Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993
13
Enn ein hremm-
ing Miðbæjarins
eftirJón Aðalstein
Jónsson
Ótrúlega lítil umræða hefur átt
sér stað af hálfu almennings í sam-
bandi við væntanlegt dómhús
Hæstaréttar íslands, sem rísa á á
horni Lindargötu og Ingólfsstrætis,
bak við hið fallega og stílhreina
Safnahús. Tvær greinar hafa þó
komið fyrir augu mín og eins viðtal
við Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt,
sem sæti á í skipulagsnefnd borgar-
innar. Þau, sem hér hafa komið
fram, hafa að vonum bent á, hvílíkt
slys hér er enn í uppsiglingu í skipu-
lagi Miðbæjarins í augum þeirra,
sem hafa þau vel opin. Raunar erum
við borgarbúar þegar orðnir ýmsu
vanir í þessum efnum, svo að marg-
ir eru hættir að kippa sér upp við
þá stílbrjóta í byggingarmálum
Reykjavíkur og staðsetningu
ýmissa stórhýsa, enda raunin sú
að ráðamenn hlusta tæplega á þá,
sem malda í móinn, hvað þá að
fara eftir ábendingum þeirra.
Allir muna eftir þeim umræðum
og mótmælum, sem fram komu um
staðarval Seðlabankahússins og
Ráðhússins. Þar varð engu tauti
komið við ráðamenn, og raunar
espuðust þeir í þijózku sinni, í hvert
sinn sem rætt var um staðarvalið
og mótmæli höfð í frammi. Nú held
ég allir geti séð með eigin augum,
hversu vel — eða hitt þótt heldur —
þessi hús sóma sér í þeim gamla
og virðulega Miðbæ. En enn á að
bæta gráu ofan á svart.
Fyrir hverjar kosningar er talað
um „háttvirta kjósendur" og um
leið talað ijálglega um lýðræði og
lýðræðisást. Þetta eru fögur orð.
Víst megum við, almennir borgar-
ar, segja hug okkar og deila á for-
ystumenn okkar og gerðir þeirra,
þegar við teljum ástæðu til, án þess
að eiga á hættu að verða fyrir mikl-
um óþægindum eða hnepptir í
fjötra. Það ber að sjálfsögðu að lofa.
Hitt virðist hins vegar rík regla,
þegar kosningar eru gengnar um
garð, að daufheyrast við ábending-
um eða mótmælum almennings,
þegar honum finnst skammsýni eða
ráðleysi kjörinna fulltrúa sinna
keyra um þverbak. Sjálfur þekki
ég af nokkurri reynslu við skipu-
lagsyfirvöld borgarinnar, að þau
álíta auðsæilega oft þarflaust að
koma fram með aðfinnslur og
ábendingar, jafnvel þótt verið sé
að benda á frávik frá samþykktu
skipulagi. En snúum okkur að
Hvað er Indriða
á höndum?
eftirHeimi Steinsson
Ekki veit ég, hvað Indriða G.
Þorsteinssyni gengur til að slást upp
á mig í blaðagrein, - alsaklausan
mann af nokkurri ótukt í garð þessa
upplitaða ritsnillings. Ég hef ætíð
litið Indriða fremur hýru auga sem
skáld og jafnvel allt að því geðsleg-
an þjóðrembing, - þó lítið eitt skop-
legan jafnan. Bevísanlega hef ég
aldrei hallað orði á Indriða, enda
ekki lagt það í vana minn að abb-
ast upp á förunauta mína að ósekju.
Auk alls annars er ég hræddur við
afburðamenn eins og Indriða, - og
dytti víst seint í hug að senda hon-
um hnútu að tilefnislausu.
En í dag - fimmtudaginn 16.
september - er ég vanda vafinn
og hef kallað yfir mig þykkju þjóð-
mærings án þess að vita, hvað hon-
um er á höndum.
„Utvarpsstjóri missteig sig í
embætti," segir Indriði G. Þor-
steinsson í föðurlegum umvöndun-
artóni, en skellir síðan á skeið og
bætir við:.og hlýddi kvartskjóð-
um, sem óttuðust að loðmullunni
sem einkennir Ríkisútvarpið - báð-
ar stofnanir - yrði svipt af þeim
eins og sæng.“
Þungt er undir að búa vígfimi
ofurmennisins. Gjafír eru yður
gefnar. Kvartskjóður skuluð þér
heita — og „loðmulluher". Sitja
skuluð þér uppi með kauðlega palla-
dóma Indriða G. Þorsteinssonar,
hvað sem líður málefnum og við-
horfí alls þorra manna.
