Morgunblaðið - 28.04.1993, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993
SAS-sam-
eining 1.
júní
SAS-flugfélagið hefur tilkynnt,
að raunverulegar samningavið-
ræður eigi sér stað um náið
samstarf við KLM, Swissair og
Austrian Airlines og er stefnt
að því, að hlutur síðastnefnda
félagsins verði 10% en hvers
hinna 30%. Er gert ráð fyrir,
að samvinnan hefjist 1. júní nk.
Starfsfólki félaganna verður
ekki skýrt nánar frá þessu fyrr
en 4. maí en það óttast, að störf-
um hjá félögunum fjórum muni
fækka um 20.000. í tilkynningu
SAS sagði hins vegar, að vegna
samstarfsins væri gert ráð fyrir
aukinni markaðshlutdeild og
þar með þörf fyrir fleira fólk.
300 millj.
reykja í Kína
NÆRRI 300 milljónir Kínveija
reykja eða um 35% fullorðins
fólks í landinu. Kemur þetta
fram í könnun,
sem kínverska
hagstofan hef-
ur gert, en
reykingamenn
eru tiltölulega
flestir á aldr-
inum 20-30
ára eða
19,32% allra
þeirra, sem
nota reyktóbak. Af einstökum
héruðum er tóbaksnotkunin
mest í Henan í Mið-Kína eða
41,5%. Kínveijar framleiða um
400 milljarða vindlinga árlega
en landið er einnig að verða
stærsti markaðurinn fyrir er-
lenda tóbaksframleiðendur.
Vonast þeir til, að hann geti
komið að nokkru í stað minnk-
andi markaða á Vesturlöndum.
Lítill sem enginn áróður er gegn
tóbaksnotkun í Kína en Deng
Xiaoping sést þó ekki iengur
opinberlega með sígarettuna á
lofti.
Kosningar í
Jemen
FJÖLFLOKKAKOSNINGAR
fóru fram í Jemen í gær, þær
fyrstu frá því kommúnistaríkið
fyrrverandi Suður-Jemen sam-
einaðist Norður-Jemen fyrir
þremur árum. Stærsti stjórnar-
andstöðuflokkurinn, bandalag
múslima sem vilja setja íslömsk
lög, Sharia, kvörtuðu yfír kosn-
ingasvindli en því vísaði kjör-
stjómin á bug.
Friðarviðræð-
ur hafnar á ný
VIÐRÆÐUR arabaríkja og
ísraels um frið í Miðausturlönd-
um hófust aftur i gær í Wash-
ington í Bandaríkjunum en þær
hafa legið niðri í fjóra mánuði
eða síðan ísraelar ráku 415
Palestínumenn í útlegð til Lí-
banons. í gærmorgun ræddu
ísraelar sérstaklega við fulltrúa
Jórdaníu, Líbanons og Sýrlands
en í gærkvöld ætluðu þeir að
setjast niður með fulltrúum
Palestínumanna á Vesturbakk-
anum og Gazasvæðinu.
Iranir inn í
írak
AÐ sögn kúrdískra uppreisnar-
manna í íran hefur íranskt her-
lið sótt um fimm kílómetra inn
í írak eftir nokkurra daga stór-
skotaliðshríð. Hefur Íraksstjórn
mótmælt árásinni en talsmaður
stjómarinnar í Teheran sagði,
að átökin hefðu hafist með
árásum skæmliða Kúrdíska lýð-
ræðisflokksins í íran á bæi þar
í landi.
98% kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Eritreu
Rúm 99% fylgjandi sjálfstæði
. IVB lllíl
Einhugur
Ungir sölumenn á matvælamarkaði í Asmara í Eritreu hlusta á út-
varpsfréttir um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Asmara. Reuter.
99% kjósenda í Eritreu samþykktu sjálfstæði frá Eþíópíu í þjóðarat-
kvæðagreiðslu sem Eritreumenn knúðu fram eftir 30 ára grimmi-
lega borgarastyrjöld.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
sem birtar vora í gær vora rúm
99% kjósenda hlynnt sjálfstæði
Rauðahafshéraðsins í þjóðarat-
kvæðinu sem lauk á sunnudag.
Kjörsóknin var rúm 98%. Aðeins
var eftir að telja tæp 54.000 utan-
kj örstaðaratkvæði.
Eftirlitsmenn á vegum Samein-
uðu þjóðanna fylgdust með fram-
kvæmd þjóðaratkvæðisins á því
sem næst öllum kjörstöðum og
sögðu að vel hefði verið að því
staðið.
