Morgunblaðið - 15.04.1993, Page 29

Morgunblaðið - 15.04.1993, Page 29
MORGUNBLAÐID FIMMTODAGUR 15. APRÍL 1993 29 Hnífar úr keramík duga betur en stálhnífar VERSLANIR eru að fara í gang með tilboð að nýju eftir páska og það má segja að mið- að við það séu tilboðin með skásta móti. Það er vert að benda lesendum á hagstætt verð á kattasandi hjá Bónus svo framarlega sem sandurinn reyn- ist góður. Lambakjöt er á ágætu verði hjá Miklagarði og þeir sem eru fyrir vínber geta keypt græn og blá vínber á 149 kr. kílóið í dag hjá Fjarðarkaupum. Reyndar er hægt að fá grænmeti á góðu verði hjá Fjarðarkaupum líka í dag og epli eru á sanngjömu verði hjá Kjöt og fiski og hjá Mikla- garði. Fram á næsta miðvikudag kosta blá vínber 199 krónur kílóið hjá Hagkaupi. Bónus Tilboðin gilda frá fimmtudegi til laugardags. Sunblest Musli 500 g. Kaupir einn pakka og færð þann næsta ókeypis nautahakk..............575 kr. kg Nóa Maltabitar.............133 kr. kattasandur 11 kg..........225 kr. frosin rúnstykki 15 stk....199 kr. eldhúsrúllur 4 stk.........123 kr. matarolía 1 lítri...........85 kr. Fjarðarkaup Þessi tilboð gilda í dag, fimmtudag hjá Fjarðarkaupum bananar................99 kr. kg agúrkur...............149 kr. kg tómatar............. 149 kr. kg paprika ..............149 kr. kg vínber græn og blá....149 kr. kg Þessi tilboð gilda í 3 vikur Dole ananas 3x227 g......98 kr. BogKhrísgijón 4x125 g....79 kr. formbrauð, gróf og fín...96 kr. kerti eru seld með 25% afslætti á meðan birgðir endast Hagkaup Vikutilboðin hjá Hagkaupi eru eftir- farandi: Reykt medisterpylsa frá Meistaranum............299 kr.kg Liberobleiur............,.749 kr. blávínber..............199 kr. kg Myllu pizza brauð..........99 kr. McVities Homewheat kex, 200 g......................79 kr. Kjöt og fiskur í Mjódd súpukjöt...............395 kr. kg nautagúllas............890 kr. kg lambahryggir...........645 kr. kg lambalæri..............690 kr. kg JonaGold epli...........69 kr. kg appelsínur..............79 kr. kg Miklígarður við Sund Tilboðin hjá Miklagarði eru að þessu sinni: Lambalæri..............569 kr. kg lambahryggur...........549 kr. kg kótelettur.............549 kr. kg rauð epli...........99 kr. 1,5 kg Nóatúnsbúðfrnar Tilboðin gilda frá 15.-21. apríl Shop Rite kokteilávextir heildós....................129 kr. Shop Rite örbylgjupopp.....98 kr. Shop Rite risaeldhúsrúllur.59 kr. Ískóla21ítrar...............89 kr. Den gamle jarðarbeijasulta 750 g......................129 kr. Green Giant skorinn aspas..99 kr. Óla party pizzur...........298 kr. Mackintoshreblicka750g...989 kr. HNÍFAR úr keramík reynast endingarbetri en þeir sem em úr stáli. Þetta kom fram í rannsóknum sem Iðntækni- stofnun framkvæmdi í sam- starfi við norræna aðila. Kann þessi niðurstaða að hafa áhrif í iðnaði þar sem hnífar eru notaðir og hvað okkur snertir hér á íslandi má gera ráð fyrir að í fiskiðnaði geti þetta breytt tölu- verðu. í dag eru fiskvinnsluvélar stoppaðar með vissu millibili til að brýna hnífa en að sögn Emils B. Karlssonar hjá Iðntæknistofnun mun ekki vera nauðsynlegt að gera það séu notaðir keramíkhnífar. Enn sem komið er hafa hnífarn- ir einungis verið í tilraunafram- leiðslu og notaðir í iðnaði og lækn- isfræðilegum tilgangi. í ljós hefur komið að svokallaðir raspatorium hnífar sem notaðir eru við minni- háttar beinaaðgerðir reynast betur úr keramíki en stáli þ.e.a.s. skurð- eiginleikarnir eru betri. Grunn- urinn að