Morgunblaðið - 02.09.1993, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Samkomulag undirritað
SAMKOMULAG var í gær undirritað um tilraun í kennslu bókiðngreina. Frá vinstri eru Olafur G. Ein-
arsson, menntamálaráðherra, Orn Jóhannsson, formaður Félags íslenska prentiðnaðarins, Sæmundur
Arnason, formaður Félags bókagerðarmanna, Þorgeir Baldursson, fyrir hönd Prenttæknistofnunar og
Ingvar Asmundsson, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík.
Samkomulag um breytt fyrirkomulag náms í bókiðngreinum
Abyrgð í höndum skóla og
atvinnulífs sameiginlega
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, Iðnskólinn í Reykjavík, Félag ís-
lenska prentiðnaðarins, Félag bókagerðamanna og Prenttæknistofn-
un hafa undirritað samkomulag um breytt nám í bókiðngreinum og
verður þar með ábyrgð á námi nemenda í bókiðngreinum í höndum
skóla og atvinnulífs sameiginlega. Tilraun um breytt nám í bókiðn-
greinum er skipulögð til tveggja ára og er markmiðið með tilraun-
inni að auka vinnustaðanám.
Skipaður verður stýrihópur sem
hefur yfirumsjón með náminu og í
þeim hópi sitja fulltrúar atvinnulífs,
skóla og menntamálaráðuneytis. Til
að skapa aukin tengsl skóla og at-
vinnulífs verður starfandi faghópur
fyrir hverja iðngrein þar sem full-
trúar atvinnulífs eru í meirihluta.
Þannig verður stjómun námsins
færð meira til atvinnulífsins.
Tilraunin felst fyrst og fremst í
að framvegis verði vinnustaðanám
veigameiri hluti námsins og allt iðn-
nám verði á grundvelli námssamn-
inga. Tilgangur með tilrauninni er
að gera námið betra og að iðnnem-
ar læri að nota nútíma tækni, sem
frekar er að finna úti í prentsmiðj-
um en í skólanum.
Fyrirtækin virkari
þátttakendur
Örn Jóhannsson, formaður Fé-
lags íslenska prentiðnaðarins, sagði
í ávarpi við undirritun samkomu-
lagsins að mikil áhersla hefði verið
lögð á menntunarmál prentiðnaðar-
ins á síðustu árum. Nefnd hefði
verið skipuð til að gera tillögur um
breytta skipan þeirra og niðurstaða
hennar hefði verið tvíþætt, annars
vegar þyrfti að stórauka endur-
menntun starfsfólks í prentiðnaði
og hins vegar að endurskipuleggja
þyrfti grunnmenntun í Iðnskólan-
um. Miklar breytingar væru fram-
undan í iðnnámi í bókiðngreinum
hvað varðaði innihald og kennsluað-
ferðir og væri námið þannig skipu-
lagt að skóla- og vinnustaðanámi
væri ætlað að styðja hvort annað
og námsskrár tækju til hvors
tveggja. „Lykillinn að árangri er
samvinna atvinnulífs og skóla. Það
er skoðun mín, að atvinnulífið eigi
rétt á því að krefjast viðeigandi
menntaðs fólks úr skólanum og það
geti aðeins tekist með nánu sam-
starfí við þá atvinnugrein sem hann
þjónar," sagði hann einnig.
Ólafur G. Einarsson, mennta-
málaráðherra, sagði að ef vel tæk-
ist með þessa tilraun gæti hún orð-
ið upphaf umfangsmikillar breyt-
ingar á skipulagi starfsmenntunar
í landinu. Hann sagði ennfremur
að þegar hefði verið haldið endur-
menntunarnámskeið fyrir kennara
í tengslum við tilraunina. „Kennslu-
aðferðir þær, sem á að taka upp í
bókiðngreinum eru samþætting og
verkefnavinna, en slíkar aðferðir
eru ríkjandi í iðnmentun í Dan-
mörku" og þykja hafa gefið mjög
góða raun,“ sagði hann.
SS gengur vel að selja umframframleiðsluna í Svíþjóð
Kótilettur seldar á hærra
verði en fæst í Reykjavík
ÚTFLUTNINGUR Sláturfélags Suðurlands á kjöti í neytendaumbúð-
um á markað í Svíþjóð hefur gengið vel. Gott verð er að fást fyrir
kjötið, miðað við það sem áður hefur þekkst. Til dæmis eru kótilett-
ur seldar út úr búð í Svíþjóð á svipuðu verði og jafnvel hærra en
í stórmörkuðum í Reykjavík.
