Morgunblaðið - 02.09.1993, Síða 12

Morgunblaðið - 02.09.1993, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993 Sinfóníuhlj ómsveit æskunnar og Zukofsky Greinargerð frá stjórn Sinfóníuhljómsveitar æskunnar Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi greinargerð frá stjórn Sinfóníuhljómsveitar æskunnar: Allmargar greinar hafa birst í Morgunblaðinu að undanförnu vegna þeirra tíðinda, að ekki tókust samn- ingar með Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar (SÆ) og aðalstjómandanum, Paul Zukofsky. Það vegur enn þyngra þegar ein greinanna var sjálf- ur leiðari blaðsins, en í honum er farið fram á að stjórnin skýri mál sitt betur. Það er ekkert eðlilegra en að fara fram á slíkt, því að allar greinarnar sýna mjög einhliða af- stöðu gegn stjórn SÆ að undanteknu stuttu viðtali við formann stjómar SÆ. Hér verður því reynt að skýra mál þetta, eins og það lítur út frá sjónarhóli stjómar SÆ. Það er ekki rétt, að stjóm SÆ hafi „sagt Paul Zukofsky upp“ að eigin fmmkvæði, heldur gat hún ekki samþykkt síðasta samningstil- boð hans, þar sem hann krafðist þess að stjómin annaðhvort sam- þykkti eða hafnaði samningnum í heild. Þar sem það reyndist ekki kleift, eins og skýrt verður hér á eftir, var ekki um annað fyrir stjóm- ina að ræða en að senda honum bréf, þar sem stjórnin harmar að samning- ar skulu ekki hafa náðst. Það skal skýrt tekið fram að und- anfari þessara dapurlegu málaloka vom mikill fjöldi faxbréfa og símtöl í marga mánuði. Þessi margra mán- aða viðleitni ætti að sýna að stjóm- inni var alvara að ná samningi við Zukofsky. Það er ekki rétt eins og hann hélt fram í viðtali við Stöð 2 að stjórnin hafi ekki viljað hafa hann áfram. Ef stjómin hefði ekki viljað hann áfram, hefði samningsviðleitni hennar tekið enda fyrir löngu. Sumir kunna að furða sig á því að stjórnin skuli ekki hafa skýrt mál sitt fyrr í fjölmiðlum. Það er af tvennum ástæðum. I fyrsta lagi höfðu sumir stjómarmanna verið erlendis og rétt ókómnir heim og í öðm lagi hefur síðan átt sér stað enn ein tilraun til að ná saman á öðmm vettvangi, en án árangurs. Vildi stjómin ekki tmfla þá tilraun með greinum í blöðin á meðan á henni stóð. Ætti það ekki síst að sýna að stjóminni var alvara um samkomulag. Fyrir um það bil ári var stofnuð ný stjóm SÆ, þar sem stjómarmenn fyrri stjómar höfðu yfirgefið hana, sumir reyndar vegna óánægju með tilhögun mála. Núverandi stjórnar- menn fylla nákvæmlega saman munstur og fyrri stjóm, þ.e. skóla- stjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, fulltrúi Samtaka skólastjóra tónlist- arskóla (STS), fulltrái Sinfóníu- hljómsveitar íslands (SÍ), fulltrái for- eldra nemenda og fulltrái nemend- anna í hljómsveitinni. Zukofsky sam- þykkti sjálfur val þessara manna í hina nýju stjóm, enda allvel kunn- ugur sumum þeirra persónulega. Fljótlega kom í Ijós að þörf var á reglum fyrir stjórn SÆ og stjómand- ann að starfa eftir. I símtölum sl. haust var Zukofsky sammála þessu og var reynt að byggja á gömlum reglum sem höfðu verið samdar nokkrum árum áður. Þegar komið var fram í janúar á þessu ári komu í Ijós ágreiningsatriði, þar sem það mikið bar í milli, og reynt var að leysa málið með því að koma saman einfaldari samningi við stjómandann. Þótt það virtist byija vel, reyndist það verða ekki síður flókið mál og erfíðara en nokkurn grunaði. Sinfóníuhljómsveit æskunnar. Hér mætti spyija hvers vegna þörf sé á stjórn slíkrar hljómsveitar, hvort ekki sé best að láta Zukofsky um að ráða í einu og öllu og fram- kvæmdastjórann um að framkvæma óskir hans. Allir