Morgunblaðið - 02.09.1993, Qupperneq 47
MORGUNBÍ.AÐH) FIMMTUDAGlijR '2.; SEPTEMBER 199,8
4g
Bréf til gamalla nemenda
á Staðarfelli o g Löngumýri
Frá Ingibjörgu Jóhannsdóttur:
Eg er 88 ára blind kona og mig
langar með hjálp Morgunblaðsins
að koma skilaboðum til gamalla
nemenda minna frá Staðarfelli og
Löngumýri.
Eg gleðst jafnan er ég frétti
um lífssigra barna eða unglinga
sem ég hefi þekkt. En því miður
veit ég ekki nema að litlu leyti um
afdrif blessaðra barnanna sem ég
kynntist á barnaheimili á Löngu-
mýri né um framtíð barna í sumar-
búðum Þjóðkirkjunnar sem þar
hófust. Ég hefi oft hugsað um
hvað hafi legið fyrir tveimur vinum
mínum, drengjum frá sumarbúð-
unum. Annar þeirra hafði misst
ungur föður sinn sem var prestur.
Hinn drengurinn hét Sigurður,
hann hafði einnig verið á barna-
heimilinu í Brekku. Ef þessir
drengir lesa þetta bréf, þætti mér
vænt um að þeir hefðu samband
við mig.
Mig minnir endilega að prests-
sonurinn héti Hannes. Hann sendi
mér mynd af sér á næstu jólum
eftir kynningu okkar þar sem hann
stóð skartklæddur fyrir framan
ímyndað altari. Hvaða ævistarf
beið þessa drengs ef honum hefur
orðið lífs auðið? Ég vona að ætt-
ingjar ágætrar konu, Siggu Moor
að nafni, sem búa í Reykjavík, lesi
þetta bréf. Ég er einnig skyld henni
í aðra ætt en þeir ættingjar sem
hún bjó hjá er hún var hér í Reykja-
vík. Ég hefi, því miður, tapað heim-
ilisfangi hennar. En eftir því sem
hún lýsti þessum ættingjum sínum
eru þeir vísir til að koma sér í
samband við mig.
Ég vil segja vinum mínum frá
því að ég á í fórum mínum efni í
bók sem nefnast mun gamlar og
Pokann heim
Frá Sigríði Þrastar:
ÁSTÆÐAN fyrir þessum bréfstúf
er sú, að ég fór ásamt fleiri farþeg-
um með Urvali-Útsýn til Mallorca
8.-29. ágúst sl., en var svo óhepp-
in að verða viðskila við gulan plast-
poka sem var fullur af varningi úr
Saga butique og fríhöfninni.
Mér er tjáð að íslenskur sam-
ferðafélagi minn hafi bjargað pok-
anum af farangursbandinu í flug-
stöðinni, þegar hann hafi verið bú-
inn að fara nokkra hringi þar.
Nú vænti ég þess, að sá hinn
sami bjargi honum alla leið til mín.
Ég er reiðubúin að borga „björgun-
arlaun“ verði þeirra krafist. Ég vil
geta þess að fararstjórar Úrvals-
Útsýnar aðstoðuðu mig við leit á
pokanum, en allt kom fyrir ekki.
í pokanum var m.a. Cartier-
eyrnalokkar og hálsmen, ferða-
geislaspilari, tungumálatölva,
margskonar fegrunarkrem og
rakspíri ásamt Grand mariner
flösku, þannig að ljóst er að tjón
mitt er talsvert.
Kæru farþegar, ég höfða til sam-
visku ykkar og heiðarleika.
SIGRÍÐUR ÞRASTAR,
Aðalstræti 27,
400 ísafirði,
s.: 94-4442-4542.
VELVAKANDI
NÝKEYPT
LISTAVERK
KRISTÍN Jónsdóttir hringdi og
vildi vekja athygli á því að nú
nýverið keypti Listasafn Íslands
listaverk eftir Kristján Guð-
mundsson, borgarlistamann, á
hálfa milljón króna. Verkið er
ryðgaður rörbútur sem hann
nefnir „Eyjólfur hét maður“. „Og
þannig er farið með fé skattborg-
aranna á stundum," sagði Krist-
ín.
