Morgunblaðið - 28.04.1993, Side 12

Morgunblaðið - 28.04.1993, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 „Lyf á Bónus- verði“ er tálvon Hugleiðingar um frumvarp til lyfjalaga eftir Erlend Jónsson Heilbrigðisráðherra skrifar at- hyglisverða grein í Morgunblaðið 6. apríl sl., þar sem hann reynir að rökstyðja þá skoðun, að hið nýja frumvarp til lyfjalaga, sem lagt hef- ur verið fyrir Alþingi, muni leiða til lægra lyíjaverðs hér á landi. Rök hans eru með þvílíkum endemum, að óskiljanlegt er að nokkrum geti hafa dottið í hug að bjóða slíkt sið- menntuðum mönnum. Til að byrja með leyfi ég mér að vísa í súlurit, sem birtist með grein ráðherra, og á að styðja þá skoðun, að útsöluverð lyfja sé hærra hér á landi en í „grannlöndunum", og að skýringin á því sé há álagning og dreifingarkostnaður, sem myndi lækka við það „frelsi", sem frum- varpið boðar. Samkvæmt þessu súluriti er hæst smásöluverð lyfja á íslandi af þess- um löndum. En á því kemur einnig fram, að í Þýskalandi er næsthæsta lyfjaverðið, og mun hærra en í Dan- mörku. Heilbrigðisráðherra láist þó að geta þess, að í Þýskalandi er ein- mitt „frjálst" lyfsölukerfi, en í Dan- mörku er kerfi, sem í grundvallaratr- iðum er það sama og við höfum búið við til þessa. Hvað þessi lönd varðar er því ekki aðeins engin fylgni, heldur beinlínis neikvæð fylgni á milli „frelsis" og lyfjaverðs, ef tölur þær, sem hann gefur upp, eru réttar. Heilbrigðisráðherra ber líka sam- an verð „lyfjakörfu" hér á landi annars vegar og í Noregi, Danmörku og Svíþjóð hins vegar. Nokkur áhöld eru um það, að þau samanburðar- verð, er hann gefur upp séu rétt. En auk þess gleymir hann að benda á, að í Noregi og Danmörku er í grundvallaratriðum sama iyfjadreif- ingarkerfí og við búum við ennþá, og að í Svíþjóð er eitt hlutafélag, sem hefur einokun á lyfjasölu. Skýr- ingin á hærra lyfjaverði hér getur því ekki verið að finna í því „ófrelsi", sem núverandi kerfi okkar felur í sér, og súlurit ráðherra rökstyður einmitt skoðun þveröfuga við þá, er hann heldur fram. í þessu sambandi má einnig benda á grein Böðvars Jónssonar, lyfjafræðings, í Morgun- blaðinu 8. apríl sl„ þár sem hann leiðir að því líkur að lyfjaverð í Bandaríkjunum sé ekki lægra og jafnvel enn hærra en hér á landi, þrátt fyrir langa hefð fyrir „frelsi" þar í lyfjadreifingu. Verð á öðrum vörum almennt hærra hér Skýringarinnar á hærra lyfjaverði hér en í grannlöndunum, ef það er staðreynd, hlýtur því að vera að leita í öðru en „ófrelsi" í lyfjadreifingu. Vöruverð hér á landi er almennt hærra en í grannlöndum okkar, líka varðandi vöru, sem hver sem er má versla með, eins og tölvur, raf- magnsvörur, matvöru og bækur. Af hveiju kostar t.d. tölva, sem í Banda- ríkjunum kostar 4019 dollara, (u.þ.b. 261.000 kr), u.þ.b. 405.000 kr. hér á landi? Skýringin á þessum verðmis- mun getur ekki verið „ófrelsi" í tölvudreifingu, vegna þess að hún er fijáls, miklu fijálsari en lyfjasala verður skv. frumvarpi heilbrigðisráð- herra. Frumvarpið leiðir til óhagkvæmari lyfjadreifingar Það er því ekkert sem bendir til þess, að ofangreint frumvarp muni, þegar til lengdar lætur, leiða til hag- kvæmara fyrirkomulags á lyfjadreif- ingu fyrir þjóðina í heild, og mjög margt sem bendir til hins gagn- stæða. Auk þess, sem hér hefur ver- ið nefnt og þess sem ég benti á í grein minni „Ályktað um aukaat- riði“, er birtist í Mbl. 17. apríl, má líka nefna aukna fjárfestingu í lyfja- búðum, minni og óöruggari ly§a- þjónustu við landsbyggðina, sem mun birtast í hærra lyfjaverði þar og færri og verr útbúnum lyfjabúð- um og ótalmargt fleira. Aðrar Norð- urlandaþjóðir búa enn við sama lyfjadreifíngarkerfi og við (í Svíþjóð er að vísu einokun), og hafa ekki enn séð ástæðu til að