Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐURB 243. tbl. 81.árg. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjungnr íbúa Angóla hefur flosnað upp Hálf milljón íbúa talin hafa látist Flóttafólk segir frá algeru bjargar- ieysi og staðfestir sögur af mannáti Limassol, Lissabon. Reuter. VERIÐ getur, að allt að hálf milljón manna, fimm prósent ibúanna, hafi látið lífið síðasta árið vegna borgarastyrjaldarinnar í Angóla. Var þetta haft eftir aðstoðarutanríkisráðherra landsins i gær en flóttafólk frá borginni Cuito, sem uppreisnarmenn Unita-hreyfingar- innar hafa setið um í marga mánuði, segir, að þar hafi fólk lagst á náina til að komast af. George Chikoty, aðstoðarutan- ríkisráðherra Angóla, sagði á blaða- mannafundi í Lissabon í Portúgal í gær, að um 1.000 manns dæju dag- lega vegna stríðsins í landinu, hung- urs og sjúkdóma. „Við teljum, að 250.000 manns hafi látist síðan styrjöldin braust út aftur en talan gæti verið nær 500.000,“ sagði hann en starfsmenn hjálparstofn- ana áætla mannfallið á bilinu 75- 100.000. íbúar Angóla eru 10 millj- ónir og að mati hjálparstofnana hefur þriðjungur þeirra flosnað upp frá heimilum sínum.' Mannát í Cuito Flóttafólk, aðallega Portúgalir, sem kom til Lissabon í gær frá Cuito í Mið-Angóla, sagði, að sögur um mannát í borginni væru sann- ar. Eftir níu mánaða umsátur og sprengjuárásir Unitaliða væri borg- in í rústum, ekkert hús óskemmt, og fólkið algerlega bjargarlaust. Því hefðu sumir étið líkin fremur en að verða hungurdauðanum að bráð. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna áætla, að allt að 35.000 manns hafi látist í borginni. Suður-Afríkustjórn studdi Unita fram til 1991 en hætti því þá að eigin sögn en Chikoty aðstoðarut- anríkisráðherra sagðist í gær efast um, að stuðningnum hefði verið hætt. Stanslausar sprengjuárásir Unita á borgir og bæi í landinu sýndu, að vopnabirgðirnar væru nægar og á því gætu ekki verið margar skýringar. Palestínumenn leystir úr halcli ÍSRAELAR tóku í gær að láta pal- estínska fanga lausa samkvæmt samkomulagi sem þeir gerðu við Frelsissamtök Palestínumanna (PLO). ísraelar hyggjast sleppa flestum af þeim 13.000 Palestínu- mönnum, sem þeir halda i fangelsi, í áföngum. Fyrst verða 700 fangar leystir úr haldi, aðallega konur, sjúklingar, ungmenni og gamalt fólk. Á myndinni faðmar einn fang- anna (t.v.) bróður sinn og einnig má sjá móður fagna syni sínum. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, sagði þó í gær að hætt hefði verið við að sleppa félögum í Hamas-hreyfingunni. Sjá „Frakkar ...“ á bls. 22. Áfangi í leit að nýju alnæmislyfi París. Reuter. VÍSINDAMENN við Pasteur-stofnunina í París skýrðu frá því í gær, að þeir hefðu uppgötvað nýja sameind, sem greiddi alnæmis- veirunni leið inn í frumur mannslíkamans. Kváðust þeir binda miklar vonir við, að fundurinn auðveldaði leitina að bóluefni gegn sjúkdómnum. Dr. Ara Hovanessian, yfirmað- ur veiru- og ónæmisfræðadeildar Pasteur-stofnunarinnar, sagði, að tekist hefði að einangra svokallað- an viðtaka, einkenndur CD26, sem ásamt öðrum áður þekktum viðtaka, CD4, gerði veirunni kleift að komast inn í frumurnar. CD4 bindur veiruna við frumuna en CD26, sem er hvítukljúfur, opnar henni dyr inn í frumuna. í tilkynningu frá Pasteur-stofn- uninni segir, að fundur CD26 og vitneskjan um mikilvægi hans, „opni nýjar leiðir í leit að lyfi og bóluefni gegn alnæmi". Fram að þessu var aðeins vitað um CD4 en vísindamenn hefur lengi grunað, að annar viðtaki væri