Morgunblaðið - 28.04.1993, Síða 27

Morgunblaðið - 28.04.1993, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 27 Uppeldisstöð Skógræktarfélags Eyfirðinga Villtar kanínur til ama í Kjarnaskógi Á annan tug þeirra hafa verið veiddar VILLTAR kanínur hafa verið starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarnaskógi til ama, en þær hafa lagst á plöntur í uppeldisstöð félags- ins og valdið þó nokkru tjóni. Að undanförnu hafa á annan tug kanína verið veiddar í skóginum. Hallgrímur Indriðason fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfírðinga sagði að um nokkurt skeið hefðu kanínur haldið sig í Tónlistarfélag Akureyrar Þrjár konur flytja verk frá Spáni FJÓRÐU tónleikar Tónlistarfé- lags Akureyrar verða haldnir í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju á morgun, fimmtudaginn 29. apríl kl. 20.30. Það verða Hólmfríður Bene- diktsdóttir, sópran, Jennifer Spe- ar, gítarleikari, og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari, sem flytja verk frá Spáni og einnig verk frá Suður- og Norður-Amer- íku. Fyrir hlé verður söngur og gítar eftir Manuel de Falla, Vicente E. Soho og Austin Barrios Mangoré og eftir hlé verður söngur og píanó eftir Samuel Barber og Xavier Montsalvage. Kjarnaskógi, en þær fóru að nálg- ast faraldur í fyrrasumar. „Við héldum að stofninn myndi grisjast í vetur og sjálfsagt hefur hann eitthvað gert það, en við höfum þó náð að veiða býsna margar,“ sagði Hallgrímur. Voðinn vís Taldi Hallgrímur að upphaf kanínufaraldurs í Kjarnaskógi væri að einhveijir hefðu losað sig við fyrrum gæludýr sín á þann hátt að sleppa þeim lausum í skóg- inn og gefa þeim á þann hátt möguleika í lífsbaráttunni. Kanínurnar hafa grafið sér hol- ur og hafast þar við á milli þess sem þær leita sér ætis, en að sögn Hallgríms leggjast þær á smáp- löntur í beðum. „Þær hafa stórskemmt plöntur í uppeldisstöð okkar og þegar vald- ið miklu tjóni. Við sjáum það fyrir með hryllingi ef þetta heldur svona áfram og hér verði stofn til fram- búðar, þá er voðinn vís og við ætlum okkur að reyna að koma í veg fyrir að svo verði.“ Gildrur Kanínurnar hafa að mestu verið veiddar á afmörkuðu svæði innan gróðrarstöðvar Skógræktarfélags- ins, en þangað sækja þær í smá- plönturnar. Þá hafa gildrur verið lagðar á víð og dreif um skóginn, en sú veiðiaðferð hefur fram til þessa ekki verið árangursrík. Undirskriftarlisti gegn nestisbanni á gæsluvöllum Nestisbanni mótmælt , V SIGRIÐUR Stefánsdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar tekur við undirskriftum foreldra þar sem mótmælt er nestisbanni á gæsluvöllum bæjarins. Frá vinstri er Sigríður, þá Lovísa Kristjánsdóttir og Einar Sveinn Ólafsson með son sinn Guðmund Gretti. Yona að lausn finnist sem allir sætta sig við - segir Sigríður Stefánsdóttir forseti bæjarstjórnar FORELDRAR barna sem sækja gæsluvelli Akureyrarbæjar hafa að undanförnu safnað undirskriftum þar sem mótmælt er þeirri ákvörðun dagvistardeildar bæjarins að leyfa börnunum ekki leng- ur að koma með nesti á vellina. Sigríði Stefánsdóttur forseta bæjarstjórnar var afhentur listinn á mánudag. „Það hefur ekki verið fjallað um þjónustu, með beiðni um að þess- þetta mál í stjórnkerfmu. Þetta er ákvörðun sem tekin er af embættis- mönnum bæjarins á dagvistardeild, en þar eru teknar ákvarðanir er varða innra starf á þessu sviði. Nú hafa komið fram viðbrögð frá for- eldrum, sem eru notendur þessarar ari ákvörðun verði breytt og í kjöl- farið tel ég það skyldu bæjaryfir- valda að fjalla um þetta mál,“ sagði Sigríður, en hún hefur vísað erindi foreldranna til umfjöllunar í félags- málaráði. „Ég vona að það finnist lausn í þessu máli sem allir geta sætt sig við,“ sagði Sigríður. Forsaga málsins er að á einum gæsluvelli sem mikið er sóttur þyk- ir ekki nægilega góð aðstaða fyrir börnin til að borða bitann og í fram- haldi af því var tekið upp nestis- bann á gæsluvöllum. Fram kom í undirskriftarlistanum að foreldrar væntu þess að gripið verði til ann- arra ráða til að leysa þann vanda sem kallaði á nestisbannið og lýst er óánægju með þessa ákvörðun. