Morgunblaðið - 14.07.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.07.1993, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐJÐ, KRMGLAM 1, 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SIMBREF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Heyskapur gengur þokkalega á Suður- og Vesturlandi Morgunblaðið/Kristinn Heyskapur í fullum gangi HEYI pakkað í rúllubagga á Kiðafelli í Kjós í sól og sumri en þar gengur heyskapur ágætlega. Spretta er lítil á Norð- urlandi ÓVENJU lági hitastig og miklar rigningar á Norður- landi hafa gert það að verkum að lítil spretta er í túnum og heyskapur hef- ur gengið illa. Að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar, landnýtingarráðunauts Búnaðarfélags íslands, er lítið byrjað að heyja á Norðurlandi, en á Suður- og Vesturlandi hefur hey- skapur gengið þokkalega það sem af er sumri. Ólafur segir að nokkuð sé um kal í túnum á Norðurlandi. Kuld- ar og miklar rigningar hafa gert það að verkum að heyskapur hefur gengið illa. „Enn er mikill tími eftir af sumrinu og við verð- um að vona að það geti brugðið til betri tíðar. Ef það verður kalt áfram og minni spretta og ef það verður einnig erfitt að heyja verður lítill heyfengur í ár,“ segir Ólafur. Hann segir að töluvert sé búið að heyja á Suðurlandi og á Vest- urlandi og þar sé ástandið skást en þrátt fyrir kulda hafi sprottið ágætlega í þessum landshlutum og auk þess hafí komið góður þurrkur inn á milli. Næg hey til Ólafur segir að síðustu ár hafi heyfengur yfirleitt verið ágætur á landinu og í vor hafí margir bændur átt nóg hey. Það geti komið til góða ef bændur heyi ekki sem skyldi í sumar. Þorskafli gæti orðið 40 þús. tonn yfír afíamarki Verðmæti afla upp úr sjó 26,5 milljarðar frá áramótum en var 27.5 milljarðar í fyrra Aðgerðir flugvirkja Flugvél til New York seinkaði VÉL Flugleiða til New York í gær seinkaði um tæpar sex klukkustundir vegna yfirvinnu- banns flugvirkja. Að sögn Guð- mundar Pálssonar, fram- kvæmdastjóra tæknisviðs Flug- leiða, tókst ekki að ljúka skoðun á vélinni á dagvinnutíma, eins og venja er. Um 130 manns lentu í seinkun frá íslandi vegna þessa. Þá koma farþegar frá New York einnig til með að lenda í einhverri seinkun. -----» ♦ ♦--- Ungfrú Evrópa 1993 Svala Björk hlaut 5. sæti SVALA Björk Arnardóttir, feg- urðardrottning Islands 1993, lenti í fimmta sæti í fegurðar- samkeppninni Ungfrú Evrópa 1993, sem fram fór í Istanbúl í Tyrklandi í fyrrakvöld. Það var hins vegar tyrkneska stúlkan Arzun Oman sem lenti í fyrsta sæti, í öðru sæti var Julia Alekse- eva frá Rússlandi, í þriðja sæti Dana Avrish frá ísrael og í fjórða sæti stúlka frá Spáni. í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun kvaðst Svala Björk vera ákaflega ánægð með úrslitin. Hún hefði verið orðin mjög spennt þegar ljóst var að hún var ein af fímm efstu keppendunum. „Þetta hefur verið langur og stremb- inn undirbúningur og ég er orðin ansi þreytt. En þetta hefur verið ákaf- lega góður og skemmtilegur tími,“ Sjá nánar Fólk í fréttum bls. 33. ÞORSKAFLI það sem af er þessu fiskveiðiári er tæplega 192.000 tonn eða um 20.000 tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Þorskveiði í júní var hins vegar með bezta móti og fengust nú 22.346 tonn alls en 20.653 í fyrra. Aflabrögð í júlí og ágúst í fyrra voru góð og náist eins mikið af þorski nú, gæti heildarþorskaflinn þetta fiskveiðiár orðið allt að 244.000 tonnum. . Ríkisframlag til framkvæmda Akvörðun frestað SKIPTING fjárveitingar að upp- hæð einn milljarður króna, sem renna á til