Morgunblaðið - 14.07.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993
í
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
41
Hvað dettur þér í hug
þegar þú heyrir orðið „ýkt"
» ■* ivt er
í*að sem
Sagt er
ofmikið“
f „Við N
bræðnrnir
erum „ýkt“
. margir“
Hinrik
„Máltæki
hjá unglingum
í dag sem þýðir
eitthvað J
ógeðslega /
grúví“ f (
Ingibjörg
Sveinn
,Sumarið‘
FRAMUNDAN
Hólmasel:
14. júlí kl. 20 - Tenniskynning. Við fáum
tenniskennara í heimsókn sem leyfir unglingun-
um að spreyta sig í tennis og kennir þeim nokk-
ur undirstöðuatriði. Vellimir verða settir upp á
planinu við Seljakirlrju. Spaðar og boltar verða
á staðnum.
Ársel:
Opið hús á mánudags- og miðvikudagskvöld-
um kl. 20-23.
Fellahellir:
Opið hús á þriðjudags- og fimmtudagskvöld-
um kl. 20-23.
Tónabær:
Opið hús á mánudags- og fimmtudagskvöld-
um kl. 20-23.
Þróttheimar:
Opið hús á þriðjudags- og fímmtudagskvöld-
um kl. 20-23.
Siglingaklúbburinn:
Opið starf á mánudögum, þriðjudögum og
miðvikudögum kl. 17-19, fímmtudögum kl.
17-22 og laugardögum kl. 13-16. M.a. eru
leigðir út árabátar, kanóar og seglbátar. Gjald
kr. 150 fyrir hvem mann.
-„Í3 ára
,strákor
óskarefth
suinarvftV^
Þið getið líka sent okkur
óskir um efni í blaðið, eða
bara skemmtileg bréf um
hvað sem er.
Ath. rs
Ollum bréfum
þarf að fylgja
fullt nafn, ^
heimilisfang k
og simanúmer.
Morgunblaðið
Unglingar
Kringlunni 1
103 Reykjavík
STEYPA
Augn sem glóa í myrkri
Isíðustu Steypu sögðum við frá
ótrúlegri röntgensjón Marks
Smith. En augu nafna hans
Marks Maracani eru ekki síður merki-
leg, þau glóa í myrkri.
Samkvæmt The Sun varð Mark
fyrir öflugri geislun á vinnustað sín-
um, með þeim afleiðingum að augu
hans glampa í myrkri. Glampinn er
svo sterkur að hann getur lýst upp
herbergi að næturlagi.
„Eg sé alveg ágætlega, en það er
svolítið neyðarlegt að ganga úti á
kvöldin," segir Mark. „Fólk horfír á
mig eins og ég sé einhverskonar djö-
full. í fyrstu var ég dauðhræddur við
þetta, en núna fínnst mér bara gaman
að hrekkja vini mína með þessu.“
Það var bilun í röntgenvél sem or-
sakaði geislunina sem Mark varð fyr-
'ir. Hann var sendur beint í læknisskoð-
un, en þar kom ekkert óeðlilegt fram.
Mark fór því heim til sín og leið bara
alveg ágætlega. Það var ekki fyrr en
um kvöldið, þar sem hann lá í rúminu
við hlið konu sinnar, að þessi undar-
lega hliðarverkun kom í ljós.
„Ég lá og horfði upp í loftið þegar
ég tók eftir því að herbergið var bað-
að í grænu ljósi. Það hvarflaði ekki
að mér að þetta ljós kæmi frá mér
sjálfum, en þegar ég hnippti í konuna
mína, snéri hún sér við, leit á mig og
gaf frá sér hræðilegt öskur.“
„Augun í þér! Augun í þér!“ veinaði
hin skelfíngu lostna eiginkona. Mark
stökk á fætur, leit í spegil og dauð-
brá. Augu hans glóðu eins og græn
framljós á bfl.
Þau hjónin keyrðu í ofboði á næsta
sjúkrahús, en læknamir þar fundu
ekkert alvarlegt að Mark fyrir utan
geislun á háu stigi frá höfði hans.
„Þessi geislun eykur líkurnar á
krabbameini í framtíðinni, en það er
ékkert við þessu að gera,“ segir dr.
Frederick Barletta. „Eina uppáskriftin
sem ég get gefíð herra Maracani er
tími og góð sólgleraugú."
SAMVISKUSPURNINGIN
Borgar þúalltaf
fullt gjald í strætó?
Harpa, 16 ára:
Já, ég er með Græna kortið.
Grímur, 15 ára:
Ég er með Græna kortið
núna, annars borga ég ekki allt-
af fullt gjald.
mmmmmmmmmm
Aðalbjörn, 16 ára:
Já, alltaf.
HVAR ERU ÞAU OG HVAÐ
ERU ÞAU AÐ GERA
Hún burstar skó, hann
afgreiðir í sjoppunni
Unglingasíðan náði tali af
tveimur krökkum norð-
ur í Eyjafírði og forvitnaðist
um hvað þau væru að gera.
Við fundum þau þar sem Guð-
rún var að bursta skó í göngu-
götunni á Akureyri en Sindri
að afgreiða í sjoppunni í
blómaskálanum Vín í Eyja-
fíarðarsveit.
Guðrún Jóhanna Ólafsdótt-
ir, 15 ára.
Ég er atvinnulaus en er þó
með smá vinnu núna við að
pússa skó hjá fólki og fá það
til að kaupa leðurnæringu. Ég
er búin að vera að þessu í fjóra
daga og ætla að hætta eftir
daginn í dag, ég er búin að
fá nóg af því að pússa skóna
hjá fólki. Hingað til hafa flest-
ir tekið því vel þegar ég býðst
til að pússa hjá þeim skóna
og sannfærast oft um ágæti
vörunnar og kaupa krukku af
leðumæringu. En eins og ég
segi þá er ég bara búin að fá
nóg af þessu. Ég er líka í smá
dútli hjá vini mömmu minnar
á svínabúi rétt við Selfoss. Þar
geri ég upp ruslatunnur og
mála þök. I júlí tek ég svo
þátt í leiklistarverkefni. Ungl-
ingaleikklúbbar frá öllum
ÍMorðurlöndunum og Síberíu
setja upp sýningu hérna á
Akureyri. Það verður gaman.
Sindri Bjöm Hreiðarsson,
15 ára.
Ég vinn í sjoppunni og bens-
íninu, en aðallega samt í
sjoppunni. Ég er í Hrafnagils-
skóla á vetuma og kem oft
hingað eftir skóla og vinn
smá, svo það má segja að
þetta sé heilsársvinna. Ég
byijaði héma þegar ég var
ellefu ára, en ekki fyrir alvöru
fyrr en ég var tólf ára og þá
í bensíninu.
Ég nota frítímann til að
vera með vinum mínum í
körfubolta og fótbolta og svo
er ég líka mikið á skellinöðr-
unni minni. Félagslífíð fyrir
unglinga héma í sveitinni er
allt í lagi, ekkert of mikið en
ekki heldur of lítið. Ég er nú
mest að vesenast héma í
kring, en ég skrepp líka inn á
Akureyri í bíó og svoleiðis.