Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 Minning Halldóra S. Kristins- * dóttir frá Ananaustum Fædd 19. júlí 1906 Dáin 13. september 1993 í dag, miðvikudaginn 22. septem- ber, verður til moldar borin tengda- móðir mín Halldóra S. Kristinsdótt- ir eða Dóra eins og hún var jafnan kölluð. Undanfarin ár hafði hún átt við mikla vanheilsu að stríða. Þegar ég fyrst kynntist Dóru var hún þróttmikil kona, sem sinnti hinum margvíslegustu hlutum og var mik- il stoð og sytta barna sinna og tengdabama þegar þau hófust handa við að stofna heimili. Dóra og Kaj Ólafsen, tengdafaðir minn, vom samhent í að veita börnum sínum tveimur allt það besta sem þau gátu. Það var heilsteypt og samhent fjölskylda sem ég tengdist þegar ég kvæntist dóttur þeirra, Ónnu Huld, og sú samheldni og gagnkvæm hjálp barna og foreldra átti eftir að einkenna öll okkar sam- skipti. Dóra var fædd vestast í Vestur- bænum í Reykjavík, í Ánanaustum. Hún var dóttir hjónanna Önnu Jón- ínu Pálsdóttur og Kristins Jónsson- ar, trésmiðs í Ánanaustum. Dóra var elst fjögurra systra og er aðeins ein þeirra, Þórunn, enn á lífí. í Ánanaustum, ólst upp stór hópur frændsystkina því að þar bjuggu bræðurnir Kristinn Jónsson og Björn Jónsson, skipstjóri, en þeir voru kvæntir systranum, Önnu Jón- ínu og Önnu Pálsdætrum. Björn og Anna eignuðust 13 börn, en Anna Jónína og Kristinn eignuðust 4 dætur, svo það mun hafa verið stór barnahópur sem ólst upp í Ána- naustum. Dóra var elst í þessum stóra hópi frændsystkina. Á ungl- ingsáram sínum eftir barnaskóla- göngu vann Dóra í Sveinsbakaríi, en fór síðar, árið 1922, í Verslunar- skólann í Reykjavík og var það óvenjulegt á þessum árum að stúlk- ur færu í slíkt nám. Hún vann síð- an við verslunarstörf m.a. hjá versl- un Egils Jakobsen. Þegar Dóra var 21 árs gömul, árið 1927, átti hún þess kost að dveljast í Brighton á Suður-Eng- landi tæp tvö ár. Þessi tími varð Dóru mikið ævintýri og eins og hún sjálf sagði, mikil viðbrigði að koma í gjörólíkt samfélag þar sem hún dvaldist á góðu efnamanna heimili. Þarna kynntist Dóra mörgu nýju fólki, nýrri menningu og lærði nýtt tungumál. Að þessari dvöl sinni á erlendri grand bjó hún alla ævi. Árið 1930 giftist Dóra Kaj Ólaf- sen matreiðslumanni. Kaj var fædd- ur í Danmörku og hafði dvalið lengst af í því landi, en móðir hans var íslensk þó að hún byggi mest alla sína ævi í Kaupmannahöfn. Ungur að áram lauk Kaj mat- reiðslunámi í Danmörku og starfaði í nokkur ár sem matreiðslumaður á skipum sem sigldu milli íslands og Danmerkur. Dóra og Kaj eignuð- ust tvö börn, Kristin, rafvirkja- meistara, f. 14. maí 1932, og Önnu Huldu, framhaldsskólakennara, f. 9. september 1938. Kristinn er kvæntur Súsönnu M. Kristinsdóttur og eiga þau tvo syni, Kristin og Svavar. Eg og eiginkona mín, Anna Hulda, eigum tvær dætur, Unni Dóra og Sigrúnu Bimu. Barnabörn Dóru urðu því alls fjögur, en langömmubörnin eru orðin tíu alls. Þegar ég lít yfír farinn veg, þá er það mjög ofarlega í huga mínum hversu heimili Dóru og Kajs var að mörgu leyti sérstakt. Þetta var glæsilegt heimili þar sem tekið var á móti gestum af mikilli rausn og allur viðurgemingur bar vott um tengsl heimilisfólksins við erlendar þjóðir. Á