Morgunblaðið - 28.04.1993, Page 32

Morgunblaðið - 28.04.1993, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 Kjartan Vilbergsson skipstjóri — Minning Fæddur 6. mars 1921 Dáinn 20. apríl 1993 Kjartan Vilbergsson skipstjóri og útgerðarmaður frá Vinaminni í Stöðvarfirði varð bráðkvaddur að kvöldi 20. apríl sl. þegar hann var að huga að trillu sinni. Kjartan hélt hress og glaður niður í bátinn um kl. 19.30 og hálfri stundu síðar var hann allur. Mig langar til að minnast Kjartans með nokkrum orðum og rifja upp samskipti mín við þennan heiðursmann. Kjartan var mikill atorkumaður alla tíð og einnig eftir að veikindi fóru að há honum. Honum leið vel á sjó og kunni vel við sig á trill- unni, enda háði asminn honum ekki eins í hreina loftinu á sjónum. Kynni okkar Kjartans hófust fyrir um 20 árum. Kjartan ásamt Ara bróður sínum sem nú er látinn og Friðriki Sólmundssyni, Stöðvarfirði, höfðu þá rekið kröftugt útgerðarfyr- irtæki í mörg ár. Síldin hvarf og veiðar í Norðursjó voru erfíðar. Þeir félagar vildu sinna sinni heimabyggð og skapa atvinnu þar. Þar fór Kjart- an fremstur í flokki með dyggum stuðningi Friðriks. Segja má að þeir hafi lagt öll sín efnalegu gæði undir. Hugur Kjartans og annarra frum- kvöðla var mikill þegar þeir börðust fyrir endurreisn Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar og kaupum á vertíð- arbát og nýjum togara, Kambaröst- inni SU. Kjartan lagði mikið á sig til að ýta undir velmegun á Stöðvarfirði og reyndi að gæta þess að allar vinnufúsar hendur hefðu vinnu, hvort sem var til sjós eða lands. Sjálfur var hann harðduglegur og lánsamur skipstjóri. Seinna þegar hann kom í land sparaði hann físk- vinnslu Varðarútgerðarinnar og síð- ar Hraðfrystihúsi Stöðvarfjarðar stórar fjárhæðir með dugnaði sínum og útsjónarsemi við hvers konar verklegar framkvæmdir. Atvikin höguðu því svo að Kjartan vann ekki hjá Hraðfrystihúsi Stöðvar- fjarðar hin síðari ár en sneri sér að trilluútgerð. Kjartan og Þóra kona hans sem og fleiri höfðu þá lagt all- an sinn lífeyri (eignina í Varðarút- gerðinni hf.) inn í Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar, nú Gunnarstind hf. Framlag þessa fólks og Kjartans sem við erum nú að kveðja er mik- ið, enginn kvóti eða kvótaréttur var seldur. Eignimar og skipin eða and- virði þeirra var lagt fram sem hiuta- fé í Hraðfrystihúsi Stöðvaríjarðar. Því var treyst að fyrirtækinu yrði stýrt vel, stjórnvöld sköpuðu rétt rekstrarskilyrði og leikreglur héldust óbreyttar, þ.e. þeir duglegu fengju frið til að bjarga sér og hjálpa sínu umhverfi. Persónuleg samskipti mín og Kjartans voru á tíðum náin. í upp- hafi voru erfiðir samningar í litlu samfélagi. Síðar hugsuðu þau Þóra vel um mig þegar ég dvaldist á Stöðvarfirði oft nokkra daga í einu. Fleiri voru gestimir oft og mér á stundum holað niður þar sem rúm fannst ef heimilisfólk var ekki allt heima. Ég gleymi ekki þeirri vin- semd, trausti og trúnaði sem hjónin Erfidrykkjur Glæsileg kidii- lilaðlxirð (idlegir salir og injög góð þjónustiL Upplýsingar ísúna22322 FLUGUEIDIR HéTGL LIFTLEIIIl sýndu mér á þessum árum. Árin hafa liðið og samband okkar