Morgunblaðið - 14.07.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993
11
Heimildarmynd um
Dag Sigurðarson
NÝ heimildarmynd um skáld-
ið og málarann Dag Sigurðar-
son verður frumsýnd annað
kvöld á Hótel Borg. Andrá hf.
framleiðir myndina í samvinnu
við Mega film, en höfundar
hennar eru Kári Schram og Jón
Proppé. Hér er um að ræða
fjörutíu mínútna mynd um sól-
arhring í lífi Dags, og nefnist
hún Dagsverk.
I myndinni er fylgst með Degi
í einn sólarhring og hann reifar
skoðanir sínar á mannlífínu og á
reykvísku samfélagi, les ljóð sín
og málar og rifj-
ar upp ýmislegt
frá fyrri tíð.
Islenskar
myndir í
Þýskalandi
Dagsverk er
framleitt til sýn-
ingar í kvik-
myndasölum og
um helgina verð-
ur myndin tekin
til sýninga í
Reykjavík. Bor-
ist hefur boð að
sýna myndina á
kvikmyndahátíð
í Augsburg
Þýskalandi í
apríl á næsta ári
og segir Karl
Schram að í
deiglunni sé að
helga þá hátíð
íslenskum mynd-
um. Einn að-
standenda
þessarar „óháðu
kvikmyndahátíð-
ar“ hafí séð
myndina um
Dag á forsýn-
ingu fyrr í sumar
og lýst áhuga á
að sýna hana og
fleiri myndir
héðan. Ef vel gangi að safna sam-
an myndum eftir íslenska kvik-
myndagerðarmenn geti þær orðið
aðalefni hátíðarinnar.
Dagur á filmu
Dagur birti fyrstu ljóðabók sína
árið 1958, en hann er ekki aðeins
kunnur fyrir ljóð sín, heldur einnig
fyrir bóhemalíf og fyrir harðvítug-
ar árásir á borgaralegt samfélag
og siðferði.
Þegar myndin gerist hefur Dag-
ur engan fastan samastað. Hann
vaknar á sófa heima hjá kunn-
ingja sínum og þegar náttar leitar
hann aftur gistingar hjá vinum.
Myndin segir frá viðburðum dags-
ins: heimsókn Dags til ungrar
dóttur sinnar, læknisskoðun, mat-
arboðum og æsilegum gjörningum
með listamönnum næturlífsins svo
eitthvað sé nefnt.
Tökur fóru fram árið 1991 en
eftirvinnsla myndarinnar hefur
staðið í hálft annað ár. Um klipp-
ingu sá Elísabet Rónaldsdóttir, en
Einar Melax samdi tónlistina.
Dagur Sigurðarson Morgunbiaðíð/Júiíus
Islandskvöld í Norræna húsinu
Mál og mállýskur
á Norðurlöndum
A MORGUN, fimmtudaginn 15. júlí kl. 20.00, heldur Björg Árna-
dóttir blaðamaður fyrirlestur á sænsku í Norræna húsinu og
nefnir hann „Sprák i Norden“. Fyrirlesturinn er byggður upp
sem útvarpsþáttur og er Björg þulurinn, en viðtöl og tónlist eru
leikin af bandi.
Fyrirlesturinn er unninn upp úr
13 útvarpsþáttum, sem Björg
flutti síðastliðinn vetur í Ríkisút-
varpinu. Þáttaröðin var tilnefnd
til verðlauna sem Norræna ráð-
herranefndin veitir fyrir þætti í
fjölmiðlum.
Eftir kaffihlé verður sýning á
kvikmyndinni Eldur ,í Heimaey
eftir Osvald og Vilhjálm Knudsen
og er hún með norsku tali.
Bókasafn og. kaffístofa Nor-
ræna hússins eru opin til kl. 22.00.
I kaffístofu verður íslensk kjöt-
súpa á boðstólum.
Skáldakvöld á Hressó
í KVÖLD, miðvikudagskvöldið
14. júlí klukkan 21, verður
haldið ljóðakvöld'á Hressing-
Höfdar til
.fólks 1 öllum
starfsgreinum!
arskálanum þar sem níu skáld
lesa úr verkum sínum.
Eftirtalin skáld koma fram: Ari
Gísli Bragason, Bragi Ólafsson,
Elísabet Kristín Jökulsdóttir,
Gerður Kristný, Jón Stefánsson,
Kristín Ómarsdóttir, Kristján
Þórður Hrafnsson, Sigurður Páls-
son og Valgarður Bragason.
Kynnir verður Ragnar Halldórs-
son. Flest skáldanna senda frá sér
bækur um þessar mundir.
