Morgunblaðið - 14.07.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.07.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993 17 Tryggingasamningur GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, og Axel Gíslason, forstjóri VÍS, undirrita nýja tryggingasamninginn 8. júlí sl. Dagsbrúnarmenn verða nú tryggðir allan sólarhiinginn DAGSBRÚNARMENN eru nú tryggðir allan sólarhringinn, jafnt í vinnu sem utan, samkvæmt nýjum samningum sem Styrktarsjóður Dagsbrúnarmanna og Vátryggingafélag íslands hafa gert. Samning- arnir tryggja Dagsbrúnarmönnum hærri bætur og meiri vernd en félagsmönnum annarra stéttarfélaga með hliðstæða tryggingasamn- inga, skv. skilmálum samningsins. Samningurinn nær til allra full- gildra Dagsbrúnarmanna á aldrinum 16-75 ára, alls tæplega 4.000 félagsmanna. í fréttatilkynningu frá Dagsbrún segir: „Nýi tryggingasamningurinn er í grundvallaratriðum endurnýjun á hóplíftryggingarsamningi Dags- brúnar og VIS, þar sem bótagreiðsl- ur hafa verið hækkaðar verulega, og til viðbótar kemur frítímatrygg- ing sem tryggir Dagsbrúnarmönn- um og/eða afkomendum þeirradán- ar- og örorkubótarétt í frítíma en samkvæmt kjarasamningum eru þeir eingöngu tryggðir í vinnunni. Eitt meginmarkmið félagsins með þessum nýju tryggingasamn- ingum er að treysta hag sinna fé- lagsmanna eftir megni — á tímum kaupmáttarhraps og kjaraskerðing- ar, þegar kjarasamningar verða sí- fellt minna virði. Sem dæmi um tryggingabætur samkvæmt nýja samningnum má taka kvæntan Dagsbrúnarmann, tveggja barna föður. Falli hann frá vegna slyss, hvort heldur er í vinnu- eða frítíma, eru dánarbætur hans nú samtals tæplega 2,8 milljónir, sem er um það bil milljón krónum meira en hefðbundin slysatrygg- ingaákvæði kjarasamninga gera ráð fyrir. Slasist Dagsbrúnarmaður það alvarlega, hvort heldur er í vinnu eða frítíma, að hann hljóti af varan- lega örorku, tryggir nýi samningur- inn honum einnig örorkubætur. Til dæmis má nefna að 20% örorka myndi færa honum tæplega 460 þúsund krónur — til viðbótar við aðrar tryggingar sem hann kann að hafa og tryggingabætur Trygg- ingastofnunar ríkisins. Það er Styrktarsjóður Dagsbrún- armanna sem greiðir allan kostnað af þessum tryggingum." Doktor í dýrafræði ÞORLEIFUR Eiríksson hefur lokið doktorsprófi (FD) í dýra- fræði með áherslu á atferlis- fræði. Titill ritgerðarinnar er „Female response and male sing- ing strategies in two Orthopter- an species". Yfirumsjón með verkefninu hafði dr. Tommy Radesater prófessor en aðalleið- beinandi var dr. Anthony Arak dósent. Vörnin fór fram við dýrafræði- deild Stokkhólmsháskóla 27. nóv- ember síðastliðinn og var öllum opin. Andmælandi var dr. Carl Ger- hardt prófessor frá Missouri- háskóla í Bandaríkjunum. í dóm- nefnd sátu dr. Ove Ericsson dós- ent, dr. Jacob Höglund dósent og dr. Christer Wiklund dósent. Ritgerðin er byggð upp á sjö tímaritsgreinum og fimm af þeim hafa verið birtar í viðurkenndum vísindatímaritum. Hún íjailar um aðferðir beinvængja við að finna sér maka. Karldýrin kalla á kven- dýr með söng og ná betri árangri eftir því sem þau syngja meira. Það er þó mismunandi eftir tegundum hvernig karldýrin haga söng sínum og fer það eftir því hvernig kvendýr- in bregðast við. Kvendýrin svara með söng og karldýrin gera hlé á meðan til að hlusta eftir kvendýryn- Dr. Þorleifur Eiríksson. um og syngja því marga sutta söngva með smá hléi á milli. Þegar kvendýrin leita karldýrin uppi er það áhrifaríkast að syngja stöðugt. Karldýrin verða að laga sig að at- ferli kvendýranna og hinar mismun- andi söngaðferðir mótast af því. Þorleifur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1978 og BS-prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1982. Foreldrar Þorleifs eru Eiríkur Jónas Gíslason brúarsmiður og Þorgerður Þorleifs- dóttir húsmóðir. Eiginkona Þorleifs er Heiðveig Pétursdóttir ritari og eiga þau eina dóttur. Onýttur hluti íþrótta- hússins í notkun fyrir FV Morgunblaðið/Árni Helgason Samningar undirritaðir um