allra verið stopult, en samt sem áður hefur það alltaf haldist traust og gott. Sambönd sem þessi víðs vegar um land hallt hafa hjálpað mér ómet- anlega við að vinna mitt starf. Nú er ein traustasta hjálparhella mín fallin í valinn. Sú stund sem Guð valdi til að kalla Kjartan til þjónustu við sig var athyglisverð að því leyti að á sama tíma hófst aðalfundur Gunnarstinds hf., félagsins sem hann átti manna mestan þátt í að steypa grunninn undir. Kjartan var allra manna fyrst- ur til að sjá og skilja að rétt væri að vinna saman. Hann fékk bróður sinn og vin til samstarfs í upphafi. Hann studdi sameiningu fyrirtækja á Stöðvarfirði, hann stóð að sam- starfí við Breiðdælinga með stofnun útgerðarfyrirtækisins Hvalbaks. Hann sá það fyrir að menn yrðu að vinna saman til að ná árangri ef auka ætti atvinnuna. Genginn er góður og ósérhlífínn maður sem spurði ekki: Hvað getur byggðarlagið gert fyrir mig? heldur: Hvað getum við Þóra gert fyrir okk- ar byggðarlag? Við Sigríður sendum Þóru og fjöl- skyldunni okkar dýpstu samúðar- kveðjur og biðjum guð um að gæta þeirra. ' Guðmundur Malmquist. Það liðna, það sem var og vann, er vorum tíma yfir; því aldur deyðir engan mann, sem á það verk, er lifir. (Einar Ben.) Á þessari öld hafa íslendingar unnið mikið þrekvirki. Uppbygging- in hefur orðið meiri en nokkur gat trúað fyrir aðeins fáum áratugum. I sérhverri sveit og þorpi landsins var fólk að beijast áfram með bjarg- fasta trú á landið og gæði þess. Allir sem vettlingi gátu valdið tóku þátt í starfinu. Menn unnu saman hönd í hönd, fjölskyldur og nágrann- ar, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Sumir brutust áfram af meiri dugn- aði en aðrir eins og gengur í lífínu. Þeir sem tóku forustu í sjósókn og nýjum útgerðarháttum höfðu meiri áhrif á framfarimar en flestir aðrir, þó hver og einn hafí að sjálfsögðu átt hlut að máli. Kjartan Vilbergsson frá Vina- minni í Stöðvarfirði er einn þeirra manna sem lengi verður minnst úr forustusveit íslenskra sjómanna. Hann var fæddur á Hvalsnesi við Stöðvarfjörð 1921. Foreldrar hans vom Vilbergur Magnússon, fæddur 31. júlí 1882, dáinn 26. desember 1956, bóndi í Hvalsnesi í Stöðvar- firði, og kona hans, Ragnheiður Þorgrímsdóttir, fædd 19. febrúar 1884, dáin 26. september 1968. Þar ólst Kjartan upp í stórum systkina- hóp. Hvalsnesbærinn er út með fírð- inum að sunnanverðu við mynni Súlnadals. Dalurinn er kenndur við Súlur, sém eru tákn Stöðvarfjarðar og forkunnarfagrir. Þótt ekki séu tún þar mikil voru náttúruleg skil- yrði góð til beitar, en nálægðin við sjóinn gerði búsetu þar mögulega eins og víða á Austfjörðum. I uppvexti sínum lærði Kjartan að ganga til allra verka, en sjó- mennska og útgerð átti hug hans allan, enda varði hann æviárum sín- Séiíræðmgar í blóiiiasikrpyliiigiun víð <>11 lækifæri Bblómaverkstæði I INNAfel Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 um til þeirra starfa. Á árinu 1943, gekk hann í hjónaband með eftirlif- andi eiginkonu sinni, Þóru Jónsdótt- ur frá Hvammi í Fáskrúðsfirði, sem flutti 1930 að Hvalsnesi ásamt for- eldrum sínum Jóni Jóhannssyni frá Hvammi og Kristínu