Morgunblaðið - 28.04.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.04.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 19 þessirtveir gjaldmiðlar, bandarísk- ur dollar og japanskt jen vegi hugs- anlega óeðlilega þungt í myntkörfu erlendra lána Fiskveiðasjóðs. Rétt er hér og skylt að geta þess að stjóm Fiskveiðasjóðs hefur til skamms tíma ekkert haft með það að gera, hvaða erlend lán Fisk- veiðasjóður fékk. Slíkt var alfarið ákvarðað af Framkvæmdasjóði, sem sá Fiskveiðasjóði fyrir erlendu lánsfé og Fiskveiðasjóður var skyldugur til þess að taka það fé að láni. Áætlað er að um 70% af skuld- um sjávarútvegsins séu í erlendum myntum, þannig að erlendar skuld- ir sjávarútvegsins losa 70 milljarða króna, þar sem heildarskuldir sjáv- arútvegsins eru nálægt 105 millj- örðum króna. Við 6% gengisfell- ingu í nóvember síðastliðnum, má samkvæmt þessu áætla að skuldir sjávarútvegsins í heild hafi aukist um 4,5%, eða um rúma 4 milljarða króna. Af þessu er ljóst að greiðslu- byrði íslenskra skuldara í sjávarút- vegi af erlendum lánum vegna gengisbreytinga á liðnu ári hlýtur að aukast töluvert, eða um 6,4%, þótt vissulega fái sjávarútvegs- fyrirtækin auknar tekjur fyrir út- flutning sinn á móti, en engan veginn þó þær sem gert hafði ver- ið ráð fyrir, vegna verðlækkunar á erlendum mörkuðum okkar. Rýrnandi auðlind aðaláhyggjuefnið Gunnar Ragnars segir að það hafi í sjálfu sér verið álitamál hvernig færa átti þessa eingreiðslu úr Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegs- ins til bókar, en slíkt bókhaldsat- riði sé þó ekki aðaláhyggjuefnið, heldur þær verðlækkanir sem orðið hafa á erlendum mörkuðum og þau umskipti sem orðið hafa í afla- brögðum á undanförnum árum. „Nú hafa orðið verulegar verð- lækkanir að undanförnu, þannig að gengisbreytingin, sem við höf- um náttúrlega tekið á okkur í gengistapi af skuldum okkar, hefði átt að virka sem ávinningur fram- undan vegna fleiri króna fyrir hvert pund í útflutningi, verður ekki neinn ávinningur, vegna þess að verðlækkanir hafa étið upp gengisfellinguna og meira til. Það er rýrnandi afli, sem er orðið stærsta vandamál íslensks sjávar- útvegs í dag. Hjá okkur hér hjá ÚA var aflinn á úthaldsdag á hvert skip árið 1988 16 tonn, en fyrstu þijá mánuði þessa árs rétt slefar hann yfir 10 tonn á skip. Þetta gerir það að verkum að það er að verða svo miklu dýrara að sækja hvert tonn af fiski. Þetta þýðir það í raun að auðlindin er 30% til 40% rýrari en hún var árið 1988,“' seg- ir Gunnar. Af framangreindu má sjá að þegar þessir tveir áhrifavaldar á afkomu liðins árs, greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins og gengistap vegna erlendra skulda atvinnugreinarinnar, eru reiknaðir saman og dregnir frá rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra, þá verður útkoma ársins um leið með öðrum hætti og líkast til tals- vert skárri, þar sem færa má gild rök fyrir því að gengistapið vegna gengisfellingarinnar dreifist á all- mörg ár, þótt það sé allt fært til bókar í ársreikningum liðins árs. Þau fyrirtæki sem skiluðu árstapi í fyrra, sem var innan við bókfært gengistap eða nálægt þeirri upp- hæð, virðast því vera á réttri braut að því er varðar hagræðingu í rekstri og spamað. En samt sem áður er lítil ástæða til þess að kætast yfir afkomu atvinnugrein- arinnar í heild, því greiðslurnar úr Verðjöfnunarsjóði voru eingreiðsl- ur, eins og marg er búið að tíunda hér að framan. Jafnvel þótt þær gætu flokkast undir reglulegar tekjur og fyrirtækin ættu von á slíkum greiðslum ár hvert, sem þau eiga ekki, er ljóst að margt fleira þyrfti til að koma, þannig að at- vinnugreinin í heild starfaði og væri rekin í lífvænlegu rekstr- arumhverfi. Saltfiskframleiðendur gætu tapað nær 3 milljörðum á ári Svart ástand verði verðfall á saltfiski og háir tollar til Evrópu viðvarandi