Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 Stórlúða kom á færi við Bolungarvík Náðist ekki innbyrð- is þó aðstoð bærist Bolungarvík. GUÐMUNDUR Halldórsson á Tóta, þriggja tonna plastbáti frá Bol- ungarvík fékk væna lúðu á handfæri um þijár mílur út af Horni nú fyrir stuttu. Lúðan mældist 2,40 metrar að lengd, ekki er vitað um nákvæma vikt en ætla má að ferlíkið gæti vegið 150 til 200 kg. Guðmundur sagði að hann hefði strax áttað sig á því að hann hefði sett í lúðu en brá nokkuð er ferlík- ið kom upp á yfirborðið og blasti við, en Guðmundur er ýmsu vanur, sjómaður af lífi og sál. Guðmundur kvaðst strax hafa sett fast og kallaði síðan í Birgi Hermannsson á Hermóði frá Ögur- vík. Birgir sem er frægt heljar- menni og mikill af burðum kom þegar til aðstoðar og glímdu þeir við það nokkra stund að innbyrða skepnuna, en ekki gekk. Var þá gert að lúðunni við borð- stokkinn og hún síðan kyrfilega tjóðruð við bátinn þar sem hún hékk það sem eftir var degi, meðan Guðmundur hélt áfram veiðum, en um kvöldið var siglt inn á Homvík þar sem vélbáturinn Byr frá Bol- ungarvík var fyrir og var lúðan tekin um borð í hann. Seldist á 57 þúsund krónur Byr, sem er 10 lestir að stærð, er búinn vökvaspili en það gaf sig f átökunum við lúðuna og var hún á endanum dregin inn fyrir borð- stokkinn af fjórum vöskum sjó- mönnum. Byr sigldi síðan í land með sprökuna en Guðmundur hélt áfram veiðum og kom ekki í land fyrr en sólarhring á eftir lúðunni. Lúðuflykkið seldist á 57 þúsund krónur og hefur þetta verið mikill happadráttur hjá Guðmundi. Gunnar. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson 2,4 metra stórlúða SKIPVERJAR á Byr hífa á land lúðuna vænu sem Guðmundur Halldórsson á Tóta frá Bolung- arvík fékk á handfæri um þrjár milur út af Homi. VEÐUR VEÐURHORFUR IDAG, 22. SEPTEMBER YFIRLIT; Milli Islands og Noregs er 1000 mb lægð sem þokast norðaust- ur en yfir Austur-Graenlandi er 1022 mb hæð. Skammt suðaustur af Hvarfi er vaxandi lægð sem hreyfist norðaustur.'( nótt verður fremur kalt í veðri en ámorgun hlýnar, fyrst suðvestanlands. SPÁ: Suðaustan hvassviðri og rigning vestast á landinu, en annars mun hægari suðlæg átt og þurrt. Óveðrið færist síðan austur yfir landið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Fremur hæg suðlæg átt og súld eða rigning víða um land. Hiti 6-12 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðvestanátt, sums staðar strekkingsvindur. Líklega bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi en skúrir í öðrum lands- hlutum. Heldur kólnandi. HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg breytileg átt og skúrir víöa um land. Hiti 3-8 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 18.30, 22. 30.Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 890600. •D ▼ Heiðskírt / / / / / / / / Rigning á Léttskýjað * / * * / / * / Slydda D Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma á Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig Súld Þoka V stig-. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 f gær) Þjóðvegir iandsins eru flestir í góðu ásigkomuiagi og greiðfærir. Víða er þó unnið að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam- kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færirfjallabílum, Gæsavatnale- ið fær til austur frá Sprengisandi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sima 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavlk hití veður 7 alskýjað 11 léttskýjað Bergen 12 rigning Helsinki vantar Kaupmannahöfn 14 skýjað Narssarssuaq 10 rigning Nuuk 6 rigning Osló 8 rígning Stokkhólmur vantar Þórshöfn 10 rigning Algarve 26 hálfskýjað Amsterdam 18 skýjað Barcelona 24 hálfskýjað Berlín 22 skýjað Chicago 15 þokumóða Feneyjar 23 þokumóða Frankfurt 23 ekúrásið.kle. Glasgow 16 skýjað Hamborg 22 skýjað London 18 skúrásið.kls. LosAngeles 18 alskýjað Lúxemborg 19 skýjað Madrid 22 skýjað Malaga 23 léttskýjað Mallorca 28 hálfskýjað Montreal 7 skýjað NewYork 12 rigning Orfando 24 léttskýjað París 20 skýjað Madeira 23 skýjað Róm 29 léttskýjað Vín 21 léttskýjað Washington 17 alskýjað Winnipeg 8 skýjað / f / / / / / / / / / / f / / / / / íDAG kl. 12.00 Heimitd: Veöurstofa ístands (Byggt á veðurspó kl 16.15 f gær) Stefna Hagkaups í skinkumáli birt 1 dag Farið framá 1,5 millj. kr. í bætur STEFNA forráðamanna Hagkaups á hendur stjórnvöldum vegna viðbragða við innflutningi fyrirtækisins á danskri skinku og hamborgarhryggjum verður birt í dag. Farið er fram á um eina og hálfa milljón króna í skaðabætur. Samkvæmt heimUdum Morgunblaðsins verður farið fram á flýtimeðferð í málinu og gæti niðurstaða þess því orðið ljós