Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993 25 Afríka að baki FFYONA Campbell, 26 ára gömul, skosk kona, kom í gær til Tangier í Marokkó og hafði þá lokið fyrst kvenna við að ganga eftir Afríku endilangri, frá suðri til norðurs. Lagði hún upp frá Höfðaborg fyrir 38 mánuðum og lá leiðin í gegnum 13 ríki. Hér fagnar hún að ferðalokum með því að busla í Miðjarðarhafinu. Short um Kasparov heimsmeistara „Allir vita að liann er meira en lítið loðinn“ London. Reuter. BRESKI stórmeistarinn Nigel Short fór í gær hörðum orðum um Garrí Kasparov, heimsmeistara í skák, og sakaði hann um að reyna að fela sína kommúnísku fortíð. í næstu viku munu þeir byrja að tak- ast á um titilinn í einvígi, sem þeir standa einir að, en ljóst er, að þeir eru engir vinir, jafnvel hatursmenn að sumra sögn. Short sagði á blaðamanna- fundi, að vissu- lega væru þeir engir vinir, hann og Kasparov. „Þegar hann bjó í Azerbajdzhan var hann undir verndarvæng KGB-foringjans Gaidars Alijevs og naut allra þeirra fríðinda, sem því fylgdi. Kasparov hefur ekkert verið að halda þessu á loft en hann gerðist félagi í kommúnistaflokkn- um strax á unga aldri,“ sagði Short og sl. sunnudag sagði hann, að sov- éska öryggislögreglan, KGB, hefði kennt Kasparov ýmsar aðferðir við að hrella andstæðinginn við skák- borðið. Short og Kasparov skipulögðu sitt eigið heimsmeistaraeinvígi í óþökk FIDE, Alþjóðaskáksambandsins, sem svaraði fyrir sig með því að svipta Kasparov heimsmeistaratitl- inum. Hafa þeir stofnað sjálfstæð samtök atvinnuskákmanna en 24 skáka einvígi þeirra hefst í leikhúsi í London á þriðjudag. Það er dag- blaðið The Times, sem annast það og verðlaunaféð er um 180 milljónir kr. Kasparov með fund í dag Kasparov, sem teflir nú fyrir Rússland og er mikill stuðningsmað- ur Borísar Jeltsíns forseta, ætlar að halda blaðamannafund í London í dag. Hann segist ekki draga neina dul á tengsl sín við Alijev og komm- únistaflokkinn áður fyrr en leggur áherslu á, að sú tíð sé löngu liðin. INNHVERF IHUGUN Kynningarfyrirlestur verður haldinn í kvöld, fimmtudag, kl.20.00. á Laugavegi 84 (3.hæð) Aðgangur ókeypis íslenska íhugunarfélagið sími: 16662 Einu sinni kallaði Short Kasparov „bavíana" og sagði.að hann væri „langt í frá eðlileg manneskja" og á blaðamannafundinum í gær var hann spurður hvort hann stæði við þá lýsingu. „Allir, sem séð hafa Kasparov á sundlaugarbarminum, vita, að hann er meira en lítið loðinn. Ég man eftir norskum stúlkum, sem kölluðu hann alltaf „teppið" sín í rnilli," svar- aði Short. ESAB RÉTTUR RAFSUÐUVÍR Eitt mikilvægasta atriði varð- andi rafsuðu er að velja rétta gerð rafsuðuvírs. Til að ná hámarks gæðum við suðu er nauðsynlegt að velja vírinn með tilliti til efnis og aðstæðna. Við eigum ávallt á lager mikið úrval rafsuðuvíra, bæði pinnavíra, gegnheila rúlluvíra og duftfyllta rúlluvira fyrir flesta málma og aðstæður. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 624260 t i I b o d bókabúdu Bóksalar sem bjóða BÓK MÁNAÐARINS Ástund Bókabúð Lárusar Blöndal Mál og menning Embla Bókabúðin Grafarvogi Kilja Bókahomið Bókbær Eymundsson Hagkaup Hugborg Bóksala stúdenta Penninn Veda Gríma Bókabúð Olivers Steins Bókabúð Keflavíkur Nesbók Bókabúð Grindavíkur Bókav. Andrésar Níelssonar Bókaskemman Kaupfélag Borgfirðinga Verslunin Gimli Jón A. Guðmundsson Bókav. Jóns Eyjólfssonar Bókav. Bjama Eiríkssonar Bókav. Jónasar Tómassonar Verslun Þuríðar Sæmundsen Kaupfélag Húnvetninga Bókabúð Brynjars Verslunin Sogn Bókabúð Jónasar Möppudýrið Tölvutæki - Bókval Bókav. Þórarins Stefánssonar Rannveig H. Ólafsdóttir Bókabúðin Urð Bókav. Ásgríms Jónssonar Kaupfélag Héraðsbúa Bókabúðin Hlöðum Bókav. Ara Bogasonar Bókav. Brynjars Júlíussonar Pöntunarfélag Eskifjarðar Bókav. Guðmundar Bjömssonar Kaupfélag A-Skaftfellinga > Bókabúð Svavars : Bókabúðin Vestmannaeyjum ; Kaupfélag Árnesinga ‘ Úlfarsfell Tvær bækur f elnnl bók Það sem máH sklptfr - Orðabok ásMnar Þessi fræðandi og fjöruga bók fjallar um ástina, tilfinningar og kynlíf ungs fólks. Óvenju nærfærin umfjöllun um hina Ijúfsáru leið æskunnar til þroska og fullorðinsára. Og hér bjóðast tvær bækur í einni, því þegar bókinni er snúið við birtist Orðabók ástarinnar sem hefur að geyma um 800 uppflettiorð er tengjast kynlífinu og sögu þess. Góð ieiðsögn fyrir ungt fólk á ástarbraut eftir Óttar Guðmundsson lækni og Ernu Einarsdóttur hjúkrunarfræðing. F O R /V G I O G M E N N I N G

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.