Morgunblaðið - 25.07.1993, Side 10

Morgunblaðið - 25.07.1993, Side 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ MENIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 Djö... Forgarður helvítis. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir SUÐURLANDS SKJÁLFTI ÞAÐ er ekki hlaupið að því að koma frá sér tónlist í útgáfu og enn vandast málið ef menn vilja gefa út sjálfir. Sunnlenskar rokksveitir láta þó ekki deigan síga, og fyrir stuttu kom út safndiskur sunnlenskra sveita sem heitir því lýsandi nafni Suðurlandsskjálftinn. ^kunnlenskar rokksveitir ^ eru margar og fjöl- skrúðugar, þó ekki hafi þasr allar náð landsathygli. Á disknum eru sautján lög tíu sveita og flytjenda; Óla Óla Skrýtinna, Piranha, Bacch- us, Munka í meirihluta, Hor, Forgarðs helvítis, Loðbítla, Poppins flýgur og Túrbó. Einn forsvarsmanna út- gáfunnar, Óli Óla, sem kem- ur reyndar víða við sögu á disknum, segir hugmyndina hafa kviknað hjá sér fyrir tveimur árum. Hann segir að mun færri hafi komist að á disknum en vildu, en þeir fái nokkra úrlausn, því gef- inn verður út jólaskjálfti fyr- ir jól. Óli var á því að Suður- landsskjálftinn gæfi allgóða mynd af því sem menH fengj- ust við í bílskúrum sunnan lands, þó lítið færi fyrir danstónlist á disknum. Hann sagði ekki mikið mál eða dýrt að gefa út disk; „þetta Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Skjálfti Bacchus. er ekkert mál ef menn hafa á annað borð dug“. TÓNLISTARKLÚBBUR ÚTI í heimi er slíkur grúi plötuklúbba, sem bjóða upp á sérútgefnar plötur, að ekki er vit fyrir venjulega að fylgjast með. Hér hefur aftur á móti verið fátt um slíkt þar til fyrir stuttu að Almenna bókafélagið setti á stofn tónlistarklúbb. Að sögn AB-manna bygg- ist tónlistarklúbburinn á því í fyrstu að gefa meðlim- um kost á að fá tvöfaldan disk mánaðarlega í seríunni The Rock Collection, með safni helstu rokklaga síðustu Rokkhetja Eric Clapton. áratuga. Á hvetjum disk eru 24 lög og á þeim fyrsta, Rock Stars, eiga lög Queen (Bohemian Rhapsody, hvað annað?), Tears For Fears, Eric Clapton, T-Rex, Meat Loaf, Santana, Eagles, Europe og Stranglers, svo fáeinar sveitir séu nefnd- ar. Til viðbótar við fylgir áskrift, að unum afsláttarkort, fréttabréf og sérkjör á tónleika innan lands og utan. Að sögn Jó- hanns Kristjánssonar for stöðumanns klúbbsins er upphafsserían, The Rock Collection, 26 tvö- faldir diskar, en sam- hliða hyggjast TAB- menn bjóða upp á ser- íur með annarri tónlist, en þeir hafa aðgang að grúa slíkra diskaraða m.a. frá Time-Life útgáf- unni, aukinheldur sem Jóhann segir ýmislegt nýst- árlegt í bígerð. DÆGURT Einar Ornog HilmarÖm SÍÐAN Sykurmolarnir lögðu af tónleikahald og upp- tökustúss hafa meðlimir sveitarinnar fengist við tón- list hver í sínu lagi. Þegar hafa tveir Molar sent frá sér breiðskífur, Sigtryggur/Bogomil Font reið á vað- ið, þá gaf Björk út plötu og á næstu dögum gefur One Little Indian út breiðskífu sem Einar Örn vann með Hilmari Erni Hilmarssyni undir nafninu Kali, eða Frostbite. Er loksins komh • • ■ TÆP tuttugu ár eru Iiðin síðan Árni Johnsen sendi síðast frá sér breiðskífu, en fyrir skemmstu bárust af því spurnir að hann hefði þegar sett saman eina slíka og samningar um útgáfuna væru á loka- stigi. A plötuni verða gömul lög og ný í bland, allt þó nýupptekið og -útsett, en Árna lögðu lið ýmsir valin- kunnir tónlistarmenn, þar á meðal Sigurður Rúnar Jónsson, Vilhjálmur Guð- jónsson, Pétur Grétars- son og Grettir Björnsson. LlfiT ■lw ■ Kali Einar Örn og Hilmar Örn. Þeir