Morgunblaðið - 28.04.1993, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993
41
Málverkið af bömun-
um framan við arininn
Tónlistarskóli Kópavogs 30 ára
Frá Björgvini Jönssyni:
MEÐFYLGJANDI ljósmynd er af
málverki sem keypt var fyrir nokkru
í gamla A-Prússlandi (Danzigsvæð-
inu í Póllandi). Nafn höfundar var í
hægra homi málverksins, en hefur
verið skafið burt. Málverkið var mjög
skítugt, eins og hjálögð mynd sýnir
sem er tekin þegar byrjað var að
hreinsa bak annars bamsins. Selj-
andi taldi málverkið eftir Gottlieb og
hefði amma sín skafið nafnið af,
þegar leit var gerð að málverkinu
eftir stríð. Viktor Smári Sæmunds-
son, sérfræðingur Listasafns íslands
í gömlum málverkum, segir að mál-
verkið sé í það minnsta 100 ára, en
hann hreinsaði málverkið.
Eftir að ég fór að athuga þetta
má! er eldra fólk búið að margsegja
við mig að það hafi séð mynd af
þessu málverki fyrir löngu. Hafi hún
verið til sölu hér á landi. Það sama
segir Viktor Smári. Ég rakst síðan
af tilviljun á litmynd af svipuðu
mótivi eftir Paul Peel frá 1890 hér
í búð. Sú mynd var nýinnflutt, ljós-
rit af þeirri mynd er hér með. Nú
er spuming hvort ekki er hægt að
hafa upp á einni af þessum gömlu
ljósmyndum og sannarlega hvort um
mynd af þessu málverki er að ræða,
hvort hér er um frummynd eða eftir-
mynd að ræða og hver málarinn er.
Ekki er vert að rekja hvar mál-
verkið er keypt, vegna fáránlegra
reglna sem enn eru í gildi í Pól-
landi. Málverkið virðist vera í fmm-
rammanum.
BJÖRGVIN JÓNSSON
Hlíðarvegi 2, Kópavogi
Hver málaði þessa mynd af börn
unum við arininn?
Frá Guðrúnu Ólöfu Þór:
í nóvember árið 1963 var stofn-
aður Tónlistarskóli Kópavogs, sem
er því 30 ára á þessu ári. Hann var
fyrst til húsa í Félagsheimili Kópa-
vogs, síðan í Skátaheimilinu við
Borgarholtsbraut og víðar en er nú
í eigin húsnæði að Hamraborg 11.
Snemma á síðasta ári var jarðhæð
þess húss keypt fyrir skólann og
hefur nú verið innréttaður þar
kennslu- og tónleikasalur.
I Tónlistarskóla Kópavogs fer
fram almenn tónlistarkennsla undir
skólastjórn Fjölnis Stefánssonar,
tónskálds. Skólinn hefur á að skipa
34 fyrirmyndarkennurum en nú eru
nemendur um 460 talsins. Fyrsti
söngneminn, sem útskrifaðist úr
Tónlistarskóla Kópavogs fyrir 20
árum var enginn annar en núverandi
stjómandi íslensku óperunnar, Ólöf
Kolbrún Harðardóttir, óperusöng-
kona, og segir það sína sögu um
góða söngkennslu í skólanum.
Skólann sækja auk tónlistar- og
söngnema, nemendur úr framhalds-
skólunum, sem fá námið þar metið
til einkunna við útskrift úr sínum
í uppfærslu skólans er óperan
stytt en sagan engu að síður látin
halda sér því sögumaður tengir sög-
una saman.
Þar sem ég sat í þessum litla og
notalega nýja tónleikasal og horfði
og hlustaði á þetta unga og efnilega
listafólk hlýnaði mér um hjartarætur
því þarna er á ferðinni sú menning,
sem ég vona og veit raunar að á
eftir að blómstra hér í okkar bæjarfé-
iagi eftir nokkurn svefn. Hér áður
fyrr blómstraði menningog félags-
starf í Kópavogi svo að við vorum
hreykin af því að önnur bæjarfélög
báni sig saman við okkur.