hátíðum var danskur mat- ur á borðum og þar lærði ég að borða marga þá rétti sem ég ekki hafði vanist áður, enda fæddur og uppalinn á Norðurlandi. Það þótti líka sjálfsagt að allt heimilisfólkið talaði minnst tvö tungumál auk ís- lenskunnar og var danskan þar annað heimilismál. Mest allan sinn búskap bjuggu Dóra og Kaj í Vest- mannaeyjum því að þar átti Dóra sínar rætur og sitt skyldfólk. Lengst bjuggu þau í Sörlaskjóli en fluttu árið 1962 inn í Sólheima til þess að komast nær bömum sínum og barnabörnum, sem öll bjuggu þá í því hverfi. Þau hjónin áttu þess oft kost að ferðat til útlanda og þá sérstaklega til Danmerkur þar sem móðir Kajs bjó í Kaupmannahöfn. Mann sinn missti Dóra haustið 1968 en þá hafði hann um nokkurt tíma átt við veikindi að stríða. Þetta síðasta sumar þeirra höfðu þau dvalið í nokkra mánuði í Kaupmannahöfn, en þar bjó þá enn í hárri elli móðir Kajs. í Sólheimum bjó Dóra þar til hún fluttist 1986 í vistheimilið Seljahlíð við Hjallasel í Reykjavik. Þar hafði hún vistlega íbúð þar til fyrir rúmum tveim áram að hún flutti á sjúkradeild Seljahlíðar. Þar naut hún góðrar umönnunar þar til yfír lauk. Að lokum er mér efst í huga þakklæti fyrir löng og ánægjuleg kynni og trausta vináttu við þau hjón bæði. Árni Norðfjörð. Erfidrykkjur Glæsileg kíiíli- hlaðborð íídlegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síina 2 23 22 FLUGLEIDIR nijnL umeitix Ég man fýrst eftir ömmu Dóru þegar ég steig mín fyrstu skref út í lífíð og hún fylgdi mér á leikskól- ann minn, Holtaborg, sem stóð rétt við götuna Sólheima í Reykjavík þar sem amma mín bjó. Ég kom til hennar á morgnana, þegar pabbi og mamma fóra í vinnuna og hún kom mér svo á leikskólann minn. Við höfðum þann háttinn á, að hún fylgdi mér yfír götuna að leikskól- anum og stóð svo og beið eftir að ég kæmist alla leið inn. Svo sendi hún mér fíngurkoss. Barnssálin var ekki stærri en svo, að ég sneri mér a.m.k. þrisvar sinnum við á þessari leið og kallaði: „Amma vinka, amma vinka.“ Þessi ljúfa mynd er ætíð mjög skýr í huga mínum. Hún amma mín var sigld kona, því að þegar hún var rétt tvítug átti hún þess kost að dveljast í Suður-Englandi hátt á annað ár. Svo ferðaðist hún oft til Danmerkur með afa mínum, Kaj Ólafsen, sem var fæddur í Danmörku og þar bjó föðuramma mín mest allt sitt líf þar til hún varð 93ja ára gömul, þó að hún væri fædd á íslandi. Afí Kaj lést árið 1968 þegar ég var rétt orðin tveggja ára, svo að ég fékk aldrei að kynnast honum. En ég kynntist ömmu minni vel og við áttum margar ljúfar stundir saman þegar ég var í fóstri hjá henni. Þá söng hún oft fyrir mig lög eins og „Dansi, dansi dúkkan mín“ og lagið um „Litlu stúlkuna ljúfu með ljósu flétturnar tvær“. Þessi lög raula ég oft nú við lítinn son minn hér í Kaupmannahöfn þar sem við hjónin dvejjumst nú. Á menntaskólaáram mínum heimsótti ég oft ömmu í Sólheimum því að skólinn minn var örstutt frá. Amma hafði lært margt á sínum yngri aram, hún hafði gengið í Verslunarskólann í Reykjavík og svo hafði hún verið í Englandi og ekki aðeint lært enskuna reiprenn- andi, heldur einnig lært það sem menningu þeirra tíma tilheyrði, að spá í spil. Amma mín var mjög berdreymin og á unga aldri töldu systur