breyta til, þrátt fyrir margra ára umræðu: í Danmörku hafa menn rætt málin í yfir tíu ár, og þrátt fyrir pappírsflóð sem fylla myndi heilt herbergi hefur ekki enn verið tekið upp annað kerfi. Eru Danir þó „fijálslyndari" en aðr- ar Norðurlandaþjóðir t.d. í vínsölu, en þar er hægt að kaupa vín og sterka drykki í matvöruverslunum. Er þetta vegna þess að þessar frændþjóðir okkar séu óskynsamari en við? Getum við virkilega taiið okkur trú um það? Nei, ástæðan er einföld: þær hafa komist að þeirri niðurstöðu, að núverandi kerfi er hagkvæmast. Það býður upp á ákveðinn sveigjanleika og tryggir faglega og örugga þjónustu, bæði við landsbyggð og þéttbýli. Núverandi kerfi Ieyfir samkeppni „Lyf á Bónusverði" er eitt af slag- orðum fylgjenda frumvarpsins. En stórmarkaðir hafa getað lækkað verð á matvöru á forsendum, sem ekki eiga við á neinn hátt í smásölu- dreifíngu iyfja. Verði þeir að upp- fylla öryggiskröfur og aðrar fagleg- ar kröfur, sem gera verður til lyfja- búða, er mjög hæpið að þeir geti boðið lyf á lægra verði en apótek geta nú þegar. Unnt er að sníða af núverandi lyfjadreifingarkerfi ýmsa vankanta, ef mönnum sýnist svo. Það er engin ástæða til þess að ekki megi leyfa samkeppni bæði í verði og þjónustu innan núverandi kerfis, þótt hún megi ekki koma niður á landsbyggð- inni. Gleymnishyggjan Þegar rætt er um það, hvort eitt fyrirkomulag sé betra en annað, gleymist oft, að við verðum að taka tillit til núverandi aðstæðna til þess, hvað breyting myndi kosta okkur miðað við raunveruleikann, éins og hann er nú. Við erum ekki eins og Guð, sem spyr sjálfan sig: „Hvers konar heim á ég að skapa, og hvers konar fyrirkomulag á smásöludreif- ingu lyfja a ég að láta vera (frá upphafi) á íslandi til þess að það sé hagkvæmast?“, og skapar síðan þann heim sem honum finnst best- ur. Hér er komið það sem kalla mætti gleymnishyggju: hún felst í því að halda, að unnt sé að byija Erlendur Jónsson „Ef lyfjabúðum fjölgar, eykst fjárfesting í lyfja- dreifingu umfram nauðsyn og það getur ekki verið til hagsbóta fyrir þjóðina í heild.2 frá grunni í einhvetju máli og gleyma fortíðinni alveg. Þannig gæti einhver kannski talið sér trú um, að besta fyrirkomulagið í lyfjadreifíngu sé „frelsi“ í einhverri mynd og hugsað sér, að ef Guð hefði skapað besta heim sem völ er á, þá hefði hann látið lyfjadreifingu hér á landi vera „fijálsa". í einfeldni sinni dregur hann þá ályktun, að því hljóti að vera rétt að afnema núverandi kerfi og koma á „fijálsri" lyfjadreifingu. En málið er ekki svona einfalt. Við verðum að taka tillit til þess, að nú þegar er til fjárfesting í lyfja- búðum í landinu, sem nægir til að anna lyfjadreifingu fyrir landsmenn á hagkvæman og öruggan hátt. Ef lyfjabúðum fjölgar, eykst fjárfesting í lyfjadreifíngu umfram nauðsyn og það getur ekki verið til hagsbóta fyrir þjóðina í heild. Stöðugur hring- landaháttur stjórnmálamanna með forsendur fyrir rekstri fyrirtækja er eitt af því, sem er að leggja íslenskt atvinnulíf í rúst. Einn daginn er hægt að reka fyrirtæki á ákveðnum forsendum, en næsta dag geta stjórnmálamenn verið búnir að kippa þessum forsendum í burt og leggja heila atvinnugrein í rúst. Það er ekki hægt að búast við blómlegu atvinnulífi við slíkar aðstæður: stöð- ugleiki í forsendum atvinnurekstrar er markmið í sjálfu sér, hefur ákveð- ið gildi. Við verðum að geta skipu- lagt atvinnurekstur til lengri tíma, en gleymnishyggjan kemur í veg fyrir það; hún felur í sér skammsýni og óstöðugleika. Aðalatriðið og aukaatriðið En samt verður að breyta, breyt- inganna vegna. I kjölfar fádæma rógsherferðar á hendur apótekurum á síðustu árum, sem helst má líkja við nornaveiðar fyrr á öldum, ein- blína menn á gróða nokkurra apó- tekara á