innréttingar í iþróttahúsinu. Stykkishólmi. HÉR í Stykkishólmi hefir um fjölda ára verið rekin framhalds- deild Fjölbrautaskóla Vestur- Iands á Akranesi. Hefir starfsemi hennar verið í sambandi við grunnskólann hér og því hefir verið mikil þörf að koma deild- inni fyrir í heild í betra hús- næði, enda nú svo komið að að- sókn að henni hefir um árin allt- af verið í aukningu og svo komið að aldrei hefir verið meiri aðsókn en nú. Var því ekki undan því komist að gera einhveijar ráðstafanir til að þessi skóli yrði hér áfram og var ákveðið að innrétta þann hluta íþróttahússins hér sem ekki hefir enn komist í not. Þar var hægt að fá þijár góðar mátulegar skólastof- ur sem gætu enst nokkur ár enn og var það samþykkt og nú var undirritað samkomulag um tilhög- un og útbúnað og byggingu þessar- ar deildar. Verktaki er Trésmiðjan Nes hf. hér og framkvæmdastjóri hennar Ríkarð Hrafnkelsson undir- ritaði fyrir félagið sem verktaki og Þórir Ólafsson skólastjóri fjöl- brautaskólans á Akranesi af hálfu verkkaupanda. Þessum undirskriftum og áfanga var fagnað við undirskriftina sem var á Hótel Stykkishólmi 5. júlí sl. þar sem fyrir var bæjarráð, ásamt bæjarstjóranum Ólafi Sverrissyni og Lúðvíg Halldórssyni skólastjóra. Flutti bæjarstjóri ávarp og skýrði hversu mikið væri í húfi fyrir Stykk- ishólm að hafa getað komið þessu máli í höfn og gat um hversu vel að þessum áfanga væri staðið, bæði tækni- og fjárhagslega. Einnig ávarpaði skólastjóri viðstadda og flutti fræðsluyfirvöldum þakkir og kvað þetta átak ómetanlegt fyrir grunnskólann. Að lokum bauð bæjarstjórn Stykkishólms viðstöddum að þiggja kaffisopa. Allir voru á einu máli um hvað þetta kæmi Stykkishólmi vel til framtíðarinnar litið. - Árni STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Yfir 30 tegundir Stærðin 36-41 Litlr. Hvftur, drappaður og svart lakk Ath. Brelðir og mjúkt leður PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTU R Kringlunni, Kringlunni 8-l 2, sími 689212 Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 . v -J Stígamót gefa út tvo bæklinga ÚT ERU komnir á vegum Stígamóta tveir bæklingar, annar um nauðgun og hinn um sifjaspell. Fræðslubæklinga þessa hefur dr. Guðrún Jónsdóttir, starfsmaður Stígamóta, tekið saman. Bæklingarn- ir eru ætlaðir jafnt almenningi og fagfólki svo sem kennurum, fóstr- um, félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum og öðrum þeim sem þurfa að fást við kynferðislegt ofbeldi og afleiðingar þess í starfi sínu. í bæklingunum er fjallað um afleiðingar sifjaspella og nauðg- ana á þolendur þeirra. Þar er að finna leiðbeiningar um hvernig best er að bregðast við og aðstoða þá sem verða fyrir slíku ofbeldi. I bæklingnum um sifjaspell er sér- staklega fjallað um hvernig best sé að taka á sifjaspellsmálum þeg- ar börn eiga hlut að máli. Jafn- framt eru í bæklingnum rakin ákvæði hegningarlaga um sifja- spell og nauðganir og meðferð réttarkerfisins á slíkum málum þegar þau eru kærð. Bæklingurinn um nauðgun er 32 bls. en sifjaspellsbæklingurinn er 52 bis. Bæklingarnar eru prentaðir í Prisma. Dreifingu þeirra annast Stígamót. Hægt er að panta þá þar. Hvor bæklingur um sig kostar kr. 500. VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ VIÐ FLYTJUM Skrifstofur okkar verða lokaðar fimmtudaginn 15. júlí, föstu- daginn 16. júlí og mánudaginn 19. júlí nk. vegna flutninga. Við opnum þriðjudaginn 20. júlí nk. í Lágmúla 7, 6. hæð. Vinsamlega athugið ný símanúmer. Lögmannsstofa Arnmundar Backman sl. Arnmundur Backman hrl. Ástráður Haraldsson hdl. Sími: 811160. Fax: 811170. Pósthólf: 8383, 128 Reykjavík. Lagastoð ht. Sigurmar K. Albertsson hrl. Magnús H. Magnússon hdl. Skúli E. Sigurz. Sími: 811140. Fax: 811170. Pósthólf: 8383, 128 Reykjavík. Lögmannsstofa Arnar Höskuldssonar Örn Höskuldsson hrl. Sími: 811150. Fax: 811170. Pósthólf: 8383, 128 Reykjavík. \____________________________________________________________________________/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.