Morgunblaðið - 28.04.1993, Blaðsíða 44
óskaX lífeyrir
að l>ínu vali!
Sími 01-692500
MORGVNBLAÐW, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
150 milljónir króna veittar til Lista-
miðstöðvar á Korpúlfsstöðum í ár
60 verk bætast
við gjöf Errós
SKIPULAGSTILLÖGUR að Listamiðstöð á Korpúlfsstöðum voru
kynntar í gær í borgarráði og munu framkvæmdir hefjast við endur-
byggingu Korpúlfsstaða þegar á þessu ári. Áætlaður heildarkostnaður
við framkvæmdir nemur um 1.400 m.kr., auk kostnaðar vegna búnað-
ar og lóðar. Áætlað er að ljúka verkinu í áföngum og hefur borgar-
syórn samþykkt að veita 150 m. kr. til verksins á þessu fjárhagsári
en verklok eru óráðin. Nýverið bárust frá Erró rúmlega 60 málverk
í viðbót við gjöf hans og að sögn Gunnars B. Kvaran eru þau meðal
lykilmynda i lífsverki listamannsins.
Myndirnar 60 eru málaðar frá
upphafi 7. áratugarins til dagsins í
dag, mestmegnis olíuverk en einnig
samklippimyndir. „Eftir að Erró sá
teikningar franska arkitektsins, sem
voru meðal annars innblásnar af
hinum mörgu myndröðum Errós,“
segir Gunnar B. Kvaran listfræðing-
ur og forstöðumaður Kjarvalsstaða,
„sá hann að ákveðin verk yrðu að
vera með til að fylla út í heildar-
myndina. Rýmið í Erró-safninu
byggist meðal annars á að það er
að hluta til stúkað niður í smærri
herbergi, sem býður sérstaklega upp
á að ein sería fái að njóta sín í hverri
einingu. Myndirnar sextíu eru án
nokkurs vafa meðal þeirra merkileg-
ustu sem Erró hefur málað; lykil-
myndir í lífsverki hans sem hjálpa
munu til að gefa heilsteypta mynd
af ferlinum öllum og vinnubrögðum
•Errós, og gera þannig gott safn enn
betra. Safninu hafa einnig borist
mörg hundruð listaverkabækur að
gjöf frá Erró, sem verða sem horn-
steinn verðandi listabókasafns í List-
amiðstöðinni."
Á þessu ári hefst endurbygging
og viðgerðir á Korpúlfsstöðum.
Áætlað er að þær framkvæmdir
kosti um 385 m.kr. Gert er ráð fyr-
ir að í næsta áfanga verði hafist
handa við Erró-safnið á þriðju hæð,
en kostnaður við það er áætlaður
165 m.kr. Heiídarflatarmál hússins
verður um 7.400 fermetrar að méð-
töldu tæknirými og listaverka-
geymslum. Grafíð verður frá kjallara
fyrir inngangi í húsið sjávarmegin,
og liggur aðkeyrsla að vestanverðu.
Sýningarsalir Listasafns Reykjavík-
ur verða samtals um 1.800 fermetr-
ar, en Erró-safnið sem verður á
þriðju hæð hússins fyrir miðju, um
1.000 fermetrar. Auk sýninga verð-
ur ijölskrúðug starfsemi í Listamið-
stöðinni.
Sjá grein á miðopnu.
Morgunblaðið/Sverrir
Fjölskyldugarðurinn opnaður í sumar
FJÖLSKYLDUGARÐURINN í Laugardal verður væntanlega opnaður í júní í sumar. Borgarráð hefur sam-
þykkt gjaldskrá fyrir Húsdýra- og fjölskyldugarðana og verður aðgangur ókleypis í einn mánuð eftir opn-
un fjölskyldugarðsins. Hefur verið samþykkt að reksturinn heyri undir íþrótta- og tómstundaráð og að
'framkvæmdastjóri þess hafí yfirumsjón með daglegum rekstri garðanna.
Saltfiskframleiðendur í miklum erfiðleikum vegna ástandsins á mörkuðum EB
Hærri tollar gætu kostað
framleiðendur 1,2 milliarða
HALDIST óbreytt ástand á saltfiskmörkuðum í Evrópu út
þetta ár, getur það jafngilt nálega þriggja milljarða tekjutapi
fyrir íslenska útflyljendur á ársgrundvelli og er þá miðað við
að verð hafi hrunið um 20% og að Islendingar verði að sæta
innflutningstollum til EB-landanna, ýmist 13% eða 20%. Áætla
má að þessir háu tollar gætu kostað saltfiskframleiðendur um
1200 milljónir króna, miðað við heilt ár. Magnús Gunnarsson,
framkvæmdastjóri SIF, segir Ijóst að ef ekki verði breyting á
til hins betra muni saltfiskframleiðendur snúa sér í auknum
mæli yfir í aðrar framleiðsluaðferðir, fyrir aðra markaði, sem
gefi betri tekjur.
„Segja má að allt hafi lagst gegn
okkur í þessum efnum. Það er ekki
bara þróunin niður á við í verði, stöð-
ug vandamál út af tollakvótum og
samdráttur í afla, sem er okkur fjöt-
ur um fót,“ sagði Magnús í samtali
við Morgunblaðið í gær, „heldur
einnig verðlækkun þeirra gjaldmiðla
sem við eigum mest okkar viðskipti
í. Ég nefni líruna sem lækkað hefur
á milli 20% og 30% gagnvart ECU
og pesetinn hefur lækkað á milli 8%
og 10% gagnvart ECU.“
Magnús telur að Norðmenn klári
brátt sinn tollfrjálsa kvóta á saltfisk-
útflutningi til EB-landanna. Líklegt
sé að slíkt gerist innan skamms, að
því er varðar blautverkaða saltfisk-
inn. Þá megi áætla að verðið jafnist
eitthvað á nýjan leik milli norskra
og íslenskra fiskframleiðenda.