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga um fjárfestingar á síðastliðnu ári Hlutabréf keypt í 16 fyrir- tækjum fyrir 682 milljónir Kennarar Tónlistarkonurnar eru allar kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri. Þessir tónleikar áttu að verða í mars en vegna offramboðs á tón- leikum áætlaðan tónleikadag var ákveðið að fresta þeim þar til um hægðist aftur. KAUPFÉLAG Eyfirðinga keypti hlutabréf í 16 fyrirtækjum á síð- asta ári fyrir um 682 miHjónir króna. Verulegur hluti þessara fjárfestinga fólst í eignabreyting- um og lækkuðu eignarhlutir í sameignarfyrirtækjum og stofn- sjóðir um 171 milljón króna og fjárbinding í samstarfsfyrirtækj- um lækkaði um 329 milljónir króna, þannig að nettófjárfesting vegna hlutabréfakaupa var um 182 milljónir króna. Þetta kom fram þjá Magnúsi Gauta Gauta- syni kaupfélagsstjóra á aðalfundi félagsins á mánudag. í sundurliðun á hlutabréfakaup- um Kaupfélags Eyfirðinga á síðasta ári kemur fram félagið keypti hluta- bréf í Dagsprenti fyrir 11,5 milljón- ir króna, í Slippstöðinni Odda fyrir 35 milljónir, í Laxá fyrir 18 milljón- ir, Kaffibrennslu Akureyrar fyrir 72,5 milljónir, 25,5 milljónir voru lagðar í Olíufélagið, 196,1 milljón í Utgerðarfélag Dalvíkinga og 315 milljónir í Efnaverksmiðjuna Sjöfn. Einnig keypti KEA hlutabréf í íslenskum skinnaiðnaði fyrir um 2,4V milljónir og þá voru keypt bréf í Kaupþingi Norðurlands, ísstöðinni, Vélsmiðjunni Odda, Fiskeldi Eyja- fjarðar, Omak og Laxós fyrir á bil- inu 25 þúsund til tæplega 900 þús- und krónur. Skuld breytt í hlutafé Slippstöðin og Vélsmiðjan Oddi voru sameinuð á síðasta ári og keypti fyrrnefnda fyrirtækið hluta- bréf KEA í Odda og greiddi fyrir með hlutabréfum í Slippstöðinni Odda. Hvað varðar Sjöfn og Kaffi- brennsluna þá átti Samband ís- lenskra samvinnufélaga helming hlutafjár á móti KEA, en á liðnu ári keypti KEA hlutabréf SÍS i fyrir- tækjunum og var kaupverðið 208 milljónir. Þá má geta þess að KEA seldi Útgerðarfélagi Dalvíkinga, afla- heimildir árið 1991, en í fyrra var skuld ÚD vegna kaupanna breytt í hlutafé. (Fréttatilkynning.) * Arlegt Grímseyj ar hlaup þreytt Grímsey. Morgunblaðið/Hólmfríður í startholunum ViÐ UPPHAF Grímseyjarhlaups. frá vinstri: Jón Ingimarsson, skólastjóri, Stella, Harald- ur Helgi, Halla, Einar Þór, Jón Óli, Vilborg, Konráð, Árni Már, Steinar, Henning, Sigurð- ur og Ioks Ingimar Jóhannsson kennari. í HUGUM margra er Grímseyjarhlaup einn af vorboðunum, en á síðustu ellefu árum hafa skólabörn í eynni þreytt þetta hlaup að vorlagi. Nú orðið er hlaupið eftir flugbrautinni og nemendur í eldri deild skólans hlaupa eftir brautinni allri eða um eins kílómetra leið og yngri deilar nemar hlaupa helmingi skemmri vegalengd. Upphaf Grímseyjarhlaups er rakið til Bjarka Bjarnasonar íþróttakennara er hér var eitt sinn og hvatti unga hlaupara óspart til dáða. í þá daga var hlaupið frá syðsta bænum í eynni, Grenivík, og að Múla, þar sem skól- inn er til húsa, en þetta er um 1,5 kílómetra löng leið. Síðar var leiðinni breytt og síðustu ár liefur verið hlaupið eftir flugbrautinni. Sigurvegarar Að þessu sinni fór Henning Henningsson með sigur af hólmi í eldri deildinni. í öðru sæti varð Stella Gunnarsdóttir og Margrét Héðinsdóttir í því þriðja. Sigurður Hennings- son fetaði í fótspor bróður síns og varð fyrst- ur yngri deildar nema í mark, þá kom Harald- ur Helgi Stefánsson og þriðji varð Steinar Sæmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.