Morgunblaðið - 15.04.1993, Side 36

Morgunblaðið - 15.04.1993, Side 36
 $6 fclk i fréttum Myndin frá 1953. Nýstúdentarnir Erling-ur Gíslason, Þorgeir Þorgeirson og Arni Björnsson. AFMÆLI Stúdentsárin o g nútíminn Samstúdentarnir og félagarnir Erlingur Gíslason, Þorgeir Þorgeirson og Árni Björnsson hittust fyrir skömmu í tilefni sex- tugsafmælis Erlings Gíslasonar. Vegna anna á afmælisdaginn, 13. mars, fannst ekki tími til veislu- halda, en Erlingur lék þá helgina bæði í Dýrunum í Hálsaskógi og Dansað á haustvöku. Buðu hjónin Brynja Benediktsdóttir og Erling- ur því æskuvinum hans til veislu nokkru síðar og var þá dregin upp gömul stúdentsmynd af þeim fé- lögum. Voru allir á einu máli um að skemmtilegt væri að taka mynd í svipuðum dúr og gömlu myndina. Meðfylgjandi má sjá myndirnar tvær sem teknar voru með 40 ára millibili.- Myndin frá 1993. Á sextugsafmæli Erlings Gíslasonar. Willy, sem er 76 ára, er danskcnnari en Peter, 29 ára, er læknir. AST Hún gæti verið amma hans en er gift honum Þau Willy og Peter Wan hafa verið hamingjusamlega gift í þijú ár, þrátt fyrir 47 ára ald- ursmun. Þegar þau hittust á læknastofunni, þar sem Peter starfar, var um að ræða ást við fystu sýn. Willy þurfti að leita sér læknishjálpar vegna bein- brots og Peter var sá sem sinnti henni. Hann segir að það hafí tekið sig langan tíma að fá Wiily til að játast sér og hann hafi beðið hennar íjórum sinnum áður en hún var til í slaginn. Willy segist ekki sjá eftir að hafa tekið bónorðinu, því hver dagur sé eins og ævintýri. Hún hafi yngst um mörg ár og haldi einhver að Peter ágirnist peninga hennar sé það fjarstæða, því hún eigi sáralítið af þeim. Áftur á móti sé hann vel launaður. Peter segist aldrei velta aldursmunin- um fyrir sér, því þrátt fyrir 47 ára mun séu sálir þeirra jafn gamlar og það sé það sem skipti máli. Rcuter Peggy Sue og Donna PEGGY Sue Rackham og gamall nágranni hennar, Donna Fox, halla sér upp að gömlum, gull- aldar-Chevrolet og það á vel við því að þetta eru ekki ófrægar konur. Um þá fyrrnefndu gerði Buddy Holly lagið um „Peggy Sue“ og sú síðar- nefnda var kveikjan að „Donnu“ hans Ritchie Valens. Komu þær stöllur saman í London í tilefni af nýjum myndaflokki BBC um stórstjörnur rokktímabilsins. TISKUSYNINGAR Gat ekki átt við 30 sm háa hæla Það er ekki á allra færi að ganga á 30 sentimetra háum hælum og vafamál að slíkir skór nái há- tísku, þrátt fyrir að háir og breiðir hælar séu að ryðja sér til rúms. Þannig mistókst hinni þekktu fyrir- sætu Naomi Campbell að ganga alla þá leið sem henni var ætlað á tiskusýningu í París nýlega. Þó fór betur en á horfðist, því Naomi stóð brosandi upp og virtist ekki hafa slasað sig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.