Morgunblaðið - 28.04.1993, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993
33
Minning
Hreinn Sigurðsson
Fæddur 20. febrúar 1930
Dáinn 18. apríl 1993
Trúarinnar traust og styrkur
tendrar von í döpru hjarta.
Eilífðin er ekki myrkur,
eilífðin er ljósið bjarta.
(H. Sæm.)
Við systkinin minnumst elskulegs
föðurbróður okkar, Hreins Sigurðs-
sonar, sem lést að morgni 18. apríl
sl.
Hreinn var fæddur í Fjörunni á
Akreyri 20. febrúar 1930, yngstur
fimm barna þerira Agústu Rósu
Jósefsdóttur og Sigurðar Jónatans-
sonar. Foreldrar hans voru verka-
fólk. Á fyrstu árum Hreins hneppti
kreppa og atvinnuleysi slíkt fólk í
fjötra fátæktar. í minningum Hreins
var samt ljómi yfir þessum æsku-
dögum í Fjörunni. Létt skap og
meðfædd bjartsýni hjálpaði honum
að sigrast á þeim erfiðleikum sem
honum mættu þar og síðar.
Hreinn ólst að nokkru leyti upp
á Landmóti í Köldukinn í S-Þingeyj-
arsýslu og minntist hann oft með
hlýju heimilisfólksins þar og ann-
arra vina og sveitunga í Köldukinn.
Ungur að árum dvaldist hann á
Húsavík og á Akureyri en fluttist
um tvítugsaldur til Reykjavíkur og
bjó þar síðan. Hreinn kvæntist árið
1959 Unni Kristínu Sumarliðadótt-
ur, ættaðri úr Reykjavík. Fósturson-
ur þeirra er Sigurgeir Emst, fæddur
1959. Hann er kvæntur Bimu Bald-
ursdóttur. Þau eiga tvær dætur,
Viktoríu og Unni Kristínu, sem
sannarlega voru sólargeislar í Iífi
afa síns.
Fædd 4. apríl 1917
Dáin 17. apríl 1993
Tilveran fékk á sig einhvers kon-
ar ævintýraljóma þegar við heim-
sóttum hana frænku okkar,
Svanfrid Auði Diego. Örlögin haga
því þannig að heimsóknirnar verða
ekki fleiri. Svanfrid lést um fýrri
helgi og verður í dag til grafar
borin. Okkur systkinin langar til
þess að minngst hennar örfáum
orðum.
Vegna aldursmunar okkar minn-
umst við Svanfríðar, eins og við
kölluðum hana alltaf, hvert á sinn
hátt. Öllum ber okkur þó saman
um að af henni og heimili hennar
hafi stafað sérstakur ljómi.
Sá elsti úr okkar hópi minnist
þess tíma er Svanfríð bjó ásamt
manni sínum, Friðrik heitnum
Diego, í bragga. Þrátt fyrir fátæk-
Gunnar Ólason var maður marg-
fróður um allt sem laut að búskap
og hvers konar ræktun og naut Jón
góðs af handleiðslu Gunnars þau
ár sem þeir störfuðu saman.
Um nokkurra ára skeið rak
Hreinn bensínstöð á Vitatorgi, sem
þá var eina bensínnætursalan í
Reykjavík. Nokkur systkinaböm
hans unnu þar hjá honum í íhlaupa-
vinnu og kynntust honum iíka sem
vinnufélaga. Síðustu árin starfaði
Hreinn hjá Grjótnámi Reykjavíkur-
borgar.
Faðir okkar og Hreinn voru
tengdir sterkum bræðraböndum og
stóðu saman í blíðu og stríðu. Því
hefur Hreinn alla tíð verið náinn
íjölskyldu okkar. Við litum ekki ein-
göngu á hann sem föðurbróður,
hann var einnig í hugum okkar eins
konar stóri bróðir. Hann sýndi okk-
ur og foreldrum okkar mikla vináttu
og það var auðfundið að hann bar
hag okkar fyrir bijósti.
Hann er ljóslifandi í mörgum
skemmtilegum minningum frá upp-
vaxtarárum okkar. Hann hafði ríka
kímnigáfu, var orðheppinn og kom
okkur oft til að veltast um af hlátri.
Góðsemi og hjálpsemi var Hreini í
blóð borin. Hann vildi öllum gott
gera og veita aðstoð ef hann vissi
af ættmennum og vinum í erfiðleik-
um.
