Morgunblaðið - 28.04.1993, Side 22

Morgunblaðið - 28.04.1993, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 23 Útgefandi mfrliKfrtfe Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Flaraldur Sveinsson. \ Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. í Fulltrúar ritstjóra Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. I lausasölu 110 kr. eintakið. „Harðari stefna“ gegn þjóðernishatri ■p^jáningarnar sem stríðið í Bosn- íu-Herzegóvínu hefur leitt af sér eru þær hörmulegustu sem Evrópubúar hafa horft upp á frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Tug- ir þúsunda hafa fallið, hundruð þúsunda misst heimili sín eða hrak- izt í útlegð. Konur hafa verið sví- virtar, mannréttindabrot og önnur grimmdarverk eru daglegt brauð. Allar þessar mannlegu þjáningar eru afleiðingar deilna þriggja þjóð- arbrota um land. Deilumar eiga rætur langt aftur í aldir og byggj- ast á þjóðernishatri; hatri á þeim, sem hafa annað tungumál, aðra trú eða aðra sögu. Grimmdarverkin eru unnin í nafni „hagsmuna þjóða“, sem virðast vera aðrir en hagsmun- ir fólksins sem myndar þjóðirnar. Vísbendingar em um að her- menn allra þjóðarbrotanna í Bosn- íu; múslima, Serba og Króata, hafi gerzt sekir um ýmis voðaverk. Margt er þó óljóst í þeim efnum og áreiðanlegar upplýsingar af skornum skammti. Hitt fer ekki á milli mála að Serbar eiga stærsta sök á því hvemig komið er í þessu fyrrverandi sambandslýðveldi Júgóslavíu. Bosníu-Serbar hófu landakröfur og fóm fyrstir á hend- ur nágrönnum sínum með hernaði, þótt Króatar hafí notað tækifærið og hrifsað land af múslimum. Serbar hafa nú neitað að sam- þykkja friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna, sem gerði ráð fyrir frið- samlegri sambúð þjóðarbrotanna á tíu sjálfstjórnarsvæðum og í gær hertu þeir enn sókn sína gagnvart múslimum. Bosníu-Serbar njóta stuðnings stjómvalda í Serbíu og Svartfjallalandi (sem enn kalla sig Júgóslavíu) og því er eðlilegt að viðskiptalegar refsiaðgerðir Sam- einuðu þjóðanna, sem tóku þegar gildi er þing Bosníu-Serba hafði hafnað friðaráætluninni, beinist gegn Serbum og Svartfellingum. Það verður hins vegar að segjast eins og er, að afar ólíklegt er að viðskiptaþvinganir beri tilætlaðan árangur. Umræður ráðamanna á Vesturlöndum snúast nú í auknum mæli um það hvort ekki sé nauð- synlegt að grípa til hernaðar- aðgerða til að þvinga Serba til að semja frið. Owen lávarður, sátta- semjari Evrópubandalagsins í Bosníu, hefur sagt að pólitískum, efnahagslegum og hernaðarlegum ráðum verði beitt, innan ramma stofnsáttmála Sameinuðu þjóð- anna, til að koma á friði. Bill Clint- on, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að Bandaríkin og bandamenn þeirra verði að móta „harðari stefnu" í málefnum Bosníu. Jeltsín Rússlandsforseti segir að Rússar muni ekki koma þeim til hjálpar, „sem hunza vilja samfélags þjóð- anna“. Þær hernaðaraðgerðir sem eink- um koma til greina eru loftárásir á aðflutningsleiðir serbneska her- aflans í Bosníu og að aflétta banni við vopnasölu til Bosníu-múslima, en viðureign þeirra og Serba er ójöfn vegna aðgangs þeirra síðar- nefndu að vopnabúri júgóslavneska hersins. Líklegast er að