Morgunblaðið - 02.09.1993, Page 14

Morgunblaðið - 02.09.1993, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993 NÚ er veiði að ljúka í þeim ám þar sem fyrst hófst veiði í sumar- byrjun. Veiði er lokið í Norðurá og Laxá á Asum og einnig í Þverá, en veitt er þó í efri hluta hennar, Kjarrá, til 3. september, þannig að lokatalan liggur ekki alveg fyrir. Er skemmst frá að segja, að útkoman í Norðurá og Laxá á Asum var hin ágætasta, Norðurá rauf 2.000 laxa múrinn, þökk sé rigningunni síðustu daga vertíðarinnar, og Laxá var á því ótrúlega róli sem gaf henni nafn- bótina besta laxveiðiá í heimi á árum áður. Norðurá gaf 2.018 laxa og síð- ustu 2 til 3 dagana var mikil rign- ing og mikil veiði. Síðasta daginn veiddust t.d. 30 laxar í ánni. Utlit er fyrir að Norðurá verði efst í sum- ar, helst að Laxá í Aðaldal geti skákað henni, en úr henni hafa veiðst um 1.800 laxar. Skammt er þár til vertíðarloka. Mikill lax var í Norðurá í sumar, mjög mikill, og margir velta því nú fyrir sér hvað veiðst hefði ef langvarandi þurrkar hefðu ekki verið nær allan júlí og ágúst. Ástandið í ágúst var afleitt til veiða, en samt veiddust yfír 2.000 laxar í ánni. Laxá á Ásum Laxá á Ásum var við gamla hey- garðshornið. Lokatölur urðu 1.460 laxar og síðasta daginn veiddust 34 laxar. „Þetta er búið að vera meiri háttar sumar og veiðin datt aldrei svo niður að hún yrði lítil. Síðustu dagana voru yfirleitt að veiðast svona 20 laxar á dag,“ sagði Jóhanna Kristjánsdóttir á Húns- stöðum í gær. Kristján bóndi Sigf- ússon á Húnsstöðum sagði eft- irspurnina fyrir næsta sumar þegar orðna meiri heldur en framboðið. „Sumir viija kaupa alla dagana sem ég hef til umráða,“ sagði Kristján í gær. Þverá tók við sér... „Loksins þegar áin fór að renna, fór laxinn að taka. I gær veiddust 30 laxar, bara í Þveránni og ég veit að það hefur líka verið líflegt í Kjarrá. Áin hefur vaxið í rigning- unni og er aðeins lituð, ekki þó til neinna vandræða," sagði Óli kokkur Hrútíjörð í veiðihúsinu við Þverá í gærdag. Veiði var þá lokið í neðri ánni, en veitt er til morguns í Kjarrá. Óli sagði lokatöluna því ekki liggja á lausu, en það væri mikið af laxi í ánni og sér þætti ekki ólíklegt að hún endaðj með um eða eitthvað yfir 1.500 laxa. „Þetta hefði orðið miklu meira ef skilyrðin hefðu ekki verið svona slæm. Þessi rigning hefði mátt koma fyrir mán- uði síðan. Þá hefði verið fjör á bökk- unum héma,“ bætti Óli við. Hér og þar... í fyrrakvöld voru komnir 322 laxar á land úr Leirvogsá. Áin var orðin skoluð og vatnsmikil eftir úrfellið. Þetta er prýðileg útkoma miðað við hversu viðkvæm áin er fyrir miklum þurrkum. Rangámar em komnar saman með rúmlega 850 laxa og rétt eins og í fyrra, hefur Eystri-Rangá siglt fram úr Ytri-Rangá er á sumarið hefur liðið. Einn 20 punda hefur veiðst í Ytri-Rangá og tveir 17 punda í Eystri-Rangá. Það er farið að bólá á sjóbirtingi á svæðinu, einkum í Hólsánni og Eystri-Rangá. Fyrir skömmu veiddist 16 punda hængur í Kiðafellsá í Kjós. Er það afar lítil spræna sem kunnugt er, en það furðulega er, að áður höfðu veiðst í henni 19 og 18 punda lax- ar. Um 30 stykki hafa veiðst í heild. Viltu auka þekkingu þína? Öldungadeild Verziunarskóla íslands býður hagnýtt nám í fjölmörgum greinum, íýrir alla þá sem náð hafa 20 ára aldri. Innritun á haustönn fer fram dagana 26.