atvinnuskapandi framkvæmda á árinu, var ekki afgreidd á ríkisstjórnarfundi í gær eins og til stóð. Stefnt er &ð því að afgreiða málið á ríkis- stjórnarfundi næsta þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins munu nokkrir ráðherrar ræða skiptingu fjárveitingarinnar betur sín á milli fram að næsta ríkis- stjómarfundi. Davíð Oddsson for- sætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að eftir afgreiðslu ""ríkisstjómarinnar á málinu yrði það rætt við aðila vinnumarkaðarins áður en það yrði endanlega kynnt. Heildaraflamark var ákveðið 205.000 tonn. Um 25.000 tonn eru óveidd af úthlutuðu aflamarki og samkvæmt því getur heildar- þorskafli aðeins orðið um 217.000 tonn, en verður meiri vegna færslu aflaheimilda af síðasta ári yfir á þetta og vegna þess að krókabátar auka sinn hlut, sem er utan heild- araflamarks. Mögulegar veiðar umfram heildaraflamarkið eru heimilar lögum samkvæmt og verður ekki komið í veg fyrir þær nema með lagabreytingum. Hlutur krókabáta vaxandi Þorskafli í júlí á síðasta ári var 28.373 tonn og 23.560 í ágúst. Náist svipaður afli, stefnir í að tekin verði um 40.000 tonn um- fram heildaraflamarkið, sem gefið var út fyrir yfirstandandi fiskveiði- ár. Það var 205.000 tonn, en af því var 182.600 tonnum úthlutað á skip, gert ráð fyrir 15.000 tonn- um vegna línutvöföldunar og 7.400 tonn komu í hlut Hagræð- ingarsjóðs. Leyfilegt er að flytja allt að 20% af þorskkvóta viðkom- andi fiskveiðiárs yfír á það næsta og var mikið flutt yfir á þetta. Þá fer hlutur krókabáta vaxandi, en þessa tvo mánuði í fyrra tóku þeir um 8.000 tonn af þorski. Loks hefur minnkandi útflutningur á ísuðum físki sín áhrif, því þá minnkar það kvótaálag, sem út- flytjendur hafa orðið að sæta, en það er 20% af útfluttu magni. Mikill loðnuafli Heildarfiskafli þetta fiskveiðiár var um síðustu mánaðamót orðinn 1.291.115 tonn samkvæmt bráða- birgðatölum Fiskifélags íslands. Það er rúmlega 50.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra og 350.000 tonnum meira en 1991. Munurinn liggur að mestu í mikl- um loðnuafla. Botnfískafli nú er 453.000 tonn og þorskafli þar af 192.000. Árið 1991 var þorskafl- inn 252.746 tonn eftir sama tíma- bil. Rækjuafli er nú 38.228 tonn, nærri 12.000 tonnum meiri en í fyrra og tæplega tvöfalt meiri en 1991. Meira hefur nú einnig veiðzt af hörpuskel og humri. Verðmæti fískaflans frá ára- mótum miðað við óslægðan físk upp úr sjó er 26,5 milljarðar króna. Verðmæti aflans nam 29,5 millj- örðum á sama tíma 1991 og 27,5 í fyrra. Sjá einnig í Úr verinu bls. 5 Dekkin spændust upp i Laugardal Morgu n bl aðið/Gu nnl augur Rögn valdsson Vinsælt hjá unglingnm UNGA fólkið hefur gripið go- kart bílana traustataki, en tæp- lega fimm hundruð prófuðu þá fyrsta sólarhringinn, sem brautin var opin. Bílabraut var lokað EFTIRSPURNIN eftir því að aka á nýju go-kart kapp- akstursbrautinni í Laugar- dal varð svo mikil utn sl. helgi að aðstandendur hennar neyddust til að loka henni í gær. Dekkin undir bílunum sex sem þar eru leigðir spændust einfald- lega upp. „Það komu á fimmta hundrað manns fyrsta daginn sem brautin var opin og við pöntuðum ný dekk með DHL-hraðsendingu, sem koma í miðri viku. Það var því lokað vegna vinsælda í gær,“ sagði Úlfar Hinriksson, sem er einn af rekstraraðilum brautar- innar. Úlfar sagði að gróf steinsteyp- an á brautinni eyddi dekkjunum mjög hratt. „Við fengum því harð- ari dekk, sem endast betur og komumst því á fullt aftur í vik- unni,“ sagði Úlfar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.