Morgunblaðið - 02.09.1993, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993
Islenskír læknar undir
norskri stjóm í Bosníu?
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
LÍKLEGT er að íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar taki þátt
í störfum hóps sem nú er verið að mynda í Noregi og ætlað er
að sinna líknarstarfi á Vegum Sameinuðu þjóðanna í Bosníu. fs-
lenska utanríkisráðuneytið staðfesti í gær að mál þetta hefði
komið upp í samtölum þeirra Johans Jorgens Holst, utanríkisráð-
herra Noregs, og Jóns Baldvins Hannibalssonar í Reykjavík á
dögunum. Mun utanríkisráðherra íslands hafa lýst yfir því að
hann óskaði eftir að gert yrði ráð fyrir þátttöku íslenskra lækna
og hjúkrunarfólks í áætlunum Norðmanna sem eru aftur liður í
samnorrænum áformum um friðargæslu undir merkjum Samein-
uðu þjóðanna í Bosníu. -•
„Aðstæður okkar eru vitanlega
aðrar en stærri ríkja en við viljum
á táknrænan hátt taka þátt í störf-
um á vegum Sameinuðu þjóðanna
í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu,“
sagði háttsettur embættismaður í
sámtali við fréttaritara Morgun-
blaðsins í gær. Embættismaðurinn
lagði áherslu á að mál þetta væri
enn á undirbúningsstigi og að beðið
væri nánari upplýsinga frá Noregi.
Þá fyrst yrði unnt að ákveða hvort
íslendingar gætu tekið þátt í þessu
starfi. Sá hinn sami kvaðst ekki
geta látið uppi hversu margir lækn-
ar og hjúkrunarfræðingar myndu
hugsanlega halda til Bosníu en Ing-
var Havnen, talsmaður norska ut-
anríkisráðuneytisins, sagði að um
„fámennan hóp“ væri að ræða.
Havnen lét þess getið að norsk
stjómvöld hefðu tekið vel í þessa
óvenjuleg bón sem borist hefði frá
frændum Norðmanna á íslandi.
Innan yfirstjórnar herafla Nor-
egs hefur þessari beiðni einnig
verið vel tekið. StigAIorten Karls-
en, talsmaður herstjórnarinnar,
sagði í gær að mikilvægt væri að
fyrir lægi undir hvaða stjóm ís-
lendingarnir heyrðu færi svo að
þeir héldu til Bosníu ásamt norsk-
um starfsbræðrum sínum. „Við
búumst við því að hjúkrunarfólkið
verði undir norskri stjóm en að
aðgerðunum í heild sinni verði
stjómað af Sameinuðu þjóðunum,"
bætti hann við.
Undirbúningur er hafinn í Nor-
egi fyrir þátttöku í friðargæslu á
vegum Sameinuðu þjóðanna. Innan
herstjórnarinnar er stefnt að því
að liðsaflinn verði tilbúinn þann
27. þessa mánaðar en þátttaka
Norðmanna í friðargæslu á þessum
slóðum er þó háð því að viðræður
um frið í Bosníu skili árangri.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 2. SEPTEMBER
YFIRLIT: Yfir landinu austanverðu er grunn lægð, en yfir Bretlandseyjum
er víðáttumikið háþrýstisvæði. Um 600 km suður af Hvarfi er nærri kyrr-
staeð 996 mb lægð.
SPA: Áfram verður hæg breytileg eða vestlæg átt á landinu. Allviða
verður þokusúld úti við sjávarsíðuna. Þó ætti að sjást til sólar í innsveit-
um að deginum um landið austanvert og ef til vill víðar. Hiti verður 5 til
9 stig í þokusuddanum, en mun hlýrra að deginum inn til landsins suð-
austan og austan til.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG, LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Fremur hæg
suðlæg eða breytileg átt og hlýtt í veðri. Bjart meö köflum, en hætt við
þokusúld öðru hverju við suðvesturströndina og á annesjum í öðrum
landshlutum.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30,,4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22. 30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 890600.
Heiðskírt
/ r r
/ /
/ / /
Rigning
&
Léttskýjað
* / *
* /
/ * /
Slydda
■A
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Skýjað
Alskýjað
V ^ V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrirnar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.4
10° Hitastig
Súld
Þoka
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær)
Þjóðvegir Iandsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greiðfærir. Víða
er þó unnið að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam-
kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabflum, Gæsavatna-
og Dyngjufjallaleiðir ennþá ófærar vegna snjóa, sama er að segja um
Hrafntinnusker.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sfma 91-631500 og
í grænni linu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 ígær að ísl. tíma
hlti veður
Akureyri 11 alskýjað
Reykjavík 9 súld
Bergen 12 skýjað
Helslnki 12 skýjaö
Kaupmannahöfn 18 léttskýjað
Narssarssuaq 17 iéttskýjað
Nuuk 6 skýjað
Osló 17 skýjað
Stokkhólmur 16 skýjað
Þórshöfn 12 skýjað
Algarve 29 skýjað
Amsterdam 17 skýjað
Barcelona 26 léttakýjað
Berlín 16 alskýjað
Chicago 14 léttskýjað
Feneyjar 24 léttskýjað
Frankfurt 18 hálfskýjað
Glasgow 18 skýjað
Hamborg 18 léttskýjað
London 22 hátfskýjað
Los Angeles 18 heiðskírt
Lúxemborg 16 skýjað
Madríd 28 léttskýjað
Malaga 28 hálfskjSað
Mallorca 30 léttskýjað
Montreal 16 léttskýjað
NewYork 24 þokumóða
Orlando 24 léttskýjað
Parfa 20 léttskýjað
Madelra 22 léttskýjað
Róm 26 léttskýjað
Vín 12 skúr
Waehington 24 þokumóða
Winnipeg 12 skýjað
/ DAG kl. 12.00
Heímild: Vefturstofa Islands
(Byggt á veðurepá kl. 16.15 í gœr)
Magnúsi H. Skarphéðinssyni hótað lífláti
5 metra löng blokkflauta
STÆRSTA blokkflauta landsins, og þótt víðar væri leitað, er í smíðum
á vinnustofu Stefáns Geirs Karlssonar í Straumi við Straumsvík. Blokk-
flautan er fimm metra há og verður einkennistákn sýningar sem Stef-
án heldur á verkum sínum í lok vikunnar. Það þarf nokkra nákvæmni
við smíði munnstykkisins ef rétti tónninn á að nást og nægilega stór-
ir rennibekkir eru ekki á hvetju strái. Einn slíkur fannst þó í skipa-
míðastöð í Hafnarfirði og á myndinni sjást Stefán Geir og Vilhjálmur
Þór Vilhjálmsson rennismiður að störfum við munnstykkið.