Sigtryggsdótt- ur frá Ytri-Kleif í Breiðdal. A fyrstu búskaparárum sínum á Stöðvarfírði byggðu þau Kjartan og Þóra mynd- arlegt heimili á Stöðvarfírði sem þau kölluðu Vinaminni. Þau eignuðust þrjú fósturböm, sem eru Kristín Guðnadóttir, gift Ólafi Guttormssyni og búa þau á Stöðvarfirði. Fóstursonur þeirra Bergþór Hávarðsson hefur búið lengi á Stöðvarfirði en á síðustu árum hefur hann einkum verið er- lendis. Fósturdóttir þeirra Þóra Björk Nikulásdóttir býr ásamt Björgvin Val Guðmundssyni á Stöðvarfirði. Kjartani og Þóru var mjög annt um börn sín, sem hafa notið kærleika þeirra í ríkum mæli. Bamabömin hafa dvalið mikið á heimili þeirra og lært mikið af afa og ömmu í leik og starfi. Kjartan Vilbergsson hefur aldrei verið iðjulaus í sínu lífi. Það var sama að hveiju hann gekk á sjó og í landi, að allt lék í höndunum á honum. Ekkert verk óx honum í augum. Ef eitthvað þurfti að fram- kvæma þá gekk hann í það eins og ekkert væri sjálfsagðara. Fyrsti stóri báturinn sem hann keypti var Stuðlafoss sem fékk nafnið Vörður. Þann bát keypti hann af mági sín- um, Hjalta Gunnarssyni á Reyðar- firði, ásamt Ara bróður sínum og Friðrik Sólmundssyni. Þeir félagar ráku umfangsmikla útgerð upp frá því, en félag þeirra hét Varðarút- gerðin hf. Þeir keyptu síðar stærri bát sem hlaut nafnið Heimir, en þeir gerðu út þijá báta með því nafni í gegnum tíðina. Utgerð þeirra var ávallt mjög farsæl og það var eftirsótt að vinna hjá þeim á sjó og í landi. Fyrirtæki þeirra var síðan sameinað Hrað- frystihúsi Stöðvarijarðar hf. þegar fiskverkendur og útgerðarmenn á Stöðvarfirði sameinuðust um að stofna eitt myndarlegt fyrirtæki. Hlutur Varðarútgerðarinnar í því fyrirtæki var stærstur og skipti því sköpum í sambandi við stofnun þessa félags. Kjartan og félagar hans töldu að framtíð staðarins og fólksins væri best tryggð með því að sameina kraftana. Þegar þær ákvarðanir voru teknar var framtíð Stöðvaríjarðar efst í huga Kjartans eins og reyndar alltaf er mér gafst tækifæri til að ræða við hann. Þegar ég nú kveð Kjartan vin minn þá er margs að minnast. Efst er mér í huga dugnaður hans og drenglyndi. Hann gjörþekkti fiski- mið eftir áratuga sjósókn og langa starfsreynslu sem skipstjóri. Hann var einn af þessum mönnum sem var alltaf með hugann við sjóinn og hann gat ekki lifað og hugsað án samverunnar við hafið. Eftir að hann veiktist illa af asma togaði sjórinn í reynd meira í hann, því þar leið honum betur en í landi. Hann fór því að gera út trillu til þess að geta notið samverunnar við hafíð og tekist á við krafta þess. Bamabömin fengu tækifæri til að fara með honum og læra og nema af þekkingu hans. Vinnudagur Kjartans er orðinn langur og það liggur mikið eftir hann. Við sem. vomm svo heppin að kynnast honum erum þakklát fyrir allt sem við höfum numið af honum. Viðmótið var alltaf þægilegt þótt hann væri ákveðinn og vildi fá hrein svör við spurningum. Hann hlífði aldrei sjálfum sér og gat því gert miklar kröfur tii annarra, enda virtur og sjálfskipaður foringi meðal þeirra sem hann vann með. Hann var ráðagóður og vildi hvers manns vanda leysa. Þeir eru margir sem hafa þegið greiða