Indriði er vísast búinn að gleyma
því, að þegar útvarpsstjóri „mis-
steig“ sig í vetur guldu 63 af hveij-
um 100 íslendingum „misstiginu"
jákvæði sitt. Og þegar „misstigið“
var „leiðrétt" með brauki og bramli,
voru 83 af hveijum 100 íslending-
um andvígir „leiðréttingunni".
Þetta lætur Indriði G. Þorsteins-
son sér að sjálfsögðu í léttu rúmi
liggja. Hálfu ári eftir atburðina
hrifsar hann upp málið í framhjá-
hlaupi og lætur eins og enginn hafi
tjáð sig um það, en honum einum
væntanlegu dómhúsi.
Ég hygg að allir geti tekið undir
þau orð Magnúsar Thoroddsens
hæstaréttarlögmanns, þegar hann
talar um, að varla hafí verið hægt
að velja dómhúsinu lakari stað i
Reykjavík. Bendir hann á, að lóðin
sé allt of lítil og .svo sé þegar of
byggt á þessu svæði. Hið þriðja er
þó alvarlegast, að dómhúsið mun
skyggja svo á hið fallega Safnahús,
að það nýtur sín engan veginn eft-
ir það. Það er líka rétt hjá Magn-
úsi, að dómhús Hæstaréttar íslands
á að vera fögur bygging og á stað,
þar sem hún nyti sín úr öllum átt-
um. Þess vegna ætti að velja húsinu
stað, þar sem fátt skyggði á það.
Ég fæ ekki heldur séð, að dómhús
þurfí endilega að vera í Miðbænum.
Sama hefði auðvitað einnig getað
gilt um Seðlabankahúsið, sem er
búið að eyðileggja hið fallega út-
sýni, sem var af Arnarhóli í átt til
Engeyjar, Kjalarness og Esjunnar.
Og nú á að þrengja bæði að Amar-
hóli að austanverðu og eyðileggja
með öllu bakhlið Safnahússins.
Skipuleggjendur borgarinnar virð-
ast ekki hafa áttað sig á því, að
gatnakerfí borgarinnar er orðið svo
gott í flestum greinum, að fjarlægð-
ir skipta nær engu máli. Menn kom-
ast auðveldlega milli hverfa og oft-
ast án mikilla tafa. Þess vegna rek-
ur ekki nauður til að hrúga öllum
opinberum byggingum á þegar of
hlaðinn Miðbæ Reykjavíkur.
Halldór Þorsteinsson bókavörður
segir réttilega í grein í Mbl. 10.
þ.m., að væntanlegt dómhús sé „í
óþolandi nálægð við Safnahúsið"
og það sé beinlínis stílbrot og
smekkleysa að hola því niður á
þennan þrönga reit. Þá minnist
hann einmitt á annað, sem töluvert
var rætt á sínum tíma, en það var
sú smekkleysa, að þröngva Þjóð-
leikhúsinu niður austan við Safna-
húsið. Þá voru það valdamikil yfír-
völd, sem eins og nú skeyta hvorki
um skömm né heiður, og taka ekk-
ert tillit til skynsamlegra ábendinga
almennings. Og nú er þetta væntan-
Jón Aðalsteinn Jónsson
„Ég hygg að allir geti
tekið undir þau orð
Magnúsar Thoroddsens
hæstaréttarlögmanns,
þegar hann talar um,
að varla hafi verið hægt
að velja dómhúsinu lak-
ari stað í Reykjavík."
lega stílbrot sýnu verst og með því
verið, eins og Halldór segir, að
„farga bersvæðinu, sem Safnahús-
inu er þó algjör nauðsyn eða for-
senda til þess, að það megi njóta
sín til fulls í allri sinni dýrð og
reisn“. Ég á eins og allir þeir, sem
ég hef heyrt tala um þessa ákvörð-
un skipulagsyfirvalda, engin orð
yfir þeirri skammsýni, sem ræður
hér ríkjum. Þá er það rétt, sem
Halldór segir, að hlutur arkitekta
er lítt til sóma í þessum efnum.
Þeir sýna einnig liðnum starfsbróð-
ur og verki hans mikla lítilsvirðingu
með því að mótmæla ekki þessu
staðarvali. Auðvitað er það rétt, að
þeir hefðu væntanlega getað komið
í veg fyrir þetta slys með því að
hundsa með öllu þá samkeppni, sem
fram fór um dómhúsið.