fyrrverandi stjórn- armenn eru þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé fyrir SÆ að hafa stjóm, vegna þess að nemendur hljómsveitarinnar eru allir úr tónlist- arskólum landsins og því mikilvægt að góð samvinna sé milli skólanna og stjómandans. Þar má nefna t.d. að mikilvægt er að námskeiðin séu á þeim tíma sem ekki truflar skóla- starfið. Þótt allir séu sammála um ágæti námskeiðanna kemur það sér mjög illa, ef námskeiðin eru haldin t.d. þegar próf eru í nánd. Eins er mikilvægt að fjöldi námskeiðanna fari ekki upp fyrir eðlileg mörk. Þótt allir séu sammála um ágæti nám- skeiðanna getur orðið of mikið af góðum hlut. Um það eru líklega flest- ir sammála. Kennarar nemenda í SÆ, skólastjórar, foreldrar nemenda og nemendurnir sjálfir eru sammála um, að tvö námskeið á ári séu hæfi- legur fjöldi. Hér vildi Zukofsky hafa þijú námskeið og var erfitt að fá hann til að samþykkja tvö. Sættust menn því á 2-3 námskeið árlega, þ.e. þijú námskeið, þegar sérstaklega stendur á. Það er ekki rétt að stjóm SÆ hafi ekki haft samband við nem- endur SÆ, eins og fram kemur í einni grein nýlega. Bæði fulltrúi nemenda í stjóm SÆ og margir nem- endur, sem stjóm hafði samband við, vom sammála um, að besti tími til námskeiðahalds væri um miðjan september, þegar skólastarf er að heflast og á vorin, rétt eftir að skóla- starfi lýkur. Ummæli Zukofskys um þessa ósk nemenda voru þau, að „þeir vissu ekki hvað þeir væra að tala um“. Hér mætti því eðlilega spyija, hvort hann hafi verið að taka tillit til sinna hagsmuna eða nemend- anna. Þessi tvö atriði, tímasetning og fyöldi námskeiða, skipta miklu mál fyrir allt skólastarf tónlistarskól- anna og að sjálfsögðu fyrir nemend- uma sjálfa. Af ofanskráðu sést, að þörf er á stjóm til að hafa þessi mál í lagi, því að það hefur oft komið fyrir á undanförnum árum að bæði tímasetning hefur verið slæm og til- hneiging verið í að fjölga námskeið- um. Það er varla til mikils mælst að reyna að hafa skikk á svo einföldum hlutum. I lokasamningstilboði sínu, sem Zukofsky bað stjómina að sam- þykkja eða hafna í heild, vildi hann auk fulls listræns valds einnig fá fullt vald í „öllum öðram málum“, sem hefði gert stjómina óþarfa. Það er misskilningur hjá Zukofsky, ef „ Að lokum viljum við enn minna á, að við „sögðum Zukofsky ekki upp“ í venjulegum skilningi, hann gaf okk- ur ekki aðra möguleika en að hafna tilboði, sem ekki var unnt að ganga að eins og fram hefur komið hér að framan. “ hann heldur að stjómin hafí áhuga á valdi sem slíku, en örlað hefur á því í málflutningi hans að stjórnar- menn gæti einhverra einkahagsmuna í starfsemi SÆ. Sannleikurinn er sá að þeir starfa þar einungis af áhuga til að gæta eðlilegs samstarfs skól- anna (nemendanna) og stjómandans. Stjórnin vinnur allt sitt starf kaup- laust og hvers konar hagsmunir því víðs fjarri. Það að samþykkja ofan- nefnt tilboð, sem hefði gert stjórnina óþarfa, var því óhugsandi og hefði í rauninni þýtt að stjórnin væri valda- laus, en bæri fulla ábyrgð. Eins og fram kemur hér að ofan samþykkti stjómin að Zukofsky fengi fullt frelsi eða vaid í listrænum málum, en það er rétt hjá Zukofsky, að stjórnin hafi viljað vera með í ráðum í verkefnavali, er samningar vora að hefjast. Það var vegna þess að ekki leist öllum vel á að láta nem- endur æfa Parsifal Wagners á þrem námskeiðum í röð og eins vildi stjóm- in koma að meiri breidd í verkefnav- ali. Eftir að hafa skoðað þessa hlið samningsins betur féllst stjómin á að stjórnandinn fengi að ráða þessum málum. Það er hins vegar ekki rétt hjá Zukofsky, eins