Morgunblaðið - 28.04.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.04.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1993 9 Sumarið er komið í benetton Á morgun verður veri vegna breytinga. ftalskar gæðavörur sem endast. iileg verðlækkun * ' s Qí benelton N J K r i n g I u n n i Nú er rétti tíminn til a 5 hefja reglulegan spamað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Notaðu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. RÍKISVERÐBRÉFA Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 sími 91- 699600 Kringlunni, sími 91- 689797 Hús RÚV í Efstaleiti. Á ríkisvaldið að reka útvarp og sjónvarp? Leiðari DV sl. mánudag fjallar um málefni Ríkisútvarpsins. Blaðið segir að „fjaðrafokið um svokallað Hrafnsmál Gunnlaugs- sonar“ beini kastljósi almenningsálitsins að RÚV, uppbyggingu þess, starfsháttum og tilgangi. Blaðið veltir meðal annars fyrir sér, hvort nokkur ástæða sé til þess að ríkisvaldið reki útvarp og sjónvarp. „Ef ekki næst samkomulag um það að leggja RÚV niður sem ríkisstofnun", segir DV, „á að afnema skylduafnota- gjöld. Hlustendum á að vera frjálst að ákveða hvaða stöð þeir vilja hafa afnot af“. Eldar ófriðar og ósættis hjá RÚV DV segir í forystu- grein: „Óvanalegt og nánast einstætt fjaörafok hefur orðið um svokallað Hrafnsmál Gunnlaugs- sonar... Þegar þessu moldviðri linnir er full ástæða til að beina kastljósinu að Rikisútvarpmu sjálfu. Það fer nefnilega ekki á milli mála að þessi ríkis- stofnun er bæði notuð og misnotuð í pólitísku hags- munaskyni og af einka- hagsmunum. Það þjónar litium hagsmunum fyrir allan almenning að RÚV, sem sagt er vera stofnun í eigu almennings og í hans þágu, sé leiksoppur geðþóttahagsmuna, hvort heldur starfs- manna eða ráðherra. Greinargerð útvarps- stjóra segir það eitt að þar loga eldar ófriðar og ósættis og munu áfram gera. Sú spurning er áleitin hvers vegna ríkisvaldið þarf að reka útvarp og sjónvarp. Slík fjölmiðlun er orðin svo auðveld fyr- ir hvern sem er að ríkið þarf ekki lengur að upp- fylla þær þarfir. Sagt er að vegna öryggis og menningar sé nauðsyn- legt að ríki haldi vöku sinni. Oryggissjónarmið eru löngu úrelt röksemd, einfaldlega vegna þess að færri og færri hlusta á útvarp og til eru marg- ar og ódýrari lausnir á almannavamakerfi held- ur en rekstur mörg hundruð manna stofnun- ar. Hvað menninguna varðar má út af fyrir sig viðurkenna þýðingu þess að ríkið gegni hlutverki vaktmannsins en mikið hlýtur samt menningin að vera illa á vegi stödd ef hún þarf að hlaupa í náð- arfaðm ríkisvaldsins. Menning lifir ef hún er einhvers virði án þess að henni sé troðið upp á þá sem hennar eiga að njóta.“ Breytingar á lögum og rekstri RÚV Síðan segir DV: „Enda þótt Ríkisútvarp yrði lagt niður er ekki þar með sagt að sú starfsemi sem þar er rekin faili nið- ur. Rás eitt í útvarpi stend- ur fyrir sínu og nóg er af afþreyingarrásunum. Sjónvarp og fréttastofa sjónvarps verður áfram til þótt ríkið verði ekki eig- andi. Ef ekki næst samkomu- lag um að leggja Ríkisút- varpið niður sem rikis- stofnun og selja einstakar deildir þess ber að gera ýmsar breytingar á lögum og rekstri þess. í fyrsta lagi á það ekki að vera í valdi ráðherra að ráða einstaka undir- menn stofnunarinnar. Ráðherra á að ráða út- varpsstjóra sem fer síðan með það vald að ráða framkvæmdastj óra sjón- varps og aðra undirmenn sína. Deilan um tíma- bundna ráðningu Hrafns Gunnlaugssonar er ein- mitt sprottin af því imd- arlega fyrirkomulagi að útvarpsstjóri er ekki einu sinni hafður með í ráðum þegar sá yfirmaður er ráðinn. í öðru lagi á að afnema skylduafnotagjöld. Hlust- endum og áhorfendum á að vera fijálst að ákveða hvaða stöð þeir vilja hafa afnot af. Núverandi fyr- irkomulag stríðir gegn öllu velsæmi og brýtur gegn grundvallarreglum uni samkeppni. í þríðja lagi ber að draga úr mannQölda og umfangi RÚV, meðal ann- ars með því að leggja nið- ur rás tvö í útvarpi. Það getur ekki verið hlutverk ríkisins að halda úti þjóð- arsálarrausi fyrir kveról- anta. í fjórða lagi á að sam- eina fréttastofur útvarps og sjónvarps og ýmsa aðra skylda starfsemi. Umræðan að undan- fömu kallar á þessar breytingar.“ Sumardvöl fyrir þroskahefta í SUMAR verður starfrækt á Selfossi sumardvöl fyrir þroskahefta. Meðal annars verður boðið upp á styttri ferðir um Suðurland og sumar vikurnar ferður farið í Þórs- mörk og dvalið þar í 4-5 daga. Öll tilboð munu þá að sjálfsögðu miða við áhuga og getu þeirra sem í sumardvölinni eru hveiju sinni og það er ekkert aldurstakmark. Dvölin miðast við allan aldur. Allar nánari upplýsingar veita Katrín Klemenzdóttir, meðferðar- fulltrúi á Selfossi, og Jensey Sig- urðardóttir, þroskaþjálfi á Sel- fossi. (Fréttatilkynning) FUNDUR SJÓÐSFÉLAGA 28. apríl 1993, kl. 17:15 Holidav Inn, Gallerí 1. Fundarsetning 2. Skýrsla stjórnar - Kristján Oddsson, formaður 3. Tryggingar sjóðsfélaga 4. Ársreikningur 1992 5. Markmið með ávöxtun ALVÍB - Gunnar Baldvinsson, forstöðumaður ALVÍB 6. Önnur mál Sjóðsfélagar eru hvattir til að mæta! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Myndsendir 68 15 26. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.