Um ,jákvætt“ og „nei-
kvætt“ félagafrelsi
eftir Elínu Blöndal
Þann 30 júní sl. kvað Mannrétt-
indadómstóll Evrópu upp dóm í
máli Sigurðar A. Siguijónssonar
(leigubílstj óramálið). Niðurstaðan
varð sú að ákvæði laga um leigubif-
reiðar, nr. 77/1989, fælu í sér brot
á 11. gr. Mannréttindasáttmála Evr-
ópu þar sem í þeim fælist sér óheim-
ilt skilyrði um skylduaðild að
ákveðnu stéttarfélagi til að geta átt
rétt til atvinnuleyfís. Dómur þessi
hefur þau áhrif hér á landi að breyta
þarf lögum um leigubifreiðar til sam-
ræmis við niðurstöðu hans. Einnig
getur dómurinn haft víðtækari áhrif
þar sem dómstóllinn tók mun skýr-
arí afstöðu en áður til þess álitaefn-
is að hvaða leyti neikvætt félaga-
frelsi sé varið af umræddri 11. gr.
„Jákvætt“ og „neikvætt“
félagafrelsi
Félagafrelsi má greina í tvo þætti.
Jákvætt félagafrelsi felur í sér rétt
til að stofna eða ganga í félög. Óum-
deilt er að hugtakið félagafrelsi felur
alltaf í sér slíkan rétt. í neikvæðu
félagafrelsi felst hins vegar réttur
til að standa utan félaga eða til að
ganga óhindrað úr félögum og er
slíkur réttur einstaklinga ekki að
sama skapi óumdeildur.
Islenskur réttur
Jákvætt félagafrelsi er verndað
af 73. gr. íslensku stjórnarskrárinn-
ar en þar segir að menn eigi rétt
til að stofna félög í sérhveijum lög-
legum tilgangi án þess að sækja
þurfí um leyfí til þess. Hins vegar
hefur Hæstiréttur Islands (í leigubíl-
stjóramálinu) túlkað 73. gr. þannig
að hún verndi ekki neikvætt félaga-
frelsi.
Hér á landi hafa ekki verið talin
vera nein sérstök höft á heimildum
til að kveða á um félagsskyldu í lög-
um og samningum. Sem dæmi um
félagsskyldu á grundvelli laga má
nefna ákvæði um skylduaðild að
vatnafélögum, skylduaðild að
ákveðnum lífeyrissjóðum og fyrr-
greinda skyldu skv. lögum um leigu-
bifreiðar. Einnig má benda á aðildar-
skyldu- og forgangsréttarákvæði
stéttarfélaga, sem byggjast á kjara-
samningum. Slík ákvæði fela í raun-
inni í sér félagaskyldu þar sem eina
leiðin sem einstaklingum er fær, vilji
þeir fá ráðningu, halda starfi sínu
eða jafnvel starfa innan ákveðinnar
starfsgreinar er að ganga í viðkom-
andi stéttarfélag. Alþjóðlegir mann-
réttindasamningar.
I 2. mgr. 20. gr. Mannréttindayf-
irlýsingar Sameinuðu þjóðanna frá
1948 segir að engan mann megi
neyða til að vera í félagi. Yfírlýsing-
in er ekki bindandi að þjóðarrétti
og hefur ákvæðinu ekki verið fylgt
eftir af síðari mannréttindasamning-
um sem fela í sér þjóðréttarlegar
skuldbindingar ríkja. Astæður þessa
eru m.a. fjölgun ýmisskonar aðildar-
skyldu- og forgangsréttarsamninga
verkalýðsfélaga á árunum eftir gerð
mannréttindayfirlýsingarinnar.
Reglubinding í þessum efnum varð
þannig viðkvæmt pólitískt málefni
vinnumarkaðarins sem ríkisstjórnir
veigruðu sér við að fjalla um á al-
þjóðavettvangi, ísland hefur gerst
aðili að nokkrum mannréttinda-
samningum sem vernda félagafrelsi
og eiga þeir það sameiginlegt að
kveða aðeins á um hinn jákvæða
þátt þess. Fjölmargar stofnanir fara
með kærur og eftirlit með fram-
kvæmd á grundvelli þessara samn-
inga. Af þeim er sérfræðinganefnd
sú sem fjallar um framkvæmd á
Félagsmálasáttmála Evrópuráðsins
sú eina sem litið hefur svo á að fé-
lagafrelsisákvæði (þ.e. 5. gr. Félags-
málasáttmálans), sem tekur skv.
orðanna hljóðan aðeins til jákvæðs
félagafrelsis, verndi einnig neikvætt
félagafrelsi, án nokkurra fyrirvara
þar um.