Dugnaður hans og harka við sjálf-
an sig var mikil. Það kom nú síðast
fram þegar hann var orðinn alvar-
lega veikur, þá var hann ákveðinn
í að stunda vinnu sína á meðan stætt
væri.
Sjúkrahúsvistin var stutt en
ströng. Hreinn var staðráðinn í að
betjast við sjúkdóminn og ná heilsu
á ný, bjartsýnn var hann og ætíð
með glettni og spaugsyrði á vör
þótt hann væri sárþjáður.
En eigi má sköpum renna.
legan húsakost lumaði frænka á
einu og öðru, sem í þá daga til-
heyrði fæstum alþýðuheimilum.
Við hin yngri minnumst fyrst
heimsókna til hennar í Silfurtúnið
í Garðabænum. Þar vöktu margir
skrautlegir húsmunir frá fjarlægum
löndum óskipta athygli. Það fylgdi
því óneitanlega viss spenningur að
eiga í vændum heimsókn til Svan-
fríðar frænku.
Svanfríð var blessunarlega laus
við áhyggjur af veraldlegu vafstri
og fjármálaáhyggjum sem fylgja
lífsgæðakapphlaupinu. Hún tók ein-
faldlega ekki þátt í slíku. Hún var
heimskona. Hennar gildi fólust
miklu fremur í því að njóta ferða-
laga til framandi landa, lista og
bókmennta líðandi stundar fremur
en að hlaða í kringum sig því sem
flestir telja til ómissandi veraldar-
gæða.
Það kom því nokkuð af sjálfu sér
að Jón tæki við bústjórn á Tilrauna-
stöðinni þegar Gunnar Ólason féll
frá langt um aldur fram.
Það mun samdóma álit allra
þeirra sem með Jóni störfuðu að
hann hafi alla tíð borið hag stofnun-
arinnar mjög fyrir bijósti og sinnt
öllum störfum af stakri trú-
mennsku, dugnaði og ósérplægni.
Alltaf var Jón tilbúinn til að
hjálpa ef til hans var leitað og sinnti
ýmis konar kvabbi eins og oft vill
verða á fjölmennum vinnustað með
góðlátlegu brosi og ósjaldan með
spaugsyrði á vörum. Því naut hann
óskiptra vinsælda.
í huga okkar sem lengst áttum
með Jóni samleið var góðvild hans
og glaðlegt viðmót það sem hæst
ber í minningu okkar um hann.
Þegar ég greindi sameiginlegum
kunningja okkar frá láti Jóns varð
honum að orði: „Já, hann Jonni,
hann var sannkallað góðmenni."
Undir þau orð getum við tekið
sem best þekktum hann.
Því kveður gamalt samstarfsfólk
Jóns á Keldum hann nú með hlý-
hug, virðingu og þakklæti fyrir eft-
irminnileg kynni.
Páll A. Pálsson.
Skyndilega iauk baráttunni við sjúk-
dóminn sem á hann heijaði og nú
er sál hans horfin yfir móðuna
miklu.
Fyrir mörgum árum byggðu þau
Hreinn og Unnur sumarbústað í
nágrenni Hafravatns. í langa tíma
nýtti Hreinn flestar tómstundir sínar
við að byggja bústaðinn og rækta
og fegra landið umhverfis hann. Þar
undi hann sér vel. Hann fékk að
fara heim af sjúkrahúsi í nokkra
daga fyrir páska. Þó að hann væri
sárþjáður og hefði alls ekki heilsu
til slíks ferðalags vildi hann ákveðið
fara og sjá sumarbústaðinn og land-
ið. Vor var í lofti og brumið var
farið að þrútna á tijánum sem þau
hjónin höfðu plantað. Engan grun-
aði að þetta yrði síðasta ferð Hreins
á þessar slóðir.
Við vottum Unni, Sigurgeiri og
fjölskyldu innilega samúð okkar.
Þegar við hugsum til baka og
rifjum upp liðna tíma má með viss-
um sanni segja, að þetta hafi verið
einkenni allra hennar systkina, þar
með talið föður okkar heitins. Með
Svanfríði eru þau nú öll gengin.
Þetta fólk gerði ekki aðrar kröfur
til lífsins en að eiga þokkalegt húsa-
skjól og nóg fyrir sig og sína. Það
byggði ekki glæsihallir né safnði
sjóðum. Það kunni hins vegar þá
list að njóta lífsins á líðandi stundu.
