Morgunblaðið - 02.09.1993, Síða 39

Morgunblaðið - 02.09.1993, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993 39 hún fór vakti hún athygli fyrir dugn- að og skörungsskap. Alltaf létt og kát, ósérhlífin og tilbúin til allra verka. Nú síðast var hún á leið á heims- meistaramót íslenskra hesta í Hol- landi, þegar hún veiktist skyndilega. Nútíma læknisfræði og vísindi máttu sín lítils og hún lést á gjörgæslu- deild Borgarspítalans 25. ágúst sl. Nú er skarð fyrir skildi, og þó að maður komi í manns stað þá verður erfitt að ganga í hennar spor, svo mikið skilur hún eftir. Við í stjórn Fáks vottum eigin- manni hennar Gylfa Geirssyni og einkasyni þeirra, Gísla Geir, okkar dýpstu samúð og biðjum guð almátt- ugan að vernda þá og styrkja í þeirra miklu sorg. Öðrum ættingjum og vinum vottum við samúð okkar. Á þessari kveðjustund viljum við þakka Valgerði öll þau störf er hún hefur unnið fyrir Fák, svo og góða viðkynningu og vinskap á liðnum árum. Drottinn blessi hana að eilífu. Stjórn Fáks. Það er stutt milli hláturs og gráts - lífs og dauða. Við erum rétt búin að fagna félögum okkar í Fáki fyrir frábæra frammistöðu á heimsmeist- aramótinu í Hollandi, þegar við syrgjum annan góðan vin og félaga, hana Valgerði Gísladóttur. Mig setur hljóða. Við Vala erum búnar að þekkjast iengi. Okkar fyrstu kynni voru á dansleik hjá Hestamannafélaginu Fáki. Þannig var, að yinahópurinn sat við eitt borð, og þegar leið á kvöldið birtust ung og myndarleg hjón og spurðu hvort þau mættu setjast hjá okkur. Voru þar komin Valgerður og Gylfi, hún hvítklædd og glæsileg að vanda. Svo illa vildi til að það hellt- ist úr glasi yfir fötin hennar Völú og fannst hópnum móttökurnar ekki góðar, en Vala brosti sínu blíðasta, sagði þetta ekki vera neitt mál, við skyldum bara halda áfram að skemmta okkur og fór fram til að þvo það mesta úr. Þannig var Vala, alltaf jafn jákvæð. Við kynntumst þó ekki vel fyrr en seinna, þegar við fórum að starfa saman að félagsmálum Fáks og þá í kvennadeild. Vala var þá formaður kvennadeildar og fórst henni það verk vel úr hendi. Var það henni kappsmál að gera veg Fákskvenna sem mestan. Nokkrum árum seinna lágu leiðir okkar saman í aðalstjórn félagsins og þótti mér ljúft að starfa á ný með Völu. Ýmislegt gekk á og ekki vorum við alltaf sammála, en aldrei skildum við ósáttar. Til marks um trygglyndi hennar leið aldrei sú vika í öllum okkar vinskap að hún hringdi ekki í mig og á ég eftir að sakna þess sárt. Fyrir utan félags- málastörfin brölluðum við ýmislegt og vorum t.d. í hestakonuklúbbi sem stóð fyrir alls kyns uppákomum, okkur sjálfum til skemmtunar. Elsku Gylfi, Gísli Geir og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja ykkur. Guðlaug. Nú þegar sumarið er að kveðja og dagarnir styttast óðum berast okkur þau sorgartíðindi að hún Vala okkar sé látin eftir stutta en harða baráttu við skæðan sjúkdóm. Það er erfitt að sætta sig við að þessi dugmikla og lífsglaða kona sé í einu vetfangi hrifin burt úr hópi okkar. Þá rúmu viku sem Vala barðist við veikindi sín vonuðum við og trúðum að hún myndi bera sigur úr býtum, lífsgleði hennar var svo mikil og sterk. En einstaklingurinn má sín lítils gegn hinu almáttuga, því sem öllu ræður, og oft er erfitt að hlíta niðurstöðunni og skilja tilganginn hverju sinni. Hjónunum Valgerði og Gylfa og syninum Gísla Geir kynntumst við í tengslum við hestamennskuna og viljum við þakka þær mörgu góðu stundir sem við áttum saman. Gest- risni og höfðingsskapur voru aðals- merki þeirra og alltaf tóku þau á móti gestum sínum af alúð og glað- værð. Stutt innlit á fallegt heimili þeirra gat allt eins endað með veg- legri veislu, þar sem ekkert var til sparað, en þó var alltaf eins og hús- freyjan þyrfti aldrei mikið fyrir gest- unum að hafa. Henni var það svo í blóð borið að veita. Það var auðfund- ið að hjónin og fjölskyldan öll var afar samhent í starfi og leik enda ber heimili þeirra því sannarlega vitni. Vala hafði mjög gaman af ferða- lögum og margar voru ferðir þeirra hjóna norður í Skagafjörð í sveitina sem hún dáði svo mjög. Ófærð eða válynd veður á vetrum öftruðu þeim ekki að komast á fund vina sinna og syngja með þeim skagfirsku lög- in. Valgerður