höfuðborgarsvæðinu. Það er nauðsynlegt að umbylta kerfinu bara til þess að koma höggstað á þá, til að minnka gróða þeirra. Menn gleyma því, að þetta er aukaatriði. Aðalatriðið er, að lyfjadreifingar- kerfið sé sem hagkvæmast og bjóði upp á sem besta þjónustu við neyt- endur. Slík skammsýni einkennir ís- lenskt atvinnulíf um of; þess vegna hefur farið eins og raun ber vitni. Nauðsynlegt er að hugsa um hag heildarinnar og varast að láta öfund, þröngsýni og innantóm slagorð villa okkur sýn. Það er kaldhæðni örlaganna, að verði frumvarp það, sem hér er til umræðu, samþykkt, kemur það ekki fyrst og fremst niður á þeim apóte- kurum, sem spjótin beinast helst að, heldur á minni apótekum, sem leit- ast hafa við að veita sem besta lyfja- þjónustu úti á landsbyggðinni. Ósamkvæmni Gott dæmi um það, hvernig menn hafa gleymt aðalatriðinu og einblínt á aukaatriðin, er að nokkrir lyfja- fræðingar í stjórn stéttarfélags lyfja- fræðinga voru fyrir tveimur árum mjög áfram um það, að komið yrði á einokunarkerfi í lyíjasölu að sænskri fyrirmynd, þar sem engin samkeppni hefði fengið að njóta sín. Rök þeirra voru þau, að slíkt kerfi myndi sinna faglegum málefnum lyfjafræðingastéttarinnar mun betur og veita neytendum betri þjónustu. Nú eru hinir sömu lyfjafræðingar allt í einu orðnir ákafir fylgjendur þveröfugrar stefnu, og þeir hrópa „frelsi, frelsi!" yfir land og lýð, vegna þess að þeir halda að núverandi frumvarp feli í sér frelsi. Hvað er orðið um fagleg málefni nú? Að beija hausnum við steininn Nú má búast við því, að jafnvel þótt öll skynsemi stríði gegn frum- varpinu og það beri allan vott um hroðvirknisleg vinnubrögð, þá muni sumir þingmenn halda áfram að beija höfðinu við steininn og halda fast við sinn keip: tveir plús tveir skulu samt vera jafnt og fimm. Hér má líka benda á það siðleysi, sem felst í því að keyra slíka umbylt- ingu á lyfjadreifingannálum í gegn á nokkrum vikum. Hjá siðmenntuð- um þjóðum er yfirleitt gert ráð fyrir a.m.k. tíu ára aðlögunartíma við svo afdrifaríkar ákvarðanir. Ef frumvarpið verður að lögum, þá getur það ekki verið vegna þess að meirihluti þingmanna er að hugsa um þjóðarhag. Slík eru. örlög ís- lensku þjóðarinnar. Það eru ill örlög. Höfundur er dósent írökfræði og aðferðafræði vísinda við Háskóla íslands. ---------------- Fyrirlestur um um- hirðu garða NÚ ÞEGAR sumarið er í nánd fara garðeigendur væntanlega að huga að görðum sínum. Fimmtudagskvöldið 29. apríl kl. 20 mun félagsmiðstöðin Hólma- sel í Seljahverfi standa fyrir fyr- irlestri um umhirðu garða fyrir íbúa Seljahverfis. Fyrirlesari verður garðyrkju- meistarinn Jón Júlíus Elíasson og mun hann m.a. fjalla um umhirðu grasflata og tijáa. Eftir fyrirlestur- ínn gefst þátttakendum kostur á að koma með fyrirspurnir og í sam- vinnu við Seljasafn Borgarbóka- safnsins munu bækur og tímarit um garða liggja frammi. Aðgangs- eyrir er 200 kr. og eru léttar kaffi- veitingar innifaldar í verði. Fyrir- lesturinn er öllum opinn. (Fréttatilkynning) Helgi Hálfdanarson Lyfsölumál Að undanfömu hefur orðið hér nokkur umræða um sölu lyfja. Tilefnið er frumvarp heilbrigðis- ráðherra til nýrra Jyfsölulaga, sem nú mun orðið flestum kunnugt í aðalatriðum. Mér hefur sýnzt svo, að deilan um þetta frumvarp hafi orðið óþarflega hvöss, eins og oft vill verða, og jafnvel gæti nokk- urs misskilnings á báða bóga. Svo hefur atvikazt, að um langt skeið hef ég haft tækifæri til að fylgjast allnáið með lyfsölumálum á Islandi. Þau kynni hafa fyrir löngu sannfært mig um það, að farsælasti farvegur þeirra mála væri ríkisrekstur á dreifíngu lyfja. Ég lít svo á, að lyf séu sú vöruteg- und sem sízt alls megi vera ofur- seld einkahagsmunum. Næstbezta kostinn tel ég vera þann, að ríkisvaldið