Óperan er mjög smekklega sett
upp, leiktjöld og búningar unnir af
nemendum undir frábærri stjórn
Önnu Júlíönu Sveinsdóttur, óperu-
söngkonu og kennara.
Leikur og söngur þessa unga fólks,
sem þarna stígur sín fyrstu spor á
sviði, var dæmalaust góður og hefði
ég ekki vitað betur hefði ég látið
mér detta í hug að það hefði gengið
í leiklistarskóla í eitt til tvö ár. Eg
ætla mér ekki að setjast í dómara-
sætið um leik og söng en fyrir minn
smekk var þetta hvorttveggja ljóm-
andj gott og á Anna Júlíana heiður
skilið fyrir þrotlaust og óeigingjamt
starf sitt.
Það hefur alltaf verið haft fyrir
satt að börn séu bestu dómarar því
þau láta óspart í ljós ánægju sína
eða óánægju og það fann ég strax
þegar sögumaður hóf að segja þeim
frá, að þau hlustuðu af athygli og
áhuga, enda sögumaður áheyrilegur
og skýrmæltur. Þau sýndu vaxandi
áhuga og er líða tók á óperuna sá
ég að þau voru farin að færa sig nær
og sum hljóðlega alveg að senunni
til að missa ekki af neinu. Var þetta
hin besta skemmtun og um leið og
ég óska Tónlistarskóla Kópavogs til
hamingju með afmælið vil ég þakka
fyrir að hafa fengið að njóta óperunn-
ar um Hans og Grétu og vona að
skólinn eigi enn eftir að dafna vel
og lengi og að við fáum meira að
heyra í framtíðinni.
GUÐRÚN ÓLÖF ÞÓR,
Kópavogsbraut 4,
Kópavogi.
Þakkir til Ragnars Arnalds
skólum. Þá er veittur fjölskylduaf-
sláttur þegar fleiri en einn úr sömu
fjölskyldu eru nemendur í skólanum.
í tilefni af 30 ára afmæli skólans
var ráðist í það stórvirki að setja upp
óperu til flutnings í nýjum sal skói-
ans. Fyrir valinu varð ævintýra-
óperan Hans og Gréta eftir Engil-
bert Humperdinck, sem er samin upp
úr Grimmsævintýrinu.
Frá Þorgeiri Þorgeirssyni:
í bréfi til Birgis Sigurðssonar rit-
höfundar í Morgunblaðinu 16. apríl
sl. benti ég á það að hérlendis væru
gerðar minni hlutleysiskröfur til op-
inberra nefnda og stjómenda en tíðk-
að væri í fullveðja lýðræðisríkjum
þar sem t.a.m. væri óhugsandi að
opinber sjóður veitti peninga til verk-
efnis sem formaður sjóðstjórnar ætti
aðild að. Nú hefur Ragnar Arnalds,
formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs,
staðfest þetta með bréfi til blaðsins
(21. apríl 1993). Vil égþakka honum
fyrir það engu síður en þær viðbótar-
upplýsingar sem hann lætur fylgja
um það hvemig beinlínis er gert ráð
fyrir því í lögum að fara megi í kring-
um ströngustu kröfur á þessu sviði.
Upplýsingar Ragnars eru fjarska
gagnlegar og mættu verða öðrum til
umhugsunar. Með aukinni samvinnu
við Evrópuþjóðir gætum við íslend-
ingar fyrr eða síðar staðið frammi
fyrir því að þurfa að gera fullar kröf-
ur í þessum efnum.
ÞORGEIR ÞORGEIRSSON,
rithöfundur.
