Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 11 Hraði hins dauðvona manns Lee (Gunnar Helgason) reynir að troða sínum veruleika í hausinn á kennaranum, Tom (Felix Bergssyni). ________Leiklist___________ Súsanna Svavarsdóttir Frjálsi leikhópurinn í Tjarnar- bíói: STANDANDI PÍNA. Höf- undur: Bill Cain. Þýðandi: Magnea Hrönn Örvarsdóttir. Þýðing á rappi: Hallgrímur Helgason. Danshöfundur: Ast- rós Gunnarsdóttir. Leiksljóri: Halldór E. Laxness. Ofbeldi, fúkyrði og harka, hnef- ar, vopn og fíkniefni eru daglegt líf þeirra drengja sem fjallað er um í „Standandi pínu“. Því skyldu þeir vera í skóla, ef þeir geta unn- ið sér inn meiri pening með því að selja dóp en vel menntaður kennari hefur í laun á viku? Því skyldu þeir leggja grunn að vel lukkuðu lífi, þegar þeir eiga litla von um að verða eldri en 16-18 ára? Hvaða gildi hefur þekking á sögu og landafræði í frumskógin- um, þar sem þú ert hvort eð er rifinn á hoi ef þú opnar munninn? Hvernig á að vera hægt að troða gildismati hinna „menntuðu" stétta upp á drengi sem lifa svo hratt að þeir deyja nánast í hárri elli á unglingsaldri. Þeir hafa reynt allt, séð allt og heyrt allt. Það er ekkert eftir. Gildismat hinna „menntuðu" stétta er nánast óvið- eigandi í þessu dýraríki; þar sem prestar og kennarar reyna að vinna innan frá til að breyta einhveiju á meðan stjórnvöld þurfa á því að halda að þarna sé ríki í ríkinu sem sé utan við lög og reglur; það græða svo margir á því að við- halda ástandinu og hvernig sem peningar eru fengnir, þýða þeir völd. Leikritið gerist í kaþólskum skóla sem stjórnað er af Föður Larkin og hefst þegar nýr kenn- ari, Tom Griffin, kemur til skól- ans. Hann á auðvitað von á dálítið óþekkum strákum og bregst við aðstæðum á sinn lífsreynslulausa hátt - þrátt fyrir aðvaranir Föður Larkins. Hann og aðrir kennarar skólans, hafa þegar tamið sér þá reglu að kenna, kenna og kenna meira; vera sama um strákana, skipta sér ekki af aðstæðum þeirra, mætingum og líðan (því þeir geta engu breytt), tala ekki við þá, vegna þess að þetta eru litlir bar- áttuhundar sem eru fljótir að taka völdin og stýra umræðunum og ráða því hvert þær leiða. Líf þeirra er blóðugur bardagi dag út og dag inn; þeir bera ekki virðingu fyrir neinu (kunna það ekki), síst af öllu mannslífi og kennari fyrir þeim er bara enn eitt karldýrið í frum- skóginum. Á öllu þessu flaskar Tom. Hann vill svo vel og langar til að upp- skera þá umbun að verða hetja. Hann sér Lee, lítinn dreng með ótvíræða myndlistarhæfileika, en vonlausar aðstæður heima fyrir, og gerir sér far um að „bjarga“ drengnum frá því lífi sem bíður hans. Tom gerir sér enga grein fyrir því að í þessum heimi verða allir að fylgja lögmálum þess sam- félags sem þeir búa í; honum finnst rétt að allir fylgi lögmálunum úr hans eigin samfélagi. Lee reynir sjálfur oft að benda honum á þetta, en Tom er haldinn hugsjónablindu. Átökin í verkinu snúast um bar- áttu Toms við Lee og fyrir Lee - við hann sjálfan, móður hans og bróður, við skólastjórann og hina kennarana. „Standandi pína“ er óhemju vel skrifað verk þar sem sterkar per- sónur eru dregnar mjög skýrum dráttum og heimur þeirra er nak- inn og hrár; strákarnir horfast grimmt í augu við veruleikann; reyna ekki að kalla hlutina öðrum