Formleg sjálfstæðisyfírlýsing
verður gefin út 24. maí, en þá
verða tvö ár liðin frá því Frelsis-
fylking Eritreu vann fullnaðarsigur
á her eþíópíska harðstjórans Meng-
istus Haile Mariams í lengsta stríði
Afríku.
Fyrstu breytingarnar á
landamærum í Afríku
Eritrea er fyrrverandi nýlenda
Ítalíu og á stærð við England.
Þetta er í fyrsta sinn eftir nýlendu-
tímann sem landamærum í Afríku
er breytt og aðskilnaðarhreyfingar
í öðram ríkjum álfunnar gætu nú
reynt að fara að dæmi Eritreu-
manna. Sjálfstæðið verður þó eng-
inn dans á rósum fyrir Eritreu-
menn því borgarastyijöldin olli gíf-
urlegri eyðileggingu. Landbúnað-
urinn er í lamasessi og samgöngu-
kerfið ónýtt, auk þess sem hundruð
þúsunda manna hafa flúið heim-
kynni sín.
Boeing 737-200 ferst skömmu eftir flugtak ílndlandi
Flugmennirnir voru
kærðir fyrir gáleysi
Aurangabad. Reuter.
FLUGMENN indversku Boeing
737-200 þotunnar sem fórst í
fyrradag eftir flugtak frá flugvell-
inum í Aurangabad í vesturhluta
Indlands hafa verið kærðir fyrir
gáleysi við stjórn þotunnar og
verða handteknir, að sögn tals-
manna lögregluyfirvalda. Flugriti
þotunnar fannst í gær og er talið
að hann geymi upplýsingar sem
skýrt geti hvers vegna þotan rakst
á vörubíl utan flugvallargirðingar
rétt eftir að hún lyfti sér af flug-
brautinni.
Þotan var í eigu indverska flugfé-
lagsins Indian Airlines. Hún var 19
ára gömui og flugtaksþungi hennar
42,5 tonn eða aðeins 100 kílóum
undir hámarks hleðslu. Lofthiti var
40 gráður á celcíus og sögðu fulltrú-
ar flugmanna Indian Airlines að
hugsanlega væri skýringarinnar á
orsökum slyssins að leita í samblandi
af ofhleðslu, aflvana hreyflum og
miklum lofthita. Flugmenn Indian
Airlines efndu til verkfalls í desem-
Olli ofhleðsla slysinu?
Reuter
Indverskir embættismenn rannsaka flak Boeing 737-200 flugvélarinn-
ar sem fórst í fyrradag. Ofhleðsla er talin Iíklegasta orsök slyssins.
ber og janúar til að leggja áherslu á inu.
kröfur um aukið öryggi sem þeim Flugmennimir notuðu alla braut-
hefur þótt vera ábótavant hjá félag- ina til að ná tilskildum flugtaks-
hraða. Lyftu þeir þotunni á brautar-
endanum og skreið hún naumlega
yfír hálfs annars metra háa girðingu
umhverfis flugvöllinn en á þeim stað
hefði hún undir eðlilegum kringum-
stæðum átt að vera í 20-30 metra
hæð. Rakst þotan á vörubíl hiaðin
baðmullarsekkjum skammt utan
girðingarinnar. Brotnaði hluti lend-
ingarhjólanna undan við áreksturinn.
Breskur maður sem var farþegi í
þotunni sagði að flugtaksbruninu
hefði aldrei ætlað að ljúka. „Ég varð
hissa og leit út um gluggann, loksins
lyfti hún sér og um leið hvarf brauta-
rendinn undir vænginn. Hún fór upp
af bláenda brautarinnar," sagði Bret-
inn sem starfar í Aurangabad og
hefur margsinnis flogið til og frá
borginni.
55 fórust
Með þotunni voru 112 farþegar
og sex manna áhöfn. Komust 63
menn lífs, þar á meðal flugmennirn-
ir, en 55 fórust. Indverskur kaup-
sýslumaður sem slapp sagði að mikið
högg hefði heyrst rétt eftir að þotan
tók flugið. „Þotan skalf og nötraði.
Síðan sveigði hún á víxl á bæði borð
og allt í einu flaug hún á háspennuv-
íra, mikill blossi myndaðist og eldur
kviknaði. A þessu stigi varð öllum
ljóst að þotan væri að farast. Fólkið
öskraði af örvæntingu og margir
ruddust út í ganginn," sagði Indveij-
inn.
Vegna slyssins í fyrradag ákvað
flugfélagið í gær að leggja fjóruin
Boeing 737-þotum sem orðnar eru
20 ára eða eldri.
