Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993
EIGIMASALAM
REYKJAVIK
SAHTENGD
SÖLUSKRÁ
ÁSBYRGI
HGMASALAM
Símar 19540-19191
Yfir 35 ára reynsla
tryggir öryggi þjónustunnar
HÖFUM KAUPANDA að
2ja-3ja herb. íbúð, helst miðsvæðis í
borginni. Fleiri staöir koma til greina.
HÖFUM KAUPANDA að3ja
herb. íbúð, gjarnan í Árbæ eða Breið-
holtshverfi. Góð útb. fyrir rétta eign.
HÖFUM KAUPANDA að
góðri sérhæð, gjarnan í Hlíðum eða
Laugarneshverfi, fleiri staðir koma til
greina.
HÖFUM KAUPANDA að
3ja-4ra herb. íbúð með bílskúr. Ýmsir
staðir koma til greina. Mjög góð útb. í
boði.
HÖFUM KAUPANDA að
einbhúsi, gjarnan í Smáíbúðahverfi.
Fleiri staðir koma þó til greina.
HÖFUM KAUPANDA að
einbýlis- eða raðhúsi ca 130-180 fm.
Ýmsir staðir koma til greina.
EIGNASALAN
REYKJAVIK
Magnús Einarsson.lögg.fastsali,
Eggert Elíasson, hs. 77789,
Svavar Jónsson, hs. 33363.
Sinfóníuhljómsveit Islands
Opnunartónleikar í Háskóla-
bíói 22. og 23. september
Hljómsveitarstjóri: Osmo
Vanska. Einsöngvarar: Sólrún
Bragadóttir og Jóhann Sigurðar-
son. Kynnir: Jóhann Sigurðar-
son.
Á efnisskrá eru verk eftir Bern-
stein, Gershwin, Mussorgskíj,
Verdi, Puccini og Ravel.
Starfsár Sinfóníuhljómsveitar-
innar hefst með opnunartónleikum
22. og 23. september. Efnisskrá
verður hin glæsilegasta og hefur
hljómsveitin fengið til liðs við sig
tvo ágæta fulltrúa íslenskra lista-
manna, þau Sólrúnu Bragadóttur
söngkonu og Jóhann Sigurðarson
leikara.
Að loknu söngnámi hér heima fór
Sólrún til Bandaríkjanna í fram-
haldsnám. Strax að námi loknu
komst Sólrún á samning við óper-
una í Kaiserslautern. Nú er hún
fastráðin við óperuna í Hannover
jafnframt því að vera á gestasamn-
ingi við Deutsche Oper am Rheine
í Dusseldorf.
Jóhann Sigurðarson er einn af
þekktari leikurum landsins. Margir
muna hann eflaust sem prófessor
Higgins í My Fair Lady í Þjóðleik-
húsinu í vor. Jóhann er einnig
Sólrún Bragadóttir söngkona.
söngvari góður og er hann einn af
félögum í söngkvartettinum Blái
hatturinn sem hefur vakið athygli.
Opnunartónleikarnir verða
tvennir. Þeir fyrri fyrir boðsgesti,
en Sinfóníuhljómsveitin býður
Osmo Vanska hljómsveiterstjóri.
starfsmönnum þeirra fyrirtækja og
stofnana sem á einhvern hátt
styrkja hljómsveitina. Með því vill
hljómsveitin sýna þeim þakklæti
sitt.
Nú eru tímamót hjá hljómsveit-
inni þar sem við kveðjum aðalhljóm-
sveitarstjóra undanfarinna 5 ára,
Petri Sakari, og heilsum nýjum,
Osmo Vánská, sem er finnskur eins
og forveri hans. Vánska er ýmsum
tónleikagestum að góðu kunnur þar
sem hann hefur stjórnað tónleikum
hér áður sem gestastjórnandi. Osmo
Vánska hóf tónlistarferil sinn sem
klarinettuleikari en samhliða því
starfi stundaði hann nám í hljóm-
sveitarstjórn. Eftir að hann vann
til fyrstu verðlauna í alþjóðlegri
keppni ungra hljómsveitarstjóra í
Besancon í Frakklandi hófst glæsi-
legur ferill hans sem hljómsveitar-
stjóri. Ásamt því að stjórna þekkt-
um hljómsveitum í Evrópu og Asíu
hefur Vánská verið aðalstjórnandi
Sinfóníuhljómsveitarinnar í Lahti í
Finnlandi. Með henni vann hann til
tveggja eftirsóttustu verðlauna fyr-
ir útgefnar geislaplötur, þ.e. 1991
verðlaun tímaritsins Grammophone
fyrir upptöku á fiðlukonserti Sibel-
iusar og 1993 Grand prix du disque
fyrir upptöku á Ofviðrinu einnig
eftir Sibelius við texta Shakespe-
are. Sinfóníuhljómsveitin fagnar
komu Vánská og væntir mikils af
samstarfi við hann.
Vesturvangur - Hf.
Til sölu vandað og fullbúið einbýli að mestu á einni
hæð. Húsið skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, sex
herbergi, þvottahús, eldhús, sjónvarpshol, tvöfaldur
bílskúr, alls 248 fm. Auk þess 70 fm í kjallara þar sem
er stórt herbergi, baðherbergi með gufuklefa o.fl.,
möguleg lítil séríbúð. Arinn í stofu. Vandaðar innrétting-
ar. Falleg ræktuð lóð. Verð 17,9 millj.
Nánari upplýsingar hjá fasteignasölunni Ás,
Strandgötu 33, Hafnarfirði, sími 652790.