nöfnum en þeir nefnast og velta sér ekki upp úr einu eða neinu. En um leið og þeir eru óhugnanleg- ir karlmenn, eru þeir illa farin böm; stórir karlar og litlir drengir - allt í einum pakka. Tilfmningar og rökhugsun eru vanþroska en hnefarnir stæltir. Öllum þáttum tilvistar þeirra - orsökum og af- leiðingum - er komið til skila, án þess að reynt sé að búa til „ofurdr- ama“ eða senda prédikunartóna. Það er magnaður hraði og hreyfing í verkinu - til að undirstrika hversu hratt þessir drengir lifa, en maður hefur það ekki á tilfínn- ingunni að það sé verið að flýta sér að leika verkið. En þótt það fjalli um grimma veröld, er það á einhvern furðulegan hátt mjög fyndið, án þess að dregið sé úr alvörunni í lífi drengjanna. Uppsetningin í Tjarnarbíói er ákaflega vei unnin. Hún er krafl> mikil, fjörug - og skemmtileg; mjög afdráttarlaus í lýsingum og orðbragði, þótt ekki hafi ég fundið neitt sem gæti sært jafnvel þá siða- vöndustu og góð vinna þýðenda skiptir þar miklu máli. Ekki þar fyrir, góð vinna er einkennandi fyrir alla þætti sýningarinnar. I aðalhlutverkinu, Lee, er Gunn- ar Helgason. Hann fer sérlega vel með hlutverk þessa harða drengs, sem er ekki hræddur við neitt nema snertingu og hlýju. Hann verður að velja milli þess að passa inn í þann veruleika sem hann hefur þekkt frá barnæsku og hins sið- menntaða heims. Hvorutveggja er lífshættulegt og Gunnar kemur innri og ytri átökum Less óað- finnanlega til skila. Það þarf mikla orku í þetta hlutverk og af henni virðist Gunnar hafa nóg. Felix Bergsson leikur kennar- ann Tom og fer mjög vel með hlut- verk þessa hægiáta hugsjóna- manns sem ætlar að breyta heim- inum og lærir af því harða lexíu. Það sama má segja um Þorstein Bachman sem leikur Föður Larkin, sem í fyrstu virðist kaldur og for- dómafullur, en hefur í rauninni ótrúlega yfirsýn og hefur gert sér grein fyrir því að hann stjómar engu; hvorki örlögum kennara né nemenda - hver og einn verður að læra af reynslunni. Larkin get- ur gefið góð ráð, en hann getur ekki stjórnað því að menn fari eft- ir þeim. I öðram smærri hlutverkum era Valgeir Skagfjörð og Gunnar Gunnsteinsson, sem eru í kennar- aliðinu, Vilhjálmur Hjáimarsson, Þórir Bergsson, Páll Banine og Róbert Aron Magnússon, sem eru í nemendaliðinu, og er vinna þeirra í alla staði mjög góð. Það liggur greinilega mikil þjálfun á bak við þessa sýningu, því hún er að hluta til byggð á rappi og þeirri hröðu hreyfingu sem því fylgir. Dans og öll hreyfing er mjög vel útfærð og hópurinn vel þjálfaður að því leyti. Önnur séramerísk tækni sem notuð er í verkinu er tækni svokallaðra „Stand-Up“ grínista - og af þeirri tækni dregur verkið nafn sitt, þótt erfitt geti verið að átta sig á því í íslensku þýðingunni. Þessi tækni er skemmtilega og þrátt fyrir það að hér er á ferðinni leiksýning þar sem beitt er aðferðum afþreyingar- iðnaðar, er það svo snilldarlega vel gert; samhæfingin og samræmið svo gott að úr verður heildstæð sýning sem ég heid ég gleymi ekki í bráð. Leikmyndin fellur mjög vel að verkinu; gefur mjög gott hreyfi- rými á þessu litla sviði. Auk þess renna leikmynd og lýsing saman í eitt - sem er góður kostur hér og gerir þennan gráa heim ákaflega uppáþrengjandi og ógnandi, auk þess sem skiptingar á milli um- hverfa