Morgunblaðið - 28.04.1993, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 28.04.1993, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 f // þu veist 'eg geynni ekJU, boidaft C eic/húsinu. þetbo^er matarUÍmsctufb!" Þessi sleði er sérstaklega hann- aður fyrir hið milda veðurfar okkar á veturna HÖGNI HREKKVISI ,bú HBFUa FBNGtÐ GEST, p'fiPt. " BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Er hægt að trúa að Jesús Kristur sé einkasonur Guðs föður? Frá Jan Habets: JESÚS dó vegna vantrúar Ráðs gyðinga. Æðsti presturinn Kaifas spurði Jesúm: „Ertu Kristur, sonur Guðs?“ Jesús svaraði: „Þú sagðir það.“ Þá reif æðsti presturinn klæði sín og sagði: „Hann guðlast- ar, hvað þurfum vér nú framar votta við?“ Þeir svöruðu: „Hann er dauðasekur.“ Hins vegar trúðu margir á Jes- úm. Auðvitað fyrst og fremst postularnir, sem höfðu heyrt hvað Jesús sagði og hvað hann gerði. En þegar Jesús sagði að hann mundi gefa hold sitt að eta, blóð sitt að drekka, þá hurfu jafnvel margir af lærisveinum hans. Jesús sagði þá við postulana tólf: „Ætlið þér að fara líka?“ Pétur svarar: „Herra, til hvers ættum vér að fara? Þú hefur orð lífsins og vér trúum að þú ert hinn heilagi Guðs.“ Jesús spurði eitt sinn: „Hvern segið þér mig vera?“ Pétur svarar: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ Aður en postularnir þekktu Jesúm, hafði Jóhannes skírari sagt um Jesúm, þegar hann sá Jesúm koma til sín: „Sjá Guðs lamb, sem ber synd heimsins. Ég vitna að hann sé sonur Guðs.“ Vissulega dáði Pétur Jesúm. Einu sinni höfðu postularnir stritað heila nótt og ekkert fengið. Jesús segir þó: „Legg þú aftur út á djúpið." „Fyrst þú segir það skal ég leggja netin,“ segir Pétur. Nú fengu þeir svo mikinn fjöldi fiska, að net þeirra tóku að rifna. Pétur féll á kné fyr- ir Jesú og segir: „Far þú frá mér, herra, því ég er syndugur rnaður." Það er auðvitað auðveldara að trúa ef við dáumst að einhveijum og sérstaklega ef við elskum hann. Svo segir Pétur við Jesúm: „Herra, ég vil leggja líf mitt í sölurnar fyrir þig.“ Þegar Jesús vildi fara til Jerúsalem sögðu postularnir: „Rabbí, nýlega voru gyðingar að því komnir að grýta þig og þú ætlar þangað aftur?“ Jesús svar- aði: „Förum nú.“ Þá sagði Tómas: „Vér skulum fara líka til að deyja með honum.“ Trú hafði einnig Mikódemus farísei, ráðsherra, sem kom um nótt til Jesú og sagði: „Rabbí, enginn getur gjört þessi tákn sem þú gjörir nema Guð sé með honum.“ Trú hafði líka róm- verski hundraðshöfðinginn sem hafði sent eftir Jesú til að lækna þjón sinn og lét segja: „Herra, ég er ekki verður þess að þú gangir inn undir þakk mitt en mæl þú eitt orð og mun sveinn minn heill verða.“ Jesús lofar trú mannsins. Það væri nú merkilegt ef konur hefðu ekki trúað Jesú. Við heyrum t.d. um konu, sem hafði blóðlát í tólf ár. Hún snart fald klæða Jesú, því að hún hugsaði: „Ef ég fæ aðeins snert klæði hans, mun ég heil verða.“ Og hún varð heil frá þeirri stundu. Eigum við ekki að segja að skækja sú hafi haft trú sem kom inn í hús þar sem Jesús sat til borðs. Hún hafði alabasturs- buðk með smyrslum. Hún nam staðar að baki Jesú til fóta hans grátandi, tók að væta fætur hans með tárum sínum, þerraði þá með höfuðhári sínu, kyssti þá og smurði með smyrslum. Hvað segir þessi hegðun konunnar okkur? Að það er auðveldara að trúa ef við komum til Jesú játandi okkur syndug, eins og Pétur gerði með orðum, en þessi kona með tárum og kossum á fæt- ur Jesú. Drambsemi hindrar trú. Trú höfðu einnig María og Marta sem sögðu við Jesú eftir dauða bróður síns: „Herra ef þú hefðir verið hér, væri bróðir minn ekki dáinn en einnig nú veit ég að Guð mun gefa þér hvað þú biður hann um.“ Og Jesús kallaði Lasarus úr gröfinni. Hvers vegna trúðu þessir menn og konur Jesú? Jesús hafði sagt mörg merkileg orð t.d.: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og líf- ið.“ Enginn heimspekingur mundi hafa þorað að segja slík orð. Hvernig er hægt að gera sig eitt með veginum, sannleikanum og með lífinu sjálfu? En Jesús sagði mörg slík orð: „Ég er ljós heims- ins, sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins. Áður en Abraham fæddist, er ég.