LEIÐRÉTTIN G AR
Nafn misritaðist
Á næstöftustu síðu, bls. 51, í
Morgunblaðinu í gær er rangt farið
með nafn eins þeirra manna, sem
gáfu tæki til heimahlynningar
krabbameinssjúkra. Þar átti að
standa að annar frá vinstri væri
Friðrik Jörgensen. Beðizt er velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Lahore flutt
milli landa
í Morgunblaðinu í gær kom fram
í frétt að borgin Lahore væri á Ind-
landi. Þetta er rangt eins og landa-
fræðifróðir vita, Lahore er í Pakist-
an. Beðizt er velvirðingar á þessu.
VELVAKANDI
TAPAÐ/FUNDIÐ
Næla tapaðist
SILFURNÆLAN sem myndin
er af tapaðist í nóvember 1992.
Finnandi vinsamlega hafi sam-
band í síma 43120.
Kíkir fannst
LITILL kíkir í grænu hulstri
fannst á mótum Furumels og
Hagamels laugardaginn fyrir
páska. Upplýsingar í síma
689487.
Taska týndist
BRÚN hliðartaska, frekar stór,
með skilríkjum, gleraugum,
hönskum o.fl. tapaðist í mið-
bænum aðfaranótt sunnudags.
Finnandi vinsamlega hafi sam-
band í síma 623310.
Peningar töpuðust
UMSLAG með peningum og
korti tapaðist í Vesturbænum
á sunnudag. Finnandi hringi
vinsamlega í síma 18072.
Týnt sjal
LANGT sjal í rauðum, fjólublá-
um, karrígulum, svörtum og
hvítum litum tapaðist í eða við
Kringlukrána miðvikudaginn
fyrir skírdag. Eigandi sjalsins
fékk það að gjöf úr fjarlægu
landi og saknar þess sárt.
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 613361.
Týnd gleraugu
KARLMANNSGLERAUGU,
sporöskjulöguð með dökkum
gleijum, töpuðust 3. apríl á
leiðinni frá Borgarvirkinu og
upp að Njálsgötu. Finnandi vin-
samlega hafi samband í síma
20409.
GÆLUDYR
Kettlingar
ÁTTA vikna kettlingar óska
eftir góðu heimili. Upplýsingar
í síma 651034.
Kettlingar
ÞRÍR kettlingar, fæddir 8
mars, óska eftir góðu heimili.
Upplýsingar í síma 618763.
Excel og Word á 12.499,-
£imstakt tiíboð í tílefni af 7 ára afmæli okkar!!
Við bjóðum þeim sem panta bæði Word og Excel námskeið í april, maí og júní að greiða
aðeins 12.499,- fyrir hvort námskeið. Þetta er alls 6.802,- króna afsláttur frá venjulegu _
verði! Tilboð sem verður ekki endurtekiðH <5*
*) Tilboötð miðig við »ö tuði nlmskciðin >éu
| Tölvu- og verkfræöiþjónustan
Tðlvuskóli Haikiórs Kristjanssonar
J Grensásvegi 16 • stofnaöur 1. mars 1986
<6*
Sunnudagar eru Kompudagar
íKolaportinu!
Okkar vantar alltafmeira afþessu
sívinsæla kompudóti og nú bjóðum við
30% afslátt á leiguverði slíkra sölubása.
Sölubásarnir kosta þá aðeins
kr. 2.450.-og 3.150.-
Drífið í vorhreingerningunum og búið til
tugþúsundir króna úr gamla kompudótinu! .
KOLAPORTIÐ
MARKAÐSTORG
Sími 62 50 30
INNKAUPASTJÓRAR, KAUPMENN
BLÍMANTTikB B6
POTTMLÍFAR
Fallegt úrval af blómapottum í garöinn, á veröndina,
á svalirnar og við innganginn. Einnig höfum viö á
boðstóium pottahlífar.
®FRJÓhf
HEILDVERSLUN
Fosshálsi 13-15*110 Reykjavík • Sími: 67 78 60 • Fax: 67 78 63