Morgunblaðið - 25.07.1993, Page 6

Morgunblaðið - 25.07.1993, Page 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR 8PNNU.BA-GUR 25. JÚLÍ 1993 4 Fagleg þjónusta á öllum tegundum tónlistar ásamt miklu úrvali af fylgihlutum. OPIÐÁ SUNNUDÖGUM FRÁ KL.13-17 S-K-l-F-A-N STÓRVERSLUN - LAUGAVEGI26 - SÍMI: 600926 IMM tNTÍRHATtONAL Fasteignir á Spáni Sértilboð fyrir eldri borgara T.d. raðhús, sem er svefnherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi, fullbúið húsgögnum, kæliskápur og elda- vél í eldhúsi. Sólterras uppi, ca 45 fm. Eignarlóð. Verð: ísl. kr. 2,1 m. íbúðir fullbúnar húsgögnum og eldhústækjum frá kr. 1,2 m. kr. Leitið upplýsinga. Masa-umboðið á íslandi - ábyrgir aðilar í áratugi - sími 44365. Sumarferé eldri borgm í Dómkirkjusókn Efnt verður til sumarferðar eldri borgara í Dómkirkjusókn miðvikudaginn 28. júlí nk. kl. 13.00 frá Dómkirkjunni. Ekið verður að Flúðum og Hruna. Kaffi drukkið að Flúðum. Þátttaka tilkynnist í síma 622755 mánudag- inn 26. og þriðjudaginn 27. júlí kl. 10-12 f.h. Þátttökugjald kr. 800. Sóknarnefnd. ÞfÓÐLÍFSÞANIiAR /Hvemig á konan ab snúa sérf Konur og tryggöin LÆIiNISFRÆÐI////// verbur einu sinnifyrst Upphaflækninga eftir Þórarin Guðnason SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR ER skýrsla um viðleitni manns- ins til að hafa áhrif á framgang sjúkdóma. Sagan sú hefst einhvern tíma í fymdinni, löngu áður en menn kunnu að draga til stafs og halda dagbók um orð og gjörðir. Oft er látið í veðri vaka að læknislistin, ^„,^1 eins og margar aðrar listir og fræðigreinar, hafi fyrst litið dagsins ljós meðal Grikkja hinna fornu. En svo reynist ekki vera þegar betur er að gáð. Óskráða sögu er örðugt að túlka en af uppdrátt- um, beinaleifum og fomum lækn- ingatólum sem fundist hafa verður nokkuð ráðið í tilraunir löngu genginna kynslóða sjúkum til hjálpar og samt varla nóg til þess að fá hugmynd um afstöðu þeirra til lífs og umhverfis. Þó mætti ímynda sér að fljótlega eftir að manninum óx vit og þroski til að leita fyrir sér og læra af reynsl- unni, hafi hann orðið þess áskynja að sumar liljur vallarins voru heil- næmar en aðrar hættulegar til neyslu. Smám saman hefur honum lærst að velja og hafna - hluti jarðargróðans hentaði sem fæða, sumt annað hafði áhrif á líðan og reyndist líkn í þraut. Vafalítið hafa sjúkdómar og dauði verið í hugum þessa fólks ónáttúrleg fyrirbæri. Það hefur trúlega litið á hversdagslega kvilla, svo sem kvef og harðlífi, eins og sjálfsagðan hluta tilver- unnar og reynt að bæta úr því með jurtagraut eða seyði. Alvar- legri veikindi voru af öðmm upp- runa, fyrir tilstuðlan illra anda eða reiði guðanna. Þessi dularöfl áttu það tii að koma steini eða ormi fyrir í líkama þess sem þau höfðu vanþóknun á, setjast þar að sjálf ellegar ræna hann einhverju sem hann mátti síst án vera, til að mynda sálinni. Þá dugðu engin líf- grös heldur reið á að koma því sem vantaði aftur á sinn stað í kroppn- um. En andana og þeirra gijót og maðka varð auðvitað að reka út með kröftugum yfírsöng og galdraþulum. Ef allt um þraut var gripið til þess óyndisúrræðis að gata höfuðskelina svo að skaðvald- urinn sæi sitt óvænna og svifí út Arfur þinn kona er aldalöng kúgun. Upp þarftu að rísa úr farinu því, öðlast nýja sýn á viðhorf þín og markmið þinna vona. Tryggðin er einn af þeim horn- steinum sem samfélagsgerð okkar hvílir á. Frá upphafí er börnum innrætt tryggð. Tryggð