Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 Fjölskylda í fíarlægu landi Antonio Ruiz Ochoa ræðismaður Islands í Puerto Rico hefur tekið ástfóstri við land og þjóð og komið árlega í 20 ár eftir Guðmund Guðjónsson Ljósmyndir Þorkell Þorkelsson MARGIR útlendingar sem sækja ísland heim verða svo gagnteknir af landi og þjóð að þeir gerast „íslandsvinir“ og halda áfram að koma, sumir á hverju ári. Fyrir kemur meira að segja að þeir hreinlega setjast hér að. Aðrir taka'á herðarsér embættisskyld- ur fyrir hönd Islands í heimahög- um sínum og telja það mikinn heiður að titla sig fulltrúa Is- lands. Þetta á við um Antonio Ruiz Ochoa, Puerto Ricoa af spænskum ættum, sem hefur heimsótt Island ár hvert í tvo áratugi og hefur að auki verið ræðismaður Islands í Puerto Rico á annan áratug. Það var veiði- skapur sem dró Tony, en svo er hann kallaður af þeim sem hann þekkja, hingað til lands í fyrsta sinn. Tilviljun réði því að hann kom hér fyrst að Langá á Mýrum. Allur götur síðan og enn í dag, er veiðiskapur í Langá horn- steinn pílagrímsferða hans til Is- lands, en með tímanum hefur hann kynnst landi og þjóð æ bet- ur og er svo komið að meira að segja „Stelpurnar á Hótel Loft- Ieiðum" fá sendan reyktan ltix frá Tony. Menn eru varla sestir niður með Tony er hann byijar að segja tröllasögur frá laxveiðum á Spáni. Sögur af ám þar sem meðalstærðin á laxi er 14 til 24 pund. Hann segist hafa byijað að veiða 10 til 12 ára gamall, fyrst silung, í ám nærri Vigo í Galiciu, en þar fæddist Tony. Þetta var undir lok seinni heimsstyijaldarinn- ar og fljótlega fór Tony að veiða lax í nágrenninu. Það virðist eðlileg- ast að spyija hann hvers vegna hann hafi kosið að ferðast norður í höf til þess veiða lax sem í ofaná- lag er yfirleitt heldur smár, úr því að veiðin er svona góð við heima- haga hans fyrrverandi. Svarið kem- ur skjótt: „Veiðin var svona góð einu sinni, en hún er það ekki leng- ur. Það er búið að eyðileggja allar þessar góðu ár með mengun og skeytingarleysi. Það er enn dálítil veiði sums staðar, en þetta er að mestu liðið undir lok,“ segir Tony. Að taka sundtökin Þó að spjallið hafi tekið örlítið dapurlega stefnu, tekur Tony sig á og staldrar enn við gamla góða daga á bökkum vatnanna í Galiciu. „Þetta eru erfiðar ár þarna niður frá. Því veldur þéttur skógur alveg fram á árbakka. Þar sem ekki er hægt að vaða út til að geta kastað, kom fyrir að menn þyrftu að klifra upp í tré, á til þess lagaðar greinar fyrir veiðimenn. Og þegar laxinn tók og leitaði niður ána, var ekki annað að gera en að stökkva í ána og synda á eftir honum, allt að 3-400 metra sprett þar til komið var að stað þar sem hægt var að landa! í þessu lenti ég oft, en það verður að segjast eins og er að ég hef ekki lent í þessu hér á landi, enda aðstæður allt aðrar. Og það er líka eins gott, því ég er stöðugt að detta í ámar héma og get vott- að að þær era örlítið kaldari heldur Ræðismaðurinn Antonio Ruiz Ochoa. ekki sprækari heldur en meðal 6 pundari úr Langá," segir Tony. Og hann á svolítið í pokahorninu. Tölvuútskrift af öllum löxum sem hann hefur veitt á íslandi í 19 ár. ' Nú stendur yfir tuttugasta sumarið. Ræðismaðurinn Tony hefur dregið 743 laxa síðustu 19 sumur og hafði nælt sér í 29 til viðbótar er Morgun- blaðið hitti hann við Langá og átti hann þá eftir að veiða í 4 daga. Allt er þetta skráð, hvað hver veiði- staður gaf honum marga