Morgunblaðið - 28.04.1993, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1993
15
Háskóli íslands hafi þær skyldur
umfram aðra, að fjalla hlutlægt um
vísindaleg ágreiningsefni. Undir
þetta tek ég af heilum hug. Leiðar-
íjósið í starfi Háskóla íslands er og
hefur ávallt verið að hafa það sem
sannara reynist. Hvað það snertir
er auðvitað ekki síst þýðingarmikið,
að taka við því opnum huga sem
aðilar utan skólans hafa fram að
færa. Því hef ég ákveðið að beita
mér fyrir því, að Kristni verði boðið
að flytja erindi um fiskifræði og
fiskveiðistjórnun á sérstakri mál-
stofu innan Háskólans. Á þessari
málstofu myndi Kristinn kynna
kenningar sínar með skipulegum
hætti og svara fyrirspurnum og
athugasemdum.
Málstofur með þessum hætti er
ein þeirra aðferða, sem beitt er i
Háskólanum til að kynna og gagn-
rýna nýjar tilgátur og fleyta þannig
þekkingunni fram á við. Undir hana
beygja allir vísindamenn sig. Með
því að bjóða Kristni að flytja erindi
á málstofu í Háskólanum fær hann
sama aðgang að eyrum háskóla-
samfélagsins og viðurkenndir vís-
indamenn. Lengra verður ekki
gengið. Vonandi reynist þetta hefð-
bundna form fræðilegra skoðana-
skipta þekkingunni vilhallara en
framhaldandi orðaskak við Kristin
í dagblöðunum.
Fiskifræði við Háskóla Islands
eftir Gísla Má Gíslason
Máli sínu lýkur Kristinn með því
að spyrja „hvað Háskóli íslands
hyggist gera til þess að fiskifræði
geti þróast sem alvöru vísindi í
Háskóla íslands, en ekki sem endur-
menntunarnámskeið í krónískum
farvegi sem afneitar staðreyndum
um einfalt samspil í sínu nánasta
umhverfi".^
Háskóli íslands er æðsta mennta-
stofnun á íslandi og hefur skyldu
umfram aðra að láta fara fram hlut-
lausa umfjöllun um öll mál. Við
Háskóla íslands eru kenndar flestar
undirgreinar líffræðinnar, þar með
talin fiskifræði. í námi og rannsókn-
um fjalla kennarar og nemendur
m.a. um vistfræði og stofnvistfræði
ýmissa lífvera, en lögmál hennar
eiga við um fiska sem og aðrar líf-
verur. Auk þess eru fagsvið iíf-
fræðiskorar og Líffræðistofnunar
Háskólans á mörgum sviðum sjáv-
arlíffræði og Háskóli íslands hefur
notið starfskrafta vísindamanna frá
Hafrannsóknastofnun við kennslu
og þjálfun nemenda í fiska- og fiski-
fræði.
þjáist af völdum fylgikvilla reyk-
inga. Þeir sem græða eru framleið-
endur og seljendur tóbaks. Ekki
græða fátæk tóbaksræktarríki þvi
þau munu eyða meiri gjaldeyri í að
flytja inn fullunnar tóbaksvörur en
þau fá fyrir útflutning á tóbaki sem
hráefni.
í ljósi alls þessa er furðulegt að
við skulum yfirleitt vilja eiga við-
skipti við fyrirtæki sem valda jafn
miklum þjáningum, framleiða jafn
banvæna vöru og stunda jafn mikið
arðrán og tóbaksfyrirtækin.
Hættu sjálfrar þín vegna
Þó að ekki væri vegna annars
en þessa ættum við auðvitað öll að
hætta að reykja. En það er hægara
um að tala en í að komast Það er
mín skoðun að það hætti enginn
að reykja af einni saman tillitssemi
við annað fólk. Barnshafandi konur
hætta t.d. gjarnan að reykja á
meðgöngu en byrja aftur um leið
og barnið hættir að vera þeim háð
með alla næringu. Það sem best
dugir gegn reykingum er að þykja
vænt um sjálfan sig og leggja nokk-
uð upp úr andlegri og líkamlegri
vellíðan sinni.
Það er ekkert auðvelt að hætta
að reykja og oft þarf að gera marg-
ar atrennur áður en það tekst. Eg
hef ekki tölu á mínum. En það er
um að gera að reyna bara nógu
oft. Við það öðlast maður þjálfun
og það sem meira er — samanburð.