Atlants- hafsbandalagið tæki að sér að halda uppi lofthernaði ef ákvörðun yrði tekin um slíkt, en bandalagið hefur haft eftirlit með flugbanni yfír Bosníu undanfamar vikur. Efasemdir eru enn á lofti um ágæti valdbeitingar, en Sameinuðu þjóðimar og vestræn aðildarríki þeirra geta ekki öllu lengur skorazt undan því að taka ákvörðun. Of lengi hefur hernaðaraðgerðum ver- ið hótað, án þess að til þeirra hafí komið. Það hefur sömuleiðis sýnt sig að viðskiptaþvinganir þær, sem gripið hefur verið til fram að þessu, hafa lítil áhrif haft á baráttumóð Serba. Eigi Sameinuðu þjóðimar, og sérstaklega Vesturlönd, að halda trúverðugleika sínum, verður að taka ákvörðun um aðgerðir á næstu dögum. ísland, sem aðildar- ríki SÞ og Atlantshafsbandalags- ins, verður að vera tilbúið að taka pólitíska ábyrgð á slíkri ákvörðun. Málið snýst ekki ekki eingöngu um Bosníu. Víða í Austur-Evrópu er hætta á að óútkljáðar þjóðemis- deilur muni þróast út í stríð og grimmdarverk, líkt og gerzt hefur í Bosníu. Þjóðernishatrið, sem virð- ist vera að breiðast út um Austur- Evrópu, er hættulegasta ógnunin við frið og stöðugleika í álfunni. Efnahags- og lýðræðisumbætur vilja gleymast, þegar valdhafarnir em uppteknir við að beija á ná- grönnunum og búa til „hrein“ þjóð- ríki þar sem fjöldi þjóða hefur frá fomu fari búið í nábýli. Orsök þessa ástands er meðal annars sú að þjóð- ernishyggjan hefur fyllt ákveðið hugmyndalegt tómarúm eftir hmn sósíalismans. Þjóðemishyggja, sem haldið var niðri með kúgun komm- únista, hefur gengið í endurnýjun lífdaga — og því miður víða út í öfgar — er Austur-Evrópubúar hafa reynt að finna á ný sjálfsvit- und og sérkenni, sem kommúnistar vildu þurrka út. Austur-Evrópa hefur misst af þeirri þróun, sem orðið hefur í Vestur-Evrópu, þar sem menn hafa leitazt við að leysa þjóðernisdeilur á friðsamlegan hátt og tryggja fremur réttindi minnihlutahópa en að beijast um landamæri. Vestur- lönd geta gegnt mikilvægu hlut- verki við að fylla hið hugmyndalega tómarúm í Austur-Evrópu með öðr- um hugmyndum en þjóðemislegum eða sósíalískum. Hugsjónir þær um alþjóðlega samvinnu í þágu friðar og efnahagslegrar velmegunar, sem hafa unnið sér sess í Vestur- Evrópu eftir seinni heimsstyijöld, em líklegastar til lausnar austan jámtjaldsins gamla. Vesturlönd verða að gera ríkjum Austur-Evr- ópu Ijóst að slík stefna er lykillinn að hinu velmegandi samfélagi vest- rænna ríkja - ekki ofbeldisstefna þjóðemishatursins. Með „harðari stefnu" í málum Bosníu væri búið til fordæmi. Þjóðrembumönnum, hvar sem þeir fyrirfinnast, ætti að skiljast að hið alþjóðlega samfélag gerir kröfu um að þeir leysi deilur sínar á friðsamlegan hátt. HOF ALLRA LISTA GJÖFUM fylgir ábyrgð. Þessi staðreynd varð Reykjavíkur- borg ljósari en nokkru sinni fyrr í september árið 1989 þegar tilkynnt var að Erró hygðist gefa borginni fullkomn- asta safn verka sem til er hérlendis eftir einn listamann; kjarna lífsstarfs hans. Erró færði borginni og jafnframt þjóðinni 232 olíumálverk, 406 vatnslita- og þekjulitamyndir, 146 grafíkverk, 1.200 teikningar og 95 samklippur, auk skissubóka, dagbóka, bréfasafns, ljósmynda, veggspjalda, greina, bóka og persónulegra muna af ýmsu tagi. Reykjavík- urborg