Einar og Hilmar hafa áður veitt sköp- unarvessum sinum í einn farveg og gefið var út undir nafninu Oma- mental, en Einar segir að Kali sé alls ekki framhald af því samstarfi. eftir Arnu Motthiosson Einar segir þá Hilmar hafa þekkst í mörg ár og alltaf haldið góðu sambandi. Síð- asta sumar datt þeim svo í hug að prófa að gera danstónlistarplötu. „Við ákváðum að sameina leti okkar og fara í stúdíó," segir Einar, en þeir Hilmar sömdu alla tónlist jafnóð- um í hljóðverinu í fyrra- sumar. „Þetta er gleðileg afþreying, loksins er komin plata sem getur gefið fólki eitthvað bitastætt. Okkur þykir vænt um þessa plötu og gerðum hana ekki til að græða peninga. Við ræddum aldrei um hvernig hún ætti að hljóma, hún spratt bara af sjálfu sér.“ Á disknum eru átta lög, en meðal annars kemur við sögu söngkona bresku sveitarinnar Daisy Cha- insaw, Katy Jane Garside. Eins og áður sagði gefur One Little Indian út, en Einar segir ekki ljóst hvort hann og Hilmar nenni að fara utan í viðtalavesen og ekki hyggja þeir á spilirí. Reyndar segist hann varla vilja ræða tónlistína, hún segi allt sem þarf og við það sé engu að bæta. „Ég heid að þetta sé fyrsta verkefnið sem við Hilmar höfum staðið að þar sem við finnum ekki hjá okkur neina þrá eftir því að út- skýra á neinn hátt það sem við erum að gera eða að réttlæta það að einu eða neinu leyti. Þetta er búið, það er fullkomnað." PÓLK ■ VEGUR Bubble Flies hefur vaxið undanfarið, en sveitin átti meðal annars lag á Núlldisknum al- ræmda. Nú eru félagarnir í Bubble Flies að taka upp fjögur lög sem Hljóma- Iindá hyggst gefa út snemma í haust. MEFTIR fjölmiðlaveisluna í Þjórsársdal, sem réttlega má kalla Þjórshátíð, kepp- ast allir við að auglýsa „fjölskylduhátíðir" um verslunarmannahelgina. Þar er margt rokkkyns létt- meti í boði, þó tónlistin sé jafnan í aukahlutverki. Sveimhugar geta þó glaðst, því sveimhátíð verður í Lýsuhóli á Snæfellsnesi, þar sem Bubble Flies verð- ur í aðalhlutverki. - Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Hagvanfr Sororicide kemur fram á Rykk- rokki í fjórða sinn. RYKKROKK er jafnan með mestu tón- listarviðburðum ársins, en það er rokkhátið við Fellaskóla fyrsta laugar- dag í ágúst. Á Rykkrokki hafa óreynd- ar sveitir stigið á svið í bland við eldri popphetjur og leikið frá því síðdegis og fram að miðnætti. Rykkrokk, sem haldið hefur verið ann- að hvert ár, hefur jafnan farið ótrú- lega vel fram þó þar hafi verið á fjórða þúsund manna þegar mest var. í upphafi var hátíðin í ætt við karnival, en hefur þróast í átt að rokkhátíð með tímanum, án þess þó að rokk sé það eina sem í boði er. Að þessu sinni'eru bílskúrssveitir öllu færri en oft áður, er því fleiri ráðsettar sem ættu að duga vel til að hala að gesti. Fyrsta sveit á svið að þessu sinni verður dauðarokk- sveitin geðþekka Sor- oricide, sem hefur leikinn kl. 17.00. Þá rekur hver sveitin aðra með ýmsum tónlistartilbrigðum, allt frá léttu poppi í salsapönk; Tjalz Gissur, Yucatan, Dr. Gunni, Lipstick Lovers, Megas, Kolrassa krókríð- andi, Jet Black Joe, KK Band, SSSól, Bogomil Font og Milljónararnir og loks Júpíters, en öllu tónleika- haldi verður lokið fyrir mið- nætti. Af upptalningunni má sjá að ekki er nema ein sveitanna óútgefin, en hinar misþekktar, sumar víð- frægar. Eins og áður er getið eru tónleikarnir á planinu fyrir utan félagsmiðstöðina Fellahelli í Fellaskóla og aðgangur er ókeypis, en einnig verður tónleikunum útvarpað á Rás 2 fyrir þá sem ekki komast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.