Morgunblaðið - 25.07.1993, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.07.1993, Qupperneq 14
fl#* B < MORGUNBLAÐIÐ 1 FOLK I MBmtmmiDKcrn '25. JÚLÍ'1993 Minni auraráð hjá kaupendum Claudia Schiffer í tweed-pilsi eft- ir Karl Lagerfeld Karl Lagerfeld hafði stytt pilsin um 10 sm á tískusýningu Chanel. Emanuel Ungaro leitaði athvarfs í draumaveröld og neitaði með öllu að hátísku hyrfi vegna peningaleysis. Emanuel Ungaro var einna atkvæða- mestur í frumlegum fatnaði. Hér að ofan er nokkurs konar- „vafningskjóll" úr dökkbláu efni með risastórum „pres- takraga“. Mikil efnahagslægð víðs vegar í heiminum hefur ekki síst komið niður á tískuhúsunum. Kom- ið hefur í ljós að þeir eru æ færri sem hafa efni á að kaupa sérsaum- uð tískuföt frá Dior, Channel, Laur- ent og fleiri slíkum kóngum. Einnig þykir það ekki tilhlýðilegt á sam- dráttartímum að fyrirfólk komi að- eins einu sinni fram í sömu fötun- um, til dæmis við hinar ýmsu góð- gerðar- og fjáröflunarsamkomur. Fötin hafa því meira notagildi um þessar mundir en áður. Þannig hélt frönsk útvarpsstöð því fram fyrr í vikunni að einungis 200 manns væru nú kaupendur að hátískunni. Þessu var mótmælt fyr- ir hönd tískuhúsanna og því haldið fram, að viðskiptavinirnir væru í kringum 2.000. Þeir hefðu hins vegar verið um 3.000 fyrir nokkrum árum. Vegna samdráttar voru tísku- frömuðir eins og Pierre Cardin, Lanvin, Varven og Philip Venet ekki með á tískusýningunni í París að þessu sinni. Akváðu þeir að spara Talað er um að þeir hafi sparað bæði í sýningarfötum og -stúlkum um eina til tvær milljónir dollara, en hæstlaun- uðu sýningar- stúlkurnar fá allt að 20.000 dollara (um 1,5 millj. ísl. kr.) íyrir sýn- ingu. Flestir tískufröm- uðanna fjölguðu „venjulegum" föt- um að þessu sinni, eins og Jerry Hall sýnir hér. Má rekja það til minni auraráðsfólks. Svört regnkápa með Iitríkri inn- byggðri regnhlíf frá Paco Ra- banne. Sylvía notar gjarnan silki til að skreyta borðin með. VEmNGAR Forstjóri Mitsubishi lét Sylvíu sjá um afmælisveisluna Hvernig stendur á því að danskur forstjóri sækir færeyska konu tii íslands til að sjá um 200 manna afmælisveislu þegar Danir eru al- kunnir fyrir að búa til góðan mat? Þetta gerði einn af forstjórum Mitsubishi í Danmörku, Kurt Jorg- ensen, þegar hann lét senda eftir Sylvíu Jóhannsdóttur nú í maí en þá varð hann sextugur. Sylvía er alvön slíkum verkum, því hún hefur séð um flestar veislur á vegum borgar- innar undanfarin 13 ár. Morgunblaðsmenn heimsóttu Sylvíu í gamla Hekluhúsinu við Laugaveginn, þar sem hún rekur eig- in smurbrauðsstofu. Hún var fyrst spurð að þvi hvemig danski forstjór- inn hefði haft upp á henni. „Ég veit það ekki,“ svaraði hún hlæjandi þeg- ar við tylltum okkur í eldhúsið á ein- um hlýjasta degi sumarsins. Hún var ein á stofunni því hún hafði gefið hjálparstúlkunni frí. „Ég á vinkonu sem er gift einum af forstjórum Mitsubishi," segir hún svo hugsandi. „Ég sá líka um veislu fyrir Heklu þegar aðalfundur Mitsubishi var haldinn hér á landi fyrir þremur árum. Kannski var það ástæðan," bætir hún við og greinilegt er að henni fínnst það ekkert atriði. „Sú veisla heppnaðist mjög vel. Fundur- inn var haldinn í júní eða júlí en ég byijaði að skipuleggja veisluna í jan- úar. í hverjum mánuði kom einhver á vegum fýrirtækisins til að athuga með skipulagninguna. Ég sýndi þeim meðal annars albúm frá veislu Spán- arkonungs og þeir vildu endilega taka hana með sér utan.“ — Hvernig er með veislur eins og danska forstjórans, ákveða þeir þá matinn?" „Ég geri þijú uppköst sem þeir velja úr. í þessu tilviki var standandi hlaðborð frá kl. eitt um daginn til kl. tvö um nóttina. Við notuðum tölu- vert af íslensku hráefni eins og graf- lax, reyktan lax, graflaxsósu og rækjur. Þetta gerði rosalega lukku, enda erum við með svo gott hráefni hér á landi.“ I kjölfar afmælisveislunnar bað annar forstjóri Sylvíu að koma út að ári og sjá um sína afmælisveislu. „Ég gat ekki gefíð loforð um það, því ég veit ekki hvernig stendur á hjá mér þá.“ Sá um veitingar fyrir 200 matreiðslumeistara Sú veisla sem Sylvía kveðst einna mest hafa kviðið fyrir af öllum var hádegisverðarboð fyrir tæplega 200 matreiðslumeistara víða að úr heim- inum. „Davíð Oddsson var borgar- stjóri og hann lagði það í hendurnar Það kostar minna en þig grunar að hringja til útlanda *64,50 kr.: Verð á 1 mínútu símtali (sjálfvirkt val) til New York á næturtaxta m.vsk. STJÖRNUR Tom Cruise fær bíl gefins að kom undrunarsvipur á marga í Hollywood þegar fréttist að leikar- inn Tom Curise sem leikur aðal- hlutverkið í myndinni „The Firm“, leikstjór- inn Sydney Pollack og Scott Rudin meðfram- leiðandi myndar- innar hefðu allir þegið Mercedes- Benz 500 SL bif- reiðar að gjöf að verðmæti 100.000 dollara. Það var Paramo- unt-fyrirtækið sem var svona rausnarlegt í tilefni af velgengi myndarinnar. Undrun fólks var svo mikil vegna þess að jafnvel í Hollywood er svona bruðl óvenjulegt. Hið hefðbundna er gjöf svipuð og Tom Cruise gaf starfsfólkinu sem vann við mynd- ina, en það var bréfapressa úr gleri. Innan í kúlunni var lítil útgáfa af veggspjaldi myndarinnar og á botni kúlunnar var eiginhandaráritun Toms. Tom Cruise i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.