GÆLUDÝR
Týndur högni
GULBRÖNDOTTUR og hvítur,
stór högni fór frá heimili sínu,
Bjarkarstíg 3, þann 23. ágúst sl.
Hann gegnir nafninu Brynjólfur
og er með bláa ól og bleika bjöllu
en er ómerktur. Hafi einhver
orðið hans var er hann beðinn
að hringja í síma 96-23292, Ak-
ureyri.
Kisa í óskilum
GRÁBRÖNDÓTT hálfvaxin læða
með gulu ívafi er í óskilum í
Seljahverfi. Kisa fannst sl. laug-
ardag og er hún ómerkt. Ef ein-
hver saknar kisu, þá eru upplýs-
ingar í síma 76848.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Svart Muddy Fox-hjól
SVART Muddy Fox-hjól, 21 gira
með hvítum gafli og bögglabera,
hvarf frá versluninni Mál og
menningu á Laugavegium föstu-
daginn 27. ágúst sl. Þeir sem
geta gefið einhveijar upplýsingar
um hjólið eru vinsamlega beðnir
að hringja í síma 20957.
Gullhringur
GULLHRINGUR með tveim silf-
urröndum fannst fyrir skömmu.
Inni í hringnum stendur Þín Elín
Rós. Upplýsingar hjá Bílastöð
Hafnarfjarðar, sími 650666.
Módelsmíðaður kross
MÓDELSMÍÐAÐUR kross á
keðju tapaðist fyrir ca. 2 vikum.
Ef einhver veit um krossinn, þá
vinsamlega hringið í síma 13308.
Bleikt seðlaveski
BLEIKT seðlaveski tapaðist í
Saga bíó þriðjudaginn 24. ágúst
sl. í sal A milli kl. 7 og 9. í vesk-
inu voru peningar, bókakort og
skilríki. Ef einhver veit um vesk-
ið, þá vinsamlega hafið samband
í síma 689388.
Wintex-úr tapaðist
WINTEX-úr tapaðist fyrir
skömmu. Úrið er með rauðbrúnni
ól með tökkum umhverfis skíf-
una. Fundarlaun. Upplýsingar í
síma 679410.
Gullhringur tapaðist
í VIKUNNI 16. ágúst sl. tapað-
ist gullhringur við Laugaveg eða
í gönguferð um Hafnarfjörð.
Hringurinn er tvær snúrur sem
mynda mynstur. Upplýsingar í
síma 609339 fyrir hádegi eða
eftir kl. 13 í síma 654324.
Ermaspæll tapaðist
ERMASPÆLL af blárri glans-
andi regnkápu tapaðist á leiðinni
Laugavegur, Frakkastígur, Bald-
ursgata. Upplýsingar í síma
21393.
nýjar myndir. Ég gleymdi að þakka
fyrir svo margt í litlu bláu bók-
inni: „Gengið á vit minninga".
Langar mig að reyna að bæta fyr-
ir þá vangá. Minningar koma til
mín og segja ákveðið: „Áttum við
það skilið að þú gleymdir okkur?“
Nei, vissulega áttuð þið það ekki
skilið, kæru minningar. Þessi bók
verður ekki prentuð nema ég eigi
vísa kaupendur. Bið ykkur vinsam-
lega að skrifa mér um vilja ykkar
í þessu efni.
Björg Jóhannesdóttir, sauma-
og hannyrðakennari, dvelur í
næsta herbergi við mig í aðhlynn-
ingarheimilinu Skjóli við Klepps-
veg í Reykjavík. Hún hefur verið
vinur minn og hjálparhella síðan
árið 1940. Þið vitið sem þekkið
hana að hún er vinur vina sinna.
Hún biður hjartanlega að heilsa
ykkur sem hún þekkir.
Megi guðs blessun hvíla yfir
ykkur öllum, hvert sem leiðir ykk-
ar liggja.
Ykkar einlægur vinur,
INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR,
fyrrverandi skólastjóri frá Löngu-
mýri, Kleppsvegi 64, Reykjavík.
Yfirlýsing
Frá Herði Vilhjálmssyni:
í tilefni af skrifum Baldurs Her-
mannssonar um deildarhagfræðing
Ríkisútvarpsins í Morgunblaðinu
29. ágúst síðastliðinn. Án þess að
svara bréfi Baldurs beint lýsi ég
yfir fullu trausti til deildarhagfræð-
ings Ríkisútvarpsins, Herberts V.
