Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993
fólk f
fréttum
Skrapatungurétt
MÖNNUM taldist til að ekki færri en 1.200 hross væru í réttinni á sunnudag.
GÖNGUR
Eins og í Dal hestanna
r | ''veir síðustu dagar hafa verið
JL hreint út sagt frábærir en
skemmtilegast af öllu var að ríða
á íslenskum hesti fram Laxárdal-
inn í gær. Veðrið var yndislegt
og dalurinn einstaklega fallegur
og ósnortinn. Mér leið eins og ég
væri komin inn í skáldsöguna Dal
hestanna og fyrr en varði myndu
landnemarnir koma á móti okk-
ur,“ sagði Kathy Merryman frá
Santa Cruz í Kaliforníu eftir að
hún hafði tekið þátt í göngum og
réttum í Skrapatungu með bænd-
um í Austur-Húnavatnssýslu um
síðustu helgi.
Bændumir hafa í samvinnu við
Ferðamálafélag Austur-Húna-
vatnssýslu tekið sig saman um
að gefa almenningi kost á taka
þátt í göngum á Laxárdal og rétt-
arstörfum í Skrapatungurétt, um
12 km frá Biönduósi, þijú undan-
farin haust. Reynslan g.f þessari
nýbreytni í ferðaþjónustu hefur
verið einkar góð og óhætt er að
segja þeir 20 ferðamenn, innlend-
ir jafnt sem erlendir, sem tóku
tilboði bændanna um síðustu
helgi, hafi ekki orðið fyrir von-
brigðum og spillti þá ekki einstök
veðurblíða bæði á laugardag og
sunnudag.
Kathy var ein þeirra sem tók
þátt í göngunum. „Ég hafði ætlað
að skipuleggja alla íslandsferðina
heima en af því að mér gekk illa
að afla upplýsinga um landið
hætti ég við og spurðist einfald-
lega fyrir um það hjá BSÍ hvað
ég gæti gert þessar tvær vikur
sem væri dæmigert íslenskt. Kon-
an sem ég talaði við var mjög
almennileg og skipulagði alla
ferðina fyrir mig. Meðal þess var
ferðin hingað en ég gisti hjá ís-
lenskri bændafjölskyldu á Geita-
skarði í Langadal. Hún tók mjög
vel á móti mér og þegar ég fór í
göngumar voru allir mjög hjálp-
legir við að kenna mér á hest-
inn,“ segir Kathy.
Rólegt fólk
Hún lætur mjög vel af íslend-
ingum. „Fólk er kannski ekki sér-
lega opið til að byija með en um
leið og þú kynnist því er það mjög
elskulegt og rólegt, eins og hest-
amir. I Ameríku eru þeir miklu
styggari. Mér fannst líka alveg
frábært hvernig bændurnir vom
tilbúnir til að lána ókunnugum
hestana sína. Þeir virtust ekki
hafa neinar áhyggjur af því að
þeir myndu hugsa ver um þá en
þeir sjálfir. Svo finnst mér líka
gaman að sjá, hérna í réttinni,
hvemig. allir hjálpast að við að
koma hrossunum í réttan dilk.
Mennimir em svo rólegir og sam-
hentir,“ sagði Kathy.
Kathy, sem hafði ekki farið í
göngur eða réttir áður, hefur orð
á því að íslenskir bændur hafí
gott úthald. „Þeir lögðu af stað í
göngur eldsnemma í gærmorgun
og voru á hestbaki í allan gær-
dag. í gærkvöldi dönsuðu þeir svo
fram til kl. 3 og voru komnir aft-
ur í réttina fyrir hádegi í dag.
Þetta er alveg ótrúlegt," segir hún
og minnist sposk á að sumir þeirra
hafi jafnvel fengið sér eitthvað í
staupinu líka. Hún vill þó ekki
meina að það þýði að þeir drekki
meira en landar hennar. „Ég held
einfaldlega að fólk fari ekki eins
leynt með áfengisneyslu sína hér
og heima,“ segir Kathy, staðráðin
í að koma aftur til íslands og vera
þá mun lengur, kannski 2-3 mán-
uði.
Texti: Anna G. Ólafsdóttir.
Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir
Með Trölla
KATHY og Trölla frá Síðu samdi vel.
Áfram veginn
VIÐ Kirkjuskarð á Laxárdal bættist nokkur fjöldi reiðmanna við hóp gangnamanna sem fyrir var og
er talið að áttatíu og þrír hafi fylgt hrossahópnum þaðan og í réttina.
vildir þú vera án þess:
ISLEN5KSR BÆNDUR
SÉRPANTANIR
jíltlíl11 0 , Mg*- IIaÍÁa* Borgartúni 29 sími 620640
Þú svalar lestrarþörf dagsins
‘ stóum Moggans! y