Morgunblaðið - 02.09.1993, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993
Minning ^
Sigurður Þorsteinsson
skipstjóri frá Langholtí
Fæddur 28. ágúst 1901
Dáinn 17. ágúst 1993
Látinn er í Grimsby á Englandi
Sigurður Þorsteinsson skipstjóri.
Hann lést 17. ágúst síðastliðinn á
Ashgroue Nursinghome North Sea
Humberside tæpra níutíu og
tveggja ára gamall.
Sigurður var fæddur í Langholti
í Hraungerðishreppi í Flóa 28. ágúst
1901, þriðji elstur ellefu alsystkina,
barna Þorsteins Sigurðssonar og
Helgu Einarsdóttur, og eins hálf-
bróður.
Sigurður var af traustu bergi
brotinn, fæddur og uppalinn á miklu
myndarheimili, þar sem dugnaður,
framtakssemi, samviskusemi og
trúmennska skipuðu æðstan sess.
Þorsteinn Sigurðsson faðir Sigurðar
var stórbóndi í Langholti, alþekktur
dugnaðarmaður, bróðir hans var
Sigurður Sigurðsson ráðunautur,
landsþekktur maður fyrir störf sín
í þágu landbúnaðar og félagsmála.
Geta má þess að Sigurður afi Sig-
í FARARBRODDI
PJÖRUTÍU
ÁR!
VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKAN
DRIFBÚNAÐUR ER SÉRGREIN OKKAR!
optibelt kílreimar - viftureimar - tímareimar
REINOLD og OPTIBELT eru leiðandi merki á heimsmarkaði
fyrir drif- og flutningskeðjur og reimar.
Vörur frá þessum framleiðendum eru
þekktar fyrir gæði. Eigum á lager
allar algengar stærðir af keðjum,
tannhjólum, reimum og reimskífum.
Útvegum með skömmum fyrin/ara
allar fáanlegar stærðir og gerðir.
Veitum tæknilega ráðgjöf
við val á drifbúnaði.
RENOLB
keðjur og tannhjól
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8*108 REYKJAVlK
SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84
• VELADEILD FALKANS • VÉLADEILD FALKANS • VÉLADEILD FALKANS • VÉLADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS •
vtr
•í?
f0
V
' ■■;, \W © $
ctT
W / , Æsk. \ m
s 4 \ %
©
\ . s ^ ■ \ ^GSS^ifii P
ml \ s \ v
\ 'PÆ ^á- ^. Pk \'.'S
aaipptwut
a fimmtudögum
- afsláttur
sem um munar!
T01 393571
~r*¥
SEÐLABANKI
fSLANDS
Fyrirtæld, heildsalar og ahrir sem hafa áhuga á ab koma á framfær!
tilbohum til lesenda Morgunblahsins í formi kjarabóta rinsamlegast
hafl samband vib Mðrtu Loftsdóttur augiýsingadeild, i síma 691155.
- kjarni málsins!
urðar skipstjóra Þorsteinssonar
hlaut viðurkenningu úr verðlauna-
sjóði Kristjáns konungs IX fyrir
afburða dugnað í jarðrækt og bún-
aðarumbótum.
Sigurður bytjaði snemma að
stunda sjó, mun hann hafa verið
aðeins 15 ára þegar hann réðst
fyrst til útróðra á áraskipi hjá Guð-
mundi á Háeyri sem þá var þekktur
útgerðarbóndi á Eyrarbakka. Einn-
ig var hann til sjós í Grindavík á
áraskipi. Spænska veikin 1918tafði
sjómannsferil Sigurðar, en þá lá
hann fárveikur í 12 vikur. í þeirri
mannskæðu veiki misstu þau Lang-
holtssystkini móður sína.
Togaraferill Sigurðar byijaði
1919 á Gylfa, sem að sjálfsögðu
var kolakynntur gufutogari. Þróun-
in hjá Sigurði varð þannig að hann
byijaði þar sem kolamokari, en
varð fljótlega orðinn fullgildur há-
seti. Á togaranum Ara var hann í
þijú ár en fór þá í Sjómannaskólann
og tók stýrimannapróf 1923. Um
þær mundir sem Sigurður lauk prófi
voru ekki mörg tækifæri hér heima
að fá störf við skipsstjóm, en til
þess stóð hugur hans mjög eindreg-
ið. Skip voru fá hér, en margir
menn. Fór Sigurður því til Grimsby
með Helga Jónssyni frá Skeggja-
stöðum sem þá hafði verið skip-
stjóri þar um hríð. Vildi hann freista
gæfunnar þar. Sakir atvinnuleysis
í Grimsby fékk Sigurður ekki at-
vinnuleyfí, en komst þess í stað í
tæri við mann frá Nýfundnalandi
sem var þeirra erinda í Grimsby að
kaupa togara. Komst Sigurður á
skipið hjá honum og fór vestur um
haf. ílentist hann vestanhafs í um
það bil fímm ár og sigldi þá á togur-
um frá hafnarborginni Halifax í
Nova Scotia. Guðmundur bróðir
Sigurðar var um tíma vestra í
skipsrúmi hjá honum. Um þetta
leyti öðlaðist Sigurður kanadískan
ríkisborgararétt. Með hann í far-
teskinu fór hann öðru sinni til Eng-
lands, og nú reyndist leiðin auðsótt-
ari. Að lokinni veru í breskum sjó-
mannaskóla og að loknu ensku
stýrimannaprófí með kanadískan
ríkisborgararétt var leiðin orðin
greið. Það var svo þjóðhátíðarár
Islendinga 1930 sem Sigurður náði
því takmarki sínu að verða skip-
stjóri á Grimsbytogara. Alls mun
hann hafa verið skipstjóri á 12 tog-
urum frá Grimsby, Fleetwood og
Hull. Skipstjómarferill Sigurðar í
30 ár á enskum togurum var með
eindæmum farsæll. Hann var feng-
sæll, honum hélst vel á góðum
mannskap, útgerðarmennirnir
treystu honum afdráttarlaust enda
voru honum gjarnan fengin ný skip.