hennar jafnvel að hún væri skyggn. Hún flíkaði því aldrei, en oft var eins og hana hefði dreymt eitthvað eða hún hefði séð eitthvað í spilum sem hún vildi skoða betur. Bæði henni og mér fannst því gaman að því þegar hún spáði í spil fyrir mig. Hún átti sérstök spáspil og þau varðveiti ég með ljúfum minning- um. Hún sá oft sniðuga hluti út úr spilunum og kom mér oft á óvart. Hún hafði líka sérstakt orðafar og tengdi ég það alltaf dvöl hennar í Englandi og líka því að tengsl ömmu og afa við Danmörku voru svo mikil. Henni var því eðlilegt að tala hvort heldur var ensku eða dönsku auk íslenskunnar. Hún hafði t.d. áhyggjur af því að ég ætti ekk- ert „svermerí" og reyndi að sjá í spilunum hvort ekki rættist úr því. Amma gekk líka alltaf á „fortovinu" og vinkaði til mín af „altaninu“ og svo gaf hún mér peninga í „spari- byssuna" mína. Öll þessi skemmti- legu orð geymi ég í minningunni um ömmu mína. Það var seint í ágúst sl. er ég heimsótti ömmu Dóru á Borgarspít- alann, að ég vissi að senn kæmi að leiðarlokum. Ég talaði við hana um fjölskylduna mína, manninn minn og litla soninn, og söng nokk- ur af lögunum sem hún áður hafði kennt mér. Rétt eins og í gamla daga vildi hún kyssa mig einn „pomm“ á kinnina og við áttum fallega stund saman. Síðan kvaddi ég hana og vissi að það var okkar síðasti fundur, því ég hélt til Kaup- mannahafnar til langdvalar stuttu síðar. Nú þegar amma Dóra hefur gengið sinn veg á enda er það ég sem stend og vinka henni frá mínum enda götunnar og sendi henni minn kveðjukoss og fjölskyldunnar. Amma mín, ljós minninganna lif- ir áfram í hjarta mínu. Góður guð geymir þig hjá afa. Sigrún Birna Norðfjörð, Kaupmannahöfn. Dagur líður, fagur, fríður, flýgur tíðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjömumar stíga stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og friður, nú er búin öll dagsins þraut. Þetta erindi kemur mér í huga er ég kveð aldraða tengdamóður mína hinstu kveðju. Síðustu árin mátti hún lifa með dagsins þraut, en hún kvartaði aldrei né æðraðist við íjölskyldu sína yfír því. Hún gladdist yfir hverri þeirri stund, sem hún fékk að njóta með fjölskyld- unni og börnunum. Þegar ég og fjölskyldan mín kveðjum ömmu Dóru, eins og barnabörnin kölluðu hana jafnan, þá er margs að minn- ast af langri leið. Fyrir rúmum fjörutíu árum kom ég inn í fjöl- skyldu hennar sem kornung stúlka og þá var mér það mikill styrkur að fá að njóta góðrar umhyggju á hennar heimili. Dóra átti tvö börn, Kristin og Önnu Huldu, og ól hún önn fyrir þeim af mikilli umhyggju. Hún átti fallegt heimili, sem bar hennar persónulega svip því að hún var mikil hannyrðakona og hafði mikið yndi af útsaumi. Allt heimilið bar vott um góðan smekk og fal- legt handbragð og eftir hana liggur fjöldi fallegra útsaumsverka sem sjá má í veggteppum, púðum, myndum og á húsgögnum, en hand- verkin hennar sáust ekki bara á hennar eigin heimili, heldur einnig á heimilum barna hennar og síðar barnabarna, því að hún sá ekki eft- ir því að eyða löngum stundum í slík verk, sem hún svo gaf börnum sínum. Dóra þurfti ekki að bíða lengi eftir því að fjölskyldan stækkaði og urðu barnabörnin fjögur, tveir sonarsynir og tvær dótturdætur. Öll voru