Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 24
24 .MORGUNBLAÐIÐ FJMMTUDAGUR 2. SEPTEMBBR 1993 Skálað fyrir brottför RÚSSNESKUR hermaður og fjölskylda hans skála fyrir brottför rússneska hersins frá Litháen á þriðju- dagskvöld. Litháen er fyrsta lýðveldi fyrrum Sovétríkjanna sem rússneski herinn hverfur frá. Flugeldar og rokk er rússneski herinn fór frá Litháen Einbeitum okkur nú að efnahagsmálunum - segir Nerjus Malijkicius, talsmaður Litháensforseta FLUGELDUM var skotið á loft og rokktónleikar voru haldnir í Vil- nius, höfuðborg Litháens, í tilefni þess að síðustu rússnesku hermenn- irnir héldu frá landinu á þriðjudagskvöld. Nerjus Malijkicius, talsmað- ur forseta Litháens, sagði í samtali við Morgunblaðið að landsmönn- um væri óneitanlega Iétt en því færi víðs fjarri að allar áhyggjur væru að baki. Stjórnvöld myndu nú snúa sér af fullum krafti að efnahagsmálunum, en bændur í vesturhluta landsins eru nú í verk- falli og staða iðnaðarins slæm. Bokassa látinn laus JEAN-BEDEL Bokassa, fyrr- um einræðisherra í Mið-Afríku- lýðveldinu, var látinn laus úr fangelsi í gær. Hann var dæmd- ur til dauða árið 1987 fyrir mannát og barnamorð. Það var Andre Kolingba, forseti lands- ins, sem fyrirskipaði lausn Bo- kassa en illa horfir fyrir Kol- ingba í forsetakosningum sem fram fara í landinu þessar vik- urnar. Um 2.000 ungmenni fögnuðu því að Bokassa hefði verið iátinn laus og hvöttu hann til að bjóða sig fram til forseta. Vilja innflutn- ingsbann GREENPEACE-samtökin hvöttu í gær Bill Clinton Bandaríkjaforseta til að banna innfiutning á norskum vörum til að koma í veg fyrir hvalveið- ar Norðmanna. Telja samtökin að verði veiðar Norðmanna ekki stöðvaðar muni aðrar hvalveiði- þjóðir fylgja í kjölfarið. Búist er við að forsetinn tilkynni ákvörðun sína í málinu 6. októ- ber. Leysigeisla- maðurinn ákærður JOHN Ausonius, fertugur mað- ur af svissnesku og austurrísku bergi brotinn, var í gær ákærð- ur fyrir árásir og morð á inn- flytjendum í Svíþjóð. Maðurinn var í fréttum nefndur „Leysi- geislamaðurinn" þar sem sagt var að rauður ljósdíll hefði sést á fómarlömbum hans áður en hann skaut þau. Ausonius er ákærður fyrir eitt morð, ellefu morðtilraunir og tíu vopnuð rán. Hann hefur neitað öllum sakargiftum nema tveimur bankaránum. U-534 til hafnar KOMIÐ var til hafnar í gær með þýska kafbátinn U-534 sem legið hafði við strendur Danmerkur í tæpa hálfa öld er honum var lyft fyrir skömmu. Illa gekk að ferja kafbátinn vegna leiðindaveðurs. Hann fer nú í slipp í Hirtshals í Dan- mörku og verður rannsakaður gaumgæfilega, m.a. verður opnaður peningaskápur þar sem björgunarmenn vonast jafnvel til að fmna einhver stríðsleyndarmál nasista. Seðlar gegn fölsurum JAPANIR gáfu í gær út tvo nýja peningaseðla með það að markmiði að ekki sé hægt að falsa þá. Ástæða þess er mikill fjölda falsaðra peningaseðla sem settir voru í umferð í apríl síðastliðnum. Ætlunin er að skipta um alla peningaseðla í landinu á næstu þremur árum. • • Oruggustu flugfélögin IAPA, Alþjóðasamband flugfarþega, birti í gær lista yfir öruggustu flugfélög heims. Tók IAPA saman skýrslur um flugslys og óhöpp síðustu 10 ár og þar kom fram að örugg- ast er að fljúga með British Airways, SAS og Lufthansa. Ekki var birtur listi yfír hvaða flugfélög teldust ótryggust en talsmaður IAPA sagði flugfar- þega vera í mestri hættu í Ind- íandi og Kólumbíu. Að sögn Malijkicius náðist