Morgunblaðið - 28.04.1993, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 28.04.1993, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 ÍPfíÚWR 'FOLK ■ ALDO Agroppi, þjálfari ít- alska félagsins Fiorentina, var rekinn í gær, aðeins íjórum mánuð- um eftir að hann tók við félaginu, sem er í fallhættu. Agroppi fékk uppsagnarbréfíð tveimur dögum eftir, 0:3, tap fyrir Juventus. ■ GRAEME Souness, fram- kvæmdastjóri Liverpool, var í gær sektaður um 49 þús. ísl. kr. vegna aðför að línuverði í leik gegn Cryst- al Palace. Þá var honum bannað að stjóma Liverpool-liðinu frá hlið- arlínu í næstu leikjum, en hann hefur fjórum sinnum áður fengið þannig bann. Tvisvar sem „stjóri“ hjá Glasgow Rangers og einu sinni áður með Liverpool. ■ TOMAS Skuhravy, miðhetji Tékka, sem leikur með Genúa á Ítalíu, getur ekki leikið með Tékk- um í HM-leik gegn Wales í dag. Hann meiddur á hné. ■ SKUHRAVY fór til læknis í Lyon í Frakklandi á þriðjudag, til að láta líta á meiðslin. Tékkar leika án tveggja annarra lykilmanna; miðheijans Lubomir Moravcik og Jan Suchoparek, sem eru báðir í leikbanni. ■ TÉKKAR ■ leika undir stjórn Vaclav Jezek, sem var þjálfari þeirra 1972-78. Hann tók við starfi Milan Macala, sem var látinn hætta eftir jafnteflisleik, 1:1, gegn Kýpur á dögunum. Aðeins sjö af þeim leikmönnum sem léku þá, leika gegn Wales. ■ TERRY Yorath, þjálfari Wales, getur ekki teflt fram sínum bestu leikmönnum. Varnarmennirn- ir Eric Young og Mark Aizlewood eru í banni og Kevin Ratcliffe er meiddur. Lið hans verður þannig skipað: Southall, Horne, Bodin, Symons, Melville, Blackmore, Speed, Hughes, Rush, Giggs, Saunders. ■ ARRIGO Sacchi, þjálfari ítal- íu, hefur kallað á Pierluigi Cas- iraghi, miðheija Juventus, á ný í landsliðshóp sinn, sem leikur HM- leik gegn Sviss á laugardaginn í Bern. Italía og Sviss hafa tíu stig eftir sex leiki og stefna bæði á að tryggja sér farseðilinn til Banda- ríkjanna 1994 - úr 1. riðli. ■ ÍTALSKA liðið verður þannig skipað: Gianluca Pagliuca - Mor- eno Mannini, Paolo Maldini, Franco Baresi, Pietro Vierc- howod - Dino Baggio, Demetrio Albertini, Diego Fuser, Giuseppe Signori - Roberto Baggio, Pierlu- igi Casiraghi. ■ ANDRZEJ Strejlau, fyrrum þjálfari Fram og núverandi þjálfari Pólverja, sem eru í sama riðli og Englandingar, Norðmenn og Hol- lendingar, vonast eftir mörgum mörkum í leik gegn San Marínó í Lodz í dag. Pólverjar leika án margra bestu leikmanna sína, sem leika með liðum utan Póllands. ■ NORÐMENN fá leikmenn Tyrklands í heimsókn og þurfa Jieir ekkert annað en sigur til að vera með í baráttunni í riðli 2. Norðmenn vonast eftir að vera með í lokakeppni HM í fyrsta skipti síðan í Frakklandi 1938. ■ RUNE Bratseth, fyrirliði norksa liðsins, mun leika_ þó að hann sé meiddur á hné. „Ég mun líklega fara undir hnífinn eftir þetta keppnistímabil,“ sagði þessi sterki miðvörður Werder Bremen. ■ ERIK Thorstvedt, markvörður Tottenham, mun ekki leika með Norðmönnum, þar sem hann er jneiddur á fingri. í kvöld HANDKNATTLEIKUR: ÍR mætir FH í Austurbergi og Sel- foss Val á Selfossi í undanúrslitum íslandsmótsins