og kom fram í viðtali við hann á Stöð 2, að stjórnin vilji ennþá ráða verkefnavali. List- rænt frelsi hans var samþykkt í samningsgerðinni fyrir mörgum mánuðum. Meðlimir stjórnar era flestir sammála því, að val Zukofskys hefur oft verið bæði frumlegt og djarft. Stjómin vill ekki sitja undir því ámæli að hún sé að reyna að færa starfsemina niður á lægra og hversdagslegra plan. Hún hefur þvert á móti hrifist af djörfum, kröfu- hörðum verkefnum, þar sem Zukof- sky hefur náð ótrálegum árangri. Það er einmitt vegna þessara hæfi- leika hans og listrænnar stærðar að stjórnin hefur reynt til hins ýtrasta að ná samkomulagi. Hins vegar hafa ýmsir bent á að það þyrfti að gæta að meiri breidd í verkefnavali, t.d. gefa nemendum sams konar leiðsögn í t.d. Mozart, Beethoven eða Brahms eins og Zukofsky hefur veitt þeim í fyrrnefndum verkum. Eitt af erfíðustu atriðum samn- ingsins var samningstíminn. Það er alveg ljóst, að þar gengur Zukofsky út frá því sem að hans sögn tíðkast í Bandaríkjunum. Reynt var að út- skýra fyrir honum, að hvorki 10 ára samningar né æviráðningar væru inni í myndinni hér á landi. Algengir væra t.d. tveggja ára samningar við stjómendur hjá SÍ. Að lokum sætt- ust menn á 5 ár, sem sumum þykir samt of langt gengið. I leiðara Morgunblaðsins 30. júlí sl. er lögð áhersla á ágæti Zuk- ofskys, að hann geri miklar kröfur til nemenda sinna og hve dýrmætt það sé fyrir nemendur að njóta leið- sagnar hans. Einnig er nefnt að margir nemendur sem farið hafi til framhaldsnáms erlendis hafi metið mikils þessa leiðsögn. Allt er þetta gott og jákvætt og stjómin því að sjálfsögðu sammála. Hins vegar má einnig benda á marga nemendur sem farið hafa á námskeið erlendis og kynnst öðrum hljómsveitarstjóram, en þeir hafa bent á mikilvægi þess, að kynnast öðram sjónarmiðum. Hér komum við að því sem á að vera svo sjálfsagt í allri list. í öllu listnámi felst mikil ögun og þrotlaus vinna, en einnig þroskun einstaklingsins, en hann þarf að vinna úr mismun- andi sjónarmiðum þeirra kennara sem veita honum leiðsögn. Hið heil- brigða og eðlilega í listnámi er að eftir þjálfun og fræðslu hjá sama kennara í lengri eða skemmri tíma fái hann fleiri sjónarmið, tæknileg, túlkunarleg o.fl. Þess vegna vildi stjómin fá inn gestastjórnendur auk aðalstjórnanda. í fyrstu var Zuk- ofsky mótfallinn þessari tillögu, en þegar hann var hér í mars sl. virtist hann vera farinn að samþykkja hana, a.m.k. munnlega. En þegar hann var kominn vestur um haf vildi hann ekki taka undir hana lengur. Það er á engan hátt verið að vanvirða starf Zukofskys fremur en annarra stjóm- enda eins og hans með ungmenna- hljómsveitum, þótt aðrir stjórnendur taki að sér tónleika annað slagið. Það er einfaldlega eðlilegur gangur mála. Annað er það að það hefur oft einkennt íslenskt þjóðlíf í sinni sér- stöku einangrun að hefja suma menn upp til skýjanna, þeir verða „heims- frægir" á Islandi. Gefíð er í skyn hér á landi að hann sé að stjóma þekkt- um sinfóníuhljómsveitum erlendis sem er alls ekki rétt. Það breytir ekki því að við metum vel starf hans hér. Hins vegar teljum við það ekki hollt ungu, efnilegu tónlistarfólki að vera lokað inni með sama stjómanda hér ár eftir ár án þess að fá að opna glugga í fleiri áttir. Ferskt loft þarf að fá að Ieika um listræna uppbygg- ingu eins og á sér stað í SÆ. Bæði ögun og frelsi þurfa að vera til stað- ar. Þá er einnig nefnt í áðurnefndum leiðara að „litríkir og skapheitir lista- menn hafí löngum auðgað tónlistar- heiminn". Það er auðvitað rétt, en alls ekki allur sannleikurinn. Ef