Morgunblaðið - 25.07.1993, Side 16

Morgunblaðið - 25.07.1993, Side 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. aprfl) Samráð innan fjölskyldunn- ar leiðir til mikilvægrar ákvörðunar. Þetta er dagur fjölskyldunnar og vinnan má bíða til morguns. Naut (20. apríl - 20. maí) Sumir sem þú átt samskipti við segja ekki allan sann- leikann. Þú færð góðar hug- myndir og nýtur þess að slappa af í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) «1 Það getur verið hagstætt að kaupa inn í dag, en ekki að lána öðrum peninga. Breytingar í starfi lofa góðu fjárhagslega. Krabbi * (21. júní - 22. júlí) Hreinskilni og heiðarleiki eru ekki allra kostir og sum- ir fara undan í flæmingi. Tómstundaiðjan á hug þinn í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Eigið framtak er öruggast til árangurs. Þú hefðir gam- an af að lesa góða bók. Kvöldið verður mjög eftir- ’ minnilegt. Meyja (23. ágúst - 22. september) & Ástamálin geta verið í óvissu hjá einhleypum og betra að blanda geði við vini í dag en að fara á stefnumót. V°g (23. sept. - 22. október) Þér er ekki alveg ljóst hvemig leysa beri mál fjöl- skyldunnar, en dómgreindin er góð í fjármálum og þér miðar í rétta átt. I Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú gefur einhvetjum góð ráð í dag sem vonandi bera árangur. Ekki taka allt trú- anlegt sem sagt er. Gerðu upp hug þinn. Bogmadur (22. nóv. -21. desember) m Þótt þú ræðir fjármálin í dag er ekki ráðlegt að taka neina ákvörðun. Nú er rétti tíminn til að koma bókhaldinu í lag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) ^ Ekki byrgja inni skoðanir þínar. Ræddu þær opinskátt og í einlægni. Aðrir eru fús- ir til að mæta þér á miðri leið. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú verður að gefa öðrum tíma til umhugsunar. Þú ert á réttri leið hvað vinnuna varðar og dómgreindin er mjög góð. Fiskar * (19. febrúar - 20. mars) !Sk Þú gætir orðið fyrir von- brigðum vegna vinar sem er ekki hreinskilinn. Þú mátt eiga von á spennandi kvöldskemmtun. Stj'órnusþána á að lesa sem t dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekkki á traustum grunni visindalegra staðreynda. GRETTIR FERDINAND Já, ég er sammála, það þarf hugrekki til að sigla um ókunn höf. BRIDS * Umsjón Guðm. Páll Arnarson Suður er höfundur sagna og passar í upphafí. Norður á góð spil, 15 háspilapunkta og spenn- andi skiptingu og býr sig undir að opna á eðlilegu laufí. En þá verður vestur fyrri til, segir eitt „standard" lauf. Hvað er til ráða? Það eru allir á hættu: Norður ♦ - V G975 ♦ ÁKD4 ♦ KD973 I leik íslands og ísraels á Evrópumótinu í Menton fengu Þorlákur Jónsson og Rami Porat þennan vanda að glíma við, en tóku ólíkt á honum. Þorlákur sagði einn tígul, en Porat pass- a^*' Norður ♦ - ¥G975 ♦ ÁKD4 * KD973 Vestur Austur ♦ ÁKIO ♦ D97654 ¥D1062 II V 84 ♦ G5 ♦ 10973 ♦ Á864 Suður ♦ G832 VÁK3 ♦ 862 ♦ G102 ♦ 5 Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður Bjöm Porat Aðalst. David — — — Pass 1 lauf Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 spaðar Pass Pass Pass Niðurstaða: 110 í AV. Lokaður salur. Vestur Norður Austur Suður Birman Þorlákur Seligman Guðm. — — — Pass 1 lauf 1 tígull Pass(?) 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu" Pass 2 spaðar-" Pass 3 grönd"" Pass Pass Pass 'litur mótherjanna — óskilgreind krafa ” styrkur í hjarta („hvað er maðurinn að fara?“) ” „styrkur" í spaða („þori ekki að passa 2 hjöi'tu") ~ „Það var mikið!" Birman kom út með spaðaás og fékk kall. Með laufásinn var óþarfi að spila spaðanum strax áfram, svo Birman prófaði hjart- að í öðrum slag. Þar var ekkert að hafa og þegar Birman komst næst inn á laufás, tók hann spaðakóng og spilaði spaða á drottningu makkers. Það var síðasti slagur varnarinnar, 600 í NS og 12 IMPar til íslands. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í þýsku Bundesligunni í vetur kom þessi staða upp í viðureign stórmeistaranna Wolfgang Uhlmanns (2.500), PSV Dresden sem hafði hvítt og átti leik, og Mathias Wahls (2.525), Ham- burger SK. Uhlmann sem var fremsti skák- maður Austur-Þjóðverja um ára- tuga skeið hefur fórnað þremur peðum til að opna línur í sóknina og fylgdi fast á eftir: 26. Bxg6! - Hd8 (Eða 26. - fxg6, 27. Hxg6+ - Kf7, 28. Hxf6+ - Kxf6, 29. Dxd6+ - Kf7, 30. Bxc5 með máthótunum á e7 og g6) 27. Df2 - Rd7, 28. Bf5+ - Kf8, 29. Bxd7 og þar sem hvítur á mann yfír með áframhaldandi sókn gafst svartur upp. Bayern Munchen sigraði enn eitt árið í Bundesligunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.