Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 7 Jarð- skjálfta- hrina við Krísuvík Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir við Krísuvík frá því kl. 5 aðfaranótt laugardags. Sterkustu kippirnir mældust 3,2 til 3,3 stig á Riehter-kvarða. Verulega hafði dregið úr skjálftum síðdegis í gær. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings fór að bera á jarðskjálftum um hádegisbil á laug- ardag og voru upptök skjálftanna um 10 km vestan við Krísuvík, ná- lægt Fagradalsfjalli. Hrinan náði hámarki að morgni sunnudags og stóð fram yfir hádegi en síðan dró úr henni er leið á daginn. Aðfaranótt mánudags urðu nokkrir snarpir kippir nálægt Krísu- vík, rétt við Kleifarvatn, sterkustu kippirnir voru 3,2 tii 3,3 stig á Richt- er-kvarða. Stóð sú hrina fram eftir degi og var enn ekki lokið á mánu- dagskvöid þótt engir stórir skjálftar hafi orðið seinni partinn í gær. Að sögn Ragnars vöknuðu menn við skjálftana í Krísuvík á mánudags- morgun. Ragnar sagði ekkert óvanalegt við skjálftahrinur á þessu svæði þótt nokkuð mörg ár séu síðan komið hafi hrina sem átti upptök sín á nákvæmlega þessum sama stað. Hann sagði þær yfirleitt standa yfir í tvo til þijá daga þannig að ef að líkum lætur væri þessi að fjara út. Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson Strengur lagður UNNIÐ að lagningu rafmagns í innsveitum Reykhólasveitar. Reykhólasveit í Barðastrandasýslu Rafmagn lagt í jörð vegna ísingarhættu Miðhúsum. ORKUBÚ Vestfjarða er að láta leggja rafmagn í jarðstreng á milli bæjanna Hóla og Kambs í Reykhólasveit. Sú leið er um 3,2 km. Auk þessa eru settar nýjar spennustöðvar og nýjar heimtaugar sem eru um 700 metrar. Ár eftir ár hefur myndast kulda- pollur á þessu svæði og brotið staura og slitið línur á Reykhólasveitarlín- unni en Vestfjarðalína sem liggur á svipuðum slóðum hefur nær alltaf staðið ísinguna af sér. Kostnaður við þetta verður um 5 milljónir og ættu íbúar í Reykhóla- hreppi að búa við aukið öryggi hvað rafmagn varðar. Þorsteinn Sigfússon, Hólmavík, sem er svæðisstjóri hér sér um fram- kvæmd en verkið er unnið af Hagvon hf. og starfsmönnum Orkubús Vest- fjarða. Vírinn er plægður niður með sérbúinni ýtu frá Blönduósi sem er með plóg er plægir vírinn í um eins metra dýpt og áhaldi sem hristir fínt efni úr jarðveginum ofan á kapalinn. - Sveinn. Fyrstu mælingar Islendinga í Smugunni Ekki marktækar töl- ur sökum lítils afla HALLDÓR Nellet, íslenski veiðieftirlitsmaðurinn í Smugunni, hefur sent sjávarútvegsráðuneytinu skeyti um fyrstu mælingar um borð i tveimur togurum. Undirmálsfiskur reyndist töluverður en Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins, segir að afla- magnið sem mælt var hafi verið svo lítið að tölurnar séu ekki mark- tækar og muni sjávarútvegsráðherra bíða frekari upplýsinga áður en ákvarðanir verða teknar um framhaldið. Eftirlitsmaðurinn fór um borð í togarana Má og Snæfuglinn. Um borð í Snæfuglinum var mælt 1,4 tonna hal eftir sex tíma og reyndist tonn af því þorskur. Af þorskinum voru 20% undir 47 cm sem eru við- miðunarmörk Norðmanna og 29,1% reyndust undir 55 cm sem eru við- miðunarmörk íslendinga. Aflinn um borð í Má reyndist enn minni eftir 6 tíma hal eða 800 kg af þorski. Af þorskinum reyndust 17,9% undir 47 cm og 31% undir 55 cm. Almanak fyrir Island árið 1994 komið út VERIÐ er að dreifa á sölustaði Almanaki fyrir ísland 1994, sem Háskóli Islands gefur út. Þar er að finna dagatal fyrir komandi ár með upplýsingum um flóð og gang