ráðstafi lyf- söluleyfi til sérmenntaðra einstak- linga, hæfílega margra til þess að dreifing lyfja geti orðið með eðlilegum hætti. Þá sé rekstur lyfjabúða háður ströngu opinberu eftirliti, ekki aðeins með vörugæð- um, heldur einnig verðlagi, enda sé verð allra lyfja ákveðið af opin- berri verðlagsnefnd, sem beri að gæta þess, að hvorki sé stefnt í hættu hagsmunum seljenda né neytenda jafnt í dreifbýli sem þéttbýli. Lakastur hygg ég að sá kostur væri að sleppa verzlun með lyf út í svo kallað „frelsi“, þar sem hveij- um sem hlotið hefði starfsréttindi lyfjafræðings væri heimilt að stofna og reka lyfjabúð hvar sem væri fyrir sjálfan sig eða aðra. Um þann kost, sem ég hef hér á undan talið hollastan, mun vart að ræða, svo sem nú viðrar í stjórnmálum á landi hér, og tjóar lítt um að fást. Það lyfsölukerfi, sem nú við- gengst, er að vísu gallað, en er þó í aðalatriðum sá kostur, sem ég kallaði næstbeztan. Megingallinn, og raunar sá eini sem máli skipt- ir og þyrfti lagfæringar við, er fólginn í tilhögun verðlagningar- mála. Að vísu er verð allra lyfja þegar ákveðið af opinberri nefnd, en það er við það miðað, að unnt sé að reka lítil apótek úti um byggðir landsins. Af því leiðir, að stærri apótekin verða einatt rekin með hagnaði langt um þarfir fram. Breytingar á lyfsölulögum ættu því að felast í því, og því einu, að lagfæra verðlagsmál. Nú er augljóst, að það sem öðru fremur vakir fyrir heilbrigð- isráðherra með frumvarpi sínu, er tilraun til lækkunar á lyfja- verði. í þrætu um frumvarpið hafa óviðeigandi grunsemdir gengið á víxl. Ráðherrann hefur jafnvel verið vændur um óvild í garð íslenzkra lyfsala og hvöt til að koma á þá sem þyngstu höggi. Getsakir af því tagi eiga ekki heima í umræðu sem þessari. Hins vegar lít ég svo á, að ráðherrann hafí í grandaleysi ofmetið þær lík- ur, að frumvarp hans leiði til verð- lækkunar, og umfram allt hafi honum sézt yfir þær afleiðingar þess að leggja um of að jöfnu lyfjasölu og verzlun með annan varning. Svo er eins og mönnum gleym- ist, að ríkisvaldið hefur allt lyfja- verð nú þegar í hendi sér án nokk- urra breytinga á sjálfu því lyfsölu- kerfí, sem er í gildi. Það eina sem gera þarf, er að setja reglur, sem sníða svo mikið af gróða einstakra lyfsala, sem hæfa þykir, og láta það koma beint eða óbeint lyfja- notendum í hag. Það er allt og sumt. Til þess eru að sjálfsögðu ótal leiðir færar, og ætti umræða um lyfsölumál að snúast um það, hver þeirra mætti þykja vænleg- ust með hag allra fyrir augum. Til þeirrar umræðu ætti að vanda sem bezt, og vitaskuld þyrfti hún að fara fram áður en menn yrðu of fljótir á sér með breytingar, sem orkað geta tvímælis. Sú leið í lyfsölumálum, sem ég taldi lakasta, er því miður sú, sem frumvarpið boðar. Það eina, sem ég hygg að gæti réttlætt hana að nokkru leyti, væri lækkun lyfjaverðs. En sýnt hefur verið fram á það, að reynsla annarra þjóða bendir sízt í þá átt. Og jafn- vel þótt hæpnar vonir rættust um lítils háttar lækkun, teldi ég hana allt of dýru verði keypta með fóm þess kerfis, sem fyrir er, og ein- mitt felur í sér örugga möguleika á verðlækkun, ef rétt er á málum haldið, fyrir utan aðra mikils verða kosti. Það hefur ætíð verið skoðun mín, að brýna nauðsyn beri til að halda lyfjaneyzlu svo mjög í skefj- um sem mögulegt er. Nokkuð af því, sem að því stuðlar, er bann það við auglýsingum lyfja, sem nú gildir, en þó umfram allt sú gát, að fjöldi sölustaða fari ekki fram úr því, sem nægt getur hveiju byggðarlagi og gerir full- komið eftirlit hugsanlegt. Þó að áhugi heilbrigðisráðherra á lækkun Iyfjaverðs sé virðingar og þakkar verður, tel ég frumvarp hans á mjög varhugaverðum mis- skilningi byggt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.