vékst ekki undir ábyrgðinni sem gjöfinni fylgdi og var tilkynnt við sama tækifæri að Korpúlfsstöðum yrði breytt í miðstöð lista og menningar og fengi gjöfin þar þann umbún- að sem henni sæmir. Nú er loks búið að móta þessa ákvörðun í teikningar, kynna þær borgarstjórn, og hægt að öðlast glögga mynd af staðháttum í verðandi listamiðstöð. Hugmyndir um menningarmið- stöð á Korpúlfsstöðum hafa lengi verið á floti, en alltaf vantað kjöl- festu sem kæmi í veg fyrir að slík miðstöð yrði of hefðbundin að allri gerð. Gjöf Errós hafði vægi til að vera kveikja og kjölfesta slíkar upp- byggingar, og árið 1990 skipaði borgarstjóm Korpúlfsstaðanefnd til þess að sjá um gerð listamiðstöðvar á Korpúlfsstöðum. Nefndina skipa Hulda Valtýsdóttir, sem er formaður hennar, Júlíus Hafstein, Siguijón Pétursson, Amór Benónýsson, Birg- ir Sigurðsson, Garðar H. Svavarsson og Haraldur Johannessen. Verkefn- isstjórn er skipuð Stefáni Hermanns- syni, Guðmundi Pálma Kristinssyni og Gunnari B. Kvaran, en verkefnis- stjóri er Magnús Sædal Svavarsson. Sáu menn í hendi sér, strax og ákveðið var að búa gjöfmni umgjörð við hæfí, að hönnunin þyrfti að vera í nánu samstarfí við listamanninn, og minntust þá m.a. dæma um sam- bærilegar gjafír erlendis frá þar sem listamönnum féll ekki aðbúnaður verka sinna. Réð Korpúlfsstaða- nefnd fjórar arkitektastofur til þess að gera hver sína tillögu að innrétt- ingu hússins. Að fengnum umsögn- um ráðgjafa ákvað nefndin að ganga til viðræðna við höfund tillögu sem best þótti, um frekari hönnun, og samþykkti ennfremur að ráða franska arkitektinn Philippe Bart- helemy til hönnunar á sýningarsöl- um Errós. Hrbbjartur Hróbjartsson, Richard Ólafur Briem, Sigríður Sig- þórsdóttur og Sigurður son hjá Vinnustofu arkitekta hafa ásamt Barthelemy og konu hans og sam- starfsmanni, Sylviu Grino, gert upp- drætti að innviðum safnsins í sam- ráði við Erró, jafnframt því sem hópurinn hefur unnið hið mikla verk sem fólgið er í hönnun listamiðstöðv- arinnar í heild. Tala má um stórkost- legar umbætur innan veggja Korp- úlfsstaða í því sambandi. ÓTAKMARKAÐIR MÖGULEIKAR í MENNINGU, FRÆÐSLU OG SKEMMTUN Heildarflatarmál hússins verður um 7.400 fermetrar að meðtöldu tæknirými og listaverkageymslum sem byggðar verða neðanjarðar, en um 6.400 fermetrar að þeim frátöld- uirr, Grafíð verður frá kjallara fyrir inngangi í húsið sjávarmegin, og liggur aðkeyrsla að vestanverðu frá borginni. Gestir munu ganga inn í forsal, sem áður var haughús gamla býlisins, er hýsir veitingaaðstöðu, upplýsinga- og kynningarstarfsemi, verslun, svo og minjasafn um Thor Jensen, sem hófst handa árið 1925 við að reisa Korpúlfsstaði, þá stærstu byggingu á íslandi. Þessi deild verður þó ekki minjasafn í hefðbundnum skilningi, heldur breytileg svipmynd af Thor og Korp- úlfsstöðum sem mikilvægum hluta af íslenskri atvinnu- og bygginga- sögu. Birta í forsal kemur bæði að sunnan- og norðanverðu, auk þess sem hún kemur ofan úr inngörðum hússins sem glerþak verður byggt yfír. Í forsal verður einnig tölvuvætt alfræðihorn, þar sem gestir geta leit- að sér fróðleiks um ýmsar hliðar til- verunnar. Myndbandssafn, með áherslu á íslenskar kvikmyndir, verður