Morgunblaðið - 15.04.1993, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993
Matargerðin er eins
1
er eins margbrotin og fólkið, sem í landinu býr. Hún hef-
ur þróast í gegnum aldirnar, en áhrifa gætir víða að, jafnt
frá vesturheimi sem og austurheimi.
margbrotin og fólkið
SUÐUR-afrísk matargerð hefur á sér alþjóðlegan blæ, en
Kona af ættbálki Zulumanna undirbýr kvöldverð, en suður-afrísk
matargerð hefur þróast í aldanna rás og mótast af bæði vestræn-
um og austrænum hefðum.
Hina kræsilegustu rétti er
mmm að finna á matseðlum suður-
^ afrískra veitingahúsa. Valið
SS er aðeins vandinn sem við-
skiptavinurinn stendur
frammi fyrir, því hvorki
(A skortir frábæra þjónustu né
fiL gæði þess sem framreitt er,
Ob eins og blaðamaður Daglegs
S) lífs komst næst á ferð sinni
um S-Afríku fyrir skömmu.
Glös voru aldrei látin standa
tóm. Bið milli rétta var mátulega
löng og þjónar, sem alltaf voru
svartir á hörund, kappkostuðu að
gestir stæðu ekki óánægðir upp
frá borðum. Ekki var ástæða til
svartsýni þegar kom að skulda-
dögum; matur og veigar kosta
aðeins brot af því sem gerist á
íslenskum veitingahúsum og eng-
in ástæða til annars en greiða
reikninginn með bros á vör og
skilja eftir vel útilátið þjórfé.
Sem dæmi má nefna að forrétt-
ir og aðalréttir á „góðurn" veit-
ingahúsum kosta sem svarar
200-400 kr., aðalréttir 400-600
kr., einstaka réttir allt að 1.000
kr. og algengt verð á flösku af
borðvíni er um 600 kr. Til að
gefa smá innsýn í þessa matar-
gerð eru hér birtar nokkrar upp-
skriftir sem undirrituð komst yfir
í umræddri ferð til S-Afríku.
Svínakjötsréttur
6 svínasneióar
3 msk. soja-sósa
2 msk. sérrí
hvítlauksrif, smátt skorið
5 cm biti engiferrót, rifin
2 laukar, fínt skornir
1 msk. sykur
ó heil piparkorn
Blandið saman soja-sósu, sérríi,
hvítlauk, engifer, lauk, sykri og
piparkomum og setjið á stórt fat.
Leggið svínasneiðar í blönduna
og látið marinerast í 30 mín. á
báðum hliðum. Steikið sneiðamar
á pönnu þar til þær brúnast. Hell-
ið blöndunni á pönnuna með
sneiðunum á og látið krauma í 30
mín.
Lambakjötsréttur
1 kg lambarif, fita skorin fró
2 laukar, fínt saxaóir
2 msk. olía
1 súpulauf
hólf tsk. kanel
1 tsk. coriander-krydd
hólf tsk. kúmen
2 fínsöxuð hvltlauksrif
4 tsk. karrý
2 msk. hveiti
1 tsk. turmeric-krydd
500 g flysjaðir tómatar
6 tsk. óvaxtamauk úr krukku
250 ml kjötkraftur
1 tsk. sykur
. 2 tsk. salt
svartur pipar
Brúnið lauka í olíu í stórum potti.
Bætið súpulaufi, kanel, coriander,
kúmeni hvítlauk, karrýi, hveiti og
turmeric út í og látið krauma í
nokkrar mínútur. Hrærið í á með-
an. Bætið við kjöti og örlítlu af
olíu til viðbótar. Bætið við því sem
eftir stendur og blandið vel. Látið
réttinn í eldfast mót og bakið við
150 gráður í ofni í einn og hálfan
tíma. Hafið álpappír eða lok yfir
réttinum meðan hann bakast.