til staðar. CD26 er líklega sameiginlegur öllum afbrigðum alnæmisveirunnar og Hovaness- ian sagði, að án hans kæmist hún ekki inn í frumurnar. Þess vegna væri CD26 svo ákjósanlegt skot- mark. Reuter Mótmæla óöld íBelfast UM sex þúsund manns gengu um götur Belfast í gær til þess að mótmæla tilræði írsku hryðjuverka- samtakanna IRA á laugardag og votta fórnarlömb- unum tíu virðingu sína. í hópnum voru kaþólskir menn og við tilræðisstaðinn höfðu verið lögð blóm með samúðarkveðjum frá kaþólskum borgurum. „Það snertir mig djúpt að kaþólskir skyldu leggja leið sína hingað. Það sýnir hugrekki þeirra og stað- festir að ekki er hægt að skella skuldinni á þá alla sem einn. Heiðarlegt fólk úr báðum hópum getur staðið saman,“ sagði embættismaður í Belfast. John Major, forsætisráðherra Bretlands, útilokaði í gær- kvöldi samninga við Geriy Adams, leiðtoga stjórn- málaarms IRA, og var gefin út séretök yfirlýsing um að Adams væri bannað að heimsækja breska meginlandið en Tony Benn, þingmaður Verkamanna- flokksins, mun hafa boðið honum til London. Sjá „Viðurkenna mistök og boða rannsókn" á bls. 23. Volkswagen bregst við auknum rekstrarerfiðleikum Stytta vumuviku í stað Bonn. Daily Telegraph. ÞÝSKU bílaverksmiðjurnar Volkswagen (VW) birtu í gær áform um að stytta vinnuvikuna niður í fjóra daga til þess að draga úr launa- kostnaði vegna dökks útlits í rekstri fyrirtækisins. Trúnaðarmaður launþegasamtakanna IG Metall hjá Volkswagen lýsti stuðningi við aðgerðirnar, sagði styttingu vinnuvikunnar æskilegri en uppsagnir, jafnvel þó það þýddi kauplækkun. Ákvörðun Volkswagen kemur á sama tíma og fregnir berast af miklum erfiðleikum þýskra fyrir- tækja. í gær var tilkynnt að Daimler-Benz-samsteypan hefði verið rekin með 3,9 milljarða marka halla, jafnvirði 166 milljarða króna. Er það mesta tap í sögu fyrirtækis- ins. Munar mestu um neikvæða útkomu í rekstri Mercedes-Benz- verksmiðjanna en tapið á bílafram- leiðslunni nam 2,8 milljörðum marka, jafnvirði 119 milljarða króna. Birti Daimler-Benz jafn- framt áform um að segja 16.000 manns upp í dótturfyrirtækinu Deutsche Áerospace og loka þremur verksmiðjum á næstu þremur árum. Samkvæmt upplýsingum fremstu rannsóknarstofu Þýskalands á sviði efnahagsmála hyggjast flest þýsk fyrirtæki draga saman framleiðslu vegna verulegs samdráttar einka- neyslu innanlands og þar sem út- flutningur hefur ekki aukist í þeim mæli sem spáð hafði verið. Sex helstu efnahagsstofnanir Þýskalands hafa birt skýrslur um ástand og horfur í þýskum efna- hagsmálum. Fimm þeirra spá 1% hagvexti í landinu vestanverðu á næsta ári. Ganga þær út frá þvi að laun hækki ekki umfram 2%, einkaneysla vaxi og útflutningur aukist. Sjötta stofnunin spáir hins vegar 0,5% efnahagssamdrætti. Dregur hún í efa að hægt verði að lækka vexti nógu hratt til þess að ýta undir aukna einkaneyslu og býst við því að launahækkanir verði úr hófi fram. Stofnanirnar eru allar sammála um að atvinnuleysi aukist 1994 og allt að 400.000 manns missi vinnuna þannig að 3,77 millj- ónir manna eða 9,8% vinnuaflans verði án vinnu. Verkalýðssamtök með IG Metall í broddi fylkingar krefjast sex pró- sent kauphækkunar á næsta ári. Hefur sú ákvörðun þýska þingsins sl. föstudag að draga úr atvinnu- leysisbótum hert samtökin í kröfu- gerð sinni. Lækkaði þingið atvinnu- leysisbætur úr 63% af launum í 60% og langtímabætur um 3%. Ætlun ríkisstjórnarinnar með þessu er að minnka fjárlagahalla um þriðjung.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.