starfaði af ósérhlífni og dugnaði að félagsmálum hesta- manna. Hún hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum og lét þær óhikað í ljós. Það var í raun aðdáunarvert hversu mikill kraftur bjó í þessari konu og hve miklu hún gat komið í verk, en þó var eins og alltaf væri nógur tími aflögu til þess að sinna öðrum og þá sérstaklega yngri kynslóðinni. Þegar við síðast kvöddum Völu var hún full tiihlökkunar að leggja upp í ferð til útlanda til fundar við eiginmann og son. Lífið blasti við. Því er ennþá svo erfitt að trúa því að hún sé ekki lengur á meðal okk- ar. En góðar minningar getur enginn burtu tekið og þær munu lifa með okkur um ókomin ár. Elsku Gylfi og Gísli Geir, við biðj- um algóðan guð að veita ykkur styrk í sorg ykkar. Einnig vottum við ættingjum og öðrum aðstandendum innilega samúð. Blessuð sé minning Völu. Guðný Eysteinsdóttir, Guðný Björg og Þór. Hún Valgerður lést hinn 25. ág- úst sl. langt um aldur fram, tæplega 39 ára. Hún var fædd 25. október 1954, elst þriggja barna Sigríðar Skúladóttur og Gísla Jóhannessonar útgerðarmanns. Hún var gift Gyifa S. Geirssyni og einkasonur þeirra Gísli Geir er á átjánda ári. Það er erfitt að trúa því að þessi hressa og lífsglaða kona sé öll, en hún var ein- mitt á förum til útlanda í frí þegar hún veiktist og varð leiðarendinn annar en áformað var, endastöðin okkar allra. Fjölda ára starfaði hún í Lands- bankanum og valdi hún sér einkenn- isnafnið Vala víxill á því skeiði, en hún var ætíð hrókur alls fagnaðar. Seinni árin var hún hægri hönd föð- ur síns við útgerðina. Valgerður var kvenforkur, ákveð- in og dugleg í öllu er hún tók sér fyrir hendur, fijálsleg og ófeimin, léttlynd og ætíð dunandi hlátrasköll- in þar sem hún var. Hestamennska átti hug fjölskyldunnar allan og var hneggjara kunningjahópurinn stór. Fáksfélagar nutu krafta hennar í þágu félagsins óspart, s.s. formanns kvennadeildar, skemmtinefndar og gjaldkera. Veit ég að skarð hennar verður vandfyllt, því að hugmynda- flug hennar til að koma í kring hin- um ýmsu uppákomum virtist óþijót- andi, og framkvæmdin ekkert mál. Það er óhætt að segja að hún hafi lifað lífinu lifandi. Á tímamótum sem þessum, þegar klippt er á lífs- þráðinn svo til fyrirvaralaust, finnst mér eins og lífinu hafi oft á tíðum verið sóað, það hefði mátt hafa sam- skiptin meiri. Missir foreldranna og feðganna er mikill, ég veit að hennar vilji hefði verið að þeir takist sterkir á við líf- ið. Vonandi veitist þeim styrkur til þess. Hafdís Björnsdóttir. Hvað er það sem blæs lífi í lítil blóm, en fellir síðan stór og falleg tré? Hvað er það sem gefur veika von, en hrifsar svo á brott hinn stærsta draum? Hvað er það sem kveikir lítið ljós, en að lokum deyðir stærstu orkuver? Félagi er fallinn. „Svanur er nár á tjörn.“ Það tekur til hjartans að Valgerður Gísladóttir fyllir ekki iengur hópinn. Leiðir okkar Valgerðar lágu fyrst saman er ég hóf störf hjá hesta- mannafélaginu Fáki. Þá sat hún í varastjórn félagsins, en á síðasta aðalfundi var hún kosin gjaldkeri þess. Þrátt fyrir að Valgerður hafi verið ung þegar hún féll frá hafði hún þegar skilað miklu starfi í þágu félagsins. 011 hennar verk báru vott um kraft, dugnað og smekkvísi. Fyrir framlag hennar er hugur okk- ar Fáksfélaga fullur þakklætis. Kynni okkar Valgerðar voru því miður allt of stutt. Mér dylst þó ekki að þar fór valkyija, orkulind með hjarta meyjar og móður. Eiginmanni, syni, ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Valgerðar Gísla- dóttur. Haraldur Haraldsson. Elsku systir okkar, hún Valgerð- ur, er dáin eftir stutt veikindi, þessi kjölfesta í fjölskyldunni okkar varð fyrst til að kveðja okkur. Þetta gerð- ist allt svo hratt, hún var á leiðinni í fríið sitt og var búin að kveðja okkur öll með kossi og hlátri, en örlögin gera ekki boð á undan sér. Minningarnar streyma um huga okkar, alltaf var hún svo kát og hress. Því verður ekki lýst hversu stórt skarð er höggvið í líf okkar systkinanna og þá sérstaklega í líf mömmu og pabba sem hún sýndi ávallt mikla ástúð og umhyggju. Valgerður var ótrúlega atorku- söm, þegar vinnudegi lauk tók við hinn helmingurinn í lífi hennar, sem var fjölskyldan og þeirra sanna