Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA
Fyrsti sigur Vals á
útivelli í Evrópukeppni
Kristinn Lárusson gerði annað mark sitt íjafn mörgum Evrópuleikjum
VALUR vann fyrsta útsigur sinn í Evrópukeppni í gærkvöidi,
þegar liðið sigraði finnska liðið Mypa 47 með einu marki gegn
engu, íseinni leik liðanna íforkeppni Evrópukeppni bikarhafa
í Lahti í Finnlandi í gærkvöldi. Valsmenn sigruðu þvífinnska
liðið 4:1 samanlagt, og mæta skoska liðinu Aberdeen í 1.
umferð Evrópukeppni bikarhafa. Kristinn Lárusson skoraði
sigurmark Valsmanna á 68. mínútu, en hann gerði einnig mark
f fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli. Kristinn var valinn besti
leikmaður Vals af óháðri dómnefnd eftir leikinn.
HANDBOLTI
Úrvalslið
mætir 21 s
árs liðinu
Handknattleikslandslið leik-
manna 21s árs og yngri leikur
í kvöld gegn úrvalsliði íslenskra
handknattleiksmanna í íþróttahús-
inu við Austurberg klukkan 20. Leik-
urinn er liður í undirbúningi liðsins
fyrir heimsmeistaramótið sem haldið
verður í Egyptalandi síðar í þessum
mánuði.
Leikurinn er auk þess iiður í sam-
-^starfi HSÍ, Umferðarráðs og bif-
reiðatryggingafélaganna, en síðar-
greindir aðilar hafa ákveðið að
styrkja liðið vegna þátttöku þeirra
í HM. Aðgangur að leiknum verður
ókeypis en tekið verður á móti frjáls-
um framlögum frá þeim sem vilja
. styrkja strákana.
Úrvalsliðið, sem Einar Þorvarð-
arson aðstoðarlandsliðsþjálfari valdi,
skipa eftirtaldir leikmenn: Guðmund-
ur Hrafnkelsson Val, Bergsveinn
Bergsveinsson FH, Gunnar Bein-
teinsson FH, Konráð Olvason Stjöm-
unni, Einar G. Sigurðsson Selfossi,
Alfreð Gíslason KA, Guðjón Ámason
FH, Páli Ólafsson Haukum, Kristján
Arason FH, Sigurður Sveinsson Sel-
Lííossi, Gústaf Bjarnason Selfossi,
Skúli Gunnsteinsson Stjömunni og
Valdimar Grímsson Val.
I 21s árs landsliðinu em hins veg-
ar Ingvar Ragnarsson Stjörnunni,
Reynir Reynisson Víkingi, Þórarinn
Ólafsson Vai, Róbert Þór Sighvats-
son UMFA, Ölafur Stefánsson Val,
Páll Þórólfsson UMFA, Sigfús Sig-
urðsson Val, Jason Ólafsson Fram,
Jón Freyr Egilsson Haukum, Dagur
Sigurðsson Val, Valgarð Thoroddsen
Val, Aron Kristjánsson Haukum,
jírlingur Richardsson ÍBV, Patrekur
Jóhannesson Stjörnunni og Björgvin
Björgvinsson UBK.
Við skulum orða það þannig að
við höfum verið skynsamari,"
sagði Kristinn Bjömsson þjálfari
Vals þegar blaðamaður Morgun-
blaðsins spurði hvort þeir hefðu ver-
ið betri aðilinn í leiknum. „Við
ákváðum að gefa þeim eftir allavega
þeirra vallarhelming til að byrja
með. Við spiluðu nokkuð stífan
varnarleik í fyrri hálfleik, og settum
okkur það markmið að reyna að fá
ekki á okkur mark. Við gerðum
okkur auðvitað grein fyrir því að
þeir þurftu að vinna okkur með
tveimur mörkum og þeir myndu því
leggja eitthvað í sölumar í seinni
hálfleik, og þá ákváðum við að auka
sóknarþungan nokkuð. Við spiluð-
um í fyrri hálfleik með Tony [Anth-
ony Karl Gregory] einan frammi,
en í seinni hálfleik fengu kantmenn-
imir Hörður Már [Magnússon] og
Kristinn [Lárusson], ásamt Amljóti
[Davíðssyni] og Ágústi [Gylfasyni]
það hlutverk að stinga sér meira
fram með Tony, og dæmið gekk
upp. Við spiluðum mjög góða vörn,
Sævar var aftasti maður og hélt
þessu mjög vel saman,“ sagði Krist-
inn.