hvert ár og svo framvegis. Þetta hefur hann með sér ár hvert og skoðar og veg- ur og metur. Sýnir öðram. Albúmið skreytt myndum af minnisstæðum atburðum er þarna einnig. Ekki trufla mig ... í albúminu era m.a. myndir af ýmsum félögum og vinum sem koma og fara á bökkum Langár. Ekki verður komist hjá því að sjá þar mynd af Ingva Hrafni Jóns- syni, fréttastjóra Stöðvar 2, sem er einn landeigenda ofar með ánni. Tony segir að Ingvi sé í hópi þeirra sem honum þyki einna skemmtileg- ast að hitta og hann kalli hann „manninn að ofan“ sem komi í en árnar suður á Spáni!“ segir Tony og lætur þess getið í leiðinni að á 20 árum hefur hann ekki upplifað kaldara sumar en nú. „Þegar þessu var að ljúka á Spáni var ég farinn að lesa mér til í blöð- um og timaritum og í spænsku tímariti var einhveiju sinni frásögn af laxveiðum á íslandi. Ég setti mig í samband við umboðsfyrirtæki að nafni Abercrombie and Finch í New York og þeir sögðust hafa sent nokkra Fransmenn til íslands árið áður. Þeir myndu hafa mig í huga ef einhver smuga leyndist, því þeir væru í sambandi við mann á Islandi sem var með góða á. Þeir höfðu svo samband og ég greip mína stöng og stígvél og fór til ís- lands. íslendingurinn sem Banda- ríkjamennirnir voru í tengslum við reyndist vera Guðjón Styrkárson og ég veiddi síðan í góðu yfírlæti með nokkram frönskum veiðimönn- um. Ég kynntist einnig Emil Guð- mundssyni, sem þá rak Hótel Loft- leiðir, og með okkur tókst vinátta. Það er skemmst frá að segja, að mér líkaði svo vel á íslandi að sjálf- ur fór ég að skrifa greinar um ís- land og veiðiskapinn í blöð og tíma- rit á Spáni og fljótlega safnaði ég að mér vinum og kunningjum sem sumir hveijir fara enn með mér hingað á hveiju ári. Sumir í Langá, aðrir veiða annars staðar, t.d. í Kjarrá.“ En hefur Tony einskorðað sig við Langá á Mýrum? „Nei, en hún er eina áin sem ég hef veitt í öll árin. Ég hef skotist í ár eins og Miðfjarð- ará og Laxá á Ásum og Laxá í Kjós og haft gaman af. Langá er þó mitt uppáhald, þar liggja mínar íslensku rætur. Laxinn togar líka fast í Langá, fastar en í hinum. Miðað við stærð eru þar sterkustu laxarnir. Laxá á Ásum er allt of auðveld fyrir minn smekk og svo er laxinn í henni ekkert sterkur, hvemig svo sem á því stendur. Ég hef fengið laxa allt að 18 pund í báðum ánum og sannast sagna fannst mér 18 pundarinn í Ásunum það er mér mikill heið- ur að vera fulltrúi svo fallegs fólks í svo fallegu landi heimsókn til þess að skiptast á frétt- um. „Hann er hinn mesti bjartsýnis- maður og gaman að sjá til hans teljandi laxanna í göngunum. Einu sinni stóð hann á klettunum niður frá og taldi. Ég sá hann með hend- urnar fyrir aftan bak og fingurnir rykktust upp á víxl er hann'taldi. Muldrið heyrði ég, 91, 94, 98 ... og þá traflaði ég hann, hæ Ingvi! Hann hrökk við, sá mig og sagði „ekki trufla mig“, snéri aftur að ánni og hélt áfram: hvar var ég, já, 110, 114, 118, 125!“ Jóhannes Guðmundsson á Ána- brekku er annar stórvinur Tonys og fjölskyldu hans, en Runólfur Ágústsson veiðivörður, sem þarna er staddur, laumar því að, að Jó- hannes skilji varla stakt orð í ensku, hvað þá spænsku. En það komi ekki að sök, það ríki gagnkvæmur og hljóður skilningur. Runólfur hef- ur verið hægri hönd Tonys um ára- bil, hann er ungur að árum, en Tony og fjölskylda hans hafa t.d. þekkt Ásu konu Runólfs frá því hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.