11. gr. Mannréttindasáttmála
Evrópu hefur til skamms tíma aðeins
Elín Blöndal
„Dómur þessi hefur þau
áhrif hér á landi að
breyta þarf lögum um
leigubifreiðar til sam-
ræmis við niðurstöðu
hans. Einnig getur
dómurinn haft víðtæk-
ari áhrif þar sem dóm-
stóllinn tók mun skýr-
ari afstöðu en áður til
þess álitaefnis að hvaða
leyti neikvætt félaga-
frelsi sé varið af um-
ræddri 11. gr.“
verið talin vernda neikvætt félaga-
frelsi að mjög takmörkuðu leyti.
Grundvallarúrlausnin um það atriði
hefur til skamms tíma verið hið svo-
kallaða „British-Rail“-mál. í því
máli kom mannréttindadómstóllinn
sér hins vegar hjá því að svara því
á beinan hátt hvort eða að hvaða
leyti neikvætt félagafrelsi fælist í
11. gr. Hefur þessi dómur, sem er
frá árinu 1981, þannig haft tak-
markað fordæmisgildi.
Hvað nú?
Sú almenna túlkun um neikvætt
félagafrelsi sem Mannréttindadóm-
stóllinn setur fram í leigubílstjóra-
málinu er mun afdráttarlausari en í
British-Rail-málinu. Dómstóllinn
segir nú beinlínis að líta verði svo á
að 11. gr. vemdi þennan rétt ein-
staklinga. Frá uppkvaðningu dóms-
ins í British-Rail-málinu hafa að-
stæður að mörgu leyti breyst og
varpar það nokkru Ijósi á þá afstöðu
sem dómstóllinn tekur nú. Áður hef-
ur verið minnst á túlkun sérfræð-
inganefndar Evrópuráðsins á 5. gr.
Félagsmálasáttmálans. Þing Evr-
ópuráðsins lagði á árinu 1991 til að
bætt yrði við 5. gr. þannig að hún
verndaði með berum orðum nei-
kvætt félagafrelsi. Einnig hafa
stofnanir sem fjalla um framkvæmd
á samþykktum Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar nú tekið afstöðu
gegn skylduaðild að félögum á
grundvelli lagaákvæða. Þá er nei-
kvætt félagafrelsi talið til sjálf-
sagðra mannréttinda í mörgum að-
ildarríkjum Mannréttindasáttmál-
ans. Til þessara staðreynda vísar
dómstóllinn í niðurstöðu sinni. At-
hyglisvert er að dómstóllinn vísar til
einnig til yfírlýsingar EB um félags-
leg grundvallarréttindi launþega frá
1989 sem kveður berum orðum á
um rétt launþega til að standa utan
félaga.
Dómurinn er því athygli verður
fyrir margra hluta sakir, ekki síst
þar sem í honum felst ýmislegt ann-
að en beinlínis það sem lýtur að nið-
urstöðunni sjálfri. í fyrsta lagi er
sjí túlkun sem dómstóllinn beitir í
samræmi við ný viðhorf og breyttar
aðstæður og roá í því sambandi
benda á annars konar niðurstöðu
Hæstaréttar íslands, í sama máli,
þar sem fram kemur að túlka beri
félagafrelsisákvæði ísl. stjórnar-
skrárinnar með hliðsjón af forsögu
þess og upphaflegum tilgangi en
ákvæðið hefur staðið óbreytt frá
árinu 1874. í öðru lagi má leiða af
tilvísun dómstólsins til yfírlýsingar
EB að við íslendingar megum eiga
von á því að reka okkur oftar á að
réttarreglur EB hafa áhrif hér á
landi enda þótt við höfum á engan
hátt skuldbundið okkur til að taka
tillit til þeirra umfram það sem leiða
mun af væntanlegri aðild okkar að
samningnum um Evrópska efna-
hagssvæðið. Loks má nefna að við
íslendingar viljum láta taka mark á
okkur í alþjóðlegu samstarfi. Hluti
af því eru þeir mannréttindasáttmál-
ar sem við höfum fullgilt og skuld-
bundið okkur til að fylgja. Það er
því mikilvægt að við gerum okkar
besta til að fylgja þeim skuldbinding-
um hér heima fyrir þannig áð kom-
ist verði hjá jafn afdráttarlausum
dómum á alþjóðavettvangi um
mannréttindabrot og raunin varð í
máli Sigurðar A. Siguijónssonar.
Höfundur er lögfræðingur og
fjallaði í kandidatsprófritgerð um
neikvætt félagafrelsi.
RucanorxSX'
íþróttagallar
(fóðraðir)
Verð kr. 5.490
Stærðir: S - XXL
Sendum í póstkröfu
5% staðgreiðsluafsiáttur
»hummel^?
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40 • Símar 813555 og 813655