kl. 20. KNATTSPYRNA: Fram og KR leika í Reykjavíkurmót- inu á gervigrasvellinum í Laugardal kl. 20. HANDKNATTLEIKUR Fimm félög eiga mögu- leika á Evrópusæti Pögur karlalið taka þátt í Evr- ópumótum næsta keppnis- tímabil - keppni meistaraliða, deildarmeistara, bikarmeistara og EHF-keppninni. Enn er ekki ljóst hvaða lið frá íslandi keppa í hvaða móti, en fimm félagslið koma til greina sem fulltrúar íslands; Val- ur og FH, sem eiga örugg sæti, Selfoss, ÍR og Stjarnan. Það verður ejtki ljóst fyrr en íslandsmeistararnir verða krýnd- ir, hvaða félög fara í hvaða keppni. Möguleikarnir eru fjórir: ■Ef Valsmenn verða íslands- meistariarar fara þeir í Evrópu- keppni meistaraliða, Selfyssingar í Evrópukeppni bikarhafa, FH- ingar í Evrópukeppni deildar- meistara og IR-ingar í EHF- keppnina. ■Ef FH-ingar verða meistarara fara þeir í meistarakeppnina, Valsmenn f bikarkeppnina, Stjömumenn í deildarmeistara- keppnina og ÍR-ingar og Selfyss- ingar leika aukaleiki um EHF- sætið. ■Ef Selfyssingar verða meistarar fara þeir í meistarakeppnina, Valsmenn í bikarkeppnina, FH- ingar í deildarmeistarakeppnina og ÍR-ingar í EHF-keppnmina. ■Ef ÍR-ingar verða meistarar fara þeir í meistarakeppnina, Valsmenn í bikarkeppnina, FH- ingar í deildarmeistarakeppnina og Selfyssingar í EHF-keppnina. Á þessu sést að Valur og FH eru með örugg sæti í Evrópu- keppni, en spurning er með þrjú félög. Af áðumefndum félögum hafa tvö ekki leikið í Evrópu- keppni - Selfoss og ÍR. FRJALSIÞROTTIR Guðrún Amardóttir undir íslandsmeti Morgunblaðið/Frosti Guörún Arnardóttir hefur staðið sig mjög vel í Bandaríkjunum, eftir að hún byrjaði að keppa á ný. GUÐRÚN Arnardóttir úr Ár- manni náði þeim frábæra árangri að sigra í 100 m grinda- hlaupi á sterku móti, Drake Relays, sem fór fram í Des Moines í lowa um síðustu helgi. Húnhljópá 13,44 sek., sem er 21/100 betri tími en íslandsmet Helgu Halldórs- dóttur úr KR frá 1987. Metið fæst þá ekki staðfest þar sem vindhraði mældist rúmlega 3 m/s í hlaupinu, en má mest vera 2 m/s. Arangur Guðrúnar tryggði henni hins vegar keppni á banda- ríska háskólamótinu í voru. Þar sem mmmi Guðrún er nýbyijuð Stefán Þ. asð æfa eftir nokkuð Stefánsson hlé frá keppni, á hún skrifar frá eftir að bæta sig og má því reikna með að met Helgu falli á næstunni. Guðrún hefur stðið sig vel á há- skólamótum undanfarnar vikur. Hún hóf keppni utanhúss 3. apríl í Atlanta, þar sem hún setti persónu- legt met í 100 m grindahlaupi á 13,75 sek. og varð önnur í hlaup- inu. Þar sigraði hún í 400 m grinda- hlaupi á 62,59 sek. 9. apríl sigraði hún í 100 m grindahlaupi í E1 Paso í Texas á 13,74 sek. og 17. apríl bætti Guðrún sig enn betur og sigr- aði á móti sex skóla í Athens á 13,71 sek. ÚRSLIT Trompfimleikar Keppnin fór fram í Digranesi 24. apríl. Eldri flokkur ..............gólf dýna stökk samt. GerplaF.........8,00 7,40 ,7,70 23,10 BjörkDHl........8,20 7,25 7,50 22,95 Ármannl.........7,20 7,50 7,25 21,95 GerplaG.........6,90 6,35 6,70 19,95 Stjaman.........7,00 5,55 7,00 19,55 Björk DH2.......6,75 5,95 6,20 18,90 Ármann 11.......6,75 6,05 5,90 18,70 Yngri flokkur BjörkB..........6,30 7,05 7,45 20,80 Ármann 111......7,00 6,45 6,85 20,30 GerplaS.........6,45 6,30 6,95 19,70 GerplaA.........6,10 6,20 6,95 19,25 Stjaman.........5,75 6,05 7,-00 18,80 Snóker Heimsmeistarakeppnin í Sheffield. 