himintungla, sjávarföll, sólargang og stjörnukort. Þar er einnig að finna upplýs- stjörnufræðingur hjá Raunvísinda- ingar um reikistjörnur og hnetti stofnun Háskólans hefur reiknað himingeymsins, tungl reikistjam- almanakið og búið til prentunar. í anna, seguláttir hér á landi, veð- ritinu er fróðleg grein eftir Þor- urathugunarstöðvar, vindstig, veð- stein um brandajól, þar sem leitað urhraða og veðurmet hér á landi, er skýringa á þessu heiti. Almanak- myrkva, tímaskiptingu jarðar, há- ið kemur út í tæplega 6 þúsund tíðisdaga á næstu árum og sitthvað eintökum, en auk þess eru prentuð fleira. 2.500 eintök sem Þjóðvinafélagið Þetta er 158. árgangur alman- gefur út sem hluta af sínu alman- aksins. Dr. Þorsteinn Sæmundsson aki með leyfi Háskólans. Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir Tilþrif í Skrapatungurétt ÓHÆTT er að segja að mikið hafi verið um að vera í Skrapatungurétt í Austur-Húnavatnssýslu á sunnudag. Fjölmenni var við réttina og hross- in aidrei fleiri eða um 1.200 að sögn Valgarðs Hilmarssonar oddvita í Engihlíðarhreppi. Engu að síður segir hann að réttarstörf hafi gengið vel en eins og sést að ofan sýndu menn á stundum mikil tilþrif. Fremst á myndinni má sjá Ævar Þorsteinsson hrossaræktanda í Enni. Háskólabíó kært til Samkeppnisráðs MYNDBANDALEIGAN Videóheimar í Fákafeni hefur kært stjórn Háskólabíós til Samkeppnisráðs vegna þess að bíóið hafi ekki virt úrskurð Samkeppnisstofnunar um að myndabandaútgefendum beri að láta af ólögmætum viðskiptaháttum. Arni Ólafur Hjartarsson hjá Samkeppnisstofnun segir að unnið sé að greinargerð í málinu fyrir Samkeppnisráð og Háskólabíó hafi fengið frest til að svara kær- unni. Friðbert Pálsson, forsljóri Háskólabíós, segir að þeir séu mjög hissa á þessari kæru enda sé farið með rangt mál í henni. Samkvæmt upplýsingum frá Ár- dísi Þórðardóttur talsmanns Videó- heima lækkaði Háskólabíó afslátt sinn til Videóheima í refsingarskyni þegar myndbandateigan neitaði að ganga í Myndmark. í framhaldi af úrskurði Samkeppnisstofnunnar um að Myndmark hefði gerst brotlegt við samkeppnislög hafi Háskólabíó aðeins leiðrétt afslátt sinn til Videó- heima aðeins um helming af upphaf- legum afslætti. Árdís segir að Háskólabíó hafi ekki virt úrskurð Samkeþpnisstofn- unar og því hafi Videóheimar óskað eftir því að stofnunin beitti bíóið dagsektum til að það starfaði að lög- um. Ekki réttar upplýsingar Friðbert Pálsson segir að Háskóla- bíó hafi skilað af sér greinargerð í málinu og það því ekki lengur í þeirra höndum. Hins vegar byggi kæra Videóheima á röngum upplýsingum og því hafi hún komið þeim á óvart. Tölvur Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 3. október nk., fylgir blaðauki sem heitir Tölvur. í þessu blaði verður umfjöllun á ýmsum sviðum tölvumála, bæði hvað snýr að fyrirtækjum, einstaklingum og áhuga- og atvinnufólki. Fjallað verður sérstaklega um starfsmannamenntun á tölvusviði, gerð úttekt á helstu ritvinnsluforritunum, litið á hugbúnað fyrir margmiðlun, leiðir við val á einstaklingstölvum, væntanlegar tölvusýningar og næstu skrefin í þróun netkerfa skoðuð, svo nokkuð sé nefnt. Þeim sem áhuga hafa á ah auglýsa í þessum blahauka er bent á ah tekih er vih auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 27. september. Nánari uppljsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Helga Gubmundsdóttir og Petrína Olafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 69 1111 eha símbréfí 69 1110. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.