Morgunblaðið - 25.07.1993, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.07.1993, Qupperneq 11
m mÍrGUÍÍBLA£)IÐ MENÍ^iyíéftRáiTííAÖSBtö TŒ DÁGUr' 25. ’ Mí 1993 Zb^u 18.000 hafa séð Yvoýkta 1 x».lls höfðu um 18.000 manns séð gamanmyndina Tvo ýkta 1 með Emilio Estevez og Samuel L. Jack- son um síðustu helgi að sögn Ingvars Þórðarsonar rekstrarstjóra Regnbogans. Þá sagði hann að tölvu- leikjamyndin „Super Mario Bros.“ hefði byijað vel um síðustu helgi og að rúm tíu þúsund manns hefðu nú séð „Damage“ eða Siðleysi og 2.000 Astarþríhyrninginn. IBÍÓ Þrjár bandatískar endurgerðir evr- ópskra bíómynda eru nú sýndar í Sambíóun- um. Þær eru Sommersby (Frakkland), Hvarfið (Holland) og Launráð (Frakkland) og sýna að ef sagan er góð og menn vanda til verka er erfitt að klúðra útkomunni. Sakamálamyndin Hvarfið er í mestum tengslum við uppruna- legu myndina þvi leik- stjóri þeirra beggja er sá sami, George Sluizer. Honum til happs fékkst Jeff Bridges (óskarsaka- demían ætti að fara að veita þeim manni at- hygli) til að leika ódæð- ismanninn sem veldur hvarfinu á kærustu Kie- fers Sutherlands. Sagan er mjög sterk og óhugnanleg og sögð á hægu og stigmagnandi evrópsku plani án ódýrra hasarmyndabragða Hollywoodmyndanna. Launráð ætti kannski frekar að heita Ljósrit, því það er hún kvik- mynduð í smáatriðum af John Badham, sem er svona hasarmyndaleik- stjóri sem fellur í kramið vestra, eins og ofursmart og ofurtóm mynd Luc Bessons, Nikíta. Það er greinilega meiri pening- ur til umráða í þetta sinn, sprengjumar eru magn- aðri og byssurnar stærri en myndin veitir góða skemmtun þeim sem hafa það fyrir reglu að forðast franskar myndir og sérstaklega myndir Bessons. Og loks er það Som- mersby. Það sá enginn Hvarfið, kannski of margir Nikítu en það eru flestir búnir að gleyma frönsku myndinni Martin Guerre snýr aftur með bolanum Gérard Dep ardieu í aðalhlutverki. Var hún betri eða verri? Skiptir það máli fyrst Jodie Foster fer á kost- um í endurgerðinni? Næstu myndir Regnbog- ans eru gamanmyndin „Am- os & Andrew“ með Nicholas Cage og Samuel L. Jackson, „Red Rock West“ einnig með Cage og Siguijón Sighvatsson fram- leiðir, síðan „Crush“ og ævin- týramyndin „Into the West“ og loks Gull- pálmamyndin Píanóið, sem væntanleg mun í september. Þá nefndi Ingvar að lík- lega yrði nýjasta mynd Mels Gibsons, „Man Without a Face“, sem Gibson leikstýrir sjálfur, jólamynd Regnbog- ans og sagði Ingvar að lík- indi væru á að leikarinn kæmi til íslands með henni en hann mun leggja kapp á að kynna hana persónulega erlendis og fer m.a. í kynn- ingarferð um Norður- lönd. WILMA!!!; Jolm Goodman slappar af á milli upptaka. Sýnd á næstunni; Harvey Keitel í hlutverki sínu í Gullpálmamynd- inni Píanóinu. Jabadabadúúúú. Tökur hafa staðið yfir í vor og sumar á Steinaldarmönn- unum eða „Flintstone - The Movie“ með John Goodman í hlutverki Freds Flintstones og Elizabeth Perkins í hlutverki ástkærrar eiginkonu hans, Wilmu. íslenskir tvíburabræður, Marínó og Hlynur Sigurðarsynir, leika soninn Bam Bam í Bar- neyfjölskyldunni, nágrönnum Flintstonesfjöl- skyldunnar, en James Belushi leikur Barney. Nú á tímum risaeðlutækninnar mun gælu- dýrið Dínó sjálfsagt leika stóra rullu en aðr- ir þættir úr hinni vinsælu teiknimyndaröð sjónvarpsins munu eflaust vera áberandi eins og fuglinn í plötuspilaranum eða fótknúnu steinaldarbílarnir. Teiknimyndirnar hafa ver- ið við lýði í þrjá áratugi og hafa verið sýnd- ar um allan heim. IMámskeið í KVIKMYNDAGERÐ Dagana 5.-21. ágúst nk. verð- ur haldið námskeið í kvikmynda- gerð í húsnæði Háskóla Is- lands, Odda, og verða kennar- ar þeir Benjamin Hayeem og Michael Casale, sem báðir eru starfandi kvikmynda- gerðarmenn og kenna við New York háskóla. Verður námskeiðinu tvískipt; ann- arsvegar í tveggja vikna handritanámskeið í umsjá Casale og hinsvegar mun Hayeem fjallar um „leyndar- dóma kvikmyndalistarinn- ar“. Námskeið Hayeems er um takt og hreyfingu, sjónrænt, sálfræðilegt og ljóðrænt eðli kvik- myndanna og hvernig áhrif það hefur á áhorfandann. Dæmi um það eru tekin úr mörgum þekktum myndum. Handritanámskeið Ca- 'sale rekur handritagerð frá því hugmynd verður til og þar til hand- ritið er fullgert; hvernig má breyta hugmynd í sögu?, hvernig segja myndir meira en mörg orð? Páll Grímsson stendur fýrir námskeiðinu en hann hefur fengið Hreyfimyndafélagið og