sam- komulag um brottflutninginn milli forseta Litháens, Algirdas Braz- auskas og Borísar Jeltsíns,_ forseta Rússlands á símafundum. í skeyt- um Reuters-fréttastofunnar segir að Rússar hafi staðið frammi fyrir því að dregið yrði verulega úr fjár- hagsaðstoð frá VestUrlöndum ef þeir drægju ekki her sinn til baka á tilsettum tíma. Rússar hafa borið fyrir sig húsnæðiseklu er fjöldi her- manna snúi aftur heim. Tommy Koh, fulltrúi Boutros Boutros-Ghali, aðalritara Samein- uðu þjóðanna, var staddur í Vilnius Shúmeiko er umbótasinni og ná- inn stuðningsmaður Jeltsíns. Rútskoj, sem er nú einn mikilvæg- asti andstæðingur forsetans og nýt- ur trausts margra afturhalds- manna, hefur krafist grundvallar- breytinga á markaðshyggjustefnu ríkisstjórnarinnar og sakað Jeltsín um að leiða Rússland á barm glöt- unar. Jeltsín lét að því liggja í sumar að í september myndi verða látið sverfa til stáls í deilum umbótasinna og þeirra sem vilja fara hægt í breytingar á gamla sovétkerfinu. er rússneski herinn hélt á brott og sagði Malijkicius að Koh hefði þótt áhugavert hvernig til tókst. Hefði Koh sagt það vera Litháum sjálfum að þakka hversu greiðlega brott- flutningurinn hefði gengið fyrir sig, en Litháar hefðu haldið stillingu sinni þrátt fyrir að samskiptin milli þjóðanna tveggja hefðu ekki alltaf verið upp á það besta. „Sendiherra Rússa í Litháen var einnig viðstadd- ur er herinn hélt á brott og sagði hann brottflutninginn marka tíma- mót í samskiptum Rússlands og Litháens. Líkti hann breyttum sam- skiptum þjóðanna við kaflaskipti Telja sumir stjómmálaskýrendur að með ákvörðun sinni sé hann að hefja þau átök. Ljóst er að forsetinn hefur fullt vald til að víkja Shú- meiko frá en öðm máli gegnir um Rútskoj. Varaforsetinn var kjörinn í lýðræðislegum kosningum 1991 ásamt Jeltsín en þeir voru þá banda- menn. Þótt Rútskoj sé nánast orð- inn valdalaus vegna andstöðu sinn- ar við forsetann er hann enn mikil- vægur þar sem hann tæki við ef Jeltsín félli frá eða yrði alvarlega veikur. Rútskoj var staddur í borginni og vonaðist til þess að þau yrðu jákvæð,“ sagði Malijkicius. Verðbólga minnkar Nú er röðin hins vegar komin að efnahagsmálunum. „Verst er ástandið í iðnaði og landbúnaði, en bændur í vesturhlutanum eru í verkfalli. Um 25% iðnaðarfram- Ieiðslunnar eru seld til Vesturlanda en við teljum nauðsynlegt að auka það hlutfall. Þá hefur forsetinn lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess hversu lítið Vesturlandabúar hafa Ijárfest í Litháen," segir Malijkic- ius. Hægt hefur á verðbólgu í Lithá- en á síðustu mánuðum, í síðasta mánuði var hún 2,5%, sem svarar til um 35% verðbólgu á ári. í maí var verðbólguhraðinn um 25%, eða 1300% á ársvísu. Síðar í mánuðinum verða teknar ákvarðanir er varða litháíska herinn en í honum eru nú tæplega 7.000 hermenn. Syktyvkar í Norður-Rússlandi er hann heyrði tíðindin í gær og for- dæmdi hann ákvörðunina þótt hann segðist ekki myndu reyna að hnekkja henni. „Þessi maður [Jelts- ín] hefur ákveðið að taka ekkert tillit til stjórnarskrárinnar,“ sagði varaforsetinn. Hann sagðist myndu hreinsa nafn sitt en Rútskoj hefur m.a. verið sakaður um að eiga leyni- Iegan bankareikning í Sviss. Hann fór ekki hlýlegum orðum um Shú- meiko. „Af hreinum og klárum heil- brigðisástæðum ætti ekki að nefna mig og Shúmeiko á nafn í sömu tilskipun“. Varaforsetinn sagði að ef Jeltsín reyndi að leysa upp þingið, þar sem