áhugamál, hestamennskan. Þar störfuðu þau að félagsmálum og tóku þátt í uppbyggingu hesta- mennskunnar af dugnaði og sóma. Uppi í hesthúsum dvöldust þau öllum stundum og víst er að þar áttu þau sér hreiður og marga góða vini. Við systkinin ólumst upp í vestur- bænum við gifturíkt atlæti foreldra okkar. Valgerður var elst og strax og hún hafði burði til fór hún að hjálpa mömmu við uppeldið á okkur yngri systkinunum, þar sem pabbi okkar var löngum á sjónum sem skipstjóri á sínu skipi. Þær mæðgur bundust miklum vináttu- og tryggðaböndum, sem voru ómetan- leg fyrir þær báðar. Eftir áratuga starfsferil á sjónum kom pabbi okkar loks í land fyrir fullt og allt og hóf Valgerður þá starf við útgerðina með honum. Óhætt er að fullyrða að þar var hún driffjöðrin rétt eins og annars staðar og reyndist pabba sínum ómetanleg hjálp. Valgerður hitti manninn sinn, Gylfa S. Geirsson, ung að árum og lék aldrei vafi á því að þar var kom- inn lífsförunautur hennar. Þau eign- uðust einn son, Gísla Geir, sem var augasteinn mömmu sinnar. Elsku Gylfi og Gísli Geir, Guð veri með ykkur og gefi ykkur styrk. Fyrir hönd ijölskyldunnar þökkum við læknum og starfsfótki Borgar- spítalans fyrir mjög góða aðhlynn- ingu. Guð blessi Valgerði. Helga Gísladóttir, Gísli Steinar Gíslason. Vinskapur okkar Völu og íjöl- skyldu hófst fyrir ekki svo ýkja löngu síðan, en hefur styrkst með hveiju árinu og með fráfalli Völu er stórt skarð höggvið í vinahóp okkar. Þau voru ófá kvöldin þar sem setið var, oft heima hjá þeim hjónum eða í hesthúsinu, málin rædd í þaula og þá var oft glatt á hjalla. Vala var þess konar höfðingi heim að sækja að aðrir eins eru vandfundnir, enda varð oft mannmargt og allir alltaf velkomnir. I kringum Völu var aldrei logn- molla, allt sem hún tók sér fyrir hendur var gert af festu, óbilandi áhuga, eldmóði og dugnaði sem ekki átti sinn líka. Þegar hún ætlaði sér eitthvað var ekkert gefið eftir og oft ótrúlega þungum hlössum velt. Það gustaði af henni þar sem hún fór og ekki voru allir alltaf sammála henni í einu og öllu, en það voru allir sammála um það að þar fór engin meðalmanneskja sem Vala fór. Það verður tómlegt um að litast í Víðidalnum í vetur því að skarð eftir svo stórbrotna manneskju sem Völu er vandfyllt. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni og vottum ykkur, Gylfi og Gísli Geir, okkar innilegustu samúð. Iiinrik og Hulda. Fleiri greinar um Valgerði Gísladóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. + Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Baldursgötu 6a, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. september kl. 13.30. Blóm afþökkuð en bent á líknarfélög. Ingólfur Ólafsson, Þorbjörg Lára Benediktsdóttir, Magnús Þorbergsson, Sigurður Hjörtur Benediktsson, Reynir Benediktsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Jóhannes Viðar Bjarnason, Karen Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Kær bróðir, ÓSKARJÓN EVERTSSON, andaðist á Elliheimilinu Grund 23. ágúst. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til hjúkrunarfólks, sem annaðist hann af alúð og kærleika. Hjartans þakklæti til frændfólks og vina fyrir auðsýnda samúð. Ragnheiður Evertsdóttir. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hlýju og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORBJARGAR ÞORVALDSDÓTTUR frá Önundarfirði. Guðmundur Ólafsson, Þorvaldur Ólafsson, Kristín Á. Ólafsdóttir, Eggert Óiafsson, Snjólfur Ólafsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Brynja Jóhannsdóttir, Óskar Guðmundsson, Sigrún Þorvarðardóttir, Guðrún S. Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BERGSVEINS SKÚLASONAR. Fyrir hönd okkar allra, Ingveldur Jóhannesdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát eiginmanns míns og föður okkar, ÁRNA ÁRSÆLSSONAR læknis. Erna Sigurleifsdóttir, Bergljót Árnadóttir, Leifur Árnason. + Innilegar þakkir faerum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, SIGURÐAR HERMANNS HANNESSONAR, fyrrverandi bifreiðarstjóra frá ísafirði. Anna Málfríður Sigurðardóttir, Hafsteinn Sigurðsson, Kristín Anna Bjarkadóttir, Eiríkur Hans Sigurðsson, Sigrún Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.