Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 9 25% afsláttur afbaöinnréttingum til mánaöamóta Mávainnréttingar, Kænuvogi 42, sími 688727. Sérsmfðum eldhús-, bað- og fataskápa. Opið til kl. 21.00 í kvöld. Láttu sparnabinn gerast sjálfkrafa Mörgum finnst fátt jafn auðvelt eins og aö eyöa meö greiðslukorti. En að sama skapi er jafn auðvelt að spara með greiðslukorti. Þú gerist áskrifandi að spariskírteinum ríkissjóðs og greiðir áskriftina mánaðarlega með greiðslukortinu þínu. Þannig verður sparnaðurinn sjálfvirkari og þú hættir fljótlega að taka eftir því að þú leggur fyrir í hverjum mánuði - þar til þú færð yfirlit yfir sparnaðinn! Áskrift með greiðslukorti er því ljós punktur í mánaðarlegum útgjöldum þínum. Hringdu í síma 91-626040 (grænt númer 996699) og pantaðu áskrift að spariskírteinum. Það þarf aðeins eitt símtal til að byrja að spara. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 Arstapið einn milljarður króna SÍS og kaupfélögin Árið 1990 var rekstri Sambands íslenzkra samvinnufélag (SÍS) skipt milli sex hlutafélaga og Sambandið sjálft varð eignarhalds- félag. Tveimur og hálfu árið seinna eru tvö þessara hlutafélaga, Mikligarður og Islenzkur skinnaiðnaður, gjaldþrota. Um þetta efni sem og fækkun kaupfélaga er fjallað í vikuritinu Vísbend- ingu (36. tbl. 1993). í grein í Vísbendingu segir: „Samvinnuhreyfingin hefur átt mjög erfitt upp- dráttar undanfarin ár. Sambandið hefur tapað um milljarði á ári að jafn- aði á þessum árum. Arið 1990 var rekstri Sam- bandsins skipt milli sex hlutafélaga og Samband- ið sjálft varð eignarhalds- félag. Aðeins tveimur og hálfu ári seinna eru tvö af hlutafélögunum, Mikli- garður og íslenzkur skinnaiðnaður, orðin gialdþrota, eiginfé Jötuns var neikvætt i árslok 1992, mikið tap varð á rekstri Samskipa og Goði hefur orðið fyrir rekstr- aráföllum ... Verzlun er stærsta greinin í rekstri kaupfé- laganna með 46% af veltu. Víða er kaupfélagsverzl- unin aðalbúðin á sínu svæði, jafnvel eina búðin. Heildarvelta í verzlun kaupfélaganna minnkaði úr 16,2 milfjörðum í 15,5 milljarða króna á árin 1992. Brúttóhagnaður minnkaði úr 17,1% i 16,1% og launakostnaður jókst úr 8,7% í 9%. Starfs- mönnum fækkaði um tæplega 4% og voru í árs- lok 991. Af þessum tölum má ráða að afkoma verzl- unar hafi versnað á árinu 1992 frá fyrra ári. AUs ráku kaupfélögin 136 verzlanir í árslok 1992 og hafði þeim fækkað um sex á árinu ... Um 30% af veltu kaup- félaga er sala landbúnað- arafurða. Rekstur slátur- húsa hefur almennt ekki gengið vel og er það sam- dóma álit að sláturhús séu allt of mörg. Þau eru nú 29 en þeim mætti fækka um hehning eða meira til þess að rekstur þeirra yrði arðbær ... Rekstur mjólkursam- laga gengur mjög mis- jíifnlega. Rekstraraf- koma sumra þeirra ágæt, t.d. KEA og Kaupfélags Borgfirðinga, en önnur eru rekin með tapi ...“ Hver verður framtíð sam- vinnurekstrar? „Á örfáum árum hefur samvinnurekstur hér á landi minnkað stórlega. Samvinnubankinn hefur sameinast Landsbanka íslands og Samvinnu- tryggingar eiga nú hluta í Vátryggingafélagi ís- lands. Af öðrum fyrir- tækjum samvinnumanna má nefna að Oíufélagið hf. er ny'ög sterkt þótt það hafi í fyrra greitt út 30% eiginfjár vegna skuldaskila Sambandsins við Landsbankann. Sam- bandið, sem var stærsta fyrirtæki landsins, verður ekki samnefnari fyrir kaupféiögin í framtíðinni. Vinnumálasambandið er samtök samvinnufélaga, en það sér um kjarasamn- inga fyrir hönd sam- vinnufyrirtækja og ann- ast ýmsa ráðgjafarstarf- semi fyrir þau. Flestir samvinnustarfsmenn greiða einnig iðgjöld til Samvinnulífeyrissjóðsins. Líklegt er að þessir tveir aðilar verði í framtíðinni eins konar sameiningar- tákn samvinnumjinna ... Breytingar á búsetu í landinu og bættar sam- göngur breyta rekstrar- skilyrðum kaupfélag- anna. Búháttabreytingar og aukinn innflutningur á landbúnaðarvörum munu á komandi árum hafa mikil áhrif. Þótt ekki ári sérlega vel í sjávarútvegi eins og er, þá virðist þar liggja helzta von um efl- ingu samvinnufyrirtækja. Arðsemi hefur ekki nægt til þess að halda í við raunvaxtastig. Þetta kall- ar á uppstokkun í rekstri. Sum kaupfélög munu hætta og aðrir taka við. Hluti af rekstrinum er n\jög óhagkvæmur. Lík- legt er að sameina þurfi kaupfélög, leggja niður deildir og selja fasteignir. Mörg kaupfélög munu í framtíðinni verða líkari hlutafélögum en sam- vinnufyrirtækjum. Merk- um kafla í atvinnusögu landsins lauk þegar Sam- bandið hætti eiginlegum rekstri. Kaupfélögin munu mörg lifa Sam- bandið um langa hríð. Sum þeirra gætu eflst og þau munu setja sitt mark á byggðina utan höfuð- borgarsvæðisins en sam- vinnurekstur verður ekki lengur í öndvegi islenzks atvinnulífs.“ ORYGGI 7,8% RAUNÁVÖXTUN VEXTIR GREIDDIR ÚT Sjóðsbréf 2 eru góður kostur fyrir þá sem vilja fá reglulegar tekjur af sparifé sínu, þ\'í að vextir umfram verðbólgu eru greiddir út fjórum sinnum á ári. Sjóðurinn ber góða og stöðuga ávöxtun og hann er auk þess mjög öruggur. Hann hentar því vel þeim sem vilja ávaxta sparifé með lítilli áhættu. Sjóðurinn er mjög sveigjanlegur því hægt er að innleysa bréftn hvenær sem er án innlausnargjalds. Upphafsgjald við kaup í sjóðinn er nú 1%. Lágmarkskaup í sjóðinn eru 500 þúsund krónur. Sjóðurinn hentar best til ávöxtunar sparifjár í eitt ár eða lengur. Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar um Sjóðsbréf 2 og einnig er liægt að fá sendar upplýsingar í pósti. Verið velkomin í VÍB! *Raunávöxtun á ángnimivelli síðustu 12 mánudi. I síma 91 - 681530 er hagl að fá uppl\singar um Sjóðsbréf 2. SJOÐSBREF2 ’.'J" - ' V Já takk, ég vitfá seiidar upplýsingar itm Sjódsbréf 2. Nafn: _______________________ Heimili: Póstfang: Sími:______________________| VfB i VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. I ----- Armúla 13a, 155 Reykjavík. -1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.