MIÐAÐ við að saltfiskútflutningur íslendinga hafi verið fyrir um 10 milljarða króna á síðastliðnu ári, er hægt að áætla hvað 15% til 20% verðfall á mörkuðum, ásamt ýmist 13% eða 20% innflutningstolli til EB-landanna, þýðir fyrir íslenska saltfisk- framleiðendur í krónum talið, sé um svipað útflutningsmagn að ræða í ár. Yrði verðfallið viðvarandi, háir innflutningstollar héldust og fiskframleiðendur breyttu ekki yfir í aðrar fram- leiðsluaðferðir, fyrir aðra markaði, er hægt að gera sér í hugar- lund að tekjutap saltfiskframleiðenda á einu ári gæti numið allt að 2,8 milljörðum króna. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Áætla má að íslenskum salt- fiskútflytjendum hafi tekist að eiga um 10% af tollfrjálsa kvótan- um til Evrópu, þannig að miðað við það eru um 9 milljarðar eftir, þegar slíkur útflutriingur hefur verið dreginn frá. Um 85% til 90% í verðmætum af saltfiskútflutn- ingi íslendinga er þorskur, sem áætla má að hafi numið um 8 milljörðum króna í útflutningi lið- ins árs, að frádregnum tollfrjálsa kvótanum. Að því gefnu að verð- fall á árinu í fyrra hafi að meðal- tali verið 10%, þá þýðir það að útflytjendur myndu tapa um 800 milljónum króna á verðlækkunun- um einum. Samkvæmt GATT-samkomu- laginu er gefínn 25 þúsund tonna tollfijáls innflutningskvóti á ári á saltfiski til EB-landanna. Það er í ársbyrjun sem þessi kvóti er við lýði, og á meðan innflutningurinn er innan 25 þúsund tonna mark- anna, geta saltfískframleiðendur keppst við að ná sem mestri hlut- deild í þeim kvóta. Magnús Gunn- arsson framkvæmdastjóri SÍF segir að birgðastaða saltfiskút- flytjenda hér á landi hafi á undan- förnum árum verið rýr um ára- mót, þannig að hlutdeild íslenskra útflytjenda í tollfijálsa ‘kvótanum hafi aldrei verið mikil, í mesta lagi um 10%. Það hafi verið þeir framleiðendur sem átt hafí mikinn físk, eins og Norðmenn, sem beð- ið hafí eftir því að tollfrj álsi kvót- inn tæki gildi um hver áramót, og síðustu tvö árin hafi þeir flutt mikið magn inn til Evrópu af salt- físki fyrstu tvo mánuði ársins. Sé gengið út frá því að verð- lækkun á saltfíski út þetta ár verði um 20%, þá er tap útflytj- enda af verðlækkuninni einni um 1,6 milljarðar króna og þá er enn eftir að reikna áhrifín af háum innflutningstollum, ýmist 13% eða 20%, þannig að allt eftir því hvaða tollur er reiknaður á saltfiskinn, má áætla að tekjutap framleið- enda á árinu geti numið allt að 2,8 milljörðum króna, miðað við svipaða framleiðslu og í fyrra. Magnús Gunnarsson bendir réttilega á, að ef þetta er staðan sem framleiðendur horfa fram á, á næstu mánuðum og misserum, þá gerist það einfaldlega að fram- leiðslan beinist úr þessum grein- um yfir í þær sem gefa meira af sér. Þannig hafi töluvert af þorsk- framleiðslu síðustu mánuðina færst frá frystingu og söltun á Evrópu yfir í framleiðslu á þorski fýrir Bandaríkin. „Þessar tölur sem þú nefnir eru því alltaf vara- samar, þótt vissulega geti þær gefið ákveðna vísbendingu um í hvað stefnir,“ segir Magnús. Eru Norðmenn að klára toll- frjálsan kvóta sinn? Magnús bendir einnig á, að svo geti farið að Norðmenn klári brátt sinn tollfijálsa kvóta til EB-Iand- anna. Líklegt sé að slíkt gerist innan skamms, að því er varðar blautverkaða saltfískinn. Þá megi áætla að verðið jafnist eitthvað á nýjan leik milli íslendinga og Norðmanna. Aðalerfiðleikar ís- lenskra útflytjenda felist í því að þeir séu að selja sinn físk með háum tollum við hliðina á Norð- mönnum, sem hafa enn yfir toll- fijálsum kvótum að ráða. „Það er ósköp einfalt að sjá að með svona hræringum á mark- aðnum þá verður samkeppnisstað- an verri. Það hlýtur að leiða til þess að framleiðslan dregst sam- an,“ sagði Magnús, þegar hann var spurður hvaða áhrif hann teldi að þessi staða á mörkuðum íslend- inga í Evrópu kæmi til með að hafa á saltfiskframleiðslu