verða hraðar og áreynslu- lausar. Búningar faila einnig vel að þeim heimi sem birtist á sviðinu og undirstrika vel í hversu ólíkum heimum karlpeningurinn í verkinu lifir; presturinn, kennararnir og nemendurnir. Það er fyrst og fremst afrek leikstjórans að þessi fjölþætta sýn- ing er svo góð sem raun ber vitni. Það er ógnarhraði á sýningunni, þótt hvergi fari hún svo hratt að áhorfandinn missi af neinu; hvergi svo hratt að textameðferð sé ekki skýr. Hann nær að skila af sér stykki þar sem allt er ljóslifandi; andstæðir menningarheimar, ólíkir hugarheimar, örvæntingarhraði þess dauðvona, hugsjónamennska þess sem hefur of mikinn tíma til að lifa sjálfum sér. Hraðinn og snerpan ríghalda áhorfandanum við efnið og ég verð að segja eins og er - af þeim þremur leiksýning- um sem voru frumsýndar um sein- ustu helgi hér í Reykjavík, ber „Standandi pína“ af sem gull af eir. Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir í hlutverkum sínum í Kjaftagangi. Þjóðleikhúsið Kjaftagangur aftur á fjalirnar SÝNINGAR á Kjaftagangi, eftir Neil Simon, hefjast aftur á stóra sviði Þjóðleikhússins næstkomandi laugardag, 25. september. Þórar- inn Eldjárn hefur þýtt og staðfært leikinn, sem hann lætur gerast á íslandi. í fréttatilkynningu frá Þjóðleik- húsinu segir: Kjaftagangur var sýndur fyrir troðfullu húsi allt til loka ieikársins og komust færri að en vildu. Þetta vorgrín Þjóðleikhúss- ins verður nú haustgleði. Neil Simon er einn þekktasti gamanleikjahöfundur samtímans. Leikrit hans hafa verið sýnd við miklar vinsældir um allan heim og mörg þeirra hafa verið kvikmynduð. Leikstjóri sýningarinnar í Þjóðleik- húsinu er Asko Sarkola, einn af þekktustu leikhúsmönnum Norð- urlanda. Leikritið gerist á fallegu heimili efnilegs ung manns á Seltjamarnesi sem ráðherra er nýbúinn að skipa í gott embætti. Fyrir dyrum stendur mikil veisla, en þegar fyrstu gestirn- ir mæta á staðinn er greinilegt að þar er ekki allt með felldu. í hlut- verkum veislugestannas era: Sig- urður Sigurjónsson, Öm Ámason, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Pálmi Gestsson, Halldóra Bjömsdóttir og Ingvar E. Sigurðs- son. Aðrir leikarar eru Randver Þorláksson og Þórey Sigþórsdóttir. K0NUKV0LD Föstudaginn 24. september verður konukvöld ársins á Hótei íslandi með öllu tilheyrandi. Það verður mlkið um dýrðir á þessu kvöldi. LlC/v , ' r j « ... \ ^ FM^957 >KAGFJÖRÐ KrHfjéa Ó. Sk^ffbt U. Héhmlél 4. ÍoÍ jUftjn*. (W hTm TOPPSÖL FERÐASKRIFSTOFAN SIMI652266 KVEMKLllBlllllt ÍSLANDS Laddi. Bergþór Pálsson. Rokkabillyband Reykjavíkur. Lúðvík Líndal ásamt Halla bróður Ladda. Fjölmargar konur geta unnið Ijósakort frá Toppsól og þær sem koma fyrir klukkan tólf eiga möguleika á ferðavinningi til Newcastle á vegum Ferðaskrifstofunnar Alís. Tískusýning verður frá Jack and Jones og Vero Moda. Þá verður Vania dömubindakynning frá Kristjáni Ó. Skagfjörð. Kynnir kvöldsins verður ki. 21.30 fyrirdömurog litgreiningarsérfróeðingurinn og eftir ki. 23.30 fynr herra. snyrtirinn Heiðar Jónsson. Miða- og borðapantanir eru í síma 687111.. og já, ég var næstum búinn aðgleyma því. Laganna vörður mætir svæðið ásamt fulltrúa iðnaðarmanna og þeir tækka „allverulega” fötum. fíÓTFJ. MÁND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.