei verið minnst á þetta, en það hefur hins vegar ver- ið minnst á smábátana og að laga þar eitthvað til. En það er hreinn dauðadómur yfir þeim ef það á að fara setja kvóta á þá, og það verð- ur dauðadómur yfír stórum hluta af byggðinni í landinu.“ Kvótabraskið ógeðfellt Rögnvaldur Ólafsson talaði síð- astur af þeim fundargestum sem kvöddu sér hljóðs á fundinum. Hann sagðist vilja gera veigamikla breytingu á drögum tvíhöfða- nefndarinnar. Hann hefði verið harður meðmælandi kvótans á sín- um tíma, en þannig hefði verið farið með kvótann að jafnvel hann væri orðinn honum andhverfur. „Það er ekki út af kvótanum sem slíkum, heldur út af braskinu sem er í sambandi við hann. Kvótabrask- ið tel ég vera algjöran viðbjóð sem hefur viðgengist, og við sem höfum lent í þessu á undanförnum árum erum búnir að reka okkur á það hve gífurlegur dragbítur þetta hefur verið. Sú veigamikla breyting sem ég vil gera á kvótanum eða þessum drögum er að byggðunUm verði úthlutaður kvóti. Það er ömurlegt að horfa á það að sjá grónar og blómlegar byggðir fara í rúst ein- göngu út af þessu kvótabraski." Málið útskýrt ir Þröstur Ólafsson t.v. og Vilhjálmur Egilsson gerðu grein fyrir helstu hafa verið í skýrslu til sjávarútvegsráðherra. Undirskriftir til vemdar Brákarsundi 60% Borgnesinga fylgjandi vemdun Borgarnesi. í GÆRDAG voru undirskriftalistar, með nöfnum 780 Borgnesinga, sem vemdunarsinnar Brákarsunds höfðu safnað á undanförnum dögum, af- hentir Sigrúnu Símonardóttur, forseta bæjarstjórnar Borgamess. Á list- ana skrifuðu sig 60% Borgnesinga sem fæddir era 1976 og fyrr. Undir- skriftalistinn hafði m.a. svohljóðandi yfirskrift, „Við undirritaðir íbúar í Borgarnesi, beinum þeim eindregnu tilmælum til bæjarsljórnar Borgar- ness að allra leiða verði leitað til að koma megi í veg fyrir að Brákar- sundi verði lokað í bráð eða Iengd með vegfyilingu út í Brákarey". Afhending undirskriftalistans fór fram við Brákarbrúna. Það var Hall- dór Brynjúlfsson stöðvarstjóri sem afhenti Sigrúnu Símonardóttur for- seta bæjarstjómar listana fyrir hönd vemdunarsinna. Sagði Halldór meðal annars: „Við emm hér að vetja eina af merkustu söguminjum Islendinga, við erum hér að veija náttúruperlu í bænum okkar. Bæjarbúar fá nú bæj- arstjóm vopn til þeirrar baráttu. Við treystum því að bæjarstjóm beiti þessu vopni til sigurs fyrir vemdun Brákasunds." Sigrún Símonardóttir tók við undir- skriftalistunum og kvaðst leggja þá fyrir næsta bæjarráðsfund sem hald- inn yrði næstkomandi þriðjudag og þar yrði Brákarsundsmálið rætt. Mál- ið yrði hins vegar ekki afgreit fyrr en í fyrsta lagi á næsta bæjarstjómar- fundi sem væri um miðjan maí. Sagði Sigrún að tekið yrði mið af undirskrif- talistunum eins og öðmm gögnum sem bæmst til bæjarstjórnar í málinu. Önnur undirskriftarsöfnun Ásamt undirskriftalistunum fylgdu eftirtalin gögn: Álit náttúruvemdar- nefndar Mýrarsýslu, álit Vegagerðar ríkisins um áhrif vegfyllingar á strauma. Þar kemur fram sú skoðun að „vogurinn á milli litlu Brákareyjar og Brákareyjar fyllist af seti og þar með einnig höfnin, Brákarsund og Brákarpollur" ef gerð yrði vegfylling út í