keramíkhnífunum er zir- koniumoxíð duft sem hnífarnir eru steyptir úr. Nauðsynlegt er að duftið sé framleitt þannig að hlut- urinn verði ekki of stökkur og brotni við álag. Nú hefur það tek- ist og Iðntæknistofnun sótt, um einkaleyfi á framleiðsluaðferðinni. Að sögn Emils B. Karlssonar er ekki óraunhæft að draga þá ályktun að innan fárra ára geti almenningur fjárfest í hnífum og skærum úr keramík í stað stálsins en enn sem komið er hefur fyrir- tæki ekki verið stofnsett sem ætlar í framleiðslu. Draumurinn er að nýta allt hráefni til manneldis sem fellur til Morgunblaðið/Þorkell Þórarínn Guðlaugsson yfirkokkur hjá Meistaranum og Gísli Thorodd- sen í Perlunni matreiddu hina kræsilegustu rétti úr hráefni, sem venjulega er ekki talinn mannamatur. „EF við nýtum okkur ómengað umhverfi og litla lyfjanotkun í landbúnaði, trúi ég að við getum selt hvaða kjötmeti sem er. Þá er margt úr sjávar- fangi, sem má nýta, hér og til útflutnings, svo sem vel krydd- aða grafna grásleppu, skötu- sels- og stórlúðukinnar. Draumurinn er að við nýtum allt hráefni til manneldis sem fellur til,“ segir Vilmundur Jósefsson, frkvstj. Meistarans hf. „Við þurfum að byija smátt. Á s.l árum höfum við náð gæðum með því að nota aðeins bestu bitana. Nú kreppir að og nýting er nauð- syn,“ segir Vilmundur. Meistarinn bauð upp á allsér- kennilega máltíð í Perlunni nýlega. Á smáréttaseðli voru m.a. reykt laxahrogn, folalda-lifrarpaté, reykta folaldatungu og grafín grá- sleppa. Þá voru sjö aðalréttir, sem gestir borðuðu með bestu lyst þó ekki hafi þeir vitað um innihaldið. í ljós kom að það var t.d.kálfa-hós- takirtlar, humarsúpa með laxagell- um, laxafrauð með hrognkelsalifur, skötuselskinnum og fjallagrösum, kjúklingalifrarmús með rifsbeija- hlaupi, lambanýru með lerkisveppa- sósu og innbakað ungnautalifr- arbuff með búrgundarsósu. Vilmundur segir að flest hráefni, sem hér eru talin endi sem rusl þó úr þvi megi vinna girnilega rétti, eins og við komumst að. „Það eina sem við framleiðum af þessu er kjúklingalifrarmúsin, sem fékk gullverðlaun á alþjóðlegri kjötiðnað- arsýningu í Danmörku sl. haust. Þá fékk Meistarinn gullverðlaun á sömu sýningu fyrir laxapaté, grafið fjallalamb, silungapaté og vínar- pylsur; silfurverðlaun fyrir frank- furter-pylsur, grísasultu með osti og gróf lifrarpaté með púrtvíni. Og brons fyrir danskt salami, spægi- pylsu og grísasultu. Skv. meðaltalstölum, sem Vil- mundur hefur reiknað út og byggð- ar á tölum frá Framleiðsluráði land- búnaðarins, má ætla að í fyrra hafi fallið til 9.500 kg af ungnautatung- um, 14.300 kg af hjörtum, 33.400 kg af lifur og 38.100 kg af þindum og hálsæðum. í fyrra var 2.282 hrossum slátr- að. Má ætla að 16.500 kg af hjört- um, þindum og hálsæðum hafi ver- ið hent, 9.100 kg af lifur og 2.100 kg af tungu. Alls var 2.446 folöld- um slátrað. Þar með telur Vilmund- ur að 1.223 kg af tungum, 3.700 kg af lifur og 6.700 kg af hjörtum, þindum og hálsæðum hafi verið kastað fyrir róða. Vilmundur segir að miklu magni af fitu sé hent. „Við framleiddum til prufu blóðpylsu úr folaldafitu, blóði og folaldaslögum og ætluðum að senda hana til Bosníu í gegnum Hjálparstofnun kirkjunnar, sem því miður hafði engan áhuga.“ Endurklœdum húsgögn. Gott úrval áklceda. Fagmenn vinna verkid. Bólstrun Ásgríms, Bergstaðastræti 2, sími 16807. Góðandaginn! myllu pizzabrauð SKOBXÐ áðub 169,- HAGKAUP - alít í einni ferö TILBOÐ VIKUNNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.