Morgunblaðið - 02.09.1993, Page 35

Morgunblaðið - 02.09.1993, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993 35 Kristínn Sigurjóns- son — Minning Fæddur 4. apríl 1923 Dáinn 20. ágúst; 1993 Hinn 20. ágúst síðastliðinn gerð- ist sá sorglegi atburður, að föður- bróðir minn, Kristinn Sigurjónsson, lést í umferðarslysi. Með honum er genginn kær frændi og drengur góður. Það er erfitt að sætta sig við dauðann, einkum þegar hann ber að jafn skyndilega og raunin varð á með frænda minn. Hann var að vísu orðinn sjötugur, en ennþá fullur lífsorku og lífsgleði. Kristinn fæddist og ólst upp í Hafnarfirði. Hann var næstyngstur 12 barna foreldra sinna, þeirra Sig- uijóns Arnlaugssonar verkstjóra og Steinþóru Þorsteinsdóttur húsmóð- ur. Frá því að ég man fyrst eftir mér hefur Kiddi frændi, eins við bræður mínir kölluðum hann, skip- að sérstakan sess í huga mér sem eins konar stórfrændi. Hann var oftast potturinn og pannan í öllum uppákomum og samkvæmum í fjöl- skyldunni, ekki með hávaða og fyr- irgangi, heldur með fölskvalausri ánægju sinni af því að blanda geði og gleðjast með skyldfólki sínu. Þegar á bjátaði var hann líka fyrst- ur til að bjóða fram aðstoð sína. Hann var þannig gerður að það var gott að þiggja aðstoð hans því hún var gefin af hjartahlýju og án vænt- inga um endurgjald. Eg verð honum og fjölskyldu hans ætíð þakklátur fyrir þá miklu hjálp og ræktarsemi sem þau ávallt sýndu móður minni eftir andlát föður míns. Kiddi var gæfumaður í einkalífi sínu, hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Svanhvíti Friðriksdótt- ur, 24. ágúst 1946. Þau eignuðust tvo syni, þá Friðrik, tæknifræðing, fæddan 30. mars 1946, kvæntur Þóru Jakobsdóttur, og Fióka, sókn- arprest Langholtsprestakalls, fædd- an 21. október 1951, kvæntur Ás- dísi Sigurþórsdóttur. Barnabörnin eru orðin sex. Kiddi átti sér mörg áhugamál. Hann var alinn upp á heimili þar sem tónlist var í hávegum höfð og minnist ég þess frá bernsku minni þegar afi settist við orgelið og öll fjölskyldan tók undir með söng. Kiddi lék sem ungur maður á bás- únu með Lúðrasveit Hafnarfjarðar og starfaði síðar og söng í mörg ár með Polýfónkórnum. Hann var mikill náttúruunnandi og hafði yndi af ferðalögum um sveitir og hálendi íslands. Fór þar saman ást hans á náttúrunni og áhugi á ljósmyndun. Eftir hann liggur mikill fjöldi ljós- mynda sem bera vott listfengi hans og næmu fegurðarskyni. Ein af mörgum ánægjulegum endurminn- ingum mínum með Kidda var þegar ég, sem unglingur, fór með honum að vetrarlagi austur fyrir borgina í leit að góðu myndefni. Við ætluð- um að festa vetrarríkið á filmu og enduðum upp við Rauðhóla með litla frosna tjörn og Kiddi eyddi allri filmunni í að taka myndir af frost- sprungum í ísnum. Þannig gat hann séð fegurðina í litlum hlutum sem við tökum ekki alltaf eftir. Allt sem Kiddi tók sér fyrir hend- ur gerði hann af trúmennsku og heilindum. Til hans var því oft leit- að til forystu, bæði í leik og starfi. Hann var farsæll í ævistarfi sínu sem offsetprentari og svo lánsamur að þrátt fyrir langan starfsaldur dvínaði aldrei áhugi hans á öllu því sem tengdist starfi hans. Nú skilja leiðir að sinni, kæri frændi. Ég og fjölskylda mín færum Svönu, Friðrik, Flóka og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi góður Guð gefa þeim styrk til að takast á við sorg- Sigurjón Arnlaugsson. t Astkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, LÁRA PÁLSDÓTTIR, Eyjanesi, lést í Sjúkrahúsinu á Hvammstanga, þriðjudaginn 31. ágúst. Jón Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðursystir mín, ELÍNBORG PÁLSDÓTTIR, sem andaöist á Droplaugarstöðum 29. ágúst, verður jarðsett frá Fossvogskapellu mánudaginn 6. september kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ottó A. Michelsen. t Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, fósturmóðir, frænka og amma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Syðri-Hól Vestur-Eyjafjöllum, lést í Landspítalanum 30. ágúst. Jónas Pétursson, Auðunn Óskar Jónasson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Katrín Björg Jónasdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Jón Ágústsson, Sigurjón B. Guðmundsson, Kolbrún Gunnarsdóttir, Guðmundur K. Guðmundsson og barnabörn. t Ástkær eiginkona min, dóttir og móðir, SALOME B. KRISTINSDÓTTIR, Strandaseli 7, er andaðist aðfaranótt föstudagsins 27. ágúst, verður jarðsett frá Hóla- og Fellakirkju föstudaginn 3. september kl. 15.00. Hilmar J. Hauksson, Steinunn Jakobina Thorarensen, Kristinn S. Thorarensen, Haukur Steinn Hilmarsson. t Kveðjuathöfn um móður okkar, GUÐRÚNU MAGNÚSDÓTTUR, Skúlagötu 72, Reykjavík, verður í Fossvogskirkju föstudaginn 3. september kl. 13.30. Jarðsett verður sama dag í Kálfholti, Ásahreppi. Hafdis Hafsteinsdóttir, Unnur Hafsteinsdóttir, Sigurveig Hjördís Gestsdóttir. V t>>6 Emim ER BETRl ad margra niali •• / SIORIMILIIMARKAÐIIRIM tt BI1DSH0F9A10 $Á GAMLI GÓÐI aðeins í stuttan tíma Á FÆTUR (skór) FYRIR BÖRNIN (fatnaður, videohorn) í SKÓLANN (skólavörur) UNDIR GEISLANN (geisladiskar) FYRIR GLUGGANN (gardínur) í RÚMIÐ (sængur, koddar o.fl.) Á ALLA (fatnaður, skartgripir o.fl.) YFIR HÖFUÐ (húfur, hattar) í HILLUNA (blóm og skrautmunir) UM MITTIÐ (belti) Skífan - Studio - Sonja - Taxi - Saumalist - Partý -1 takt - Skóverslun Reykjavíkur - Hans Petersen - Eitt og annað - Herrahúsið - Skartgripaskrínið - Liljan - Blómalist - Barnabúðin - og margir fleiri. OPNUNARTÍMI: Mánud. - fimmtud. frá kl. 13-18 Föstudaga frá kl. 13-19 Laugardaga frá kl. 10-16 Frítt kaffi og video fyrir börnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.