Morgunblaðið - 28.04.1993, Síða 43

Morgunblaðið - 28.04.1993, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 43 I | ® FEKENC Puskas, einn fræg- ' asti knattspymumaður heims á sínum tíma, hefur tekið við ung- | verska landsliðinu og stjómar því ’ í fyrsta sinn í undankeppni HM gegn Rússum í Moskvu í dag. ■ „VIÐ þekkjum ungverska knattspyrnu vel,“ sagði Pavel Sa- dyrin, þjálfari Rússa, í samtali við dagblaðið Sovetsky Sport. „Ung- veijar em þekktir fyrir mikla tækni og baráttuvilja og em nú með nýjan þjálfara, hinn fræga Puskas, sem á ömgglega eftir að hjálpa þeim.“ ■ RÚSSAR verða með sama lið og vann Lúxemborg 4:0 fyrir skömmu. Rússar em nú þremur stigum á eftir Grikkjum sem era efstir, eri eiga tvo leiki til góða. s Ungveijar hafa hins vegar aðeins 3 stig eftir þrjá ieiki og töpuðu m.a. fyrir íslendingum. | ■ PORTÚGALIR þurfa sigur í viðureign sinni gegn Skotum í Lissabon í kvöld ætli þeir sér að | eiga möguleika á að komast á HM í Bandaríkjunum. „Við þurfum að gera mörg mörk, en ef við sigr- um ekki em vonir okkar um HM 1994 úr sögunni," sagði Carlos Queiroz, þjálfari Portúgals. En þessi lið em í sama riðli og Ítalía og Sviss. I JORGE Cadete, ieikmaður Sporting Lissabon, verður í fremstu víglínu, en hann hefur gert 15 mörk í 28 leikjum í port- úgölsku deildinni. Með honum frammi verður. Domingos Oli- veira, sem hefur gert sjö mörk fyrir Porto. ■ SKOTAR hafa aldrei sigrað í ) Portúgal, en miðvallarleikmaður Glasgow Rangers, Stuart McCall, trúir því að þeir þurfi að- P eins eitt stig til að halda í HM-von- ina. „Jafntefli væri ekki endalokin fyrir okkur. Við stefnum að sigri, | en jafntefli og sigur í næstu þrem- ur leikjum á eftir; gegn Eistlandi heima og heiman og Sviss heima gæti dugað okkur,“ sagði McCall. ■ GRAHAM Taylor, landsliðs- þjálfari Englendinga, er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Hollendingum á Wembley. Hann segir að hol- lenska liðið verði undir mikilli pressu þar sem það hefur nú þegar tapað einum leik í 2. riðli. B JOHN Barnes, leikmaður með Liverpool, mun að öllum líkindum leika gegn Hollendingum. Taylor segir að Bames hafí mjög góð áhrif á liðið. England hefur aldrei Itapað í undankeppni HM á heiam- velli. ■ HOLLENDINGAR verða án | nokkurra lykilmanna eins og • Marco van Basten, Ronald Koe- man og Berry van Aerle, sem m allir em meiddir en Frank Rijka- ® ard og Ruud Gullit verða á sínum stað í liðinu. „Við getum leikið vel þó við séum með marga leikmenn sem em ekki þekktir í Englandi, en þeir verða kannski þekktir eftir leikinn," sagði Dick Advocaat, þjálfari Hollendinga. É DANIR ætla sér sigur gegn írum í 3. riðli í Dublin í kvöld. „írar er með gott lið en ég hræð- ist þá ekki. Ég held að þetta verði mikill baráttu leikur," sagði Ric- hard Möller Nielsen, þjálfari Dana. ■ FRAKKAR, sem em sigur- stanglegastir í 6. riðli, fá Svía í g heimsókn til Parísar í kvöld. • Frakkar verða án fyrirliðans og markaskorarans, Jean Perre Pap- g ins, sem er meiddur. Franck 3 Sauzee, leikmaður Marseille, verður fyrirliði í kvöld. |g ■ „VIÐ reynum að sjálfsögðu 9 að sigra eins og alltaf, en yrðum mjög sáttir við jafntefli. Frakkar hafa leikið mjög vel og vaxa með hveiju leik,“ sagði Tommy Svens- son, þjálfari Svía. FIMLEIKAR / NM UNGLINGA ElvaRutfékk brons í Noregi Elva Rut Jónsdóttir fímleikastúlka úr Björk í Hafnarfírði varð þriðja í keppni á jafnvægisslá á Norðurlandamóti unglinga í fímleikum sem fram fór í Mandal í Noregi um helgina. Hún hlaut 7,60 stig. Sigurvegari var Marianne Povelsen frá Danmörku með 8,30 stig. Eva Bjömsdóttir úr Gróttu komst í úrslit í keppni á tvíslá og hafn- aði þar í sjötta sæti, hlaut 6,30 stig. Sigurvegari var Elisabeth Amundsen, Noregi, með 