Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 39 I I I 1 S 1 í I ! J 4 I "I Sómalía - saga og þjóð Frá Tryggva Líndal NÚ ÞEGAR hjálparsveitir Samein- uðu þjóðanna hafa dregist inn í langvinn átök við stríðsherra Sóm- alíu og Bandaríkjamenn óttast jafn- vel að lenda þar í nýju Víetnam- stríði er brýnt að skilja betur sögu og samfélag Sómalíu. Einnig varpar hún ljósi á bak- grunn innflytjenda frá Sómalíu á Islandi. En Sómlir byggja austasta horn Afríku, við Adenflóa. Á dögum forn-Egypta þekktist það svæði undir nafninu Punt. Var það steppu- lendi, þótt það lægi að akuryrkju- svæðum. Enda er enn svo í dag að einungis minnihluti landsins er ræktanlegur. Næst er frá að segja er islamsk- Frá Tómasi R. Einarssyni í MORGUNBLAÐINU 11. septem- ber sl. skrifaði Jóhann Hjálmarsson grein undir fyrirsögninni Skrifaðar bækur og óskrifaðar. Þar reifar hann kenningu Francois Mauriac um „nauðsynina“ sem einkenni góðra bóka, sem séu skrifaðar af innri þörf en ekki af blankheitum. Nú er kenningin um reglubundið varp rithöfunda ekki verri en hver önnur, en þó tæpast óbrigðul; ef þessi innblástursaðferð væri algild, hvaða bókum ætti þá að henda úr tveggja metra löngu ritsafni Hall- dórs Laxness? Eftir að hafa getið nýlegs sjón- varpsþáttar um íslenskar bók- menntir þar sem mest hafi verið talað um þroskasögur reykvískra drengja og fjölskyldu- og ættarsög- ur, segir svo: „Höfundar þessara bóka eru yfirleitt dugnaðarforkar, stjórna eða hafa stjórnað Rithöf- undasambandinu um árabil, senda frá sér eina eða fleiri bækur ár- lega, eru í afhaldi hjá úthlutunar- nefndum og útgefendum og að- sópsmiklir í fjölmiðlum. Eins og fram kom í þættinum eru þeir líka betur aúglýstir en aðrir.“ Síðan er ítrekað að æ sjaldgæfara sé að „nauðsynin" reki rithöfunda áfram, nema þá helst „ljóðskáldin, að ir kaupmenn komu þangað frá Arabíu á 7.-12. öld e. Krist. En Arabía er fyrir norðan Sómalíu, handan Adenflóa. Þeir stofnuðu bæi, þar á meðal Mogadishu. í bæjunum stofnuðu þeir soldána- dæmi og heijuðu þaðan á hina kristnu Eþíópíu til austurs. Þaðan fengu þeir þræla, sem þeir fluttu út til Árabíu. Nú komu til sögunnar Sómalir þeir sem þorri núverandi íbúa telst til. Þeir komu að norðan, frá islömskum trúarsvæðum, á 10.-15. öld. Voru þeir enda islamskrar trú- ar, að mestu, hirðingjar og gerðust nú margir hermenn í heijum soldán- anna. Næst gengu í hönd tímar landa- minnsta kosti sum“. Lokaorðin eru þessi: „Með tilvitnuð orð Marcusar í huga mætti því slá eftirfarandi föstu: Það er staðreynd að það besta sem margir rithöfundar geta gert fyrir bókmenhtirnar er að skrifa ekki bækur.