þau miklir sólargeislar í lífí hennar. Hún leit á það sem sitt hlutverk a halda fjölskyldunni sam- an og naut þess að sjá alla afkom- endur sína saman komna. Hún var mjög gestrisin kona og hafði mikla ánægju af því að kalla til sín alla fjölskylduna og aðra góða gesti og eiga þá nóg meðlæti með kaffinu. Dóra giftist Kaj Ólafsen matreiðslu- manni, miklum öðlingsmanni, og höfðu þau hjónin bæði mikið yndi af því að veita gestum sínum vel. Allir gestir, sem á þeirra heimili komu, minnast eflaust eins og ég, veisluborðanna sem Kaj og Dóra voru þekkt fyrir og engum duldist að þar var hönd meistara að verki. Þau hjónin bjuggu mestallan sinn búskap í Vesturbænum í Reykjavík og þá lengst af í Sörlaskjóli, sem var stórt og fallegt heimili sem rúm- aði alla fjölskylduna. Hin síðustu ár bjuggu þau í Sólheimum, því að þau vildu vera í sama bæjarhverfi og börn þeirra. Eftir að Dóra varð ekkja var það henni mikill léttir að vera enn í næsta nágrenni við son sinn og hans fjölskyldu, en auk þess hafði dóttirin og hennar fjöl- skylda mikið og náið samban þó að þau hefðu þá flust í annað bæjar- hverfi. Oft gat Dóra þess, að barna- lán sitt væri mikið og bar þá dýpstu ósk í brjósti að barnabörnunum vegnaði vel í lífinu. Af langri ævi voru tvö síðustu árin henni þungbær því þá hafði hún ekki getu til að vera veitandi eins og hún jafnan var áður. Þessum línum er ætlað að vera innileg kveðja frá fjölskyldu minni og þakkir til Dóra fyrir góða sam- leið og allt það góða, sem við feng- um að njóta af hennar hálfu. Bless- uð sé minning hennar og megi Guð blessa hana og varðveita. Súsanna Kristinsdóttir. t Móðir mín og tengdamóðir, amma okkar og langamma, EMELÍA GUNNARSDÓTTIR, lést í Sjúkrahúsi Akraness, þriðjudagínn 21. september.- Pálína S. Dúadóttir, Jóhann G. Landmark, Ástvaldur Jóhannsson, Ragnhildur Arnljótsdóttir, Dúi J. Landmark, Jórunn Magnúsdóttir, Emilia P. Jóhannsdóttir og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, CHARLES A. KITZMILLER, 1802 MazesAv. Belmont, CA. lést í Chesapeake General Hospital 10. september, útför hans hefur farið fram. Helga Agnarsdóttir Kitzmiller, frá Bursthúsum. t Ástkær fáðir okkar og afi, RAGNAR HALLDÓRSSON, Skúiagötu 78, Reykjavík, lést í Landspítalanum 20. september. Fyrir hönd aðstandenda, María Ragnarsdóttir, Inga Ragnarsdóttir, Gfsli Ragnarsson, Linda Ragna og Rúnar. t Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir, ÓLAFÍA EGILSDÓTTIR, fyrrv. Ijósmóðir, Hnjóti, Patreksfirði, lést í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar, mánudaginn 20. september. Ólafur Magnússon, Egill Ólafsson, Ragnheiður Magnúsdóttir, Sigriður Ólafsdóttir, Ari Benjaminsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Bjami Þorvaldsson, Ólaffa Jónsdóttir, t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SJÖFN GUÐJÓNSDÓTTIR, Kirkjuvegi 80, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánudaginn 20. september. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardag- inn 25. september kl. 11.00. Hörður Jónsson, Hrönn Harðardóttir, Grettir Guðmundsson, Alda Harðardóttir, Eyþór Harðarson, Laufey Grétarsdóttir, Katrfn Harðardóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.