8,85 stig. Nína Björg Magnúsdóttir og Anna Kr. Gunnarsdóttir tóku einnig þátt í mótinu en komust ekki í úrslit. ÞYSKALAND Varamaður- inn hetja Stuttgart Varamaðurinn Marc Kienle, 22 ára, var hetja Stuttgart er liðið vann Köln 2:0 á Necker-leik- vanginum í þýsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Kienle, sem kom inná í fyrri hálfleik fyrir Fritz Walter, sem sleit vöðva í læri, þakkaði fyrir sig með því að gera bæði mörk Stuttgart á 51. og 78. mín- útu. Eyjólfur Sverrisson lék allan leikinn á miðjunni og átti m.a. skot að marki sem var bjargað á línu. „Þetta var mikilvægur sigur eftir frekar brösótt gengi að und- anfömu. Við voram miklu betri, sérstaklega í síðari hálfleik og fengum þá mörg marktækifæri. Nú er bara að fylgja þessu eftir og sigra Bayem Munchen á Ólympíuleikvanginum á föstudags- kvöld,“ sagði Eyjólfur. Eyjólfur Bragason, landsliðsþjálfari U-18 ára landsliðs pilta í handknattleik. Urslit / 42 Eyjólfur ráðinn þjálfari Hefur valið 28 stráka vegna Opna Norðurlandamótsins Eyjólfur Bragason hefur verið ráðinn þjálfari U-18 ára lands- liðs pilta í handknattleik og er gert ráð fyrir að hann fylgi því eftir til 1995, þegar það tekur þátt í heims- meistarakeppni 21s árs landsliða. Fyrsta verkefni liðsins er Opna Norðurlandamótið, sem verður hald- ið í Svíþjóð í byijun júlí í tengslum við Partille Cup. Hann hefur valið 28 pilta vegna undirbúningsins og verður fyrsta æfingin á föstudag, en síðan er ráðgert að hópurinn komi saman um hveija helgi auk þess sem séræfingar verða þess á milli. Eftirtaldir piltar era í hópnum: Örvar Rudolfsson, Davíð Ólafsson, Ari Allansson og_ Sigfús Sigurðsson úr Val, Sæþór Ólafsson og Rögn- valdur Johnsen í Stjömunni, Ragnar Páll Ólafsson frá ÍR, Jón Þ. Stefáns- son HK, Daði Hafþórsson, Amþór Elmar Sigurðsson og Sigurður Guð- jónsson hjá Fram, Þórður Ágústsson Gróttu, Leó Þorleifsson og Helgi Arason í KA, Hilmar Þórlindsson, Éinar Baldvin Ámason, Páll Beck, Þórir Steinþórsson og Magnús Agn- ar Magnússon frá KR, Davíð Hall- grímsson, Daði Pálsson og Hlynur Jóhannesson úr ÍBV, Eivar Guð- mundsson og Jón Þórðarson hjá UBK, Geir Aðalsteinsson og Samúel Einarsson frá Þór og Sturla Egilsson og Þorkell Magnússon frá Haukum. KNATTSPYRNA Guðni snýr heim - leikur með Val á Hlíðarenda gegn Víkingi í 1. umferð íslandsmótsins 23. maí GUÐNI Bergsson, landsliðsmaður hjá Tottenham, hefur ákveðið að leika með bikarmeisturum Vals í sumar. „Það er frágengið að ég spila með Valsmönnum í sum- ar. Ég reikna með að spila síðasta leikinn með Totten- ham 11. maí og þá er ég laus frá félaginu," sagði Guðni. Guðni hefur verið atvinnu- maður hjá Tottenham í tæp fímm ár og leikið 90 leiki með liðinu í deildar- og bikar- keppninni. Hann hefur lítið fengið að spreyta sig með að- alliði félagsins í vetur og var ekki sáttur við það. „Þeir buðu mér áframhald- andi samning hjá Tottenham, en eftir það sem á undan er gengið taldi ég rétt að koma heima og leika með Val í sum- ar og skoða síðan þessi mál aftur í haust. Það verður gam- an að leika með Val á ný eftir fímm ár. Nú verð ég með eldri mönnum í Valsliðinu," sagði Guðni, sem verður 27 ára í sumar. Samkvæmt reglum KSÍ um fé- lagaskipti leikmanna þarf leik- maður að hafa verið félagi í við- komandi félagi í minnst eina viku áður en kappleikur hefst. Guðni verður því væntanlega löglegur með Val í 1. umferð Islandsmóts- ins gegn Víkingum að Hlíðarenda 23. maí. Þegar Guðni gerðist atvinnu- maður hjá Tottenham 1988 var hann á fjórða ári í lögfræðinámi. Hann hyggst taka þráðinn upp aftur og taka próf í haust. Guðnl Bergsson leikur á ný með Val eftir fimm ára atvinnumennsku í Englandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.