af honum og not- ið góðs af samskiptum við hann. Kjartan var mikill gæfumaður í persónulegu lífi. Þóra stóð með hon- um eins og klettur í gegnum alit lífið og þau vom einstaklega sam- rýnd. Þau byggðu saman húsið sitt Vinaminni og bám gijótið í gmnn- inn upp úr fjömnni fyrir neðan. Þegar húsið var dæmt ónýtt fyrir nokkmm ámm var ráðist í að byggja nýtt þótt efnin væm ekki mikil. Heimili þeirra stóð alltaf opið og það var gott að dvelja í návist þeirra. Kjartan og Þóra komu meiru í verk en við flest getum látið okkur dreyma um að gera. í öllu þeirra starfí og lífi var ósérhlífnin og hóg- værðin í fyrirrúmi. Þau em búin að gleðja marga á lífsleiðinni og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tæki- færi til að kynnast þeim. Samveru- stundimar hefðu vissulega mátt vera fleiri eins og gengur og gerist og Kjartan er kallaður skyndilega frá okkur. Starfsorkan var ennþá mikil og hann var í óðaönn að útbúa bát sinn til að veiða þegar hann lést. Þar var hugurinn þegar kallið kom, þar var hann staddur þegar hann yfirgaf þennan heim. Við Siguijóna vottum Þóm okkar dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja hana og aðra aðstandendur. Minningin um Kjartan er okkur öll- um hvatning í því að takast á við verkefnin sem við blasa og gefast aldrei upp. Halldór Ásgrímsson. Okkur systkinin langar í fáum orðum að minnast afa okkar, Kjart- ans Vilbergssonar. Það er erfitt að koma öllu því í orð sem okkur langar að segja, en enn erfiðara er að hugsa sér lífíð án afa. Hann hefur reynst okkur afskaplega vel í gegnum lffið og alltaf höfum við getað reitt okkur á hann. i Afi var mjög framtakssamur maður og hreif gjaman alla með sér ef honum datt eitthvað í hug, sem var æði oft. Hann var mjög hjálp- samur og greiðvikinn og sá ávallt til þess að enginn ætti neitt inni hjá honum. Hann var líka mjög glað- lyndur og jafnan með spaugsyrði á vömm. Það var mjög ánægjulegt þegar þeir nafnar fóm að stunda sjóinn saman nú í seinni tíð. Kjartan Há- varður þroskaðist mikið á þessum tíma og lærði mikið í sjóferðunum með afa sínum. Það brást varla að þeir fæm fyrstir frá bryggju og kæmu síðastir að landi. Það skipti ekki máli hvemig fískiríið var, því Fæddur 15. maí 1918 Dáinn 18. apríl 1993 Jón Guðmundsson, fyrmm bú- stjóri við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum, lést sunnu- daginn 18. apríl síðastliðinn eftir langvinnan sjúkdóm sem læknavís- indin kunna enn lítil skil á og eng- in ráð til bjargar. Jón var fæddur á afskekktu heið- arbýli í einu harðbýlasta héraði landsins. Býli þetta, Bægisstaðir í Þistilfirði, er nú löngu komið í eyði, en þó að snjóþyngsli væru þar að jafnaði mikil og sumrin stutt var þar mörg og dijúg matarholan fyr- ir sauðkindina þegar vel áraði. Því var þama lífvænlegt. Foreldrar Jóns, hjónin Helga Jónsdóttir og Guðmundur Jónsson, voru hálfgerðir landnemar þarna í heiðinni því að býlið hafði verið lengi í eyði er þau hófu þar bú- skap. Þama bjuggu þau með barna- hópinn á annan áratug við fremur eins og afi sagði við nafna sinn: „Þú veist það, nafni minn, að til þess að fá tonn þurfum við fyrst að fá 100 kíló.