Kjúklingaréttur
2 kg kjúklingur
2 tsk. salt
hólf tsk. pipar
200 ml þurrt hvítvín blandað saman
við 125 ml af vatni
2 msk. smjöriíki
1 laukur, saxaður
2 msk. edik
1 epli, saxaó
4 tsk. karrý
2 tsk. sykur
1 msk. sítrónusafi
1 msk. hveiti
Skerið kjúklingana í bita og
kryddið með salti og pipar. Setjið
i pott með hvítvínsblöndunni og
látið malla undir loki í einn til
einn og hálfan tíma eða þar til
kjúklingurinn er soðin. Laukurinn
er léttsteiktur á pönnu, ediki, epli,
karrýi og sykri bætt út á. Þessu
er hellt út á kjúklinginn og látið
sjóða í 5 mín. Hristið saman sítr-
ónusafa og hveiti og hrærið út í
kjúklingapottinn. Sjóðið í aðrar 5
mín.
■
JI
Var sannfærð að
''vinningurinn væri aprílgabb
„Ég hef aldrei unnið neitt þó ég hafi spilað i Háskólahappdrættinu
og lottói að staðaldri, a.m.k. þegar potturinn er þrefaldur. Þú getur
því ímyndað þér að þetta kom mér á óvart. Ég var sannfærð um
að þetta væri aprílgabb," sagði Aðalheiður Karlsdóttir, kaupkona í
Englabörnum, í samtali við Daglegt líf.
Vinningshafinn Aðalheiður Karlsdóttir ásamt
þeim Ingólfi Guðbrandssyni og Andra Hrólfs-
syni, markaðsstjóra hjá Visa.
Aðalheiður
sagðist hafa verið
á kafi ofan í pappa-
kössum í verslun
sinni þegar hún
fékk upphringingu
frá forstjóra Visa
um að hún hefði
dottið í lukkupott-
inn, fengið ævin-
týraferð fyrir tvo
að upphæð 250
þús. kr. með
Heimsklúbbi Ing-
ólfs. „í sömu andrá
stóð Ingólfur með
blómvönd á tröppunum svo þetta
gat varla verið gabb þó það hafi
verið 1. apríl," segir Aðalheiður.
í dag, 15. apríl, á Visa ísland tíu
ára afmæli og í tilefni afmælis eru
dregnir út 4 korthafar ársfjórð-
ungslega sem fá ferð fyrir 2 að
upphæð 250 þús. kr. Þá fá tveir
korthafar í mánuði fellda niður 50
þús. kr. úttekt. Skilyrði er að við-
komandi sé í skilum við banka sinn
eða sparisjóð við útdrátt að sögn
Einars S. Einarssonar, frkvstj. Visa.
Aðalheiður hefur ekki ákveðið
hvert förinni verði heitið, en þau
hjónin hafi nokkrum sinnum farið
í huganum til Austurlanda fjær.
Hún taldi þó liklegt að ferðin yrði
tekin út í október nk.
{ dag býður Visa kaffi og kökur
á öllum þjónustustöðum sínum.
Útigrillin
hreinsuð með gasi
ÆTLA MA að margir hugsi
sér gott til glóðarinnar nú
þegar að birta tekur af degi
og er útigrill nokkuð sem
gjarnan fylgir sumarkom-
unni. Ætla má að flest úti-
grillin liggi enn sem komið
er í geymslum og kytrum í
misgóðu ástandi.
Hreinsun á grillgrindum er oft
á tíðum mikið þolinmæðisverk, en
þær vilja safna á sig bæði fitu og
óæskilegum matarleyfum þegar
grillin eru látin kóina. Til þess að
.ná þessu af með auðveldum hætti,
Gamlar grillgrindur má hreinsa
með gasi og sápuvatni.
má hita grillgrindurnar með gas-
hitara. Með því móti leysist fitan
úr læðingi sem gerir sápuvatns-
hreinsun auðveldari en ella.
A hverjum degi er hnuplað
Kærðir til lög-
reglunnar vegna
hnupls árið 1991
skípting eftir aldri
19-24
.....