fyrir jól. „Um er að ræða skaðabótakröfu á hendur ríkissjóði fyrir það tjón sem Hagkaup hefur orðið fyrir af þessum sökum. Af þeirri kröfu leið- ir þá að það kemur niðurstaða um það hvort aðgerðir ríkisvaldsins hafi verið óheimilar eða ekki,“ sagði Óskar Magnússon, lögmaður Hag- kaups, um efni stefnunnar. Gefíð fremur en eyðilagt Umrætt kjöt er enn í tolli en síð- asti söludagur skinkunnar var á mánudag. Frestur til að selja ham- borgarhryggina rennur hins vegar ekki út fyrr en 2. október. Óskar sagði að meðal þeirra hug- mynda sem komið hefðu þótt til greina frekar en að yfirvöld eyði- legðu kjötið væri að gefa það bág- stöddum. „Ég tala nú ekki um ef það væri hægt að taka þessa ham- borgarhryggi og frysta þá til jól- anna og dreifa þeim þá. Þá verður kjötið ennþá herramannsmatur," sagði Óskar m.a. en ekki hefur formlega verið farið fram á að þessi leið verði farin. Samtök um vestræna samvinnu Helmut Schmidt heldur fyrirlestur DR. HELMUT Schmidt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, flytur laugardaginn 25. september nk. erindi á hádegisverðarfundi Sam- taka um vestræna samvinnu (SVS), Varðbergs og Germaníu í Súlna- sal Hótels Sögu. í fréttatilkynningu segir: „Það er vægast sagt mikill fengur fyrir félögin að fá dr. Helmut Schmidt í heimsókn til íslands, til þess að flytja erindi um efnahags- og stjórnmálaástand Evrópu. Hann er í hópi fremstu sérfræðinga á þessu sviði og mjög eftirsóttur fyrirlesari um allan heim. Dr. Schmidt hefur um langt ára- bil verið einn af leiðandi stjórnmála- mönnum Vesturlanda og ötull tals- maður öryggis, frelsis og lýðræðis í stjómmálum. Óhætt er að full- yrða, að dr. Schmidt er einn af ris- unum í þýskri pólitík eftirstríðs- áranna. Meðan hann var kanslari kom hann m.a. í opinbera heimsókn til íslands, sem enn er í minnum höfð. Dr. Schmidt er fæddur í Ham- borg árið 1918. í seinni heimsstyij- öldinni, þegar hann var enn í skóla, var hann kallaður í opinberan vinnuflokk stjómvalda og síðar fluttur yfir í herinn. Hann sat sem stríðsfangi í fangabúðum Breta frá apríl til ágúst 1945. í stríðslok hóf hann hagfræðinám við háskólann í Hamborg og gekk í flokk jafnaðar- manna (SPD) árið 1946. Á ámnum 1949 til 1953 var hann yfirmaður efnahagsmála í borgarstjórn Hamborgar. Að þeim tíma loknum tók hann sæti á þingi (Bundestag) fram til 1961 og aftur 1965-67. Dr. Schmidt sat í aðal- stjórn SPD 1958-83 og var þing- flokksformaður 1967-69. Árin 1968-84 var hann varaformaður SPD. Dr. Schmidt varð fýrst ráðherra varnarmála 1969 og gegndi því fram til 1972. Þá varð hann efna- hags- og fjármálaráðherra, en lét af því starfi 1974, er hann varð kanslari V-Þýskalands. Dr. Schmidt lét af kanslaraemb- ætti 1982. Ári síðar tók hann við starfi útgefanda hins virta viku- blaðs Die Zeit í Hamborg. Gegnir hann því starfi enn, auk þess sem hann ferðast mikið um heiminn vegna fyrirlestra- halds. Hann hefur gefið út fjölda bóka, oft samhliða á þýsku og ensku, en meðal þeirra eru: Verteidigung oder Vergelt- ung/Defence or Retaliation (1962) Strategie des Ge- leichgewichts/The Balance of Pow- er (1971) og Eine Strategie fúr den Westen/A Grand Straegy for the West (1985). Dr. Helmut Schmidt hefur hlotn- ast fjöldi viðurkenninga fyrir störf sín og er heiðursdoktor við marga frægustu háskóla Vesturlanda. Eig- inkona hans er Hannelore Glaser. Þau giftust árið 1942 og eiga eina dóttur. Fundurinn er opinn félagsmönn- um SVS, Varðbergs og Germaníu og öllum þeim er áhuga hafa á þróun efnahags- og stjómmála í Evrópu. Salurinn verður opnaður kl. 12.00 og aðgangseyrir með há- degisverði er krónur 2.000. Náms- menn greiða kr. 1.100 gegn fram- vísun skólaskírteinis. ----♦ ♦ ♦---- Vitorðs- maður í varðhald 29 ára gamall maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í 7 daga að kröfu fíkniefnalögreglu. Maðurinn er sambýlismaður 35 ára konu sem var handtekin á Kefla- víkurflugvelli á sunnudag með 2 kg. af hassi límd við líkama sinn. Bæði hafa játað að eiga aðild að málinu. Samkvæmt upplýsingum flkniefnalögreglu ber fólkið að það hafi sjálft átt fíkniefnin. Helmut Schmidt Kjarvalssýning- - leiðrétting Leið mistök urðu við birtingu fréttar um opnun Kjarvalssýningar í París í blaðinu sl. föstudag. Þar var talið upp fólk, sem ekki var viðstatt opnun sýningarinnar, held- ur átti þátt í undirbúningi hennar. Viðstödd opnunina voru Sveinn Bjömsson frá sendiráði íslands í París, fulltrúi ríkisins, og þau Hulda Valtysdóttir formaður menningar- málanefndar Reykjavíkur og Gunn- ar Kvaran forstöðumaður Lista- safns Reykjavíkur, sem vora full- trúar Reykjavíkurborgar. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.