Baldurssonar. Störf hans í þágu
Ríkisútvarpsins frá því hann kom
til starfa í maímánuði árið 1988
hafa verið með ágætum. Fjölmargir
sem til þekkja munu mér sammála
um að Herbert hefur unnið að
áætlanagerð, íjárlagatillögum, eft-
irliti með samþykktum fjárhags-
áætlunum og fleiru af fyllstu alúð
og með góðum árangri.
Baldri Hermannssyni bendi ég á
að hugsa mál betur og frá fleiri en
einni hlið, áður en hann tjáir sig
um þau.
HÖRÐUR VILHJÁLMSSON,
fjármálastjóri Ríkisútvarpsins,
Efstaleiti 1, Reykjavík.
Pennavinir
ÞÝSK 23 ára stúlka, sálfræðinemi,
með áhuga á íslenskum hestum,
ferðalögum, sundi, skokki o.fl.:
Roxana Braun,
Kantstrasse 2,
D-50858 Köln,
Germany.
SAUTJÁN ára japönsk stúlka með
áhuga á kvikmyndum og bréfa-
skriftum:
Seiko Fujiki,
226 Sawahata,
Tateyama-machi,
Nakaniigawa-gun,
Toyama,
930-02 Japan.
LEIÐRÉTTIN G AR
Húsmæðra-
kennaraskóli Is-
lands
Við setningu minningargreinar
Gerðar Pálsdóttur og fleiri greina
um Vilborgu Björnsdóttur kennara,
í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðju-
dag, misritaðist nafn Húsmæðra-
kennaraskóla íslands. Skólinn var
nefndur Húsmæðraskóli íslands á
nokkrum stöðum en það er að sjálf-
sögðu rangt.
Morgunblaðið biðst velvirðingar
á þessum leiðu mistökum.
Bandarísk ferðaskrifstofa óskar eftir
EINUM starfsmanni til að opna útibú á íslandi.
Þarf að tala ensku og geta gert greiðslukortasamning við íslenskan banka
(Visa, Mastercard). Engrar starfsreynslu krafist, við sjáum um þjálfun.
Byrjar smátt - vex hratt. Sendið persónulegar upplýsingar til:
Innovative Travels
P.O. Box 6, Jackson, Wisconsin, 53037 USA
k
HEIMILISIÐNAÐARSKOLINN
Laufásvegi 2 - sími 17800
Heimilisiðnaðarskólinn býður upp á
eftirfarandi námskeið í september:
Bútasaumur, fatasaumur, útskurður, ofnar tuskumottur,
hekl, körfugerð, ullarvinnsla og snælduspuni.
Hvert námskeið kostar kr. 5.000. Kennt er á kvöldin einu
sinni í viku í fjórar vikur í húsi Heimilisiðnaðarfélagsins,
Laufásvegi 2.
Skráning og frekari upplýsingar í síma 17800 milli kl. 9
og 12 þessa viku.
I
s
V.
. J
Við bjóðum fullkomnar myndavélar, svart/hvítar og lit
og allan fylgibúnað.
• Úti og inni. • Aukið öryggi.
• Til sjós og lands. • Upplýsa misferli.
Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 67 37 37 og
fáðu nánari upplýsingar - við gætum sparað þér fé og
fyrirhöfn.
<J3>
NÝHERJI
Alltaf skrefi á undan
RADIOSTOFAN
SKIPHOLTI 37 - SÍMI 67 37 37
VANDAÐAR ÍPRÓTTAVÖRUR
FYRIR VETRARSPORTIÐ
OG SKÓLANN
ADIDAS skólabakpokar
fást (tveimur litum;
grænum og bláum.
verð: 2.490,- kr.
ADIDAS innanhússskór:
commltment /1 /inn
stærðlr:36-47 Kl.
SrJS,7 3.810,-kr.
Junlorlndoor m "VCn \rv>
stærðlr:28■ 35 Z./jU,' Ki.
SPORTHÚS
REYKJAVÍKUR
LAUGAVEGI 44. SÍMI 6 2 2 4 77
ÖHKIN 2141-6-25