Síðustu árin bjó Svanfríð á Lauf-
ásveginum í sambýli með syni sín-
um, Sverri Gauta og hans fjöl-
skyldu, og Dóru dóttur sinni og
dætrum hennar. í svipinn minnumst
við.þess ekki að þekkja til fleiri
heimila, þar sem þrír og stundum
fjórir ættliðir bjuggu undir sama
þaki. Lífsstefna hennar og um-
byggja fyrir sínum nánustu og
nauðsyn þess að eiga við þá sam-
neyti endurspeglaðist vel í þessu
sambýli.
Tómarúmið sem Svanfríð skilur
eftir sig á Laufásveginum verður
ekki fyllt. En þeir eiginleikar henn-
ar að kunna að njóta lífsins, virðast
hafa erfst börnum hennar. Það er
þeirra að halda minningu hennar á
loft. Minningin um konuna, sem var
í senn heimskona og ástrík móðir
og amma, verður vonandi til þess
að sefa sorgina.
Helgi Sverreson,
Sigurður Sverrisson,
Auður Edda Sverresdóttir.
Megi góður guð styrkja þau í sorg
þeirra. Við kveðjum Hrein með
þakklæti. Blessuð sé minning hans.
Ágústa, Inga, Þóra,
Guðrún og Sigurður.
Það gleymist vist engum, sem gengur sinn
veg,
hve gott er að mæta þar vini
og finna samúð á langri leið
í lífsins hverfula skini.
Þú deildir á milli í dagsins önn
þínum drengskap sem heilu réði.
Að rétta fórnandi heita hönd
var hamingja þín og gleði.
(Valdimar Hólm Hallstað)
Þessar ljóðlínur finnst mér eiga
einkar vel við þegar ég minnist vin-
ar míns Hreins Sigurðssonar, sem
lést á Borgarspítalanum að morgni
18. apríl síðastliðins, eftir ótrúlega
stutta en grimma baráttu við þann
illvíga sjúkdóm, sem setur mark sitt
nánast á hveija einustu fjölskyldu.
Hreinn fæddist á Akureyri 20.
febrúar 1930. Harin var sonur hjón-
anna Sigurðar Jónatanssonar og
Ágústu Rósu Jósefsdóttur, en atvik-
in höguðu því þannig til að á barns-
aldri fór hann í fóstur til hjónanna
á Landamótum í Köldukinn, en upp
úr 1950 kom hann suður til Reykja-
víkur og hefur hann átt þar heima
síðan. Hann giftist eftirlifandi konu
sinni, Unni Sumarliðadóttur, 2. maí
1950, og eiga þau einn fósturson,
Sigurgeir Ernst, sem giftur er Birnu
Baldursdóttur og eiga þau tvær
dætur, Viktoríu og Unni Kristínu.
Hreinn var einkar léttur í lund,
gestrisni og góðmennska var honum
í blóð borin, hann naut þess innilega
að veita vel og gera öðrum greiða.
Þessir mannkostir hans öfluðu hon-
um vinsælda hvar sem hann fór.
Til margra ára rak hann bensín-
sölu og hjólbarðaþjónustu Hreins við •
Vitatorg. Þar naut gestrisni hús-
Fædd 2. apríl 1913
Dáin 17. apríl 1993
Guðný ömmusystir okkar eða
Guja, eins og hún var jafnan köll-
uð, lést í Kumbaravogi á Stokks-
eyri fyrir skemmstu. Við minnumst
hennar sem vinar, uppalanda, kenn-
ara og leikfélaga allt í senn. Fregn-
in um andlát hennar fyllti hugann
fyrst og fremst góðum minningum.
Síðasti spölurinn hafði verið langur
og strangur og hinsta hvíldin hlýtur
að hafa verið vel þegin.
Við kynntumst Guju fyrst sem
smápjakkar, er við fengum að vera
í sveitinni í Laugarási fárra vetra
gamlir hjá henni og Helga og börn-
unum Birgi og Gróu. Smám saman
urðu dvalirnar fyrir austan lengri
og fljótlega fórum við að eyða þar
öllum okkar fríum og ríflega það.