Þá er hlutur borgaryfírvalda lítt
til sóma. Samþykkt mun hafa ver-
ið, að vesturgafl dómhússins yrði í
sömu línu og vesturgafl Safnahúss-
ins. Er þá ljóst, að einhver hefur
séð, að þannig lokaðist húsið ekki
alveg af frá norðvesturhorninu. En
svo mun hafa „gleymzt“ að geta
þessarar samþykktar, þegar útboð-
ið kom fram. Og hvað gerist? Verð-
launateikningin nær alveg að Ing-
ólfsstræti og þrengir þá auðvitað
enn frekar að Safnahúsinu. Og
þetta er látið óátalið þrátt fyrir fyrri
samþykkt um styttra hús. Þá segir
svo í Mbl. 29. ágúst sl., þar sem
gerð er grein fyrir verðlaunateikn-
ingunni: „Nýbygging Hæstaréttar
er breiðust og hæst í vesturenda
við Ingólfsstræti, svo hlutföll gafl-
veggjar nái jafnvægi við Arnarhvál
og Safnahúsið." Ég skil þetta nú
ekki almennilega, enda ekki arki-
tekt. Hins vegar fæ ég ekki betur
séð, en þetta eyðileggi með öllu sýn
til norðvesturhliðar Safnahússins.
Þá er og ljóst, að arkitektar þeir,
sem verðlaunin hlutu, voru meira
að hugsa um Arnarhvál en Safna-
húsið, þegar gengið var frá vestur-
hluta dómhússins. Þar segir sem
sé: „Vesturgafli Hæstaréttar er
snúið um 2 gráður í austur og norð-
vesturhornið dregið í boga svo inn-
gangur í Arnarhvál sjáist vítt að.“
Ljóst' er, að þeir meta meira inn-
ganginn í Arnarhvál en hina gömlú
og stílhreinu byggingu, sem reist
var af miklum stórhug í stjórnartíð
Hannesar Hafsteins, hins fyrsta
ráðherra íslands.
Ég er sannfærður um, að þeir,
sem lifa i lok næstu aldar eða á
22. öld, eiga eftir að hneykslast
yfir þeirri skammrýni, sem ráðið
hefur ríkjum í staðarvali þeirra stór-
hýsa, sem hér hefur verið minnzt
á. En þá verða þeir ráðamenn eins
og við hinir, sem engu megum ráða
nema í kringum kosningar, gengnir
fyrir ætternisstapa og löngu komn-
ir úr kallfæri. Ég held þeim sé það
líka fyrir beztu.
Höfundur er fyrrvcrandi
orðabókarsijóri.
i 12, sími 44433.
Heimir Steinsson
„Indriði er vísast búinn
að gleyma því, að þegar
útvarpssljóri „mis-
steig“ sig í vetur guldu
63 af hverjum 100 ís-
lendingum „misstiginu“
jákvæði sitt. Og þegar
„misstigið“ var „leið-
rétt“ með brauki og
bramli, voru 83 af
hverjum 100 íslending-
um andvígir „leiðrétt-
ingunni“.“
sé falið að kveða upp sannan dóm
og úrskurð.
Að sinni læt ég nægja að kvitta
stuttlega í þessum rituðum línum
fyrir orðsendingu Indriða. En fróð-
legt verður að sjá, hvort hann í
framhaldinu býður mér á raunveru-
legan pataldur út af efni, sem ég
vissulega hef ekki að honum rétt.
Höfundur er útvarpssijóri.
OPINBER REKSTUR
Breyta hverju og hvers vegna?
Opinn fundur á Hótel Borg, í kvöld kl. 20.30
Opinber rekstur - æskilegt umfang, markmið og skipulag er i brennidepli í þeirri þjóðfélagsumræðu
endurmats og uppstokkunar sem nú á sér stað víða um heim, á islandi sem annars staðar. Á tímum
samdráttar og atvinnuleysis er brýnna en ella að skiptast á skoðunum um hlutverk hins opinbera.
Frummælendur:
Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSf:
Opinber þjónusta
- opinber rekstur.
Guðrún Alda Harðardóttir,
formaður Fóstrufélags fslands:
Markmið með opin-
berum rekstri.
Friðrik Sophusson,
fjármálaráðherra:
Þróun og skipulag
opinbers rekstrar.
Umræður og fyrirspurnir.
BSRB
Sjðfn Ingólfsdóttir,
varaformaður BSRB,
formaður St.Rv.:
Sjónarmið þeirra sem
þjónustuna veita.