Kvik- myndasjóð sem stuðningsaðila með sér í framtakið og mun skrán- ing fara fram á skrifstofu Kvik- myndasjóðs. ■Carl Hiaasen heitir góð- ur glæpasagnahöfundur í Bandaríkjunum, sem vakið hefur athygli með nokkrum bókum sínum. Sú nýjasta, „Strip Tease“ er ekki enn komin út en mun þegar vera á leiðinni á hvíta tjald- ið. Leikstjóri verður Andrew Bergman (Ferð- in til Las Vegas) en sagan gerist að talsverðu leyti í fatafelluknæpu í Flórída og er „hin svartasta kómedía" er haft eftir Bergman. MÞað hefur komið mörgum á óvart hversu líkar sög- urnar eru í gaman- myndinni Ferðinni til Vegas eftir téð- an Bergman og Ósiðlegu tilboði eftir Adrian Lyne. Bergman segir frá því að hann hafi hitt framleiðanda „Til- boðsins“, Sherry Lansing, af tilviljun rétt áður en hann fór í tökur með sína mynd. Hún hafði þá nýverið frétt af skyldleika myndanna „og var náföl í framan", er haft eftir Bergman. „Hvað er í gangi hér? spurði hún. Segðu mér sög- una í þinni mynd. Ég sagði hana og hún varð jafnvel ennþá hvítari í framan.“ KVIKMYNDIR Fer Clint í Hvíta húsibf Lífvörðurínn ríðpíanóið Stjarna Clints Eastwoods hefur tæpast skinið skærar. Þýski leikstjórinn Wolfgang Peterson, sem leikstýrir honum í spennumyndinni „In the Line of Fire“, kvart- aði undan því nýlega að næstum ógerlegt hefði verið að kvikmynda á tökustöðum því fólk hópaðist saman hvar sem kvikmyndahópurinn var og hrópaði á stjörn- una. Við urðum að reka fólkið í burtu, segir Petersen. Og hvað var það svo að hrópa? Jú, „Clint í Hvíta húsið". JJinar miklu vinsældir hóp, bæði í gegnum „Dirty I mar þessa 63 ára gamla spennumynda- og vestraleik- ara í seinni tíð er hægt að rekja til óskarsverðlauna- myndar hans Hinna vægðar- lausu („The Unforgi- ven“). Þótt vinsældir hans hafi alltaf verið miklar, allt frá því hann lék í „Rawhide" þáttun- um í sjónvarpi, mögnuðust þær mjög í kringum vestrann og óskarstilstandið og nýja myndin hans á eflaust eftir að hagnast vel á því. Hér á landi hefur Eastwood alltaf haft sinn trygga aðdáenda- eftír Amald Indriðason Harry“ myndirnar og vestr- ana og allar hinar sem hann gerði með bæði mönnum og öpum en ríkissjónvarpið hef- ur fest kaup á mörgum af þeim og hefur verið að sýna upp á síðkastið (talsvert betri fjárfesting en hinar þreytandi Elvismyndir). „In the Line of Fire“ mun væntanleg í Stjörnubíó í september. Hún er gerð af Columbia-kvik- myndaverinu en annars vinn- ur Eastwood eingöngu með Wamer Bros. Það er sagt að Eastwood hafi brosað fyrst á hvíta tjaldinu í myndinni „Thund- erbolt and Lightfoot". í „In the Line of Fire“ fékkst hann í fyrsta sinn til að spila á píanó en hann er ágætur píanóleikari og jassari mikill Bjargið degi þessa manns; Clint Eastwood eltist við geðsjúkan morðingja i nýju mynd- inni, „In the Line of Fire“. þótt ekk.i hafi hann haft tíma til að sýna það nákvæmlega vegna anna við að salla niður óbermi. í nýju myndinni leik- ur hann lífvörðinn Frank Horrigan sem telur að ef hann hefði staðið nær John F. Kennedy einn örlagaríkan dag í Dallas hefði hann mögulega getað bjargað lífi hans. Nú fær hann annað tækifæri til að bjarga forseta Bandaríkjanna því fyrrum CIA- starfsmaður í líki Johns Malkovich ætlar sér að myrða forsetann. Tækni ámóta þeirri sem Woody Allen beitti í Zelig er notuð til að staðsetja Eastwo- od við Dealey-torg í Dallas fyrir 30 árum og þótt þýski leikstjórinn Wolfgang Peters- en hafi ekki gert margt af viti síðan hann hlaut heims- frægð fyrir „Das Boot“ mun Eastwood ömgglega tryggja að manni leiðist ekki. Hann hefur kynnst mörgum forset- anum og er ekki ókunnugur í Hvíta húsinu þar sem leyni- þjónustumennirnir hafa sí- fellt verið að spyija hvenær hann ætlaði nú að gera „leyniþjónustumynd“. „í samkvæmum og annað fór ég oft út og talaði við þessa náunga sem allir voru með skjalatöskur fullar af Uzi-vél- byssum og annað eftir því.“ U.m persónu sína í mynd- inni segir hann: „Hefði hann brugðist við einum fimm- hundruðustu úr sekúndu fyrr má vera að hann hefði orðið til hjálpar og ég er viss um að þeir eru margir tii sem naga sig í handarbakið út af einhveiju slíku, einhveiju sem þeir hefðu getað gert betur.“ Við erum á kunnum slóð- um. Fortíð eins og þessi hetjuleg og sársaukafull, er aðalsmerki helsta byssu- manns bíómyndanna í 30 ár, Við myndum ekki vilja hafa það neitt öðruvísi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.