-31. ágúst og 1.-2. sept. kl. 8.30-18.00. í boði verða eftirfarandi áfangar: Bókfærsla Ritvinnsla Danska Stjórnun Efnafræði Stærðfræði Enska Tölvubókhald Farseðlaútgáfa Tölvufræði Ferðaþjónusta Tölvunotkun Franska Verslunarréttur fslenska Vélritun Mannkynssaga Þýska Milliríkjaviðskipti Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta mynda eftirtalin prófstig: • Próf af bókhaldsbraut • Próf af ferðamáiabraut • Próf af skrifstofubraut • Verslunarpróf • Stúdentspróf Umsóknareyðublöð, námslýsingar og allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Selfoss Húsið Hlaðir flutt frá Austurve^i Selfossi. ^ HÚSIÐ Hlaðir að Austurvegi 24 á Selfossi var flutt um set síðasthð- inn sunnudag, 29. ágúst, og sett niður á lóð við Hrísholt. Þar verð- ur byggður nýr grunnur undir það og húsið gert íbúðarhæft. Hlaðir var byggt 1934 af Jóhanni Kristni Ólafssyni trésmíðameistara. Tveir kranar lyftu húsinu af grunninum á flutningabifreið sem flutti það eftir Austurvegi að lóðinni við Hrísholt. Fjöldi fólks fylgdist með flutningunum. Við Hrísholt er einnig húsið Garður sem flutt var þangað frá Austurvegi 8. fyrir nokkrum árum. Jóhann Kristinn Ólafsson tré- smíðameistari og kunnur brúarsmið- ur á árum áður byggði Hlaðir árið 1934 úr efni sem hann fékk úr stór- um heyhlöðum sem Gunnar Sigur-' jónsson alþingismaður á Selalæk reisti á Selfossi 1929, þar sem nú er hús Pósts og síma, og hugðist starfrækja þar heybanka fyrir bænd- ur en það fyrirtæki reyndist vonlaust. Jóhann Kristinn bjó með fjölskyldu sinni í Hlöðum en húsið var nefnt Hlaðir eftir aðsetri jarlanna á Hlöð- um_í Noregi. Árið 1939 keyptu húsið hjónin Jón Pálsson dýralæknir og Áslaug Steph- ensen. Þau bjuggu þar til ársins 1961 og voru gjarnan kennd við nafn hússins. Margir bjuggu í húsinu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Hlöðum lyft á flutningabíl af öflugum krönum. sem leigjendur hjá Jóni og Áslaugu. Eftir að hætt var að nota húsið sem íbúðarhús voru þar verslanir og fleira. Hlaðir víkja af lóðinni fyrir fram- kvæmdum á vegum Pósts og síma sem mun stækka athafnasvæði sitt við Austurveg með viðbyggingu til þess að mæta aukinni þjónustu stofn- unarinnar. Sig. Jóns. Fyrstu réttir hausts- ins á sunnudag FYRSTU réttir haustsins verða um helgina, þá verður réttað í Hrútatungurétt í Hrútafirði á sunnudag. Tvær næstu helgar verður síðan réttað víða um land. Fyrstu stóðréttirnar verða í Silfrastaða- rétt í Skagafirði sunnudaginn 12. september. Hér á eftir fer listi yfir nokkrar fjárréttir í haust og helstu stóðréttir. Ólafur R. Dýr- mundsson ráðunautur Búnaðarfélags Islands hefur tekið listann saman. Nokkrar fjárréttir Auðkúlurétt í Svínavatnshr., A-Hún., laugardagur 11. sept. Áfangagilsrétt í Landmannaafrétti, Rang.,fimmtudagur 23. sept. Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S-Þing., föstudagur 10. sept. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr., Dalsrétt í Mosfellsdal, Kjós, Fellsendarétt í Miðdölum, Dal, Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr., Fossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp), Grímsstaðarétt í Álftaneshr., Mýr., Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn., Hítardalsrétt í Hraunhr., Mýr., Hlíðarrétt í Bóltaðarhlhr., A-Hún., Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S-Þing., Hraunsrétt í Áðaldal, S-Þing., Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn., Hrútatungurétt í Hrútafirði, V-Hún., Húsmúlarétt v/KoIviðarhól, Árn., Kjósarrétt í Kjósarhr., Kjósarsýslu, Langholtsrétt í Miklaholtshreppi, Snæf., Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði, Miðfjarðarrétt í Miðfírði, V-Hún., Nesjavallarétt í Grafningi, Árn., Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg., Rauðsgilsrétt í Ilálsasveit, Borg., Reykjaréttir á Skeiðum, Árn., Reynistaðarrétt í Staðarhr., Skag., Selflatarétt í Grafningi, Árn., Selvogsrétt í Selvogi, Árn., Silfrastaðarétt í Akrahr., Skag., Skaftholtsréttir í Gnúpveijahreppi, Árn., Skaftárrétt í Skaftárhr., V-Skaft., sunnudagur 19. sept. sunnudagur 19. sept. sunnudagur 19. sept. sunnudagur 12. sept. sunnudagur 19. sept. þriðjudagur 21. sept. laugardagur 18. sept. mánudagur 20. sept. sunnudagur 12. sept. laugardagur 11. sept. sunnudagur 12. sept. fimmtudagur 16. sept. sunnudagur 5. sept. laugardagur 18. sept. mánudagur 20.sept. miðvikudagur 22. sept. laugardagur 11. sept. sunnudagur 12. sept. laugardagur 18. sept. miðvikudagur 15. sept. föstudagur 17. sept. föstudagur 17. sept. sunnudagur 12. sept. föstudagur 17. sept. mánudagur 20. sept. mánudagur 13. sept. fimmtudagur 16. sept. laugardagur 11. sept. Skaftártungurétt í Skaftártungu, V-Skaft., laugardagur 18. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag., Skarðsrétt í Borgarhr., Mýr., Skrapatungurétt í Vindhælishr., A-Hún., Stafnsrétt í Svartárdal, A-Hún., Tungnaréttir í Biskupstungum, Ám., Undirfellsrétt í Vatnsdal, A-Hún., Valdarásrétt í Víðidal, V-Hún., Víðidalstungurétt í Víðidal, V-Hún., Þórkötlustaðarétt í Grindavík, Þverárrétt í Þyerárhlíð, Mýr., Ölfusréttir í Ölfusi, Árn., laugardagur 11. sept. mánudagur 20. sept. sunnudagur 12. sept. laugardagur 11. sept. miðvikudagur 15. sept. föstud. 10., laug. 11. sept. föstudagur 10. sept. laugardagur 11. sept. sunnudagur 19. sept. mánudagur 20. sept. þriðjudagur 21. sept. Helstu stóðréttir Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag., Reynistaðarrétt Staðarhr., Skag., Silfrastaðarétt í Akrahr., Skag., Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag., Hlíðarrétt í Bólst.hl.hr., A-Hún., Skrapatungurétt í Vindhælishr., A-Hún., Víðidalstungurétt í Víðidal, V-Hún., 18. sept. upp úr hádegi. 18. sept. síðdegis. 12. sept. upp úr hádegi. 2. okt. upp úr hádegi. 18. sept. upp úr hádegi. 19. sept. kl. 10.30. 2. okt. kl. 10.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.