Oa Hörður Már Magnús-'
■ I son stakk sér upp
hægri kantinn, komst á auðan
sjó og náði skoti sem markvörður
Mypa varði vel í horn. Ágúst
Gylfason tók homspyrnuna,
sendi fasta sendingu á nærstöng
þar sem Kristinn Lárusson var
mættur og skaliaði hann í netið,
á 68. mínútu.
Markið var rothöggið
Kristinn sagði að þegar þeir hefðu
skorað á 68. mínútu hefði botninn
dottið úr leik finnska liðsins. „Tony
fékk mjög gott færi skömmu síðar,
og við náðum nokkuð góðum tökum
á leiknum. Ég myndi segja að þetta
hafí verið vel útfærður leikur af
okkar hálfu en við spiluðum auðvit-
að ekkert skemmtilega fyrir áhorf-
endur. Það stóðu allir leikmenn fyr-
ir sínu og þetta var fyrst og fremst
leikur liðsheiidarinnar," Kristinn
Björnsson.
Leggjum okkur alla fram
Kristinn sagði að leikurinn gegn
Aberdeen yrði auðvitað erfíður, en
þeir myndu leggja sig alla fram.
„Þetta hefur verið nokkuð mistækt
ár fyrir okkur Valsmenn í deild og
bikar, en það er góður andi í hópn-
um og allir tilbúnir til að sýna hvað
í þeim býr, og við mætum til leiks
á móti Áberdeen fullir af eldmóð,
við höfum engu að tapa,“ sagði
Kristinn Bjömsson.
Tvö mörk í tveimur leikjum
„Auðvitað er alltaf gaman að
skora, og það er sérstaklega gaman
að skora í Evrópuleikjum. Það gerir
þetta reyndar enn ánægjulegra að
hafa skorað í hinum leiknum líka,
tveir leikir og tvö mörk er alveg
frábært," sagði Kristinn Lárusson
leikmaður Vals, en hann gerði sig-
urmarkið í leiknum. „Það er ekki
hægt að segja að þetta hafi verið
auðveldur leikur, en við spiluðum
mjög vel, pössuðum okkur vel til
að byrja með og spiluðum stífan
vamarleik. Við vorum undir nokk-
urri pressu á tímabili í fyrri hálf-
leik, þeir fengu þokkalega góð færi
og þetta hefði getað farið öðmvísi
hefðu þeir nýtt eitthvað af þeim
fæmm sem þeir fengu í fyrri hálf-
leik. Sóknimar stoppuðu bæði á
vöminni og á Bjarna [Sigurðssyni],
sem varði mjög vel. En seinni hálf-
leikurinn var ekki eins erfiður, enda
minnkaði pressan. Markið kom eins
og köld vatnsgusa framan í þá og
þeir hálfpartinn gáfust upp.“
Aðspurður sagði Kristinn Láms-
son að það yrði ömgglega mjög gam-
an að mæta Aberdeen, en það yrði
jafnframt mjög kreijandi verkefni.
ÚRSLIT
Mypa47-Valur 0:1
Lathi Finnlandi, Evrópukeppni bikarhafa,
forkeppni, miðvikudaginn 1. sept. 1993.
Aðstæður: Mjög góður völlur, aðstæður
mjög góðar, logn en heldur kalt.
Mark Vals: Kristinn Lárusson (68.).
Gult spjald: Jón S. Helgason (18.) fyrir brot
Rautt spjald: Enginn.
Dómari: Bezubjak (Rússlandi), var mjög
sanngjam.
Áhorfendur: Um 800.
Valur: Bjami Sigurðsson - Jón Grétar Jóns-
son, Sævar Jónsson, Jón S. Helgason, Bjarki
Stefánsson - Hörður Már Magnússon, Arn-
ljótur Daviðsson (Guðmundur Brynjólfsson
83.), Steinar Adolfsson, Ágúst Gylfason,
Kristinn Lámsson (Sigurbjöm Hreiðarsson
75.) - Anthony Karl Gregory.
Ísland-Litháen 2:1
Grindavíkurvöllur, undankeppni EM U-16
ára landsliða, miðvikudaginn 1. sept. 1993
Aðstæður: Hæg austan gola, skýjað og
völlurinn háll.
Mörk íslands: Ásgeir Ásgeirsson (43.),
Þorbjöm Sveinsson (49.).
Mark Litháen: Benjaminus Zelkevicius
(69.).
Gult spjald: Vaioas Lukosevicius (32.) fyr-
ir brot.
Rautt spjald: Enginn.
Áhorfendur: Um 200.
Dómari: Timmons, Skotlandi.
Línuverðir: Sandra, Belgíu og Johansson,
Sviþjóð.