Öll stríðsárin var Sigurður á sjó og
allt gekk áfallalaust. í mörg ár eft-
ir að Sigurður hætti sem skipstjóri
um 1960, vann hann við netagerð.
Það hentaði Sigurði ekki að setjast
í helgan stein, þrekið var óbugað
og starfsviljinn mikill.
Árið 1932 kvæntist Sigurður
Önnu Gunnsteinsdóttur frá Nesi á
Seltjarnarnesi, stórglæsilegri sóma-
konu. Þau eignuðust þijú börn:
Tryggva rafmagnsverkfræðing,
Helgu húsmóður og Sigurð sem
vinnur við lyfjaverksmiðju. Barna-
börn eru fímm. Hjónaband Önnu
og Sigurðar var með afbrigðum
gott. Samheldni þeirra og samhjálp
var viðbrugðið enda bjuggu þau á
sínu fallega heimili í Nesi, en svo
nefndu þau hús sitt í Grimsby, fram
á síðustu ár, fast að níræðisaldri.
Sigurður Þorsteinsson var mjög
athyglisverður maður. Hann var
glæsilegur í útliti og allri fram-
göngu, en þó látlaus. Hann var
virðulegur hefðarmaður en laus við
allt oflæti. Áhugasamur og dugleg-
ur en alltaf rólegur og yfírvegaður.
Einstaklega hófsamur var hann í
allri neyslu. Hún Anna konan hans
sagði einu sinni við mig í spaugi:
„Ef Sigurður syngur í baðinu, þá
hefur hann fengið sér sherrystaup.“
Hann var farsæll gæfumaður.
Kynni undirritaðs af Sigurði og
fjölskyldu hans voru einstaklega
góð, þótt fundir væru hvorki langir
né margir. Minningin um þennan
bróður minn mun ylja mér og þeim
sem kynntust honum um ókomin ár.
Ólafur Þorsteinsson.
Minning
Gunnar Sigurjónsson
Fæddur 2. febrúar 1908
Dáinn 24. ágfúst 1993
Með Gunnari Siguijónssyni er
genginn einn af ötulustu félags-
málafrömuðum verkstjórastéttar-
innar. Hann gegndi margvíslegum
trúnaðarstörfum fyrir félag sitt,
Verkstjórafélag Reykjavíkur og
Verkstjórasamband Islands. Hann
var m.a. gjaldkeri Verkstjórafélags-
ins í 18 ár og í stjóm Verkstjóra-
sambands íslands í 6 ár. Gunnar
12 þing Verkstjórasambands ís-
lands sem fulltrúi síns félags frá
1957 til 1981. Þá vann hann ásamt
öðrum að stofnun Iifeyrissjóðs
verkstjóra og átti sæti í stjóm hans
í 16 ár. Er þó ekki nærri allt upptal-
ið sem hann lagði hönd á til efling-
ar verkstjórasamtakanna.
Fyrir þessi störf sín í félagsmál-
um verkstjórastéttarinnar hefur
Gunnari verið sýnd virðing og þakk-
læti. Hann var kjörinn heiðursfélagi
Verkstjórafélags Reykjavíkur 1974
og heiðursfélagi Verkstjórasam-
bandsins 1976.
Árið 1980 var Gunnar sæmdur
riddarakrossi hinnar íslensku fálka-
orðu fyrir störf í þágu verkstjóra.
Ég kynntist Gunnari 1979 er ég
átti sæti í trúnaðarráði Verkstjóra-
félags Reykjavíkur. Það var mjög
gott að vinna með honum, hann var
fastur fyrir, en réttsýnn, allir hlutir
skyldu vera skýrir og greinilegir svo
ekki færi milli mála hvað væri ver-
ið að ijalla um og hveijar lausnirn-
ar væru. Gunnar var ljúfmenni í
umgengni og saknaði ég hans þeg-
ar hann hætti öllum afskiptum af
félagsmálum, dró sig í hlé og lét
yngri mönnum eftir að halda merki
verkstjóra á loft. Eftirlifandi eigin-
kona Gunnars er Helga Ágústa
Einarsdóttir. Verkstjórafélag
Reykjavíkur sendir henni, dætrum
þeirra og öðrum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur og biður
Guð að styrkja þau á þessum sorg-
arstundum.
Högni Jónsson, formaður
Verkstjórafélags Reykja-
víkur.