Fyrir kom að fannfergi, aur eða
jafnvel flóð í Hvítá heftu vegasam-
band við Laugarás. Þetta hefur
vafalaust valdið fólki í sveitinni ama
og áhyggjum, en við vorum himin-
lifandi ef við vorum réttum megin
við haftið, afskornir frá skóla og
bókum syðra. Ekki var síðra þegar
mjókurbúinu var lokað vegna verk-
falla og breyta þurfti umtalsverðu
magni af mjólk í ís, sem við auðvit-
að neyddumst til að eta. Þetta var
ævintýraheimur með dýrum og
gróðri, vélum og amstri. Á næsta
leiti voru svo garðyrkjustöðvarnar
með krökkum og unglingum á öllum
aldri. Þarna lærðum við að fást við
dýrin, þekkja fugla, veiða fisk, sitja
hest og forðast hverina og ána.
Síðar komu búverkin og húsverkin,
garðyrkjan, handavinnan og margt
fleira sem maður hlýtur að búa að
alla tíð. Yfir öllu saman trónir minn-
ingin um Guju. Þessi lífskraftur í
starfi og leik þar sem fóru saman
dugnaður og metnaður við gáska
og léttúð. Hún var alltaf tilbúin
með svar, hvort sem það var hrós
fyrir vel unnið starf eða þörf áminn-
bóndans sín vel og mun lengi í minn-
um höfð. Hann sá alltaf til þess að
smáfólkið fengi eitthvað gott í nesti
þegar þar var komið við að kaupa
bensín eða gera við dekk.
Það duldist engum sem þekktu
Hrein hversu sterk löngun barðist
innra með honum að verða bóndi og
yrkja jörðina. Það fór heldur ekki
framhjá nokkrum sem til þekkti þeg-
ar sá draumur rættist, er hann eign-
aðist land í nágrenni Reykjavíkur.
Það var unun að fylgjast með hvern-
ig hann umbreytti örfoka landi í
gróðursælan reit, ræktaði landið og
byggði sér sumarbústað. Þá fór ekki
framhjá neinum sem til þekkti
hversu mikil lífsfylling þetta var
fyrir hann. Það var jafnan gest-
kvæmt í sumarbústaðnum enda
gaman að koma þar og lærdómsríkt
að fylgjst með framgangi mála og
heyra heimspekilegar vangaveltur
húsbóndans, hver einasta planta átti
sína sögu og sitt rúm í hans huga.
Þegar við hjónin heimsóttum hann
fársjúkan á Borgarspítalanum á
páskadag síðastliðinn, kvaddi hann
með bros á vör og sagði: „Þið komið
í kaffi í bústaðinn fljótlega." Þannig
geymi ég minningu þessa góða vinar
míns, sem var síbrosandi og tilbúinn
að veita.
Unnur mín, Sigurgeir, Viktoría,
Unnur Kristín og Birna, ég sendi
ykkur mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur. Það er huggun að eiga ljúfar
minningar um góðan dreng sem
ætíð hugsaði um velferð ástvina
sinna og vildi öllum vel.
Selma K. Albertsdóttir.
Okkur langar til að kveðja elsku
afa og þakka honum fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Elsku amma, þinn missir er mik-
ill. Við biðjum algóðan Guð að
styrkja þig á þessari stundu.
Viktoría og Unnur Kristín.
ing fyrir ungan mann sem hafði
stigið ofan í rotþróna, dottið í tjörn-
ina eða jafnvel mjókurkælinn'. Þá
var málið leyst og hægt að halda
áfram á fullri ferð.
Heimilið á Laugarási var ávallt
opið vinum og ættingjum enda var
þar gestagangur árið um kring.
Þarna hittust ættingjar, þáverandi
og fynverandi kúasmalar, ná-
grannar úr sveitinni og svo auðvitað
Jóna Hansen. Alltaf virtist vera
hægt að útbúa svefnpláss til viðbót-
ar og mat til að troða í fólkið. Loks
fór svo að þau Helgi og Guja þurftu
að bregða búi og flytjast til Reykja-
víkur. Þar var heimilislífið áfram
með sama brag eftir því sem heils-
an leyfði. Við vottum þeim Helga,
Birgi, Gróu og tvíburunum Helgu
og Guðnýju samúð okkar og þökk-
um þeim fyrir allt gamalt og gott.
Vertu sæl Guðný Aðalbjörg.
Arngiúmur og Birgir
Thorlacius.
Minning
Svanfricl AuðurDiego
Minning
Guðny Aðalbjörg
Guðm undsdóttir