Vesturbær - til sölu
- fjölbreyttir nýtingarmöguleikar
- skrifstofu-,þjónustu- eða verslunarhúsnæði
Höfum í einkasölu 340 fm hæð í verslunarhúsi sem
hentar vel fyrir margvíslega starfsemi svo sem fyrir
lækna, arkitekta eða ýmisskonar þjónustu. Einnig getur
húsnæðið hentað sem verslun.
Upplýsingar gefur:
Skeif an fasteignamiðlun,
Skeifunni 19, sími 685556.
011KA 01 07fl LÁRUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjori .
L I IQU'LIO/v KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. lóggiltur fasteignasau
Til sýnis og sölu - eignir sem vekja athygli
Góð eign í Garðabæ - frábært verð
4ra herb. íb. á 2. hæð v. Lyngmóa. 3 svefnherb. Innb. bílskúr. Verð
aöeins kr. 7,8 millj. Eignaskipti mögul.
Barðavogur - einbhús - eignaskipti
Vel byggt og vel með farið steinh. ein hæð 165 fm auk bílsk. 23 fm.
5 svefnherb. Sólverönd. Glæsil. lóð. Skipti mögul. á 3ja-4ra herb. íb.
v. Sæviðarsund eða nágr.
Selvogsgrunnur - einbhús - glæsil. lóð
Stórt og vandað einbhús ein hæð 171,2 fm auk bílsk. 26,8 fm. Eignin
er töluvert endurn. Frábær staður.
Skammt frá Landakoti
efri hæð 154,8 fm auk bílsk. m/geymslu 37,4 fm. Glæsil. eign á úrvalsst.
Einbýlis- eða raðhús
óskast til kaups i borginni. Má vera í smíðum, ekki fullg. eða af eldri
g. og þarfn. endurbóta. Ýmis konar eignaskipti. Nánari uppl. á skrifst.
Rishæð í Bankastræti
á úrvalsstað 142 fm nettó auk rýmis u. súð. Margs konar breytinga-
og nýtingarmögul. Teikn. og nánari uppl. á skrifst._________________
• • •
ALMENNA
Teikningar á skrifstofunni.
Fjársterkir kaupendur.
Opið á laugardaginn.
FASTEIGNASAIAW
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
Frá tónleikunum í Stykkishólmi.
Morgunblaðið/Ámi Helgason
Sinfómuhljómsveitin í Stykkishólmi
Stykkishólmi.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands var á tónleikaferð um Vesturland
fyrir nokkru og hélt tónleika í Stykkishólmskirkju sem voru vel
sóttir. Stjórnandi var Örn Óskarsson og einleikarar þeir Sigurður
L. Snorrason, Kjartan Óskarsson og Szymon Kuran.
Tónleikaskráin var tvískipt og í
fyrri flutningi voru tónverk eftir
Beethoven, E. Grieg og Massenet
en í þeim síðari verk eftir Mend-
elsohn og George Bizet. Síðast á
dagskránni söng Jöklakórinn með
Sinfóníuhljómsveitinni þrjú lög þ.e.
í fjarlægð eftir Karl O. Runólfsson,
Fangakórinn úr Nabucco eftir Verdi
og Steðjakórinn úr II Trovaatore
eftir Páí ísólfsson. Jöklakórinn er
skipaður 52 einstaklingum úr
kauptúnum og kaupstöðum á Snæ-
fellsnesi sem hafa æft saman und-
anfarin ár og í Sinfóníuhljómsveit-
inni munu hafa verið um það bil
jafn margir.
í einu orði sagt var þessari
skemmtun fagnað mjög af viðstödd-
um og enginn vafi að þetta var góð
heimsókn og sérstök á söng- og
tónlistarsviði fyrir okkur Hólmara.
- Árni.
Götugrillið — sýning
Nú stendur yfir sýning á verkum
eftir Kjartan Guðjónsson, krítar-
og pennateikningar. .
Kjartan er fæddur 1921. Stúdent
frá MR1942. Nám við Handíðaskól-
ann 1942-43. Nám við Art Institute
of Chicago 1943-45. Einn af frum-
kvöðlum Septem-sýninganna 1947.
í stjórn Félags íslenskra myndlist-
armanna í 12 ár. Þátttaka í sýning-
um Norræna listbandalagsins í
Osló, Kaupmannahöfn, Björgvin,
Helsingfors, Hannover_ og Róm. Á
myndir í Listasafni íslands sem
hann reyndi að fá keyptar aftur en
fékk ekki.
Kennari við Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands í 25 ár eða þar til
að engin eftirpsurn var lengur eftir
því sem hann kunni og gat kennt.
Eftirlaunaþegi og hefur aldrei unnið
meira en síðan hann hætti að vinna.
Sýningin stendur til 20. október.
Hafdís í Gallerí Úmbru
Dagana 23. september til 13.
október verða grafíkmyndir eftir
Hafdísi Ólafsdóttur til sýnis í Gel-
lerí Úmbru, Amtmannsstíg 1.
Myndimar eru aliar einþrykk sem
eru þrykkt af koparplötum. Megin
viðfagnsefni myndanna er vatn.
Hafdís hefur áður haldið tvær
einkasýningar og tekið þátt í fjölda
samsýninga innanlands og utan.
Fyrr á þessu ári dvaldi Hafís í
tvo mánuði í Kjarvalsstofu í París
og eru myndirnar hluti af vinnu
hennar þar.
Hafdís stundaði nám við Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands frá
1975-1981 og hefur verið kennari
við sama skóla frá 1985.
Hafdís Ólafsdóttir
Galleríið er opið frá þriðjudegi
til laugardags frá kl. 13-18 og á
sunnudögum frá kl. 14-18.