Sláturfélagið hefur hingað til lít-
ið sinnt útfiutningi kindakjöts.
Steinþór Skúlason forstjóri sagði
að félagið hefði góða stöðu á innan-
landsmarkaði og því hefði það hing-
að til komið meira í hlut annarra
sláturleyfíshafa að annast útflutn-
inginn. Eftir að greiðslumarkið var
tekið upp hefðu aðstæður breyst.
Nú {jyrfti að leita markaða erlendis
fyrir það kjöt sem bændur fram-
leiddu á eigin ábyrgð utan við fram-
leiðsluheimildir sínar.
Lambasérfræðingarnir
Sláturfélagið hóf athuganir á
útflutningsmöguleikum á síðast-
liðnu ári, meðal annars var gerð
umfangsmikil markaðskönnun í
Svíþjóð. SS kynnir sig sem Lambas-
érfræðinginn frá Íslandi og hefur
skráð vörumerkið Icelamb í Svíþjóð
og nokkrum fleiri löndum. Steinþór
sagði að við markaðssetninguna
væri lögð áhersla á mikil gæði vör-
unnar sem byggðist á uppruna
lambsins, hreinleika kjötsins og
hollustu. Þetta hefði skilað góðum
árangri í Svíþjóð. Kjötið væri til
sölu í allmörgum verslunum þar og
stöðugt fleiri væru að bætast við.
SS hefur nú selt um 100 tonn af
kindakjöti í neytendaumbúðum á
þessum markaði, fyrir utan það sem
félagið og Goði hafa selt þar í heil-
um skrokkum við mun lægra verði.
Kjötið er selt fullfrágengið í
lofttæmdum neytendaumbúðum og
í mörgum tilvikum verðmerkt.
Sagði Steinþór að útsöluverð væri
í sumum tilvikum hærra en í stór-
mörkuðum í Reykjavík. Nefndi
hann kótilettur sem dæmi um það,
þær væru seldar á rúmar 770 krón-
ur út úr búð í Svíþjóð.
Kjöt þetta er umframframleiðsla
bænda, sem þeir mega ekki selja
hér á markaði. SS hefur getað greitt
þeim 140-170 kr. fyrir kílóið af
fyrsta flokks kjöti en bændur fá
um 430 krónur fyrir kílóið af kjöti
innan greiðslumarks. Steinþór sagði
að stefnt væri að því að ná um 200
króna skilaverði út úr útflutningn-
um og ættu bændur þá að fá nokkra
framlegð við framleiðslu umfram-
kjötsins.
Tímamörk á innflutningskvóta
Islendingar hafa tollfijálsan
kvóta til sölu á um 650 tonnum af
kindakjöti til Svíþjóðar. Hann er
hins vegar bundinn því skilyrði að
útflutningurinn fari fram á tímabil-
inu janúar til júni.
Steinþór sagði að það hefði hent-
að afsetningu á kjöti í heilum
skrokkum en ekki alvöru markaðs-
setningu á kjöti í neytendaumbúð-
um sem þyrfti að vera á boðstólum
allt árið. Því væri SS að flytja núna
út kjöt og borga af því há aðflutn-
Framtak Steinars Waage skókaupmanns
Sendir notaða skó til
þriðja heims landa
STEINAR Waage skókaupmað-
ur vinnur nú að því að safna
notuðum skófatnaði til að senda
til vanþróaðra landa. Hann segir
að þýskur vinur sinn, sem rekur
skóverslanir í Þýskalandi, hafi
nú í tvö ár séð um að senda
notaða skó til þriðja heims landa
og á þeim tíma hafi um 15 millj-
ónir skópara verið send. Steinar
segir að tekið verði við notuðum
skóm í verslunum hans í Domus
Medica, Kringlunni og í Topp-
skónum í Veltusundi.
Steinar segir að flutningafyrir-
tækið Jónar í Hafnarfirði hafi haft
milligöngu um að fá Samskip til
að annast flutninga á skónum til
Þýskalands, að kostnaðarlausu,
þaðan sem þeim verður komið
þangað sem þörfin fyrir þá er mest.
Steinar segir að allur skófatnað-
ur komi til álita þar sem mikil þörf
sé á skófatnaði í þriðja heiminum.
