Morgunblaðið - 25.07.1993, Page 9

Morgunblaðið - 25.07.1993, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 B 9 Rolling Stones hefur verið kölluð mesta rokksveit sögunar og víst er erfitt að neita því. Því verður þó ekki neitað að þeir félagar í sveitinni, og þá kannski sérstaklega andlit hljómsveitarinn- ar, Mick Jagger, eru farnir að láta á sjá eft- ir rúma þrjá áratugi í rokkinu. Mick Jagger verður fimmtugur á morgun, og þó hann hafi reynt að halda sér við líkamlega og neiti að eldast, er hann margfaldur afi og ólík- legt átrúnaðargoð unglinga. Ef unglingar dagsins í dag eru spurðir um Rolling Stones er eins víst að þeir þekki ekki til sveitarinnar, eða hafi heyrt eitt einasta lag með henni. Þetta finnst gömlum aðdá- endum Jaggers og Roll- inganna súrt í brotið, því sú var tíð að slegist var um hvorir væru betri, Bítlarnir eða Rollingarnir, og heilu pollagengin tókust á í blóðugum átökum á sjöunda áratugnum. í því stríði voru það allt- af mömmustrákarnir sem héldu með Bítlun- um, en villingarnir og töffararnir sem héldu með Rolling Stones og þegar sló í brýnu fóru þeir síðarnefndu jafn- an með sigur af hólmi, enda svifust þeir einsk- is. í ljósi sögunnar verða krytur eins og þessar marklausar, meðal annars vegna þess að á meðan Bítl- arnir voru að búa til dægurtónlist nútímans voru Rolling Stones að ausa af svörtum tónlist- ararfi Bandaríkjanna, rytmablús, soul og blús. Þeir höfðu öllu beittari ímynd en Bítlarnir; strákarnir sem enginn vildi fyrir tengdasyni, óheflaðir verkamenn. Mick Jagger gerði á þessum tíma mik- ið úr verkamannsuppruna sínum, sem var allmikið á skjön við sannleikann, enda var hann úr dæmi- gerðri miðstétt, kennara- sonur, en með ófágaðri framkomu og heimatil- búnum cockney-fram- burði skapaði hann sér og um leið Rolling Stones sérstöðu sem ótal lista- menn hafa reynt að apa eftir. Michael Phillip Jagger fæddist 26. júlí 1943 í Dartford á Englandi. Uppvaxtarár hans voru tíðindalaus að mestu og pilturinn ætlaði sér að verða blaðamaður. Snemma áttaði hann sig á þeirri beisku staðreynd blaðamennskunnar að til að komast á toppinn verða menn að þrælast í gegnum niðjamót, skipa- móttökur og fréttir af barnsfæðingum. Þá fyllt- ist hann áhuga á.ríkisfjár- málastjórn og sá í hilling- um sjálfan sig í ríkisstjórn Bretlands. Til að það mætti verða hóf hann nám í Viðskiptaskóla Lundúna, en þá var tón- listin farin að keppa við pólitískan frama; Muddy Waters, Chuck Berry og Johnny Cash toguðust á við Adam Smith og John Kenneth Galbraith. Tón- listarmennirnir náðu snemma yfirhöndinni og þó Jagger hafi stundað námið áfram var það með hangandi hendi. Fjár- málanámið hefur þó vís- ast komið sér vel, því eignir hans eru metnar á tæpa átta milljarða króna í dag. W Iupphafi sjöunda ára- tugarins var rokkið eitthvað sem menn áttu árum eru löngu horfnar og öllum gleymdar, eða þá listamennirnir fallnir fyrir byssukúlum, spraut- um eða hraðskreiðum.bíl- um. Ekki hefur þar skipt minnstu máli ástar/hat- urs-samband þeirra Jagg- ers og Richards, en Jagg- er hefur gert ítrekaðar tilraunir til að losna úr samstarfinu, ýmist sem leikari eða sem sóló- stjarna. Um tíma virtist sem saga Rollinganna væri öll og frétt um það birtist á forsíðu Morgun- blaðsins, en þá var venju fremur stirt á milli þeirra Jaggers og Richards. Um síðir áttuðu þeir sig á því að þeir geta ekkert starf- að af viti hvor í sínu lagi og Jagger átti frumkvæði að sáttum, sem haldist hafa fram á þennan dag. Snemma á þessu ári hefur hann ekki slegið í gegn einn síns liðs: . A síðasta ári gerðu Rollingarnir plötusamn- ing við Virgin-útgáfuna, sem á eftir að endast vel fram á næstu öld, en fyr- ir það fengu þeir félagar fjórir (Bill Wyman fær ekkert) tæpa þrjá millj- arða króna. Virgin var þar að kaupa sér nafn til að skreyta sig með, því plötusala sveitarinnar er ekki í neinu samræmi við þessi ósköp. Þannig tap- aði til að mynda Sony- útgáfan, sem gerði met- samning við sveitináT 1983, líklega nokkrum milljónatugum á samn- ingnum, en stórfyrirtækj- um er ekki síður í mun að hafa goðsagnakenndar stjörnur á mála hjá sér en að selja plötur í millj- ónatali. Það eru tónleika- Mick Jagger er tákn- mynd sjöunda ára- tugarins og það er hluti af vinsældum hans meðal miðaldra aðdáenda, sem eru fjölmargir, þó þunn- skipað sé í