“ Afí var alla tíð fengsæll sjómaður og í reynd gekk allt upp sem hann tók sér fyrir hendur. Afi var mikill fjölskyldumaður og vildi hafa marga í kringum sig, því fleiri því betra. Afi og amma voru nýbúin að eiga gullbrúðkaup, 50 ár í farsælu hjónabandi. Þau héldu stórt og myndarlegt heimili og þar var ætíð gestkvæmt. En við getum glaðst yfir því ao afi fór eins og hann hefði viljað. Hann var að vinna í bátnum sínum, gera hann tiibúinn fyrir sumarið. Og þeir nafnarnir vora að verða til- búnir í fyrsta róður. En nú líður afa vel og trúlega er hann farinn að undirbúa róður handan við móðuna miklu. Um leið og við þökkum afa allt, gleðjumst við yfir því að hafa þekkt og lifað með jafn frábærum náunga og hann var. Minningin um afa lifir í hugum okkar allra. Elsku amma, guð styrki þig í sorg þinni. Blessuð sé minning hans. Ragnheiður, Björgvin og Kjartan. Elsku pabbi. Með fátæklegum orðum vil ég þakka þér það skjól og þá ást sem þú veittir mér allt frá því ég kom til þín aðeins sex mánaða gömul og þar til þú lést 20. apríl sl. Fyrir mér ertu ímynd allra þeirra dyggða sem mestu skipta í lífinu, náungakærleika, barngæsku, dugn- aðar og heiðarleika. Faðmur þinn var ætíð opinn og aldrei hafðirðu mörg orð um óknytti mína og ann- arra. Allt það sem þú tókst þér fyr- ir hendur var gert af lífi og sál og engu verki fannst þér lokið nógu fljótt. í kringum þig var alltaf gleði, enda bjóstu yfír mikilli kímnigáfu sem aldrei var djúpt á. Þú veittir öllum birtu og yl og þú hélst alltaf þínu góða skapi, sama á hveiju gekk. Alltaf varstu ánægðastur þegar þú hafðir okkur öll, fósturbörnin, tengdabömin, barnabömin og bamabamabörnin, hjá þér, eins og gjarnan var á stórhátíðum. Og ekki fékkst að njóta þess að róa á bátnum þínum, eins og hann var orðinn góður eftir breytingamar í vetur, né búa lengi í nýja Vina- minni sem þú reistir af mikilli elju fyrir flórum áram. Ekki datt mér í hug að samtal okkar í hádeginu 20. apríl yrði okk- ar síðasta þessa heims, þegar þú kvaddir mig á þinn sérstaka hátt. Elsku pabbi, þú varst ekki mikið gefinn fyrir málalengingar og því kveð ég þig nú hinsta sinni. Góðan guð bið ég að geyma þig og styrkja mömmu í sinni miklu sorg. Þóra Björk. kröpp kjör, en með dæmafárri elju og seiglu bjargaðist þó allt sæmi- lega af. Mátti það að nokkra þakka samhjálp og samvinnu sem var svo ríkur þáttur í viðhorfum fólks í þessu byggðarlagi, þó að menn deildu í bland eins og löngum er siður íslendinga. Búskap á Bægisstöðum lauk árið 1927, og þá lá leið Jóns að sjónum til frændfólks að Jaðri við Þórshöfn og enn síðar að höfuðbólinu Eiði á Langanesi. Þar dvaldist Jón um árabil og vandist veiðiskap og öllum störfum til lands og sjávar. Líkt og margir Áustfirðingar sótti Jón til skólasetursins að Eið- um. Þar var margmenni og mikið félagslíf undir stjóm hins mikilhæfa skólamanns, Þórarins Þórarinsson- ar. Oft rifjaði Jón upp gleði og fjör dvalaráranna á Eiðum. Vorið 1949 réð Gunnar Ólason Jón til starfa við Tilraunastöðina á Keldum og þar starfaði Jón síðan nær óslitið til starfsloka 1988. Minning Jón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.