við foreldra sína, við fjölskylduna og við landið sitt. Sér í lagi er stúlkum innrætt tryggð og hún álitin mikilvæg dyggð í þeirra fari. Það er mjög eðlilegt, þegar grannt er skoðað þá hvílir karla- samfélagið á I fyrsta lagi er □ eftir Guðrúnu Guólaugsdóttur þeim grunni. tryggð konunnar nauðsynleg til þess að menn geti treyst því að börn séu rétt feðruð. I öðru lagi er tryggð kvenna við börn sín nauðsynleg til þess að þær taki á sínar herðar að annast þau, og þar með nýliðun í samfélaginu. I þriðja lagi er tryggð kvenna við foreldra sína og ættingja mikil- væg. Hennar vegna taka þær að sér að annast þetta fólk þegar það eldist eða veikist. Það er því ekki að ófyrirsynju að lögð hefur verið á það mikil áhersla að innræta konum tryggð. í Matteusarguðspjalli segir svo: Meðan hann (Jesú) enn þá var að tala við mannfjöldann sjá, þá stóðu móðir hans og bræður fyrir dyrum úti, og vilja ná tali hans. Og einhver sagði við hann: Sjá móðir þín og bræður þínir standa fyrir dyrum úti og vilja ná tali þínu. En hann svaraði þeim, er hann talaði, og sagði: Hver er móðir mín? - og hveijir eru bræð- ur mínir? Og hann rétti hönd sína út yfír lærisveina sína og mælti: Sjá hér er móðir mín og bræður mínir, því sérhver, sem gjörir vilja föður míns á himnum, hann er bróðir minn, systir og móðir. Óneitanlega stangast þessi orð Jesús á við það sem konum er innrætt, að þær eigi fyrst og fremst að hugsa um sitt nánasta fólk. Þetta er mikið líkara því sem karlmenn hugsa. Vegna þess að konumar sjá að miklu leyti um þennan þátt í samfélaginu geta þeir leyft sér mun meira frelsi í þessu efni, meðan konurnar sjá ekki skóginn fyrir tijánum, hafa karlmennirnir á kostnað þeirra skapað sér góða yfírsýn yfír skóg- inn. Vandi konunnar í sambandi við tryggðina er þó ekki allur sagður. Fyrr eða síðar í lífí kvenna kemur að því að árekstrar verða á tiyggðarsviðinu. Þá verða þær að velja hveijum þær eiga að sýna mesta tryggð. Stundum standa konur andspænis mjög erfíðu vali og miklum erfíðleikum vegna þessa. Það er talið eðlilegt að konur sýni eiginmönnum sínum þá tryggð að fylgja þeim gegnum þykkt og þunnt. Bergþóra kona Njáls á Bergþórshvoli sagði sem frægt er: Ung var ég gefín Njáli, þegar henni var boðin útganga er brenna átti bæinn ofan af þeim hjónum og skylduliði þeirra. Flest- ar konur þurfa ekki að sýna tryggð sína á svo afdrifaríkan hátt. Oftast er krafan að flytja með manninum á milli landshluta eða jafnvel landa, en ekki yfír í annan heim. Eigi að síður getur það vafist fyrir konum að sýna þessa tryggð. Þær hafa þegar tek- ið tryggð við ættingja sína og byggðarlag og þurfa verulega að láta á móti sér til þess að yfirgefa það. Tryggðin bannar konum að af- rækja börnin sín eða aldraða for- eldra. Þótt karlmönnum sé vissu- lega þóknanlegt að konan annist um börn og gamalmenni þá vilja þeir yfirleitt að sú umhyggja sé hófsamleg, þannig að eitthvað sé afgangs handa þeim sjálfum. Finnist þeim á hlut sinn gengið í þessum efnum fer að syrta í álinn í hjónalífínu og mikil togstreita skapast sem stundum leysist ekki fyrr en dauðinn heggur á hnútinn. Ekki lagast ástandið ef konan verður ástfangin af einhveijum öðrum en eiginmanninum. Hveij- um á hún þá að sýna tryggð, þeim sem lögin hefur sín megin eða hinum sem hjarta hennar vill. Slíkri togstreitu lendá þær konur ekki í sem setja börn sín ofar öllu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.