25-60
60 ara og eldrí
28
Heimitd: Um búðarhnupl og hvemig má koma í veg fyrir það, 1992
úr verslunum fyrir milljónir króna
ÁRLEG velta smásöluverslunar í landinu er um 110 milljarðar og ef
marka má kannanir sem gerðar hafa verið erlendis og hér heima er
óþekkt rýrnun 3-4% af heildarveltu sem þýðir 4 milljarðar á ári. Ekki
er hægt að yfirfæra óþekkta rýrnun að öllu leyti yfir á hnupl við-
skiptavina því inní kemur skemmd vara, stuldur starfsfólks, ófullkom-
ið bókhald og slæmt eftirlit við vörumóttöku svo eitthvað sé nefnt.
Hinsvegar álíta kaupmenn að um einn þriðji sé kominn til vegna hnupls
viðskiptavina sem þýðir með öðrum orðum að daglega hnupla fingra-
langir viðskiptavinir vörum fyrir um það bil þrjár milljónir.
Aðeins lítill hluti þjófnaða kemst
upp og ekki kæra allir verslunareig-
endur standi þeir viðskiptavin sinn
að verki. Þeir eru á hinn bóginn sí-
fellt fleiri sem hringja til lögreglu
sama hverju stolið er og hvað varan
kosta. Þetta á við um ýmsar stórar
verslanir, þar á meðal Hagkaup þar
sem lögreglan er ætíð kvödd til þó
ekki sé stolið nema fyrir hundrað
krónur. En hvað þýðir það fyrir
hnuplarann?
Hann kemst á skrá lögreglunnar
en þótt hún taki niður allar kærur
þá hafa dómsyfirvöld miðað við að
stolið sé vörum fyrir meira en sjö
þúsund krónur áður en þeir blanda
sér í málið svo framarlega sem þjóf-
urinn hafi ekki áður reynst sekur
um auðgunarbrot.
Árið 1989 voru það 119 manns
sem kærðir voru til lögreglu vegna
búðarhnupls en árið 1991 voru kær-
umar orðnar 231 eða höfðu næstum
tvöfaldast. Ekki er ljóst hver ástæðan
er fyrir fjölguninni, árvekni kaup-
manna eða erfitt árferði undanfarið.
Kaupmannasamtökin stóðu nýlega
fyrir ráðstefnu og fræðslu um búðar-
þjófnaði fyrir verslunareigendur og
starfsfólk þeirra og gengist var fyrir
forvamardögum í samstarfi við lög-
regluna.
Hjá forvarnardeild lögreglunnar
fengust þær upplýsingar að ekki
væri mjög algengt að sömu aðilamir
væru gripnir glóðvolgir trekk í trekk
en unglingar væru oftast staðnir að
verki upp að 16 ára aidri og yfirleitt
væru það smáhlutir sem þeir hnupl-
uðu, geisladiskar, bækur og svo
framvegis. Það vekur einnig athygli
hversu stór hópur þeirra sem hnupla
eru eldri en 60 ára og að sögn for-
svarsmanna hjá forvamardeild lög-
reglunnar kann hluti skýringarinnar
að vera sá að fullorðið fólk er oft
orðið gleymið og einfaldlega man
ekki eftir því að borga. Stundum
má rekja stuldinn til fjárskorts full-
orðna fólksins en það er undantekn-
ing.
Niðurstöður kannana benda til að
skipta megi búðarþjófnaði í að
minnsta kosti fjóra hópa, unglinga
sem eru að sýna sig og sanna fyrir
félögum, fólk sem stelur af þörf, þ.e.
langar í hlutinn en hefur ekki efni á
að greiða fyrir hann, fólk sem lætur
freistast af því það sér tækifæri á
að komast yfir hlut og fólk sem hald-
ið er stelsýki. Einnig hefur færst í
vöxt að fíkniefnaneytendur reyni að
komast yfir dýra hluti ófrjálsri hendi
til að selja aftur.