Og á endanum tekst það.
Gangi ykkur vel!
Það er því ekki að ástæðulausu
að Endurmenntunarstofnun Há-
skólans leitaði til tveggja vel mennt-
aðra og reyndra vísindamanna,
þeirra dr. Ólafs Karvels Pálssonar,
fiskifræðings, og dr. Gunnars Stef-
ánssonar, tölfræðings, til að kenna
fiskifræði. Þeirra hlutverk á Haf-
rannsóknastofnun er eins og ann-
arra vísindamanna að leita hins
sanna á fræðasviði sínu.
í kennslu Ólafs og Gunnars var
m.a. fjallað um íslenska fiska og
skyldleika þeirra, tölfræði og reikni-
aðferðir stofnvistfræðinnar, aðferð-
ir við að meta stofna út frá tak-
mörkuðum upplýsingum, fiskveiði-
stjórnun og hvernig nýta megi lítt
þekkta stofna og hugsanlega van-
nýtta stofna. Þó að fræðasviðið sé
stórt, var reynt að fara yfir flesta
þætti þess í þessu stutta námskeiði
og kynna helstu hugmyndir.
Menntamálaráðherra og Alþingi
íslendinga sáu nauðsyn þess að
komið yrði á fót embætti prófessors
í fiskifræði við líffræðiskor Háskóla
íslands. Embættið verður auglýst
laust til umsóknar næstu daga, og
vonast Háskóli íslands til þess að
fjá mjög hæfan vísindamann í starf-
ið. Á þann hátt getur Háskóli ís-
lands betur en hingað til þjálfað
verðandi vísindamenn þjóðarinnar í
fiskifræði, og vonast er til að þetta
muni efla rannsóknir í fiskifræði
og tengdum greinum.
Sveinbjörn Björnsson errektor
Háskóla íslands, Rngnnr Árnason
er prófessor í fiskihagfræði og
stjómarformaður Sjávarútvegs-
stofnunar Háskóla Islands og Gísli
Már Gíslason er prófessor í
líffræði og forstöðumaður
Líffræðistofnunar Háskólans.
Til höfunda greina
Töluverður fjöldi aðsendra
greina bíður nú birtingar í Morg-
unblaðinu. Til þess að greiða fyrir
því að biðtími styttist og greinar
birtist skjótar en verið hefur um
skeið, eru það eindregin tilmæli
Morgunblaðsins til greinahöfunda,
að þeir skrifi að jafnaði ekki lengri
greinar en sem nemur tveimur A-4
blöðum með venjulegu línubili.
Yfirleitt geta höfundar komið
sjónarmiðum sínum á framfæri í
texta, sem er ekki lengri en þessu
nemur, þótt auðvitað geti verið
undantekningar á því. Hins vegar
kostar það meiri vinnu fyrir grein-
arhöfund að setja fram skoðanir
og sjónarmið í samþjöppuðu máli
en um leið má gera ráð fyrir, að
lesendahópur verði stærri, auk þess
sem búast má við skjótari birtingu
eins og að framan greinir.
Morgunblaðið leggur áherzlu á
að að verða við óskum höfunda um
birtingu greina. Blaðið er orðið
helzti vettvangur slíkra umræðna
í þjóðfélaginu og vill vera það.
Stærð blaðsins er hins vegar háð
takmörkunum frá degi til dags.
Morgunblaðið vill bæta þjónustu
sína við þá sem skrifa í blaðið með
skjótari birtingu, en forsenda þess
er, að höfundar stytti mál sitt. Jafn-
framt áskilur blaðið sér rétt til að
birta aðsendar greinar í einstökum
sérblöðum Morgunblaðsins, ef efni
þeirra gefur tilefni til.
Ritstj.
Fylgstu meb á mibvikudögum!
Myndasögur Moggans koma út á miövikudögum.
Myndasögumar gleðja yngri kynslóöina sem fær blað fullt af skemmtilegu efni sem þeir
fullorðnu hafa einnig gaman af.
Einnig er að finna í blaðinu gátur, þrautir og aðra dægradvöl auk fallegra mynda sem
börnin hafa sjálf teiknað og sent Morgunblaðinu.
Poxi0tui|)lníith
- kjarni málsins!
þttr«nvi
ÚW
Höfundur er þingmaður
Kvennalistans.