“ Ég fæ ekki betur séð en þarna sé bókmenntagagnrýnandi Morg- unblaðsins að segja þeim Einari Kárasyni, Pétri Gunnarssym, Stein- unni Sigurðardóttur og Vigdísi Grímsdóttur að hætta að skrifa. Þau hafa öll setið í stjórn Rithöfunda- sambandsins, gefíð út margar bæk- ur, hlotið ágáet starfslaun og kórór.a svo skömmina með vinsældum sín- um. Jóhanni virðist uppsigað við þessa höfunda, en vill þó ekki taka af skarið, kasta önglinum í tímann; dómur hans um síðustu skáldsögu Einars Kárasonar, Heimskra manna ráð, einkenndist t.a.m. af sérkennilegri ólund, líkt og inni fyr- ir ólgaði mikil heift sem frussaðist út um stöku gat. Nú klappar Jó- hann enn sama steininn, en dirfskan er söm og jöfn og allt undir rós. Af hveiju loftar hann ekki út og kemur beint framan að þeim Ein- ari, Pétri, Steinunni og Vigdísi. Eða áttirðu ekki við þau, Jóhann? TÓMAS R. EINARSSON Grenimel 33. funda Evrópumanna. Sigldu þeir í verslunarferðir fyrir suðurodda Afríku framhjá Sómalíu og til Aust- urlanda, á 15.-17. öld. Myndaðist nú markaður fyrir harðvið og gim- steina frá Sómalíu. Þó var sauðfjár- rækt hirðingja megin atvinnuvegur og er svo fram á þennan dag. Súez-skurðurinn var opnaður á 19. öld. Breyttist þá siglingaleiðin frá Evrópu til Austurlanda þannig, að hún lá nú frá Miðjarðarhafi um Súez-skurð, um Rauðahaf, og út á milli Sómalíu og Arabíu í Adenflóa og þaðan til austurs. Jók þetta geysilega við landfræðilegt mikil- vægi Sómalíu og lögðu nýlenduveld- in nú Sómalíu undir sig, Bretland nyrðri hlutann og Ítalía syðri hlut- ann. Á öldunum áður hafði menning sómölsku hirðingjanna og hinna arabísk-ættuðu soldánadæma í Só- malíu runnið saman í eina sómalska menningu. Því var nú grundvöllur fyrir þjóðríki er landið varð sjálf- stætt árið 1960. Landið fór ekki varhluta af kalda stríðinu. Bandaríkin fengu þar flotastöð og studdu það í stríði við Eþíópíu, sem var studd af Sovétríkj- unum, á árunum 1977-82. Forseti Sómalíu hrökklaðist frá árið 1991 vegna óstjórnar og ring- ulreiðar. Var landið þá í höndum svæðisbundinna stríðsherra, þeirra er her SÞ á nú í höggi við. Skipta má Sómölum nútímans í þéttbýlisfólk og dreifbýlisfólk. Þétt- býlisfólkið býr í borgunum við ströndina og sinnir útflutningi. Þar er háskóli og dagblöð, þótt minni- hluti íbúa sé læs. I dreifbýlinu eru svæðisbundnir hópar hirðingja, sem óblíð lífsbar- átta hefur gert bæði einstaklings- hyggjusinnaða og árásargjarna. Þó er öll þjóðin sameinuð í krafti islams og arabísku. Við þessa stoltu þjóð þarf friðar- gæslulið SÞ nú að eiga er það freist- ar þess að koma á einni stjórn og endurreisa atvinnuvegina. En þeir eru landbúnaður, kvikfjárrækt, og fiskveiðar með nútímasniði. TRYGGVI V. LÍNDAL þjóðfélagsfræðingur. Pennavinir Sautján ára japönsk mennta- skólastúlka með áhuga á bréfaskrif- - um, bókalestri, o.fl.: Hiroka Miza, 1-1-3-710, Mitsuishi-dai, Hashimoto-shi, Wakayama-ken, 648 Japan. Frá Ghana skrifar 26 ára stúlka með áhuga á ferðalögum, sundi, kvikmyndum o.fl.: Linda Kwabiah, P.O. Box 1063, Jackson Str., Cape Coast, Ghana. Fjórtán ára Gambíupiltur með mikinn íslandsáhuga: Salifu Jeng, Brikama Middle Scooi, Kombo Central District, Western Division, Gambia. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI VELVAKANDI GÆLUDYR Týndur köttur TVEGGJA ára ómerktur högni hvarf frá húsi í hrauninu við Álftanesveg sunudaginn 5. sept- ember. Hann er svartur með hvítan þríhyrning á snoppu, hvítur á bijósti og framfótum og með hvítar „hosur“ á aftur- fótum. Gæti hafa farið á flakk i norðurbæ Hafnarfjarðar. Upp- lýsingar um afdrif hans eru þakksamlega þegnar í síma 50729. Fundarlaun. ísak er týndur HANN er nýfluttur á Bragagötu af Brúnavegi og hvarf sl. mið- vikudag. Hann er eymamerktur en ekki með ól. Þeir sem kynnu að hafa séð hann vinsamlega hringi í síma 16615. TAPAÐ/FUNDIÐ Levi’s lyklakippa LEVI’S lyklakippa tapaðist í miðbæ Reykjavíkur fyrir u.þ.b. 3 vikum. Lyklakippan er með fjórum lyklum. Finnandi vin- samlegast hafi samband í síma 615516 á kvöldin. Hverjir eiga að hætta að skrifa? Fjölskyldu minni, vandamönnum, vinum og kunningjum þakka ég af alhug dýrmætar gjaf- ir, blóm, skeyti og hlýjar kveðjur ú 70 ára af mœlisdegi mínum þann 19. september sl. GuÖ blessi ykkur öll. Arndís G. Jakobsdóttir, Merkjateigi 5, Mosfellsbæ. Vandað húsnæði 214 fm + 403 = 617 fm. Til sölu eru 214 fm eining á verslunarhæð auk 403 fm lagerhúsnæðis með innkeyrsludyrum. Húsnæðið er mjög vandað og tilbúið til afhend- ingar strax. Möguleiki er á að taka minna skrif- stofu- eða iðnaðarhúsnæði upp í sem huta af kaupverði. Hagstæð greiðslukjör. Upplýsingar í síma 812312 milli kl. 9 og 5 á daginn, og 671399 á kvöldin. Símboði 984-58801. Islensk veru an vetrrui íslenskir bændur HBBBSE Myndlistaskólinn í Reykjavík, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík, sími 11990 Stofnsettur 1947 Haustnámskeið 27.10 1993-29.1.1994 Síðasta innritunarvika Börn 6-10 ára mánud. og miðvikud. kl. 10.00-11.30 kenn. Anna Þóra Karlsdóttir 6-10 ára mánud. og miðvikud. kl. 13.30-15.00 kenn. Anna Þóra Karlsdóttir og Bergljót Ingvarsdóttir 6-10 ára þriðjud. og fimmtud. kl. 9.00-10.30 kenn. Anna Þóra Karlsdóttir 6-10 óra þriðjud. og fimmtud. kl. 13.30-15.00 kenn. Anna Mra Karlsdótfir 10-12 óra mánud. og miðvikud. kl. 15.30-17.00 kenn. Margrét Friðbergsdóttir 10-12 ára þriðjud. og fimmtud. kl. 15.30-17.00 kenn. Anna Þóra Karlsdóttir Fullorðnir Módelteiknun framhald þriðjud. kl. 17.30—22.15 kenn. Valgerður Bergsdóttir Módelteiknun framhald laugord. kl. 9.00-13.30 kenn. Valgerður Bergsdóttir Framhaldsdeild í teiknun með fjölbreyttu efni lougard. kl. 9.00-13.30 kenn. Anna Cynthia og Peter leplar Pastel, meðferð olíu og þurrpastellita miðvikud. og fimmtud. kl. 20.00-22.15 kenn. Þorri Hringsson Vatnslitur og teiknun fyrir byrjendur GRUNNTÆKNIAÐFERÐIR mánud. og þriðjud. kl. 20.00-22.15 kenn. Margrét Zophoníasdóttir og Peter Lepíar Vatnslitur og teiknun með módeli föstudaga kl. 17.00—21.30 kenn. Gunnlaug- ur Stefán Gíslason og Peter Leplar Dúkrista föstudaga kl. 17.00-21.30 kenn. Valgerður Bergsdóttir (vinnuaðstaða fyrir nemendur á laugardögum kl. 14.00-17.00). Mótun 2, verkefni sem tengja saman byggingalist og skúlptúr aðallega mótað í tréefni miðvikud. kl. 17.30—22.15 og laugard. kl. 9.00-13.30 kenn. Gunnar Arnason. Kennaralausir módeltímar fyrir framhaldsfólk laugard. kl. 14.00-17.00 Metnaðarfull námskeið sem hafa skilað góðum árangri. Skrifstofa skólans er opin frá kl. 13.00-19.00 í september. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Skólastjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.