Dauður svanur
og hótunarmiði
við hurðina
DAUÐUR svanur var hengdur við útidyr heima hjá Magnúsi H. Skarp-
héðinssyni, baráttumanni fyrir dýrafriðun og náttúruvernd, í fyrrinótt
og festur við hræið miði með hótunum í garð Magnúsar. „Þetta er það
óþverralegasta sem ég hef séð. Svanurinn er alfriðaður fugl og það
er óþarfi að láta hann gjalda þess ef menn hafa eitthvað út á mig að
setja," sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið. Rannsóknarlögregla
ríkisins hefur málið til meðferðar en ekki er vitað hver var að verki.
Magnús sagðist hafa komið heim
rétt eftir miðnætti og séð þá svaninn
hangandi í snöru við innganginn. Þá
blæddi enn úr nýdauðu hræinu. Á
svaninn var festur miði sem á stóð:
„Magnús næst verður þú farinn á
sama veg svínið þitt. Hættu þessu
nöldri.“ I fyrstu var talið að Kári,
mannelski svanurinn við Tjömina,
hefði verið drepinn en Magnús hafði
í gærmorgun fengið staðfest að svo
væri ekki. Að sögn lögreglu virtist
sem haus svansins hafi verið slegið
við eitthvað og hann þannig drepinn.
Hótað í hverri viku
Magnús H. Skarphéðinsson sagð-
ist ekki óvanur því að verða fyrir
hótunum og ónæði. Vikulega eða svo
bærust sér hótanir í nafnlausum sím-
tölum, brotist hefði verið inn heima
hjá sér í sumar til þess eins að
skemma og einnig hefði reiðhjól hans
verið skemmt þar sem það stóð inni
í garði. Fyrir nokkrum árum var
maður dæmdur í fangelsi fyrir að
reyna að aka Magnús niður á al-
mannafæri skömmu eftir að hann
hafði opinberlega tekið málstað hval-
friðunarsinna.
Eins ógeðslegt og hugsast
getur
„Þetta eru kárínurnar sem maður
fær fyrir að draga í efa ýmislegt í
siðferði veiðimannasamfélagsins.
Ljósmynd/Reynir Baldursson
Hengdur á hurðina
MAGNÚS H. Skarphéðinsson við
svaninn sem var drepinn.
Innan um hina klassísku þjóðar-
rembu leynist hins vegar óþjóðalýður
sem telur það hreingemingu að „láta
fólk eins og mig hafa það“. Menn
geta hringt í mig og rifið kjaft und-
ir nafni en þetta er ógeðslegt - eins
ógeðslegt og hugsast getur,“ sagði
Magnús.
Postur og simi tekur gamla síma upp í nýja
Tónvalssímum fjölgað
PÓSTUR og sími býður nú viðskiptavinum sínum að skipta gömlum
símum upp í nýja Bang & Olufsen síma,. Tilboðið gildir út september
eða á meðan birgðir endast og segir Ársæll Baldursson, deildarvið-
skiptafræðingnr í markaðsdeild Pósts og síma, að gott sé fyrir nýja
stafræna símakerfið að fjölga tónvalssímum.
Ársæll segir að vilji fólk geta nýtt dag,“ segir Ársæll.
sér alla þá þjónustu sem stafræna
kerfið bjóði upp á þurfi fólk að hafa
tónvalssíma. „Flestir gömlu símamir
eru púlsvalssímar og með þeim er
ekki hægt að notfæra sér alla þessa
nýju þjónustu. Þetta er því liður í
því að skipta út gömlum símum og
að fólk fái sér nýja síma, sem virka
betur fyrir kerfið eins og það er í
Hann segir að þetta sé reynt þar
sem slík skipti séu algeng í sam-
bandi við ýmiss konar tæki. Gamlir
símar verða teknir sem 2.000 kr.
greiðsla upp í nýjan síma. Ársæll
segist búast við að gömlum símum,
sem skipt verði út fyrir nýja, verði
fargað þar sem engin not séu íengur
fyrir þá.