»
Eldsvoðinn í Waco
Ikveikja
staðfest
Waco. Reuter.
SÉRFRÆÐINGAR sem rannsakað
hafa eldsvoðann í trúboðsstöð
Davids Koresh í Waco í Texas
hafa komist að þeirri niðurstöðu
að safnaðarfólkið hafi sjálft valdið
íkveikjunni, ekki skriðdrekar
bandarísku alrikislögreglunnar
FBI.
Nokkrir þeirra níu liðsmanna Kor-
esh sem komust Iífs af úr logunum
sem lögðu trúboðsstöðina í rúst 19.
apríl hafa haldið því fram að eldurinn
hafí kviknað í áhlaupi FBI á stöðina.
Voru skriðdrekar notaðir til að bijóta
göt á byggingamar og dæla inn tára-
gasi til þess að svæla safnaðarfólkið
út. Nú þykir hins vegar sannað að
fylgismenn Koresh hafi sjálfír kveikt
eldana, eins og talsmenn stjómvalda
héldu strax fram.
í gær tókst að bera kennsl á ann-
að líkið af þeim 44 sem fundist hafa
í rústunum. Varþað lík 18 ára stúlku,
Shari Doyle, og hafði hún skotsár á
höfði, að því er friðdómari sagði á
blaðamannafundi.
Stjörnufræðingar og vopnasérfræðiiigar á rökstólum
Hvernig ber að afstýra
árekstri stjömu við jörðu?
London. The Daily Teleeraph.
orku og 15 megatonna vetnis-
sprengja. Nokkur af smástirnunum
sem stjörnufræðingarnir í Arizona
sáu voru hundrað sinnum stærri en
þessi loftsteinn og ef þau myndu
skella á jörðu hefði það hörmulegar
afleiðingar.
Nifteinda- eða
lq arnorkusprenging?
Vísindamennirnir í Erice vonast
til að geta komist að niðurstöðu um
hvernig best sé að afstýra slíkri
hættu með því að bægja frá stjörnum
sem stefnt gætu á jörðina. Banda-
rískir vopnasérfræðingar telja ráð-
legast að beita til þess nifteinda-
sprengjum en rússneskir starfsbræð-
ur þeirra mæla frekar með rafseguL
geislun frá kjarnorkusprengju. í
báðum tilvikum er hugmyndin sú
að beita gífurlegri geislun til að
sprengja yfirborð stjarnanna og
breyta þannig stefnu þeirra.
ÞAÐ hljómar eins og söguþráður í vísindaskáldsögu: virtir stjörnu-
fræðingar silja á rökstólum með sérfræðingum í kjarnorkuvopnum
til að finna leiðir til að vernda mannkynið vegna hættu á árekstri
smástirnis eða halastjörnu við jörðu. Vísindamenn frá ýmsum löndum
heims koma saman í bænum Erice á Sikiley í vikunni til að ræða
nýjustu vísbendingar um að jörðinni geti stafað hætta af litlum reiki-
stjörnum eða halastjörnum. .
Bandarískir vísindamenn fundu
árið 1980 vísbendingar um að risa-
eðlurnar kynnu að hafa dáið út eftir
slíkan árekstur fyrir 65 milljónum
ára. Þá tóku vísindamenn þessa
hættu ekki alvarlega en uppgötvanir
á síðustu misserum hafa dregið tals-
vert úr öryggiskennd þeirra.
Vísindamennirnir á fundinum i
Erice ræða meðal annars niðurstöðu
rannsóknar á vegum Arizona-
háskóla á smástirnum sem jörðinni
kynni að stafa hætta af. Stjörnu-
fræðingar háskólans notuðu háþró-
aðan stjörnukíki og komust að því
að mun fleiri smástirni koma nálægt
jörðu en áður var talið. Á 14 mánuð-
um sáu þeir 21 smástirni sem kom
nálægt jörðu og fjórar þeirra voru
nær en tunglið.
Flestar þær stjörnur sem gætu
stefnt til jarðar myndu blossa upp
og eyðast áður en til árekstrar kæmi
en ekki allar. Vísindamenn áætla
að ef aðeins 35 metra breiður loft-
steinn félli til jarðar yrði hraðinn svo
mikill að orkan myndi nægja til að
leggja stóra borg í rúst. 50 metra
breiður loftsteinn sprakk yfir Tung-
uska í Síberíu 30. júní árið 1908 og
gjöreyddi skógi á 5000 ferkm svæði.
Éf loftsteinninn hefði komið fímm
klukkustundum síðar gæti hann
hafa skollið á Helsinki með álíka