„Víða í þriðja heiminum er fólk svo
fátækt að það getur tekið fjöl-
skylduföður allt að fimm daga að
vinna fyrir einu skópari,“ segir
hann.
Hann segir að tæplega ein millj-
ón skópara hafi verið flutt til ís-
lands á síðasta ári, auk þess sem
víða á heimilum sé mikið til af
ónotuðum skóm. Þá segir hann að
mun betra sé að nýta skóna á þenn-
an hátt heldur en að þeir hafni í
ruslinu þar sem margir skór, sem
eru framleiddir í dag, innihaldi
ýmis eiturefni sem færu út í loftið
ef brenna ætti skóna. Steinar segir
einnig að stundum komi það fyrir
að viðskiptavinir .spyrji hvort þeir
geti skilið gömlu skóna eftir í versl-
Morgunblaðið/Sverrir
Skórnir sendir út
SKÚLI Svavarsson, kristniboði,
og Steinar Waage, skókaupmað-
ur, við brot af öllum þeim notuðu
skóm, sem senda á til þróunar-
landa.
uninni þegar það hefur keypt sér
nýja skó.
Skúli Svavarsson, kristniboði
sem verið hefur í Afríku, segir að
ekki sé síður þörf á skóm en öðrum
fatnaði í þriðja heims löndum. „Það
er mikilvægt fyrir fólkið í þessum
löndum að geta gengið í skóm. Það
skiptir fólkið miklu máli að eiga
skó og þrátt fyrir að það sé ekki
vant því er það miklu þægilegra
fyrir þá eins og okkur. Þetta starf
er því ekki síður mikilvægt en önn-
ur hjálparstörf og um leið erum við
að nota það sem fellur til hér,“
segir Skúli.
Fjórtán pizza-sendlar
sektaðir og tveir
hafa lent í óhöppum
FJÓRTÁN pizza-sendlar hafa
verið sektaðir fyrir umferðar-
lagabrot síðan á föstudag. Bílar
frá tveimur pizza-gerðum hafa
lent í árekstrum undanfarna
Morgunblaðið/Sverrir
Lambasérfræðingur
STEINÞÓR Skúlason forsljóri
Sláturfélags Suðurlands með
tvær tegundir af kindakjöti í
neytendapakkningum sem vel
gengur að selja í Svíþjóð.
ingsgjöld í Svíþjóð til að glata ekki
þeim árangri sem náðst hefði á
þessum markaði. Sagðist Steinþór
hafa óskað eftir því við stjórnvöld
að leitað yrði eftir því að fá þessum
tímatakmörkunum á innflutningsk-
vótanum breytt.
daga. Um er að ræða sendla frá
flestum pizza-stöðum borgar-
innar en ekki einungis þeim sem
heita ókeypis pizzum dragist
heimsending fram yfir hálf-
tíma. Að sögn lögreglunnar er
um margs konar brot að ræða
og að sögn lögreglunnar standa
sumir þessara manna, sem flest-
ir eru piltar um tvítugt, frammi
fyrir því að drjúgur hluti viku-
launanna fari í sektir en lág-
markssekt vegna hraðaksturs
er 8 þúsund krónur. Sendlarnir
eru sjálfir ábyrgir fyrir greiðslu
sektanna.
Lögreglan í Reykjavík sendi í
gær út tilmæli til stjórnenda pizza-
gerða þar sem þeir eru beðnir að
skapa ekki óhóflega tímapressu á
sendlana. Að sögn Ómars Smára
Ármannssonar, aðstoðaryfirlög-
regluþjóns, hafa stjórnendur
margra fyrirtækjanna brýnt fyrir
sendlum sínum að bijóta ekki
umferðarlög en engu að síður virð-
ist þeir undir miklu álagi. M.a.
vegna fyrrgreindra tímamarka um
afhendingu hafa nokkrir þeirra
verið staðnir að hraðakstri eða þá
að því að virða ekki stöðvunar-
skyldu, beygjubann eða einstefnu-
merki.
Flestir eru byijendur í
umferðinni
„Flestir þessara ökumanna eru
byrjendur í umferðinni og eiga
eftir að taka út þroska sem ein-
staklingar og ökumenn. Það er
hætt við að fyrr eða síðar hljótist
stórslys af þessu vinnulagi, verði
ekkert að gert,“ sagði Ómar
Smári.