á fyrstu hæð þar sem gestir geta skoðað myndefni sér til afþrey- ingar eða fræðslu. í vesturhluta fyrstu hæðar er einnig fjölnotasalur, sem gefa á margháttaða möguleika, og nýtast t.d. fyrir ritlist, tónlist, leiklist sem krefst ekki flókinnar sviðsmyndar, sem og málfundi, uppákomur og fyrirlestra. Hann á að taka 200-300 manns í sæti, en hægt verður að flytja alla stólana í geymslu á skammri stundu. Þarna eiga allar listgreinar að geta komið saman á lifandi grundvelli, án ná- kvæmlega afmarkaðra landamæra. Lífinu í byggingunni á raunar að vera þannig háttað, að fólk geti dvalið þar lungann úr deginum; nært hugann í sýningarsölunum og fræðslumiðlununum, magann í kaffísölunni og líkamann í tengslum við möguleika þá sem náttúran allt umhverfis býður upp á. Listamiðstöð Korpúlfsstaða verður líklegast ein- stæð í heiminum fyrir að vera stadd miðsvæðis á landspildu sem hefur yfir að ráða golfvelli, laxveiðiá og aðstöðu fyrir útreiðar og gönguferð- ir. Menning og náttúra eiga að bind- ast sterkum böndum þar, og þó umhverfishugmyndir séu ekki full- mótaðar, er verið að skoða skipan mála hjá söfnum eins og Louisiana á Sjálandi í Danmörku sem er framarlega á þessu sviði. Sjálft Erró-safnið liggur á þriðju hæð hússins fyrir miðju, samtals um 1.000 fermetrar, með möguleika á að stækka niður á aðra hæð, eða draga ögn saman ef aðrar sýningar gerast aðgangsharðar. Erró-safnið á að vera hægt að setja upp á ýmsa vegu, og myndu sýningar þar standa mun lengur en aðrar sýningar í listmiðstöðinni. Sköpun Errós er mikilvægur hluti af samhengi ís- lenskrar myndlistarsögu, og þá sprettur fram þörf fyrir fræðslufyrir- komulag, þar sem almenningur get- ur náð sér í upplýsingar um mis- mundi stefnur og strauma í listum og mennina að baki þeim. Ein leiðin til að koma á mót við þessa þörf er listbókasafn á aðra hönd Erró-safns- ins, þar sem fólk fær meðal annars aðgang að bókum, myndgeislaplöt- um og litskyggnum um hinar ýmsu listgreinar, auk þess sem þar verður aðstaða fyrir safnfræðslu. Með ný- legri bókagjöf sinni hefur Erró styrkt forsendur þess safns til muna. Fræðsluþjónustan þar á síðan að vera í ríkum tengslum við það sem hæst ber í sýningarhaldi listmið- stöðvarinnar. Á hina hönd Erró- safnsins verður sýningarsalur Lista- safns Reykjavíkur. Þar og í sýning- arsal Listasafnsins á annarri hæð í mið- og austurhluta hússins, er reiknað með að gegnumstreymið verði mest af gestum og byðu salir Listasafns Reykjavíkur t.d. upp á sýningar á verkum erlendra lista- manna, sem þættu sérstaklega frétt- næmar hveiju sinni, hvort sem er vegna sögulegs gildis eða nýja- brums. Sýningarsalir Listasafns Reykjavíkur verða samtals um 1.800 fermetrar, og mótar rýmið notkun þeirra. Þannig er hægt að imynda sér að á neðri hæðinni, þar sem loft- hæð er fremur lág, eða um tveir og hálfur metri, verði fremur smágerð myndverk staðsett, en í efri sal, þar sem lofthæðin teygir sig allt upp í fimm metra, megi hýsa stór mynd- verk og umfangsmiklar höggmyndir. Sýningar geta einnig tekið mið af möguleikum rýmisins, og jafnvel kaup á listaverkum fyrir Listasafn Reykjavíkur. í öllum listaverkasöl- unum er lögð áhersla á að arkitekt- úrinn sé nær