2. um- ferð: 13-Alan McManus - Steve Davis....13:11 ■Englendingurinn Steve Davis, 35 ára, hefur sex sinnum orðið heimsmeistari. McManus er 22 ára Skoti. 3-JimmyWhite-DougMountjoy........13: 6 ■Það tók White, sem hefur tapað úrslita- leikjum í HM síðustu þrjú ár, aðeins 40 mín. að vinna Mountjoy frá Wales. 7- James Wattana - 10-SteveJames....l3: 7. ■Tælendingurinn Wattana sýndi góðan leik. 5-Neal Foulds - 12-Martin Clark...,.13:7 HM í íshokkí Miinchen, Þýskalandi: 8- liða úrslit: A-riðill: Svíþjóð - Bandaríkin...............5:2 (2:1, 0:1, 3:0) Mörk Svía: Mikael Renberg, Peter Fors- berg, Ulf Dahlen 2 og Roger Akerstrom. Mörk Bandaríkjanna: Robert Beers, Darr- en Turcotte. ■ Ulf Dahlen, sem leikur í bandarísku NHL-deildinni með Minnesota, gerði út um vonir Bandarikjanna á að komast í undanúr- slit með því að gera tvö mörk fyrri Svía í þriðja leikhluta, en fyrir hann var staðan jöfn, 2:2. Rússland - Þýskaland..............5:1 (1:0, 1:0, 3:1) NHL-deildin 1. umferð í úrslitakeppni NHL-deildarinnar: Pittsburgh — New Jersey..........5:3 ■Pittsburgh vann samanlagt 4:1. Quebec — Montreal................4:5 ■Eftir framlengingu. Montreal er yfir 3:2. Washington----Islanders..........6:4 ■islanders er yfir 3:2. Knattspyrna Þýskaland: Stuttgart - Köln.................2:0 Kienle 2 (51., 77.). 25.000. Saarbriicken - Wattenscheid......0:1 - Buchmaier (27.). 16.000. Leverkusen - Frankfurt...........1:1 Hoffmann (12.) - Yeboah (65.). 15.000. Karlsruhe - Kaiserslautern.......1:1 Bender (2.) - Marin (45.). 27.000. Gladbach - Borussia Dortmund.....0:3 - Sammer (23.), Poschner (44.), Chapuisat (83.). 34.500. Bochum - Uerdingen...............4:1 Kempe (12.), Aden (68.), Christians (81.), Bonan (84.) - Rahner (2.). 16.000. Staðan: B. Múnchen .28 15 9 4 57:33 39 Werder Bremen..., ,.28 15 9 4 47:25 39 Dortmund ..28 16 5 7 55:32 37 Frankfurt „28 12 12 4 47:31 36 Leverkusen „28 10 12 6 51:37 32 Karlsruhe „28 10 11 7 47:45 31 Kaiserslautern „28 10 8 10 41:29 28 Stuttgart „28 8 12 8 38:38 28 Gladbach „28 9 9 10 46:50 27 Schalke „27 8 10 9 27:34 26 Hamburger „27 6 13 8 35:33 25 Wattenscheid „28 9 7 12 37:52 25 Núrnberg „27 9 6 12 23:36 24 Saarbrúcken „28 5 13 10 35:50 23 Dynamo Dresden.. „27 6 10 11 28:41 22 Bochum „28 6 8 14 39:45 20 Köln „28 9 2 17 35:47 20 Uerdingen „28 5 8 15 27:57 18 TROMPFIIVILEIKAR Gerpla íslandsmeistari Sigurlið Gerplu í trompfimleikum, en keppnin fór fram um helgina. Fremri röð frá vinstri: íris Ösp Ingjaldsdóttir, Helga Bára Jónsdóttir, Auður Inga Þorsteinsdóttir, Jóhanna Rósa Ágústsdóttir og Guðný Guðlaugsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Hrund Þorgeirsdóttir þjálfari, Linda Björk Logadóttir, Elín Hrönn Jónasdóttir, Hildur Pála Gunnarsdóttir, Sunna Guðný Páimadóttir og Heimir Jón Gunnarsson þjáifari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.