Sjá ennfremur Af innlendum
vettvangi bls. 19.
Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskólans um rekstur bankakerfisins
Vaxtamunur og kostn-
aður hærri en erlendis
REKSTRARKOSTNAÐUR innlánsstofnana á íslandi er mun hærri en í nágranna-
löndunum, þ.e. Norðurlöndunum, Þýzkalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þjón-
ustutekjur eru hærri hér og vaxtamunur um það bil helmingi hærri en að meðal-
tali í nágrannalöndunum. Þetta kemur fram í skýrslu, sem Hagfræðistofnun
Háskóla Islands hefur gert fyrir Seðlabankann og birt var í gær.
í skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að
íslenzkar innlánsstofnanir, þ.e. viðskiptabankar
og sparisjóðir, hafí ekki farið varhluta af alþjóð-
Iegri efnahagskreppu, en hagnaður þeirra fyrir
skatta og afskriftir verið hærra hlutfall heildar-
eigna en í nágrannalöndunum að meðaltali, eða
1,7 - 2%. í nágrannalöndunum var þetta hlutfall
1,1 -1,8% á árunum 1985-1990.
Starfsmannakostnaður tvöfaldur
Rekstrarkostnaður íslenzka bankakerfísins á
þessum tíma hefur verið mun hærri en erlendis.
, Starfsmannakostnaður hefur verið helmingi hærri
en annars staðar og var 2,69% af heildareignum
1990 miðað við 1,3% í samanburðarlöndunum,
þrátt fyrir 8% fækkun bankastarfsmanna 1988-
1990. Starfsmannaijöldi er hér einnig hlutfalls-
lega mestur. Annar rekstrarkostnaður er einnig
mikið hærri hér, 2,35% árið 1990 miðað við 1,36%
í nágrannalöndum.
Tekjur banka og sparisjóða af þjónustugjöldum
hafa verið hærri hér á landi en annars staðar,
eða um 2% af eignum síðustu árin, miðað við
1,2 -1,5% annars staðar. Vaxtamunur, þ.e. mun-
ur inn- og útlánsvaxta, hefur verið rúmlega tvö-
faldur hér miðað við nágrannalöndin. Hann var
hæstur hér á landi 1987, 6,31% af heildareignum,
en hefur síðan lækkað í 4,93% árið 1991. Á sama
tíma var hann 2,6 - 2,8% erlendis.
Framlög á afskriftareikning útlána hafa verið
undir meðallagi hér á landi fram til 1990, en þá
fór ísland yfir meðaltal nágrannalandanna og
voru framlögin 2,70% af heildareignum 1992 en
höfðu verið undir 1% fram til 1990. Eiginfjár-
staða innlánsstofnana hér hefur verið nokkuð
traust, eða upp undir 8% og betri en í hinum
löndunum, að Danmörku undanskilinni. Arðsemi
eigin Ijár hefur sveiflazt nokkuð og farið lækk-
andi undanfarin ár, en er þó yfir meðaltali saman-
burðarlandanna.
Hagræðing með sameiningu sparisjóða
Hagfræðistofnun telur að einkavæðing ríkis-
bankanna muni skila meiri hagræðingu í banka-
kerfinu en væntanleg samkeppni frá erlendum
bönkum. Þá telur stofnunin að allir viðskiptabank-
arnir hafi yfirstigið óhagkvæmni smæðarinnar,
en ekki sé ólíklegt að þeir geti náð meiri hag-
kvæmni í rekstri. Hins vegar megi að líkindum
ná meiri hagkvæmni fram með sameiningu eða
samvinnu sparisjóða en að þeir reyni að ná hag-
ræðingu hver fyrir sig.
Þingjafn-
vel út maí
ÞINGFLOKKAR stjórnar-
flokkanna funduðu í gær-
kvöldi um frumvörp sjávarút-
vegsráðherra um fiskveiði-
stjórnun, Þróunarsjóð sjávar-
útvegsins og Verðjöfnunar-
sjóð. Ekki var full samstaða
um fiskveiðisljórnun, en lík-
legt er þó talið að málin verði
lögð fram í næstu viku og leit-
azt við að samþykkja þau á
þingi í vor, sem þýðir þing-
hald umfram áætluð þinglok
6. maí, jafnvel út mánuðinn.
Viðræðum flokkanna um
málsmeðferð er ekki lokið.
Frumvörpin, sem sjávarút-
vegsráðherra kynnti í ríkisstjórn
í gærmorgun, byggja á nefndar-
áliti Tvíhöfðanefndarinnar, að
því undanskildu að lagt er til að
settur verður heildarkvóti fyrir
krókaleyfísbáta, 4-5% af heild-
arafla, í stað kvóta á einstaka
báta. Þá teljist línuafli smábáta
áfram að hálfu utan kvóta í fjóra
mánuði á ári, en fari heildarlínu-
afli yfir 34.000 tonn af þorski
og ýsu áður en því tímabili lýk-
ur, verði línuveiðar stöðvaðar.