Brákarey. Og ályktun þings Ung- mennasambands Borgfírðinga þar sem varað er við þeim náttúmspjöllumJ sem myndu þljótast af því að stífla Brákarsund. í fylgiskjölum undirskrif- talistanna kemur einnig fram að yfír standi önnur undirskriftasöfnun meðal brottfluttra Borgnesinga og hér- aðsbúa. TKÞ. 10 km lagð- ir á Austur- landsvegi LIÐLEGA 10 km kafli verður í sumar lagður á Austurlands- vegi, frá Fossgerði að Gauta- vík. Vélás hf. á Egilsstöðum átti lægsta tilboð í verkið í út- boði Vegagerðarinnar, 39,6 miHjónir kr. sem er tæplega 60% af kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar hljóðáði upp á 66,4 millj- ónir kr. Flest þeirra tólf tilboða sem bárust í verkið vom undir þeirri tölu. Verktaki á að skila veginum fullgerðum 15. nóvember í haust. Sérfræðiálit um rekstur stálbræðsiunnar Efasemdir um tækjabúnaðinn HARALDUR Þór Ólason, eigandi Furu hf. segist reikna með að ákveð- ið verði á næstu dögum hvort fyrirtækið kaupi stálverksmiðjuna í Hafnarfirði í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og verkalýðsfélög í bæn- um. Skömmu fyrir páska voru lagðar fram niðurstöður tveggja sérfræð- inga frá Danmörku og Bretlandi sem fengnir voru til að leggja mat á rekstrarmöguleika verksmiðjunnar. Koma fram talsverðar efasemd- ir um tækjabúnað verksmiðjunnar í áliti danska sérfræðingsins, auk þess sem bent er á að stálverð sé nú með lægsta móti í Evrópu. Haraldur sagði að niðurstöður sér- fræðinganna væru ekki samhljóða en þær breyttu ekki hans skoðun á rekstri verksmiðjunnar. „Þetta er spurning um kjark og þor,“ sagði hann. Álit kynnt í bæjarráði Fjallað verður um málið í ljósi þess- ara nýju upplýsinga á bæjarráðsfundi í Hafnarfirði í dag. Gunnar Rafn Sig- urbjörnsson bæjarritari í Hafnarfirði sagði að áhugi bæjarins á að koma verksmiðjunni í gang væri enn til stað- ar en í framhaldi af fundi aðila máls- ins með erlendu sérfræðingunum yrðu bærinn og verkalýðshreyfíngin að svara hvort þessir aðilar væru tilbúnir að standa áfram að málinu og þá hvemig. „Það er ljóst að menn þurfa að skoða forsendumar aftur og það krefst nýrra svara frá Fum, frá verka- lýðshreyfingunni og frá Hafnarfjarð- arbæ,“ sagði hann. Vísitala framfærslukostnaðar Mælir 3,3% verðbólgu á 12 mánaða tímabili KAUPLAGSNEFND hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í aprílbyijun 1993. Vísitalan í apríl reyndist verða 165,9 stig og hækkaði um 0,3% frá mars 1993. Vísitala vöru og þjónustu í apríl reyndist verða 169,1 stig og hækkaði sömuleiðis um 0,3% frá mars 1993, segir í frétt frá Hagstofu íslands. Nýjar bifreiðar hækkuðu um 2,1% sem hafði í för með sér 0,15% vísi- töluhækkun. Af öðmm hækkunum má nefna hækkun húsnæðiskostnað- ar sem olli 0,08% hækkun vísitölunn- ar og 2,2% hækkun á tannlækna- kostnaði sem hækkaði vísitöluna 0,03%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala framfærslukostnaðar hækkað um 3,3%. Undanfarna þijá mánuði hefur visitalan hækkað um 1,1% sem jafngildir 4,5% verðbólgu á heilu ári. Sambærileg þriggja mánaða breyting á vísitölu vöm og þjónustu svarar til 4,9% verðbólgu á ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.