ungliðadeild- inni. Fólk gerir þær kröf- ur til hans að hann sé sami Mick Jagger og 1969, til þess að halda í eigin æsku, og að vissu leyti heldur hann fast í þá ímynd. Andlitið er tálgað og skorið og úfinn kollurinn hæruskotinn en þegar hann stígur á sviðið er hann sama spengi- mennið og forðum og ekki að merkja að snerpan hafi minnkað né kraftur- inn sem gerði hann að andliti mestu rokksveitar sögunnar. Jagger er illa við allar vangaveltur um aldur sinn og allir blaða- menn sem tala við hann fá vinsamlega ábendingu um að ræða ekki um fíknilyf, kvennamál eða aldur hans. Aulist einhver til að spyrja um það hvernig það sé að vera fimmtugur svarar Jagger engu eða út í hött og slít- ur viðtalinu ef spyrillinn sér ekki að sér. Víst er það leið til að halda sér ungum að afneita aldrin- um og Mick Jagger er lif- andi sönnun þess að eng- inn er eldri en honum finnst hann vera. Þegar Jagger var 26 ára og búinn að vera í sjö ár, sem flestum þætti fullnógur tími, í Rolling Stones sagðist hann ætla að hætta áður en hann yrði 33, enda sé það ekki iðja fyrir gamlan mann að syngja í rokkhljóm- sveit og hann geti ekki hugsað sér að hafa rokkið að ævistarfi. Frá því hann lét þessi orð falla er liðinn nær aldarfjórðungur og ekki er við öðru að búast en að Rolling Stones eigi eftir að rokka vel inn í 21. öldina. eftir Árno Matthíosson Mick Jagger, átrúnaðargoð milljóna um heim allan, verður fimmtugur á morgun og þrátt fyrir aldurinn er engan bilbug að finna á rokkhetjunni von á að hyrfi líkt og mambóið, tsja, tsja, tsja og álíka dansæði sem gerðu alla óða í smátíma og viku síðan fyrir nýrri tísku. Rokkunnendur voru því í miklum minni- hluta þegar þeir Mick Jagger og Keith Richards tóku upp sögulegt sam- starf sitt. Aður hafði Jagger sungið með ýms- um blússveitum. Þeir fé- lagar Jagger og Riehards sóttu allt sitt í svartan blús og rytmablús, og gera enn, og Richards hefur lýst því að þeir hafi alla tíð viljað líkjast sem mest fyrirmyndunum, Jimmy Reed, Muddy Wat- ers og Chuck Berry. Oft tókst þeim vel upp, en ekki fór heimurinn að leggja við eyrun að ráði fyrr en þeir fóru að semja lög sjálfir, að sögn Jagg- ers vegna þess að þeir áttuðu sig á því að þeir gætu ekki spilað blús. Ekki verður hér rakin saga Rolling Stones frek- ar, en hún er samhverfa sögu sjöunda og áttunda áratugarins; frá sakleys- islegri uppreisn í ástar- og blómavímu, þá í hass- þoku og LSD-sýnir, svo brennivíns- og kynlífs- sukk og loks í grænmetið og endurhæfingu. Frá þessum árum eru margar hrikalegar sögur, enda' var allt leyfilegt á þessum tíma og állir sem voru menn með mönnum reyktu hass og tóku í nef- ið. JF Otal samverkandi þættir hafa haldið Rolling Stones á lífi, á meðan aðrar hljómsveitir sem hátt risu á þessum kom út þriðja sólópiata Jaggers, Wandering Spir- it, sem var ætlað að fleyta honum efst á vinsælda- lista, en allt kom fyrir ekki. Fyrir skenimstu barst svo sú frétt að Roll- ing Stones væri nú að semja lög á næstu breið- skífu, sem koma á út eft- ir áramót, og í kjölfarið kæmi enn ein tónleika- ferðin, þó með nýjum bassaleikara, því Bill Wyman er kominn á eftir- laun, 57 ára. Það sjá allir sem vilja að ekki eru það pening- arnir sem reka þá Roll- inga af stað aftur, Eins og áður sagði á Mick Jagger meira fé en.hann getur eytt með góðu móti þau ár sem hann á ólifuð og hann er löngu hættur að snobba niðurávið; sam- ferðamenn hans eru sam- mála um að Jagger er orðinn yfirstéttarmaður sem kunni því vel að vera milljónari með villu í Frakklandi, glæsihús í Karíbahafi og risaíbúð í New York. Það er þó svo að þegac þú ert kominn í villuna með þjón á hverj- um fingri og ekkert erfið- ara að gera en ákveða hvora sundlaugina eigi að bregða sér í eftir hádegi, þá inni eða úti, sjá menn í hillingum langdregnar tónleikaferðir og þreytandi ferðalög. Eftir allan þennan tíma í fremstu röð getur Mick Jagger ekki lifað án aðdáun- ar áheyrenda, sem sannast einfaldlega með því að hann hefur ekki slitið sig frá Rolling Stones enn, enda ferðir Rolling Stones sem mala þeim gull, enda er markhópurinn á þeim aldri að hann vílar ekki fyrir sér að borga vel fyr- ir að berja goðin aug- um og þannig höfðu þeir félagar hundruða milljóna hagnað af síðustu tón- leikaferð sinni um Bandaríkin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.