ísland: Gunnar Magnússon, Rúnar Ágústs-
son, Sigurður Haraldsson, ívar Ingimars-
son, (ívar Benediktsson 65.), Guðmundur
Sigurðsson, (Amar Viðarsson 3.), Jón Freyr
Magnússon, Láms Long, Ásgeir Ásgeirs-
son, Eiður Guðjohnsen, Valur Gíslason,
Þorbjörn Sveinsson.
Litháen: Vytautas, Marius, Andrius, Vaid-
as, Mantas, Tomas, (Gintaras 55.), Evald-
as, Nerijus, Edmundas, Benjaminus, Mart-
ynas, (Nerijus 79.).
Ikvöld
Knattspyrna
1. deild kvenna:
Neskaupstaður...Þróttur - ÍA
Átta liða úrslit 4. deildar:
Stöðvarfjörður....KBS - Hvöt
HBáðir leikimir hefjast
klukkan 17.30.
I OPNA
BUNAÐARBANKA MÓTIÐ Háforgjafarmót í
GOLFl
Laugardaginn 4. September 1993
Mótsstaður : Bakkakotsvöliur Mosfellsdal Sími á mótsstað 668480
Skráning : Fimmtudaginn 2. september og
Föstudaginn 3. september klukkan 17,00 til 21,00 síma 668480.
Fyrirkomulag.... I Styrktaraðili : 18holuhöggleikur Verðlaun með og án forgjar. Byijað að ræsa kl. 8,30 Þátttakendur með forgjöf 20 og hærri. Munið forgjafarskírteinin. Mótsgjald kr. 1.500
Golfklúbbur Bakkakots Mosfellsdal.
EM 16 ARA OG YNGRI
Náðum settu markmiði
— sagði þjálfari íslands sem komst í úrslitakeppnina
1B^\Lárus Long lék upp hægri kant og upp að endamörkum
«^#þar sem hann gaf fýrir markið beint á Asgeir Ásgeirsson
sem afgreiddi boltann snyrtilega í markið af markteig á 43. mínútu.
2«^\Ásgeir Ásgeirsson og Jón Freyr Magnússon léku sig í gegn
■ \#vinstra megin og Jón sendi fyrir markið þar sem Þorbjörn
Sveinsson skallaði yfir markmann Litháen af markteig á 49. mínútu
og i netið.
2« H| Á 69. mínútu vann Benjaminus Zelkevicius boltann á
■ | miðjunni og lék í átt að marki ísland og skaut af vítateig
föstu skoti sem fór undir Gunnar Magnússon sem kom hendi í boltann
en hélt ekki.
ÍSLENSKA drengjalandsliðið í
knattspyrnu tryggði sér sæti í
16 liða úrslitum Evrópumóts
drengjalandsliða,þegar liðið
sigraði Litháen 2:1 í undan-
keppni EM í Grindavík í gær.
íslenska liðið var í riðii með
Wales og Litháen og lagði báð-
ar þessar þjóðir. „Við náðum
því markmiði að komast í loka-
keppnina sem er mjög ánægju-
legt" sagði Magnús Einarsson
þjálfari íslenska liðsins eftir
leikinn.
Islensku strákarnir sýndu getu
sína strax í fyrri hálfleik og
léku skemmtilega saman úti á
vellinum. Þeir sköpuðu sér fjölda-
mörg færi en bolt-
Frímann inn fór annaðhvort
Úlafsson hárfínt framhjá
skrifar markinu, yfir það
eða í hendur mar-
kvarðar litháska iiðsins. Fyrra
mark íslendinga kom strax í byrjun
seinni hálfleiks og eftir það gerðu
þeir harða hríð að marki Litháen
en eftir seinna markið komust
gestirnir meira inn í leikinn og
minnkuðu muriinn. Sigur íslenska
liðsins var þó ekki í hættu og þeir
gengu sigurreifir af velli eftir að
dómarinn flautaði leikinn af.
Allt liðið á hrós skilið fyrir ágæt-
an leik, sérstaklega í fyrri hálfleik
og byrjun þess seinni. Boltinn var
látinn ganga milli manna og sam-
spil oft með ágætum.
„Ég er mjög ánægður með
sigurinn, þetta var mjög gott hjá
okkur, vel spilaður leikur. Við hefð-
um átt að skora fleiri mörk en
þetta vannst. Hópurinn er mjög
góður og í honum eru vel spilandi
menn og það leggst vel í mig að
vera kominn í úrslitakeppnina,“
sagði Valur Gíslason fyrirliði ís-
lands eftir leikinn.
ÚTSALA 20-60% AFSLÁTTUR
Síöustu dagar »hummel ^
jþróltaskór, íþróttagallar, bolir, sundfatnaður, dúnúlpur, regnfatnaður o.fl. Ármúla 40 ■ Sími 813555 og 813655