hér heima. Magnús sagði að það gleymdist gjarnan að saltfiskframleiðslan byggðist á þorskaflanum á hveij- um tíma, þar sem um 85% þess fisks sem verkaður er í söltun er þorskur. „Það kemur því mjög þungt niður á greininni þegar samdrátturinn verður svona mik- ill, að dragast saman, úr segjum 360 til 380 þúsund tonnum af þorski á ári, niður í kannski 175 þúsund tonn, eins og gæti blasað við þegar á næsta fiskveiðiári. Langvarandi samdráttur í þorsk- afla, samhliða þeim verðlækkun- um sem átt hafa sér stað að und- anförnu, hlýtur að hafa mjög slæm áhrif á afkomuna, það segir sig sjálft,“ segir Magnús. Allt leggst gegn okkur Jafnframt bendir Magnús á að undanfarin ár hafi íslenskir fisk- framleiðendur mætt samdrætti í þorskafla með hækkandi verði, en nú fari saman enn frekari sam- dráttur og lækkandi verð. „Segja má að allt hafí lagst gegn okkur í þessum efnum. Það er ekki bara þróunin niður á við í verði, stöðug vandamál út af tollakvótum og samdráttur í afla, sem er okkur fjötur um fót, heldur einnig verð- lækkun þeirra gjaldmiðla sem við eigum mest okkar viðskipti í. Ég nefni líruna, sem lækkað hefur á milli 20% og 30% gagnvart ECU; pesetinn hefur lækkað á milli 8% og 10% gagnvart ECU. Aðrar myntir sem við eigum einnig við- skipti í, eins og franski frankinn og escudosinn, eru mjög þungir og veikir gjaldmiðlar í þessu gjaldmiðlasamstarfi Evrópu- bandalagsins." Aðspurður hvort hann teldi að markaðsstarf saltfískframleið- enda í Evrópu kynni að vera í hættu, þegar svona illa árar t greininni, sagði Magnús: „Frá sjónarhóli okkar sem höfum starf- að í SÍF þá bætist enn einn þáttur- inn við, sem gerir okkur erfiðara um vik, en það er innbyrðis sam- keppni milli útflytjenda. Á sama tíma og við erum að bítast við Rússa og Norðmenn um markaði í Evrópu, þá grefur þessi innbyrð- is samkeppni hér heima enn und- an þeim stöðugleika sem við þó höfðum á þessum mörkuðum okk- ar. En ég vona svo sannarlega að enn séum við ekki komnir á það stig að við séum að tapa þeirri markaðshlutdeild sem við höfum áunnið okkur í gegnum árin,“ sagði Magnús Gunnarsson. Flugleiðir semja við einkaaðila um veit- ingar á Loftleiðum FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að hætta veitingarekstri á Hótel Loftleiðum og hefur félagið samið við hjónin Guð- varð Gíslason og Guðlaugu Halldórsdóttur um að þau taki að sér allan veitingarekstur þar. „Ég hef gaman af að tak- ast á við þetta verkefni,“ sagði Guðvarður í samtali við Morgunblaðið. í frétt frá Flugleiðum segir, að þessi breyting sé gerð með það í huga að auka við og endurbæta þá veitingaþjónustu, sem veitt sé á hótelinu í dag. Guðvarður og Guð- laug eiga veitingastaðinn Jónatan Livingston máv við Tryggvagötu í Reykjavík. „Flugleiðir vilja kanna, hvort það kemur betur út að láta minna fyrirtæki reka veitingasöl- una og við höfum þegar í huga að gera nokkrar breytingar," sagði Guðvarður. „Blómasalurinn, sem hefur verið lokaður frá því í haust, verður opnaður að nýju sem kvöld- verðarsalur. Þá verða léttir réttir í Lóninu og hádegisverðarhlaðborðið verður áfram, enda talið eitt það besta í bænum.“ Guðvarður sagði að ekki yrðu gerðar neinar breyt- ingar á innréttingum fyrsta kastið. Uppsagnir Guðvarður sagði að Flugleiðir segðu um mánaðamótin upp starfs- mönnum sínum, sem vinna við veit- ingasölu. „Að uppsagnarfresti þeirra liðnum er það mitt að taka ákvörðun um endurráðningar og um það get ég fátt sagt núna. Það er þþ ljóst að þarna er fjöldi fólks, sem kann vel til verka. Ég er spenntur að takast á við þetta verk- efni, enda hef ég alltaf haft gaman af að rífa upp staði og vona að það takist þarna líka. Hvað veitinga- staðinn Jónatan Livingston máv varðar, þá rekum við hann áfram til að byija með, en framtíð hans er að öðru leyti óráðin." Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.