“ Abraham var uppi 1800 árum áður. Jesús segir að hann og faðirinn, Guð faðir, séu eitt. Það þýðir eitt eðli. Jesús setur sig yfir Móse, yfir spámenn, yfír must- eri. Er Jesús þá drambsamur? Nei, hann þvær fætur postulanna og hann segir að hann sé kominn til að þjóna, ekki til að láta þjóna sér. Elskar hann okkur þá? Já, hann segir: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veitayður hvíld. Ég er góði hirðirinn. Ég legg líf mitt í sölumar fyrir sauðina. Eng- inn tekur það frá mér, heldur legg ég það sjálfur í sölumar. En ég hef vald að taka það aftur.“ Jesús mundi gera það. Það voru stór orð sem Jesús sagði og þess vegna vildu gyðingar grýta hann nokkmm sinnum. Stað- festi Jesús slík orð? Já, hann gerði það með mörgum kraftaverkum. Jóhannes segir: „Jesús gjörði einn- ig mörg önnur tákn í augsýn læri- sveina sinna en þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Krist- ur, sonur Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans nafni.“ Jesús stoppaði jarðarför, snart líkbörumar og gaf einkasyni ekkj- unnar aftur lífið. Hann gaf dóttur Jairusar lífið aftur en fyrir prest- ana gat Jesús ekkert verra gert en að hann kallaði Lasarus úr gröf- inni, því að, segir Jóhannes: „Margir tóku nú að trúa.“ Eftir upprisu Jesú bættust við jafnvel á einum degi yfir þijú þúsund sálir. Tala trúaðra er nú hærri en IV2 milljarður. Guð faðir opinberar sig okkur í lífi, dauða og upprisu Jesú, sonar síns. JAN HABETS, Austurgötu 7, Stykkishólmi. Undanfarið hefur Víkveiji átt í samtölum við sjávarútvegs- menn um land allt. Það hefur vakið óskipta athygli Víkveija að hlýða á útgerðarmennina og vandlætingu þeirra yfir vinnubrögðum þeim sem tíðkast hafa að undanförnu á hinu háa Alþingi. Hafa þeir réttilega bent á að ekki geti nú annir þing- mannanna verið miklar, né áhyggj- ur þeirra af þjóðarbúinu, þegar ekkert komist annað að í þingstörf- um en umræður um brottrekstur og ráðningu eins starfsmanns að Ríkisútvarpinu. Ekki sé það að merkja af umræðum frá Alþingi að þingmennimir hafí miklar áhyggjur af stöðugt versnandi afkomu undir- stöðuatvinnugreinar okkar íslend- inga, sjávarútvegsins, þegar hægt sé að sólunda tíma 63ja þingmanna á þann veg sem gert hafí verið. Raunar virðast fjölmargir útgerðar- menn efast stórlega um að þing- heimur geri sér grein fyrir því í hvaða stöðu sjávarútvegurinn er um þessar mundir, að nú ekki sé talað um það svarta ástand sem að öllum líkindum sé framundan. Víkveiji skrifar Ef það er eitthvað _sem ekki á að koma okkur íslendingum á óvart, einkum og sér í lagi eftir vetur eins og í vetur, þá eru það umhleypingar í veðri. Daginn eftir sumardaginn fyrsta í síðustu viku, sem var indælisdagur, og gaf virki- lega vísbendingu um að hið lang- þráða vor væri nú komið, gekk á með éljum allan daginn hér í Reykjavík og undir kvöld var farið að snjóa svo hraustlega, að Vík- veiji taldi að þar væri á ferðinni páskahret, hálfum mánuði á eftir áætlun. Menn eru orðnir lang- þreyttir veðurfarslega séð, eftir þennan erfiða vetur og Víkveiji vonar heilshugar að snjókoman fyr- ir helgi hafi einungis verið síðbúið aprílgabb veðurguðanna, sem ekki verði endurtekið á þessu vori. En þótt laugardagurinn hafi verið fag- ur hér á suðvestur-horninu þá gáfu sunnudagurinn og mánudagurinn ekki beinlínis góð fyrirheit um að vorhret séu afstaðin. XXX Aðlögunarhæfni mannsins kem- ur Víkveija einatt á óvart, hvort sem hann sjálfur eða aðrir eiga í hlut. Áður en Morgunblaðið flutti alla starfsemi sína úr Aðal- stræti 6 „hingað í Kringluna 1 á skírdag og föstudaginn langa höfðu starfsmenn Morgunblaðsins iðulega velt fyrir sér hversu langan tíma það tæki þá að flytjast úr miðbæ Reykjavíkur og starfa í Kringlunni. Menn voru með vangaveltur í þá veru að þeir myndu nú gleyma sér í morgunsárið og aka sem leið ligg- ur beint niður í Aðalstræti til þess að hefja morgunstörfin. Sannast sagna veit Víkveiji ekki um einn einasta starfsmann sem hefur gleymt sér og ekið að gamla vinnu- staðnum, og það sem meira er, nú þegar starfsemi Morgunblaðsins hefur verið hér í Kringlunni 1 í réttar tvær vikur, þá finnst Vík- veija eins og hann hafi unnið hér um langa hríð og hann veit til þess að svo er um fjölmarga aðra starfs- menn Morgunblaðsins, enda væsir ekki um mannskapinn í þessum nýju 0g glæsilegu húsakynnum Morgunblaðsins. Raunarer Víkveiji þess fullviss að starfsmenn blaðsins upp til hópa eru hreyknir af þessum nýju höfuðstöðvum Morgunblaðs- ins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.