afturhaldssinnar eru í meirihluta, myndi það Hafa í för með sér alls- hetjarverkfall. Rúslan Khasbúlatov, þingforseti og leiðtogi andstöðunn- Skrifstofa SÞ í New York Bruðlákæru vísað á bug FYRIR skömmu birtist í breska blaðinu The Sunday Times grein þar sem fjallað var um bruðl og ósljórn í rekstri Sameinuðu þjóðanna og var hún notuð sem aðalheimild í sunnudagsgrein um sama efni í Morgunblaðinu. Upplýsingaskrifstofa SÞ í New York hefur dreift til bráða- birgða plaggi sem útibúið í Kaupmannahöfn hefur komið á framfæri. í svari New York-skrifstofunnar segir að í grein The Sunday Times sé full af rangfærslum. Lögð er áhersla á að það séu aðildarþjóðirn- ar sjálfar sem móti störf og stefnu samtakanna. Laun og hlunnindi starfsmanna séu í samræmi við það sem gerist í sambærilegum störfum í heimalöndum starfs- manna. Flestir vinna Raktar eru nokkrar fullyrðingar breska blaðsins, m.a. um að 39 háttsettir menn séu á launaskrá SÞ án þess að inna af hendi nokk- ur störf. Skrifstofan segir að störf þessara manna séu ekki skilgreind nákvæmlega en „flestir þeirra gegna raunverulegum störfum, flestir þeirra eru ekki „háttsettir" og heita má að enginn þeirra fái Iaun fyrir að gerá ekki neitt“. The Sunday Times fjallaði um innanhússskýrslu Dicks Thorn- burghs, fyrrverandi dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, um bruðl og óstjórn hjá SÞ en Thornburgh var ráðinn sérstaklega til þessa verk- efnis. Blaðið sagði að henni hefði verið stungið undir stól. í svari upplýsingaskrifstofunnar er þessu mótmælt. „Skýrslu Thornburghs - sem Dick Thornburgh sendi fram- kvæmdastjóranum ekki fyrr en daginn sem hann hætti störfum - hefur verið dreift meðal æðstu manna SÞ til umfjöllunar og at- hugasemda". Frjáls framlög til Hagh The Sunday Times nefndi að Norðmaðurinn Hans Hogh hefði fengið það verkefni að afla fjár til stuðnings við átak fyrir fatlaða; endurskoðendur SÞ hefðu komist að raun um að 100 milljónir króna, sem fóru í skrifstofurekstur hans, hefðu farið í súgfnn og árangur fjáröflunarinnar orðið enginn. í svarinu segir að þetta starf Hoghs hafi verið fjármagnað að öllu leyti með fijálsum framlögum ríkis- stjórna og ýmissa samtaka. ar gegn Jeltsín, fordæmdi tilskipun forsetans og sagði hana stjórnar- skrárbrot. Gegn vestrænum njósnurum Viktor Baranníkov, sem Jeltsín rak nýlega úr stöðu öryggismála- ráðherra, segir í viðtali við dagblað- ið Nezavísímaja Gazeta að hann hafi orðið fórnarlamb í illvígum inn- byrðis átökum á æðstu stöðum og auk þess hafi hann eignast volduga óvini með því að ná árangri í barátt- unni við skipulögð glæpasamtök. Baranníkov nefndi sem dæmi um frammistöðu sína í embætti að byggt hefði verið upp öflugt gagn- njósnakerfi til að fást við njósnir vestrænna ríkja sem nýttu sér óspart aðstöðu í fyrrverandi lepp- ríkjum Austur-Evrópu og fyrrver- andi Sovétlýðveldum. Jeltsín Rússlandsforseti víkur varaforseta sínum tímabundið úr embætti Rútskoj mótmælir en mun hlíta tilskipun forsetans M Autllll PnulAI* Moskvu. Reuter ALEXANDER Rútskoj, varaforseti Rússlands, ætlar ekki að reyna að hnekkja tímabundinni brottvísun sinni úr embætti með málshöfð- un. Borís Jeltsín forseti vék Rútskoj og Vladímír Shúmeiko aðstoðar- forsætisráðherra frá í gær með tilskipun og bar því við að rannsaka þyrfti gagnkvæmar ásakanir þeirra um fjármálaspillingu og veija þannig heiður ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.