ósýnilegur, til þess að ekkert trufli eða dragi athygli fólks frá verkunum, en annars staðar í húsinu, umhverfis gönguleiðir o.s.frv. er byggingarlistinni fremur leyft að láta ljós sitt skína. Eina raunverulega útlitsbreytingin á hús'- inu að utanverðu er smáleg; kring- lóttur gluggi á gafli fyrir ofan inn- ganginn. Hér er ótalið að í húsinu verður vegleg aðstaða til safnkennslu og rannsóknarstarfa, geymslur fyrir hluta af listaverkaeign borgarinnar, sýninga- og fundaherbergi, skrif- stofur, búningaherbergi, fatahengi, eldhús, og önnur sú aðstaða sem starfsemi af þessari stærðargráðu getur ekki verið án. METNAÐARFULLT LISTASAFN Á ALÞJÓÐAVÍSU Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdir nemur um fjórtán- hundruð milljónum króna á núvirði, og er þá ótalinn kostnaður vegna búnaðar og lóðar. Áætlað er að ljúka verkinu í áföngum, og hefur borgar- stjóm samþykkt að veita 150 millj- ónir króna til verksins á þessu fjár- hagsári sem fara munu að mestu í endurbyggingu og viðgerðir á burð- arvirki í húsinu og þökum, en áætlað er að þær framkvæmdir kosti í heild um 385 m.kr. Framkvæmdum verð- ur dreift yfir mörg ár og áfanga, eftir því sem fjárhagur Reykjavíkur- borgar leyfir. Að loknum nauðsyn- legum endurbótum verður lögð áhersla á að byggja upp Erró-hluta Listamiðstöðvarinnar, sem áætlað er að kosti 165 m.kr., og síðan tek- ið til við miðstöðina sjálfa. Eftir að mynd safnsins skýrðist í hugum manna, ákvað Erró að vinna sérstak- lega tólf stór myndverk með húsið í huga, og rekja þau sögu nútíma- lista. Hinar 60 eldri myndir sem bárust til landsins fyrir skömmu eru valdar með tilhögun safnsins í huga, og þykja lykilverk í lífsverki Errós. Gjöfin er því enn að vaxa að um- fangi og gæðum, sem sýnir vel stór- hug listamannsins. Takmark allra hlutaðeigandi er að listmiðstöðin á Korpúlfsstöðum verði metnaðarfull alþjóðleg listamiðstöð, sem borið getur hróður íslands víða um lönd, jafnframt því að þjóna ört vaxandi Reykjavíkurborg og landsmönnum öllum. Kjarni safnsins er vitaskuld hin einstæða gjöf Errós, en umhverf- is kjarnann spinnst síðan margbrotin starfsemi innan víðfeðms sviðs menningar og lista og fræða þeim tengdum. A listamiðstöðin af fremsta megni að reyna að uppfylla þau fyrirheit að vera hof þeirra lista sem við þekkjum í dag, í sterkum tengslum við fólkið, umhverfið og náttúruna. Texti: Sindri Freysson Sýningarrýmið ÞESSI SNIÐMYND af Listamiðstöðinni sýnir vel skipulag í Erró-safni og sýningarsölum Listasafns Reykjavikur á annarri og þriðju hæð hússins, auk hins opna rýmis í forsal. Sýningarsalur á þriðju hæð Sýningarsalur Listasafns Reykjavíkur á þriðju hæð, og kemur glögg- lega í ljós hvernig birtan flæðir inn í rýmið í gegnum glerhluta loftsins. Bókasafn í LISTBÓKSAFNINU á Korpúlfsstöðum fá gestir m.a. aðgang að bók- um, myndgeislaplötum og litskyggnum um hinar ýmsu listgreinar, auk þess sem þar verður aðstaða fyrir safnfræðslu. Fjölnotasalur TVÖ TIL þijúhundruð gestir eiga að geta komist fyrir í fjölnotasal á fyrstu hæð Listamiðstöðvarinnar, sem verður lifandi vettvangur fyrir ritlist, tónlist, Ieiklist, málfundi, uppákomur fyrirlestra o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.