við gáum betur að starfsháttum og sam- skiptum hinna ýmsu þekktu og viður- kenndu tónlistarmanna, þá er erfítt að halda fram einni skoðun í því máli. Staðreyndin er að þeir eru með ýmsum hætti og því er erfitt að full- yrða að sé viðkomandi listamaður erfíður og skapmikill hljóti hann að vera snillingur. Það eru til svo mörg dæmi um hið gagnstæða. Það væri langt mál að fara út í fleiri atriði í þessu máli, sem ætti í raun að vera einfalt, en eitt af erfíð- ustu atriðum lokasamningstilboðs Zukofskys var að hann héldi launum til fimm ára, þótt íjárstyrkur frá ríki og borg brygðust. Það skiptir ekki máli hvort hér var um Zukofsky eða einhvern annan aðila að ræða. Hvernig getur nokkur stjórn axlað slíka ábyrgð? Stjórn SÆ hafði ekk- ert umboð til slíks. Brygðist fjár- styrkur á tímabilinu, áttum við í stjórninni að greiða honum úr eigin vasa? Við reyndum að fá Zukofsky til að breyta þessu atriði, en án árangurs. Þegar Zukofsky heldur því fram í fjölmiðlum nú undanfarið að hann vilji aðeins starfa við sömu skilyrði og áður, þá er það ekki rétt í Ijósi þess, sem hann fer fram á í samningstilboði sínu. Þar hefði hann fengið fímm ára samning með trygg- ingu fyrir launum allan tímann, hvað sem á dyndi. Það hefðu ekki verið sömu skilyrði og áður. Eins og sagt var hér að ofan ætti þetta mál að vera heldur einfalt. Hið eina, sem stjórn SÆ vill gera er að hafa skikk á málum hljómsveitarinnar: 1) góða tímasetningu, 2) eðlilegan fjölda námskeiða, 3) breidd í verkefnavali, 4) gestastjórnendur auk aðalstjórn- anda, 5) eðlileg uppsagnarákvæði og lengd samnings. Vegna tortryggni Zukofskys og tilhneigingu til mi- stúlkumar á mörgum atriðum hefur þetta mál orðið svona flókið. Að lokum viljum við enn minna á, að við sögðum Zukofsky ekki upp í venjulegum skilningi, hann gaf okkur ekki aðra möguleika en að hafna tilboði, sem ekki var unnt að ganga að eins og fram hefur komið hér að framan. Þá var ekki um ann- að að ræða en að harma að ekki hefðu tekist samningar og þakka honum fyrir allt það mikla starf, sem hann hefur unnið hér á undanfömum árum. Hvort sem unnt verður að ná sam- komulagi við Zukofsky eða ekki er nú mikilvægast að starf SÆ haldi áfram. Það hefur komið fyrir að SÆ hafí skilað stórkostlegum árangri með öðram hljómsveitarstjóra en Zukofsky. Þar sannaði hljómsveitin ágæti sitt í hinni miklu 5. sinfóníu Sjostakóvítsj undir stjóm Marks Re- edmans 1985. Þetta er einungis nefnt sem dæmi um það að SÆ hefur sann- að mikilvægi starfs síns og að nú er þýðingarmikið að fá fyrsta flokks hljómsveitarstjóra erlendis frá til starfa og í framhaldi af því einnig gestastjómendur. Hljómsveitin getur ekki starfað án fjárstyrkja frá ríki og borg. Við lítum þannig á að þrátt fyrir allt hið góða starf Zukofskys hér, sé höfuðatriði málsins það að hér er verið að hlúa að og styrkja merkilegt starf hljómsveitar ungra efnilegra íslenskra tónlistarmanna en ekki persónu stjómandans sér- staklega, hver sem hann kann að vera hveiju sinni. Spumingin er: Hvað er SÆ fyrir bestu? Stjórnendur koma og fara. Eftir stendur SÆ, sem þungamiða alls þessa máls. Stjóm Sinfóníuhljómsveitar æskunnar, Halldór Haralds- son, Gunnar Gunnarsson, Runólfur Birgir Leifsson. Framkvæmdasljóri SÆ, Guð- rún Ingimundardóttir. HAFNFIRÐINGAR OG NÁGRANNAR! Full búð af nýjum vörum: NIKE skólatöskur, gallar, sokkar, skór og margt fleira. Einnig nýju JORDAN og BARKLEY skórnir. Seljum einnig vinsælu gallabuxurnar frá LEE COOPER. Fjölsport, Lækjargötu 34c, Hafnarfirði, sími 65 25 92.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.